Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Team Iceland sem er hluti af Inspi- red by Iceland markaðsherferðinni birtir í vikunni sex myndbönd í lönd- um sem eiga það sameiginlegt að eiga ekki fulltrúa á heimsmeistara- móti karla í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Þetta eru Írland, Kanada, Bandaríkin, Skotland, Ítalía og Hol- land. Í myndböndunum munu grínist- arnir Steindi Jr. og Anna Svava hvetja íbúa landanna til að styðja Ís- land á HM og ganga í Team Iceland. Skilaboðin eru staðfærð fyrir hvert land. Tilgangurinn er að fanga þá miklu athygli sem fylgir þátttöku Íslands á HM til að kynna landið og styðja við íslenskt atvinnulíf, segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem sér um fram- kvæmd verkefnisins. Markmið þess er að auka vitund um Ísland sem góð- an stað til að heimsækja. Ellefu dag- ar eru í að Ísland leiki sinn fyrsta leik á HM gegn Argentínu og umfjöllun erlendra miðla um Ísland eykst stöð- ugt eftir því sem nær dregur keppni. Hvött til að styðja Ís- land á HM  Sex ný Team Iceland myndbönd Ljósmynd/Íslandsstofa HÚ! Steindi Jr og Anna Svava skora á þjóðir að ganga í Team Iceland. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,8% fylgi ef gengið yrði til alþingis- kosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, 1,4 prósentu- stigum minna fylgi en í byrjun kjörtímabils. Stuðningur við ríkis- stjórnina minnkar um 4 prósent á liðnum mánuði. Samfylkingin mælist næststærst með ríflega 17,9% fylgi en flokk- urinn naut 12,1% fylgis í byrjun kjörtímabils. Fylgi Vinstri grænna hefur minnkað um 3,6% frá al- þingiskosningum og mælast Vinstri græn nú með 13,3% fylgi eins og Píratar. Framsóknar- flokkurinn mælist með 8,9%, Mið- flokkurinn 8,5%, Viðreisn 8,4% og Flokkur fólksins er með 4,1%. Nærri 2% segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi í dag. Tæplega 7% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa, færu kosningar til Alþingis fram í dag og 9% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Mest breyting hefur verið á fylgi Pír- ata, sem jókst um 2% á einum mánuði, frá 1. maí til 1. júní. Fylgi annarra flokka helst nokkuð óbreytt. Ríkisstjórnin nýtur minnkandi stuðnings hjá landsmönnum sam- kvæmt þessari könnun eða um 54% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina m.v. 58% fyrir mánuði. Stuðningur við ríkis- stjórnina hefur jafnframt minnkað um 10 prósentustig á síðastliðnum 4 mánuðum, þar af 4 prósentustig síðastliðinn mánuð. Færri styðja ríkisstjórnina Morgunblaðið/Hari Alþingi Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað samkvæmt Gallup.  Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 23,8% hjá Gallup Formlegri vett- vangsrannsókn er lokið í Kinnar- fjöllum við Skjálf- anda þar sem flugvél með tvo einstaklinga innanborðs brot- lenti um helgina. „Vettvangs- rannsókn er lokið en flugvélin er ennþá þarna uppi,“ sagði Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í samtali við mbl.is. Óvíst er hvenær verður hægt að sækja vélina, en hún stakkst á nefið ofan í snjóinn í Kinnarfjöllum. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- GNA, sótti fólkið sem hafði komist út úr vélinni af sjálfsdáðum og færði það á Sjúkrahúsið á Akureyri til að- hlynningar, en það reyndist vera ó- slasað. Vettvangs- rannsókn á flugslysi lokið Kinnarfjöll Vélin stakkst á nefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.