Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
✝ Aðalbjörg Pét-ursdóttir
fæddist á Stóru-
Borg í Þverár-
hreppi 6. janúar
1942. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Hvammstanga 26.
maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Pétur
Aðalsteinsson, f.
12. ágúst 1920, d. 9. maí 2003,
og Margrét Björnsdóttir, f. 22.
mars 1919, d. 18. ágúst 1996.
Aðalbjörg var elst fjögurra
systkina en bræður hennar
eru Björn, f. 1943, Haraldur,
f. 1945, og Vilhjálmur, f. 1952.
Eiginmaður Aðalbjargar
var Jakob Gísli Ágústsson, f.
6.8. 1921, d. 20.9. 1994. Börn
Aðalbjargar eru: 1) Fjóla
Berglind Helgadóttir, f. 21.
nóvember 1959, maki Guðjón
Ólafsson, f. 1962. Börn Fjólu
eru Þóra Margrét Vilhjálms-
dóttir, f. 1983, og Bragi Freyr
maki Ingólfur Bragi Arason.
Börn þeirra: Stúlka, f. 4.1.
1991, d. 5.1. 1991, stúlka, f./d.
9.10. 1991, Glódís, f. 1995,
drengur, f./d. 8.8. 1998.
Barnabörn Helgu og Ingólfs
eru tvö. 5) Ágúst Frímann
Jakobsson, f. 7. mars 1972,
maki Sólrún Dögg Árnadóttir.
Börn þeirra: Jakob Gísli, f.
1998, Guðbjört Lind, f. 2002,
og Kári Hrafn, f. 2004.
Aðalbjörg ólst upp á
fæðingarstað sínum á Stóru-
Borg í Vesturhópi þar sem
foreldrar hennar bjuggu. Hún
giftist Jakobi Gísla Ágústssyni
frá Gröf á Vatnsnesi og hóf
með honum búskap. Þau stofn-
uðu nýbýlið Lindarberg úr
landi Grafar og þar starfaði
Aðalbjörg við heimilis- og bú-
skaparstörf. Árið 1979 hættu
Aðalbjörg og Jakob búskap en
bjuggu enn á Lindarbergi og
stunduðu vinnu á Hvamms-
tanga en þar vann Aðalbjörg
m.a. við kjötvinnslu og mat-
reiðslu. Ári eftir andlát Jak-
obs, árið 1995, fluttist Aðal-
björg til Hvammstanga og bjó
þar síðan, fyrst á Strandgötu
7 og síðar Hjallavegi 4.
Útför Aðalbjargar fer fram
frá Hvammstangakirkju í dag,
5. júní 2018, klukkan 14.
Vilhjálmsson, f.
1986. Börn Guð-
jóns eru Ólafur
Þórir, f. 1985, og
Svandís, f. 1990.
Fjóla og Guðjón
eiga tvö barna-
börn. 2) Margét
Þóra Jakobsdóttir,
f. 14. desember
1963. Dætur Mar-
grétar eru Lilja
Dögg Þorbjörns-
dóttir, f. 1986, og Guðrún Eyja
Erlingsdóttir, f. 1990. Barna-
börn Margrétar eru fjögur. 3)
Aðalsteinn Jakobsson, f. 9.
desember 1964, maki Ingi-
björg Signý Kristinsdóttir, f.
1965. Sonur þeirra er Fannar
Steinn, f. 2000. Dóttir Að-
alsteins er Svala, f. 1986, og
dætur Ingibjargar Signýjar
eru Rósalind Signýjar Krist-
jánsdóttir, f. 1982, og Hólm-
fríður Kristjánsdóttir, f. 1988.
Aðalsteinn og Signý eiga fjög-
ur barnabörn. 4) Helga Jak-
obsdóttir, f. 28. október 1965,
Elsku mamma, ég kveð þig
með söknuði en líka gleði og
þakklæti fyrir allt sem við áttum.
Þú varst svo margt: Amma sem
alltaf var með litlu ungana sína í
fanginu. Húsmóðir sem lét aldrei
verk úr hendi falla, matur á borð-
um og nýbakað bakkelsi. Dugn-
aðarforkur sem gekk í þau störf
sem vinna þurfti.
Náttúrubarn sem helst vildi
týnast á milli berjaþúfna í
Brautarhöfðanum og talaði oft
um eyrarrósina sína.
Sennilega hafið þið afi átt það
sameiginlegt að vilja týnast á bak
við klettinn, hugsanlega á Stóru-
Borg, og drekka í ykkur náttúr-
una og staðinn sem ykkur þótti
svo vænt um. Því kveð ég þig með
ljóði eftir afa.
Hvíl í friði elsku mamma.
Bak við klettinn
er skjól fyrir næðingnum
er skjól fyrir augum
mannanna.
Þar er ég öllum týndur.
Ég hef legið hér í grasinu
og horft á far skýjanna.
Ég hef séð borgir rísa
og englana dansa.
Ég hef heyrt nið tímans
og söng þagnarinnar.
Ég hef fundið lífskraft jarðarinnar
streyma til mín
og moldina gleypa þreytu mína.
Hér á bak við klettinn
endurnýjast sál mín
og fjarlægðir hverfa
í hugarflugi
óendanlegs dags.
(Pétur Aðalsteinsson)
Margrét (Magga).
Elsku amma dugnaðarforkur,
þú varst mér svo mikilvæg.
Hjá þér var mitt annað heimili
alla barnæskuna, hvergi fannst
mér betra að vera. Það var svo
notalegt hjá okkur og ég fékk
alltaf kakósúpu og harðfisk, það
sem mér þótti best. Við fórum
alltaf í berjamó í Brautarhöfða á
hverju hausti með nesti, þar
naustu þín svo vel og ég skildi
aldrei hvað þú nenntir að sitja
lengi við hverja þúfu. Í seinni tíð
fórum við reglulega til þín yfir
helgi og alltaf var til bakkelsi og
harðfiskur í frystinum. Þú sagðir
svo oft við mig að ég þyrfti að
drífa í því að eignast barn áður en
þú dræpist (eins og þú orðaðir
það sjálf).
Hilmir kom svo í þennan heim
og þú hittir hann í fyrsta skipti á
afmælisdaginn þinn, þegar hann
var tveggja daga gamall. Það var
svo dýrmætt að fá að hafa þig hjá
okkur í Reykjavík á þessum tíma.
Ég er svo þakklát fyrir tímann
okkar saman og fyrir að hafa
fengið að fylgja þér seinustu
klukkustundir lífs þíns.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þín
Lilja Dögg.
Elsku amma mín.
Nú ertu flogin á vit ævintýr-
anna og ég er viss um að afi tók
vel á móti þér þegar þú komst
yfir.
Mér finnst sárt til þess að
hugsa að ég muni ekki geta heim-
sótt þig framar á Hjallaveginn.
Ég sakna þess líka að geta ekki
aftur borðað með þér ómælt
magn af súkkulaðirúsínum eins
og við gerðum svo oft, enda báðar
súkkulaðigrísir af Guðs náð. Ég
sakna þess að leggjast upp í rúm
á Hjallaveginum, með þig í næsta
herbergi og heyra óminn af Álfta-
gerðisbræðrum úr útvarpstæk-
inu frammi, en þú fórst aldrei upp
í rúm á kvöldin án þess að kveikja
á fallegri tónlist.
Það var alls konar tónlist sem
ég hlustaði á með þér og mömmu
og þetta tónlistaruppeldi hafði
það í för með sér að ég, 27 ára
gömul, elska Álftagerðisbræður.
Elsku amma mín – söknuðurinn
er mikill en á sama tíma er ég
með hjartað fullt af þakklæti fyrir
allt sem við áttum og gerðum
saman síðustu árin þó heilsa þín
hafi ekki verið upp á marga fiska.
Ég er líka þakklát fyrir að
þinni baráttu er lokið því þetta
hefur svo sannarlega ekki verið
þér auðvelt en þú sýndir ótrúleg-
an baráttuvilja.
Ég fékk tækifæri til að vera
hjá þér og halda í hlýju höndina
þína síðustu sólarhringana og þar
til yfir lauk. Mér finnst það ein-
staklega dýrmætt.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Þín ömmustelpa,
Guðrún Eyja.
Elsku amma.
Nú ertu farin frá okkur, en eft-
ir standa ótal minningar, hver
annarri betri. Öll sumarfríin,
páskafríin og vetrarfríin sem ég
eyddi hjá þér einkenndust af góð-
um mat, notalegheitum og
ömmudekri. Það var alltaf gott að
koma í ömmuhús, og þú stjanaðir
í kringum okkur ömmubörnin
eins og þér einni var lagið. Það er
sárt að hugsa til þess að þessar
minningar verði ekki fleiri, en nú
hefur þú fengið hvíldina löngu
sem þú varst farin að þrá. Þín
verður sárt saknað og við munum
ávallt minnast þín með hlýju og
þakklæti.
Ástarkveðjur,
Glódís og fjölskylda.
Mér er þakklæti efst í huga
þegar ég hugsa til elsku Aðal-
bjargar. Fyrir ótrúlega mörgum
árum unnum við saman aðra
hverja helgi í eldhúsinu á sjúkra-
húsinu á Hvammstanga. Í fyrstu
reyndi hún að telja mér trú um að
ég væri óheppin að lenda á vakt
með henni því hún væri ekki mik-
ið fyrir að tala. Það breyttist samt
fljótt og það var alltaf tilhlökk-
unarefni að fara í mat og kaffi
með henni og spjalla um lífið og
tilveruna.
Aðalbjörg hafði einstaklega
góða nærveru, var hlý og kær-
leiksrík. Við heimsóttum stund-
um hvor aðra og það voru alltaf
ánægjustundir. Þegar Aðalbjörg
vissi að ég væri að fara í bústað í
sumarfríinu, árið sem við unnum
saman, mætti hún með háan
stafla af volgum dásamlegum
flatkökum til að hafa með í fríið.
Fyrstu árin eftir að ég flutti frá
Laugarbakka héldum við sam-
bandi en það varð alltaf lengra á
milli, eins og gengur, ég hugsaði
samt oft til hennar og alltaf með
hlýju. Síðasta sumar átti ég leið
um Hvammstanga en náði ekki
að kíkja til Aðalbjargar eins og
mig langaði en hét því að fara nú í
sumar. Það er ekki sjálfgefið að
fólk sé á lífi næst þegar maður
ætlar að heimsækja það, greini-
lega betra að gera það strax.
Megi minning yndislegrar
konu lifa. Ástvinum og vinum
sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný
(Þórunn Sigurðardóttir)
Svanhildur Sif
Haraldsdóttir (Hilda).
Þá er Aðalbjörg farin frá
okkur, ég veit hún vildi ekki að
sagt væri margt um sig, en ég set
hér smá þakklæti fyrir okkar
kynni. Aðalbjörg var góður ná-
granni og það var mjög gott að
biðja hana bónar, alltaf sagt já er
hún gat gert það.
Aðalbjörg var hljóðlát og hún
hafði mjög góðan húmor.
Bestu þakkir fyrir samveruna í
Lillukórnum og samleiðina í líf-
inu.
Set hér ljóð eftir pabba þinn
sem mér finnst svo fallegt.
Heldur er að halla degi,
hljóðlát nóttin bíður mín.
Í draumum mínum oft ég eygi
annan heim, í leiftursýn.
Á fljótsins bakka ferja bíður
flytur mig á aðra strönd.
Ekki hamlar straumur stríður
styrk er ferjumannsins hönd.
Gott væri að deyja í drauminn
á dagmálunum enda för.
Hverfa hljótt og halda í strauminn,
hafa fengið óræk svör.
Vinna í garði vona sinna
vaxa að kærleik, gleði og trú.
Vera í fangi vina minna
að vexti og þroska öruggt hlú.
(Pétur Aðalsteinsson
frá Stóru-Borg)
Við Lillukórskonur vottum
fjölskyldu Aðalbjargar dýpstu
samúð.
Þín söngsystir og nágranni,
Ingibjörg Pálsdóttir (Lilla
Páls).
Aðalbjörg
Pétursdóttir
áttum saman þó svo að hann hafi
varað stutt, en minningarnar eru
vel geymdar. Þú varst einn sá
góðhjartaðasti vinur sem ég hef
kynnst, alltaf til staðar fyrir vini
þína, með þitt smitandi bros,
yndislegur í alla staði. Þín verður
sárt saknað, þú munt ávallt eiga
stað í hjarta mínu, elsku gull, og
ég veit að þú vakir yfir þínum eins
og þú hefur gert í gegnum tíðina.
Kara Lind Sigþórsdóttir.
Elsku Einar minn.
Ég man alltaf eftir þegar ég
hitti þig fyrst, þegar þú komst í
skólann okkar með þinn mikla
persónuleika sem veitti svo hlýja
og góða nærveru. Þú gerðir þitt
og varst þú sjálfur, alveg sama
þótt öðrum hafi fundist það asna-
legt. Þú geislaðir, á vegu sem erf-
itt er að útskýra, varst alltaf svo
einlægur, hress og góður við allt
og alla í kringum þig.
Vinátta þín var mér afar kær
og hefði ég ekki getað hugsað mér
betri vin. Þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur vini þína og er það
ómetanlegt. Alltaf þegar eitthvað
kom upp á þá varstu aldrei langt
undan og ávallt tilbúinn að hlusta
og veita góð ráð sem lét mér strax
líða betur. Mér þótti alltaf vænt
um að ef ég var reið eða leið þá
gerðir þú alltaf þitt besta til þess
að láta mig brosa.
Elsku Einar, ég verð ævinlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og fengið að kallað
þig vin minn. Minning þín lifir í
hjarta mínu um ókomna tíð. Ég
mun ávallt sakna þín og elska að
eilífu, yndið mitt.
Þú ert bjartasta stjarnan á himni
þú ert ljósið í lífi margra
lýsa munt leið okkar allra.
Kominn er tími að kveðja
aldrei mun ég þér gleyma
bjartasta stjarna okkar allra.
Ég brosi í gegnum tárin,
og mun ég ávallt sakna þín
en aldrei mun þér gleyma.
Þú ert ljósið mitt og yndi
ég veit þú ert hjá mér
held fast í þig,
elsku yndislega ljósið mitt.
Horfir þú niður og passar mig
þar til við hittumst aftur,
elsku vinur.
Sesselja Rós
Guðmundsdóttir.
Elsku fallegi Einar Darri. Það
er erfitt að sætta sig við að þú sért
farinn frá okkur, alltof snemma
þegar líf þitt var rétt að hefjast.
Svona á ekki að gerast en lítið
sem maður fær við það ráðið.
Minningarnar hafa birst mér
stöðugt undanfarna daga en al-
veg frá því þú fæddist hefur þú
verið hluti af lífi okkar. Margt
brölluðum við fjölskyldurnar
saman í gegnum tíðina og var það
okkar blessun hversu náin þið
systkinin voruð mínum börnum,
það styrkti tengsl okkar enn frek-
ar. Þú og Andrés Kári minn voruð
svo góðir og fallegir vinir sem
ætluðuð ykkur stóra hluti í fram-
tíðinni. Notalegt var að sjá þig
reglulega birtast heima með
Andrési og vinunum, gista og
hafa það eins og þú vildir. Þannig
fylgdist maður með þér og dáðist
að því hversu flottir ungir menn
þið voruð orðnir.
Þú hreyfðir við öllum sem í
kringum þig voru, Einar minn,
með fallegu augunum þínum og
brosi sem ekki var hægt að stand-
ast. Fallegur að utan sem innan,
elsku drengurinn minn.
Mér finnst hluti af okkur vera
farin og sársaukinn er svo mikill
en margar góðar og skemmtileg-
ar minningar sem hægt er að rifja
upp og jafnvel brosa í gegnum
tárin.
Þú munt alltaf eiga stað í hjart-
anu mínu, minningarnar um þig
eru þar og verða að eilífu.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, elsku besta vinkona Bára
og Óskar, Andrea, Aníta og Árni.
Elín Matthildur
Andrésdóttir.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Eiginmaður minn, faðir og vinur,
PÉTUR EINAR TRAUSTASON,
Skriðustekk 12, Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili okkar 28. maí.
Útför hans fer fram frá Breiðholtskirkju
miðvikudaginn 6. júní klukkan 15.
Nanna Sigurðardóttir
Þórunn Eir Pétursdóttir
Sigurður Freyr Kristinsson, Marý Karlsdóttir
foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
GUÐRÚNAR KRISTÍNAR
SIGURJÓNSDÓTTUR,
Gnoðarvogi 28,
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Eirar, þriðju
hæðar norður, fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Hólmfríður Þórarinsdóttir Jón Þórir Jóhannesson
Valdimar Ingi Þórarinsson
Elísabet Guðrún Þórarinsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, mamma,
tengdamamma, amma og langamma,
RAGNA RÓSBERG,
Ásfelli 1, Hvalfjarðarsveit,
lést mánudaginn 28. maí í faðmi
fjölskyldunnar á Sjúkrahúsi Akraness.
Útförin fer fram í Akraneskirkju mánudaginn 11. júní klukkan 13.
Stefán Skagfjörð Óskarsson
Hjalti Hauksson
Benedikt Hólm Hauksson
Jóhanna Steinunn Hauksd. Haukur Magnússon
Guðný Ósk Stefánsdóttir Sveinbjörn Reyr Hjaltason
Sigrún Mjöll Stefánsdóttir Bjarni Rúnar Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og
langafi,
MAGNÚS GUÐJÓNSSON
prentari,
Engjavöllum 5a, Hafnarfirði,
lést á Landakotsspítala föstudaginn 1. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Þórunn Haraldsdóttir
Bylgja Magnúsdóttir
Þórunn Maggy Jónsdóttir
Birta Sól Utley
Rebekka Huld Utley