Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  130. tölublað  106. árgangur  INNSETNING SEM REYNIR Á ÖLL SKYNFÆRIN HÆSTA FJALLIÐ LEIT BJARKAR AÐ ALHEIMS- ÚTÓPÍU TÖFRAR Á TOPPNUM 12 NÁTTÚRAN Í FORGRUNNI 33SHOPLIFTER TIL FENEYJA 30 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Þingmenn stjórnarandstöðu fóru mikinn í ræðum sínum í eldhúsdags- umræðum á Alþingi í gærkvöldi en þingmenn stjórnarmeirihlutans vörð- ust gagnrýni minnihlutans. Ljóst er að þingstörfum verður fram haldið lengur en áætlað var. Tillaga meiri- hluta atvinnuveganefndar um endur- reikning veiðigjalds er á dagskrá Al- þingis í dag og verður tekin til fyrstu umræðu af þremur. Þingmenn stjórnarandstöðunnar munu taka sér tíma til að ræða málið að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingar. Gagnrýni í garð Katrínar Við umræðurnar í gærkvöldi voru mest rædd velferðarmál, samstarf ríkisstjórnarflokkanna og málamiðl- anir þeirra. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingar, sagði að ríkis- stjórnarflokkarnir væru úr takt við kjósendur sína, sérstaklega Vinstri- græn. Áðurnefnd lækkun veiðigjalda kom einnig til umræðu, var tíma- setning málsins einkum gagnrýnd og sett í samhengi við sveitarstjórnar- kosningar. Bergþór Ólason, þing- maður Miðflokksins, sagði að hefði málið komið fram fyrr hefðu Vinstri- græn ekki fengið mann kjörinn inn í borgarstjórn frekar en Framsóknar- flokkur. Ólafur Þór Magnússon, þing- maður Vinstri-grænna, sagði að með þátttöku í ríkisstjórn öxluðu Vinstri- græn ábyrgð og hefðu áhrif á alla ákvarðanatöku. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra sagði það ábyrgðar- hluta að veljast til forystu í lands- málum og varði málamiðlanir. Gagnrýni stjórnarandstöðunnar í garð Katrínar Jakobsdóttur væri í senn ósmekkleg og ómálefnaleg. Tókust fast á í umræðunum Morgunblaðið/Eggert Ræða Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, impraði með myndrænum hætti á stefnu flokksins í málefnum fátækra.  Nokkur hiti í þingmönnum á eldhúsdegi  Veiðigjöldin rædd á Alþingi í dag MFöstum skotum var skotið »4 Hækkun fasteignamats mun gera fasteignaeigendum kleift að endur- fjármagna íbúðalánin á hagstæðari kjörum. Þetta segir Elvar Orri Hreins- son, hagfræðingur hjá Íslands- banka. Hann segir lántakendur hafa get- að tekið aðallán fyrir fasteign og svo viðbótarlán á lakari kjörum til að brúa bilið. Lánin taki mið af fast- eignamati. Með því að fasteigna- matið hækki geti þessir lántak- endur tekið nýtt aðallán í staðinn fyrir það gamla og viðbótarlánið. Úr verði hagstæðari lánakjör. Hækkað um 2.000 milljarða Fasteignamat íbúða á Íslandi hefur hækkað úr 3.844 milljörðum 2016 í 5.727 milljarða árið 2019, eða um tæpa 2.000 milljarða á nafnvirði. Ásgeir Jónsson, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, segir lántakendur ekki geta búist við því að íbúðaverð hækki mikið meira í bráð. Miklar launahækkanir séu að baki og komið að hagræðingu í mörgum greinum vegna hægari vaxtar. Samkvæmt því munu íbúða- eigendur ekki njóta tvöfalds ávinn- ings vegna verðhækkana og betri lánakjara vegna hækkunar á fast- eignamati. baldura@mbl.is » 11 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Íbúðaverð hefur hækkað. Fái betri lán með nýju mati  Nýtt fasteignamat sagt skapa tækifæri Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Einn lést og níu slösuðust í hörðum tveggja bíla árekstri á Vesturlands- vegi skammt frá Enni á Kjalarnesi um áttaleytið í gærkvöldi. Bílarnir komu hvor úr sinni áttinni með fyrr- greindum afleiðingum en níu sjúkra- bifreiðir voru sendar á vettvang. Sjö þeirra fluttu slasaða á slysadeild Landspítalans. Mikill viðbúnaður var vegna slyss- ins en auk sjúkrabifreiða voru tvær tækjabifreiðir kallaðar út. Þá var fjölmennt lið björgunarsveitar- manna, slökkviliðsmanna, sjúkra- flutningsmanna og lögreglu á staðnum. Engar upplýsingar hafa fengist um tildrög slyssins en fólkið var ann- ars vegar í lítilli sendibifreið og hins vegar í fólksbíl. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu er ekki hægt að greina frá líðan þeirra sem slösuðust að svo stöddu, en um tíma var gult viðvörunarstig sett á vegna hópslyss á Landspítalanum. Í kjölfar slyssins var Vesturlands- vegi lokað í um tvær klukkustundir frá Þingvallavegi að Hvalfjarðarvegi á meðan viðbragðsaðilar aðhöfðust á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu og rannsóknarnefnd sam- gönguslysa munu sjá um rannsókn slyssins. Einn lést í umferðar- slysi á Vesturlandsvegi  Níu slasaðir eftir árekstur  Gul viðvörun á Landspítala Morgunblaðið/Valli Umferðarslys Mikill viðbúnaður var vegna áreksturs tveggja bifreiða á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Einn er látinn. Ábúendur á hinni sögufrægu eyju Vigur við Ísafjarðardjúp hafa sett hana á sölu. Salvar Baldursson bóndi og kona hans segja nú skilið við búsetustað sinn til 38 ára. Þar hefur um árabil verið stundaður búskapur og ferðaþjónusta. Salvar býst við að það verði mikil viðbrigði að flytja í land. »10 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vigur Stundum kölluð perlan í djúpinu. Eyjan Vigur til sölu „Þingeyjarsýsla er orðin eitt af öruggustu svæðum landsins,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, for- stjóri Landsnets, við Morgunblaðið í gær þegar því var fagnað að stærsta verkefni í sögu Landsnets er lokið. Verkið fólst í að því að tengja Þeistareykjavirkjun við landsnetið og iðnaðarsvæðið á Bakka og koma upp þremur yfirbyggðum tengi- virkjum. Framkvæmdin kostaði um 8,5 milljarða króna. Við athöfn í nýju tengivirki við Bakka gáfu Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra og Sigrún Björk Jakobsdóttir, for- maður stjórnar Landsnets, skipun um að spennusetja spenni fyrir seinni ljósbogaofninn í verksmiðju PCC á Bakka. helgi@mbl.is »6 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tenging Háspennulínur við Bakka. Stærsta verkefninu lokið  Kostaði um 8,5 milljarða króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.