Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 156. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Stelpur drulluþreyttar á feðra …
2. Heil eyja sett á sölu
3. Sjö sjúkrabílar sendir á staðinn
4. Brennið skyrtur Messi ef hann …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari
og Elísabet Waage hörpuleikari heim-
sækja dvalarheimili og sjúkrastofn-
anir með hljóðfærin sín og leika nýjar
útsetningar tónskáldsins Tryggva M.
Baldvinssonar á þekktum þjóðlögum
og sönglögum. Þá munu þær einnig
halda opna tónleika fyrir almenning í
Klúbbi Listahátíðar í Reykjavík en
tónleikar þeirra eru hluti af dagskrá
hátíðarinnar. Laufey og Elísabet hefja
leik í Hrafnistu í dag og á Landspít-
alanum, á morgun leika þær á Grund
og Skjóli og á fimmtudaginn kl. 12.15
í Klúbbi Listahátíðar. Seinustu tón-
leikarnir fara fram á Eir.
Þjóðlög og sönglög
á dvalarheimilum
Kvintett bassaleikarans Þorgríms
Jónssonar kemur fram á djasskvöldi
Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Með Þor-
grími leika Snorri Sigurðar-
son tompetleikari, Ólafur
Jónsson saxófónleik-
ari, Tómas Jóns-
son, píanó- og
hljóðgervlamað-
ur, og Þorvald-
ur Þ. Þor-
valdsson
trymbill.
Kvintett á Kex hosteli
Finnski lista-
maðurinn Anssi
Pulkkinen verður í
listamannaspjalli í
dag kl. 17 í
tengslum við sýn-
ingu sína Street
View sem er á
Listahátíð í
Reykjavík og stendur yfir í Norræna
húsinu. Viðburðurinn fer fram í hátíð-
arsal hússins og verður á ensku.
Listaverk Pulkkinens er unnið úr
rústum heimila sem hafa verið fluttar
frá Sýrlandi sjóleiðina til Evrópu.
Verk úr húsarústum
Á miðvikudag Hæg S-læg eða breytileg átt. Skýjað og þurrt að
kalla S- og V-lands. Víða bjart á N- og A-landi, en sums staðar
þokuloft við ströndina. Hiti 9-19 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rofar allvíða til norðan- og austanlands, en
skýjað að mestu á Suður- og Vesturlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í
innsveitum fyrir norðan.
VEÐUR
Varamaðurinn William Dani-
els sá til þess að Grindvík-
ingar sitja einir á toppi
Pepsi-deildar karla í knatt-
spyrnu með því að skora
undir lok leiks í 2:1-sigri
gegn Fylki í gærkvöld, þegar
7. umferðinni lauk. Grinda-
vík er þar með komin með
tveggja stiga forskot á
næstu lið; Val, sem vann
Fjölni í gær, og FH, sem
gerði jafntefli við botnlið
Keflavíkur. » 2 og 3
Grindvíkingar
einir á toppnum
Ísland á erfitt verkefni fyrir höndum
ætli það að tryggja sér sæti á HM
karla í handbolta á næsta ári. Liðið
mætir Litháen ytra í fyrri umspilsleik
liðanna á föstudaginn. Í liði Litháa er
meðal annars stórskyttan Jonas
Truchanovicius, sem
er nýkrýndur
Evrópumeistari
með Montpel-
lier. »4
Litháar eru með marga
öfluga leikmenn
Engin breyting var gerð á leikmanna-
hópi Íslands í gær þegar þátttöku-
þjóðirnar 32 á HM í fótbolta í Rúss-
landi skiluðu inn leikmannalistum til
FIFA. Íslenski hópurinn er meðal
þeirra elstu og mætir þeim yngsta,
liði Nígeríu. Á meðal HM-leikmann-
anna, sem alls eru 736 talsins, eru
sjö táningar og 45 ára gamall mark-
vörður. Flestir leika á Englandi. »1
Íslenski HM-hópurinn
einn sá elsti í Rússlandi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Hörður Tryggvi Bragason er dúx
Menntaskólans í Reykjavík í ár.
Hann segist hissa yfir því að hann
hafi dúxað en að hann hafi bætt
sig mikið á milli ára. „Ég varð
metnaðarfyllri eftir því sem á leið.
Á lokaárinu mínu fór ég af fullri
alvöru að hugsa um lokaeinkunn-
ina mína og lagði því harðast að
mér það ár.“
Skiptinám bætti árangurinn
Á öðru ári í menntaskóla fór
Hörður til Spánar í skiptinám.
Hann segir að sú reynsla hafi
hjálpað sér að standa sig vel í
skólanum þegar heim var komið.
„Ég var allt í einu lentur í
spænskum menntaskóla þar sem
ég þurfti að læra allt á spænsku.
Þegar ég kom aftur í MR að ári
liðnu fannst mér léttir að fá að
læra á móðurmálinu. Það er til
dæmis miklu auðveldara að læra
efnafræði á íslensku eftir að mað-
ur hefur lært hana á spænsku,“
segir Hörður og hlær.
Kennir spænsku á Spáni
Hörður heldur enn miklum
tengslum við Spán, en þar hefur
hann verið mikið síðastliðin fjögur
sumur. „Ég vinn sem fararstjóri
fyrir hóp unglinga sem fer í
sumarbúðir í litlu þorpi á Spáni. Í
sumarbúðunum kenni ég ensku og
spænsku. Þetta er ótrúlega
skemmtileg vinna.“
Breitt áhugasvið
Hörður dregur djúpt andann
þegar hann er spurður út í fram-
tíðina.
„Ég veit að ég ætla í nám í
haust en vandamálið er að ég hef
mjög breitt áhugasvið og gæti
hugsað mér ýmsar námsleiðir, þá
aðallega eitthvað tengt hug- eða
raunvísindum.“
Hann segist þó ekki hafa þung-
ar áhyggjur af framtíðinni. „Ef ég
sinni náminu vel og legg mig fram
mun ég hafa gaman af því.“
Fimmta hæsta einkunn
Hörður útskrifaðist af náttúru-
fræðibraut Menntaskólans í
Reykjavík. Einkunn hans er sú
fimmta hæsta á stúdentsprófi í
sögu skólans eða 9,86 eins og rak-
ið er hér nánar á síðunni.
,,Mig grunaði alveg að ég myndi
fá góða einkunn en ég bjóst alls
ekki við því að dúxa,“ segir Hörð-
ur Tryggvi Bragason, sem er í
skýjunum yfir árangrinum.
Metnaður jókst með árunum
9,86 á stúdents-
prófi Með ann-
an fótinn á Spáni
Dúx Hörður Tryggvi Bragason fékk hæstu einkunn allra útskriftarnema í MR í ár. Hann hefur ákveðið að hefja há-
skólanám í haust en hefur ekki ákveðið í hvaða fagi. Hörður hefur dvalið langdvölum á Spáni síðustu sumur.
Menntaskólinn í Reykjavík hefur
verið starfræktur í 172 ár. Á þessari
öld hafa nokkur met verið slegin í
einkunnagjöf í skólanum. Árið 2005
útskrifaðist Höskuldur Pétur Hall-
dórsson með 9,90 í meðaleinkunn.
Þá sló Höskuldur met Eyvindar Ara
Pálssonar, sem fékk 9,89 á stúd-
entsprófi árið 2003. Hörður er því
nálægt fyrsta sætinu en hann vant-
aði einungis 0,04 upp á.
Fyrir ári dúxaði Guðrún Sólveig
Sigríðardóttir með 9,87 í einkunn
og var því með fjórðu hæstu ein-
kunn sem gefin hefur verið á stúd-
entsprófi.
Gáfnaljós í MR á 21. öld
NOKKUR MET SLEGIN Í MENNTASKÓLANUM Í REYKJAVÍK
Menntaskólinn í Reykjavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon