Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Í Bandaríkjunum, eins og hérlendis, hafa heilbrigðisstarfsmenn sem annast hjúkrun og umönnun sjúklinga mismunandi menntun að baki. Þar, eins og hér, eru sumir með BS-gráðu, MS-gráðu eða doktorspróf en aðrir í Bandaríkj- unum eru með skemmri menntun, til dæmis svonefnda associate-gráðu eða þriggja ára hjúkrunarskólanám (hospital nursing program). Allt þetta hjúkrunarfólk lærir hjúkrun sem byggist á sama grunni eða sömu hugmyndafræði og sett var allra fyrst fram af Florence Nightingale í Krímstríðinu sem háð var um miðja 19. öld. Það er vel þekkt að Florence Nightingale bjargaði lífi fjölda særðra hermanna með réttri að- hlynningu og sýkingarvörnum. Fyrir hennar dag voru miklar líkur á að særðir hermenn létust af sárum sínum. Í Bandaríkjunum eru notaðir starfstitlarnir LPN (Licenced Practical Nurse), sjúkraliði með starfsleyfi, og RN (Registered Pro- fessional Nurse), löggiltur hjúkr- unarfræðingur, um þá sem stunda umönnun og hjúkrun. Í báðum til- vikum þarf að taka sérstakt starfs- leyfispróf, það er samræmt próf sem yfirvöld leggja fyrir nemendur, sem helgast af því að skólarnir eru marg- ir og mismunandi. Þeir sem tekið hafa associate-gráðu eða meira nám, svo sem BS-próf eða þriggja ára hjúkrunarskóla, hafa rétt til að þreyta starfsleyfispróf (kallað NCLEX-RN-próf) fyrir hjúkrunar- fræðinga til að fá RN-starfsleyfi. Á Íslandi eru starfsleyfispróf ekki not- uð en í stað þess eru skólarnir metn- ir og námskrár þeirra. Í Bandaríkjunum eiga LPN- hjúkrunarfræðingar kost á að auka við menntun sína með viðbótarnámi til að verða RN-hjúkrunarfræð- ingar. Inn í það nám eru þær ein- ingar metnar sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefur nú þegar tekið í framhalds- og háskólum. Mikið er lagt upp úr því að ekki sé um tvíverknað að ræða, þ.e. að nem- endur séu ekki látnir læra aftur það sem þeir hafa þegar lært. LPN- hjúkrunarfræðingar sem fara í gegnum slíkt viðbótarnám fá leyfi til að þreyta starfsleyfispróf (NCLEX-RN-próf) til að öðlast RN-starfsleyfi. Starfsleyfisprófið hefur þann tilgang að ákveða hvort viðkomandi hafi örugglega hæfni til að hefja störf við almenna hjúkrun. Standist þeir það próf fá þeir heim- ild til að kalla sig RN (löggiltan hjúkrunarfræðing). Ef menn vilja síðar bæta við sig BS-prófi er aftur hægt að auka við menntun sína með viðbótarnámi sem ekki þarf að taka lengi tíma en tvö ár. Hjúkrunarfræðingur með BS-próf getur sinnt því sama og RN-hjúkrunarfræðingur með tveggja eða þriggja ára nám en hef- ur auk þess möguleika á að starfa við kennslu og undirbúa næstu kyn- slóð hjúkrunarfræðinga, stunda samfélagsfræðslu, rannsóknir og fleira. Menntun sjúkraliða á Íslandi hef- ur tekið breytingum frá árinu 1965, en námið stóð upphaflega í átta mánuði og kennt var á sjúkrahús- unum og var þá sambærilegt við LPN-hjúkrunarnám í Bandaríkj- unum. Í dag tekur íslenska sjúkra- liðanámið venjulega þrjú ár (eða 146 framhaldsskólaeiningar eftir stúd- entspróf) og er mun viðameira en LPN-hjúkrunarnám í Bandaríkj- unum sem enn tekur venjulega eitt ár. Sjúkraliðar hjúkra sjúkum, slös- uðum, fötluðum og öldruðum á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum eða sambærilegum stofnunum. Sjúkraliðar nú á dögum vinna oft fjölbreyttari störf á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Á lands- byggðinni eru þeir oftar í stjórn- unarhlutverki, sjá um lyfjagjafir, sjá um barnaskoðun (að hluta), að- stoða lækna í aðgerðum, draga blóð til rannsókna, sjá um röntgen- myndatökur, skólaskoðanir, sára- skiptingar, færa í sjúkraskrá og fleira. Sjúkraliðar fá oft ekki tæki- færi til þess að nýta menntun sína til fulls hérlendis því mörkin á því hvað þeir mega gera og mega ekki gera eru svo fljótandi og ráðast oft- ast af næsta yfirmanni. Venja er að hjúkrunardeildar- stjórar séu yfirmenn sjúkraliða. Hins vegar geta sjúkraliðar verið yfirmenn annarra sjúkraliða og eins geta sjúkraliðar starfað með læknum, sjúkraþjálfurum og öðrum heilbrigðisstéttum. Í starfslýsingu á að koma fram bæði verksvið sjúkra- liðans og hver næsti yfirmaður hans er. Árið 2000 voru settar fram sam- ræmdar kröfur í New York-ríki um hvaða menntun LPN-hjúkrunar- fræðingar þyrftu að bæta við sig til að öðlast RN-starfsleyfi. Þar eru metin öll námskeið sem LPN hafa tekið svo þeir þurfi ekki að taka aft- ur próf í því sem þeir hafa þegar lokið. Þetta auðveldar fólki að bæta menntun sína og gefur því mögu- leika á frekari starfsframa innan hjúkrunar ef hugur stendur til þess. Sjúkraliðar á Íslandi eru með mjög góða hjúkrunarfræðimenntun og þeir gætu unnið sjálfstætt með smávægilegum breytingum á lögum og reglugerðum. Þeir hafa menntun til að gera það sem almennur hjúkr- unarfræðingur gerir en þurfa að fá viðeigandi þjálfun og tækifæri á Ís- landi. Samkvæmt okkar athugun er sjúkraliðanám frá Heilbrigðisskól- anum metið inn í hjúkrunarskóla í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum og útskrifaðir nemar þaðan fá ís- lenskt hjúkrunarleyfi án vand- kvæða. En íslenskur sjúkraliði sem vill halda til framhaldsnáms er- lendis verður þó að fá sín próf metin sérstaklega í þann skóla sem vekur mestan áhuga. Um menntun sjúkraliða, störf þeirra og tækifæri hér og erlendis Eftir Júlíönu Sigurveigu Guð- jónsdóttur og Agn- ar Óla Snorrason » Íslenskur sjúkraliði sem vill halda til framhaldsnáms erlendis verður að fá próf sín metin sérstaklega í þann skóla sem vekur mestan áhuga. Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir Agnar Óli er sjúkraliði. Júlíana Sigurveig er hjúkrunarfræðingur. Agnar Óli Snorrason Bretar höfðu verið með yfirstjórnina í Pal- estínu allt frá lokum fyrri heimsstyrjald- arinnar. Árið 1948 pökkuðu þeir saman, uppgefnir eftir hildar- leik síðara heimsstríð- ins, og héldu heim. Þeir skildu eftir sig algera ringulreið í Palestínu. Gyðingar og arabar, sem tókust á um yfirráðin í landinu, frömdu þá hræðileg hryðjuverk hvorir á öðrum. Eitt þekktasta fjöldamorðið átti sér stað í bænum Deir Yasin. Það var lítill arabískur sveitabær við veginn til Jerúsalem. Deild bardagamanna gyðinga frá samtökunum Irgun réðst á bæinn hinn 9. apríl 1948. Þeir mættu mót- spyrnu og nokkrir hermannanna voru felldir. Félagar þeirra hefndu sín með því að láta vélbyssuhríð rigna yfir bæjarbúa. Margir bæjar- búa féllu. Þeim sem lifðu af kúlna- hríðina var smalað saman og stillt upp við vegg þar sem gyðingar skutu suma með köldu blóði. Enn aðrir voru myrtir eftir að hafa verið dregnir sem fangar gegnum Vestur- Jerúsalem. Talið er að gyðingar hafi þar myrt um 250 bæjarbúa þó að all- ar slíkar tölur séu óvissar. Mörg fleiri samfélög araba urðu fyrir árásum. Sömuleiðis samfélög gyðinga. En örlög bæjarbúa í Deir Yasin áttu eftir að hafa mikil áhrif. Gyðingar notuðu þessa hryllilegu at- burði til þess að hræða araba og hrekja þá á flótta. Afleiðingin varð að 300.000 manns höfðu yfirgefið landið þegar áður en Ísraelsríkið var stofnað. David Ben-Gurion varð fyrsti for- sætisráðherra Ísraels hins nýja. Hann hafði komið árið 1906 sem ungur maður til Palestínu frá hinum rússneska hluta Póllands. Árið 1948 varð hann 62 ára. Hann hafði helgað allt líf sitt baráttunni fyrir ríki gyð- inga. Hann hafði barist af hörku á frumkvöðlaárunum við óblíða nátt- úru, araba og Breta, fengið malaríu og verið gerður útlægur af Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá flúði hann til Bandaríkjanna. Halda mætti því að hann hefði verið ánægð- ur eftir stofnun ríkisins árið 1948. En dagbækur hans sýna að svo var ekki. „Landið gleðst og heldur hátíð – en enn einu sinni syrgi ég meðal fagnandi,“ skrifaði hann þar. Hann hafði líka ástæðu til að óttast. Sama kvöld og Ísraelsríki var stofnað héldu her- deildir Egypta til Sín- aí, til að ráðast á Ísraelsríkið nýja. Og fleiri arabaríki bættust við. Innanlandsófrið- urinn í Palestínu varð að styrjöld Ísraels við heri Egypta, Sýrlend- inga, Líbana, Íraka og Jórdana, sem þá hétu Trans-Jórdanía. Egypskar flugvélar létu sprengjum rigna yfir Tel Aviv. En þó að löndin væru fjölmenn töldu herir þeirra ekki nema um 80.000 hermenn. Ísraelsmenn réðu yfir 60.000 hermönnum og mörgum hertum eftir áratuga stríð og skær- ur. Þó voru aðeins 19.000 þeirra vopnaðir og búnir til átaka þegar stríðið braust út. Styrjöldin gekk undir mörgum nöfnum. Arabar köll- uðu hana „fyrsta palestínska stríðið“, Palestínumenn „hörmung- arnar“ og Ísraelsmenn „frelsis- stríðið“. Ísraelsmönnum tókst að hrekja burt herdeildir araba. Og leggja undir sig stór svæði Palest- ínuaraba. Fyrir Palestínuaraba varð stríðið að sannkölluðum „hörm- ungum“. Ísraelsmenn hröktu á flótta íbúa margra þeirra svæða sem þeir lögðu undir sig. Margir flýðu á náðir nágrannalandanna. Þeir hafa ekki enn átt þaðan afturkvæmt. Af þeim um 800.000 Palestínuaröbum sem bjuggu á þeim svæðum sem Ísr- aelsmenn lögðu undir sig urðu að- eins um 130.000 eftir. Sumir lentu í flóttamannabúðum á Vestur- bakkanum sem Trans-Jórdanía stjórnaði, eða á Gaza, sem Egyptar stjórnuðu. Afgangurinn dreifðist um Líbanon, Sýrland og Egyptaland. Enn í dag má finna flóttamannabúð- ir Palestínuaraba í nágrannaríkjum Palestínu, þar sem flóttamenn hafa dvalið í margar kynslóðir. Aldrei datt Trans-Jórdaníu þó í hug að leyfa Palestínuaröbum að stofna eig- ið ríki á Vesturbakkanum, sem þeir þó réðu til 1967. Síðar setti ísraelska ríkið lög sem bönnuðu flóttamönn- um að snúa heim og krefjast eigna sinna. Staða afkomenda þessara flóttamanna og hvort Ísraelsríkið vilji leyfa þeim að snúa aftur til heimila sinna, er enn í dag kjarna- spurning í þeim deilum sem uppi eru milli Ísraelsríkis og Palestínu- manna. Ísrael 70 ára – frelsisstríðið, hrakningarnar Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson »Enn í dag má finna flóttamannabúðir Palestínuaraba í ná- grannaríkjum Palest- ínu, þar sem flóttamenn hafa dvalið í margar kynslóðir. Höfundur er prestur. Allt um sjávarútveg Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.