Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI æli- & frystiklefar í öllum stærðum K lopapeysur sem ég sel. Útlending- arnir kaupa þetta hefðbundna, það erum helst við Íslendingar sem sækjum í fánalitina og hina flóruna,“ segir hin reynslumikla prjónakona en hún hefur selt fjöldann allan af sjölum, peysum og sokkum á hand- verksmarkaði. ninag@mbl.is Spurð hvort hún ætli að fylgjast vel með HM segir hún það ekki spurningu, hún verði límd við skjá- inn heima og líklegast með prjóna við höndina en hún er vön því að prjóna yfir íþróttaleikjum. „Ég er með eitt sjal á prjónunum núna og svo er ég að prjóna hefðbundnar Steinunn Hjartardóttir, fv. heil- brigðisfulltrúi og kennari á Sauðár- króki, er mikil prjóna- og hannyrða- kona. Hún hefur í aðdraganda Heimsmeistaramótsins verið iðin við kolann og prjónað sjöl í fánalitunum en hugmyndina fékk hún á Face- book. „Ég sá svona HM sjal á Face- book eftir hana Möggu Gísla hann- yrðakonu og bara sauð upp mína uppskrift út frá því.“ Í kjölfarið setti hún inn færslu á Facebook þar sem hún frumsýndi sína eigin útgáfu af sjalinu. „Upp úr því fékk ég fyrir- spurnir frá öðrum konum um að gera fleiri HM-sjöl. Ég geri alls kon- ar handavinnu en núna finnst mér skemmtilegast að prjóna og þessi sjöl eru engin undantekning.“ Dugleg að sækja íþróttaviðburði Steinunn vonast til þess að nota sjalið á meðan HM stendur yfir en verði of heitt fyrir það mun hún geta notað sjalið á öðrum útileikjum heima fyrir. Steinunn er mikil áhugamennskja um íþróttir og sækir oft íþróttaviðburði á Sauðárkróki. „Tindastóll er mitt lið auðvitað, og ég hef alla tíð fylgst vel með þeim,“ segir hún. Þá hafa börnin hennar æft fótbolta, frjálsar og körfu, en þau eru komin vel á legg og fylgist hún vel með barnabörnunum. Morgunblaðið/Björn Jóhann Björnsson Prjónakona Steinunn er mikil áhugamanneskja um íþróttir og hefur prjónað íslensk sjöl í tilefni af HM. Íslenskt sjal fyrir HM  Prjónaði sjöl í fánalitunum í tilefni Heimsmeistaramótsins Íslenskt Steinunn hefur mikla reynslu af prjónastörfum og hefur m.a. selt lopapeysur til útlendinga. Hún ætlar að fylgjast vel með mótinu í Rússlandi. 11 DAGAR Í FYRSTALEIK ÍSLANDS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stærsta verkefni í sögu Landsnets er formlega lokið. Því var fagnað í gær við athöfn í nýju tengivirki við Bakka um leið og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður stjórnar Landsnets, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- ráðherra gáfu stjórnstöð Landsnets skipun um að spennusetja spenni fyrir seinni ljósboga- ofninn í verksmiðju PCC á Bakka. Verkið fólst í því að tengja Þeistareykjavirkj- un við landsnetið og iðnaðarsvæðið á Bakka og koma upp þremur yfirbyggðum tengivirkjum. Framkvæmdin kostaði um 8,5 milljarða króna og stóðst kostnaðaráætlun. Tímaáætlun stóðst einnig nokkurn veginn þrátt fyrir miklar tafir vegna þess að framkvæmdaleyfi sveitarfélaga voru ógilt og þurfti að vinna þau upp á nýtt. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að þótt megintilgangur verk- efnisins hafi verið að tengja virkjunina og skapa skilyrði fyrir nýtingu hennar á iðnaðarsvæðinu og víðar skapi hún tækifæri til að auka til muna afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Þar er um að ræða möguleika á að tengja Húsavík við Bakka og leysa af hólmi eina elstu flutningslínu landsins og tengingu Kópaskers og Laxárvirkj- unar inn á þetta nýja kerfi. „Þingeyjarsýsla er orðin eitt af öruggustu svæðum landsins. Með hringtengingu sem ráðist verður í þegar Þeista- reykjavirkjun verður stækkuð og notkun eykst á Bakka eykst öryggið enn frekar,“ segir Guð- mundur Ingi. Fyrirhuguð tenging svæðisins við Austurland og síðar Eyjafjörð mun styrkja raforkukerfið á Norðausturlandi enn frekar. Tækifæri fyrir almenna uppbyggingu Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra segir mikil- vægt að framkvæmdunum á Norðausturlandi verði lokið þannig að það verði öflugt. Hún minnir á að búið sé að ákveða að atvinnuupp- bygging verði á Bakka og þar séu tækifæri en einnig séu möguleikar til almennrar uppbygg- ingar fyrir fólk og fyrirtæki á þessu svæði. Orðið eitt öruggasta svæði landsins  Háspennulínur frá Þeistareykjavirkjun og tilheyrandi tengivirki eru mesta verkefni í sögu Landsnets  Húsavík, Kópasker og Laxárvirkjun verða tengd inn á nýja kerfið auk iðnaðarsvæðisins á Bakka Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Spennusetning Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra sinna skyldustörfum í tengivirki Landsnets á Bakka. Alls munu 284 þreyta inntökupróf í læknisfræði við Háskóla Íslands en prófið fer fram 7. og 8. júní næst- komandi. Þetta kemur fram á vef læknadeildar Háskóla Íslands en þar segir einnig að 50 nemendur verði teknir inn í námið í ár. Þrátt fyrir að flestir framhaldsskólar hafi útskrifað tvo árganga í vor var nem- endaplássum einungis fjölgað um tvö. „Við vorum búin að búa okkur undir að við myndum finna mikinn mun,“ segir Guðrún Ásta Guð- mundsdóttir, verkefnastjóri hjá læknadeild, spurð hvort meiri að- sókn hafi verið í ár en fyrri ár. „Þetta er bara svipaður áhugi og hefur verið á undanförnum árum,“ bætir hún við. Ekki hægt að taka við fleirum Fjöldi þeirra sem boðið er að stunda nám við deildina miðast við afkastagetu sjúkrahúsa en hluti námsins fer fram í formi verknáms. „Það er náttúrlega ekki hægt að taka inn fleiri en klíníkin getur tekið á móti,“ segir Guðrún. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi verið tekið saman hversu marg- ir þreyta prófið í fleiri en eitt skipti viti hún að ýmis dæmi séu um slíkt. „Það eru alltaf einhverjir sem eru að koma í annað eða þriðja skipti,“ segir Guðrún. 64 hafa skráð sig í inntökupróf í sjúkraþjálfun en þar eru 35 nem- endur teknir inn. Báðir hópar taka sama prófið en það tekur tvo daga og samanstendur af fjórum tveggja tíma próflotum. Einnig er tekið A- próf, almennt próf fyrir háskólastig. teitur@mbl.is Læknisfræði enn vinsæl  Tæplega 300 vilja verða læknar Morgunblaðið/Eggert Umframeftirspurn Mikill áhugi er fyrir læknisfræði að vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.