Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. tefldu Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir Barnaspítala Hringsins, og Hrafn Jökulsson sína árlegu einvígisskák en henni lauk með jafntefli eftir mikla baráttu. Ásgeir flutti fallega ræðu áður en taflið hófst og vakti athygli á því að tími væri líklega það dýrmætasta sem hægt væri að gefa börnum og sérstaklega veikum börnum. Hrafn samsinnir þessu: „Þetta er nokkuð sem við höfum öll gott af því að hugsa aðeins um – að tíminn er það dýrmætasta sem við getum gefið öðru fólki. Þess vegna slær hjarta Hróksins í Hringnum.“ Hrókurinn hefur unnið markvisst að útbreiðslu skáklistarinnar í 20 ár en félagið fagnar stórafmælinu í haust. Á þeim tíma hefur skák- félagið heimsótt alla skóla á Íslandi ásamt því að hafa farið til Græn- lands um 70 sinnum og staðið þar að skákmótum og skákkennslu. Hrafn segir að Hrókurinn muni auðvitað halda í þessa hefð og tefla við börnin á Barnaspítala Hringsins alla fimmtudaga. ir að læra sem mest og öðrum finnst gaman að spjalla um lífið og til- veruna.“ Boðið var upp á tertu í tilefni dagsins og áttu börnin, starfsmenn spítalans, fjölskyldur og aðrir góðir gestir notalega stund saman. Þá Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Haldið var upp á 15 ára heimsókn- arafmæli Hróksins á Barnaspítala Hringsins í gær. Skapast hefur sú hefð hjá skákfélaginu Hróknum að heimsækja börnin alla fimmtudaga. Liðsmenn Hróksins, Hrafn Jök- ulsson og Róbert Lagerman, hafa nú haldið þessari hefð í 15 ár. „Við kom- um þarna fyrst á fallegum júnídegi 2003. Síðan höfum við komið alla lífs- ins fimmtudaga og átt óteljandi gæðastundir með þessum ungu hetjum sem við höfum kynnst á þessum langa tíma,“ segir Hrafn Jökulsson. „Það hefur auðgað líf okkar ekki síður en starfsfólkið í Hringnum sem er meira og minna það sama og þegar við byrjuðum, þannig að við eigum þar miklum vin- um að fagna.“ Í heimsóknunum tefla þeir við börnin og spjalla við þau um lífið og tilveruna. ,,Það eru engar tvær heimsóknir eins. Við teflum og spjöllum, sumir krakkarnir eru ólm- Morgunblaðið/Arnþór Veisla Boðið var upp á dýrindis tertu á 15 ára heimsóknarafmæli Hróksins á Barnaspítala Hringsins í gær. Hjarta Hróksins slær á Barnaspítalanum  15 ára heimsóknarafmæli Hróksins á Barnaspítala Hringsins Handaband Ásgeir Haraldsson yfir- læknir og Hrafn Jökulsson. „Þetta er aðeins farið að hækka. Þetta er að gerast hægt en örugg- lega.“ Þetta sagði Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, um mögulegt jökulhlaup í Grímsvötnum þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Jarðvísindastofnun Háskólans til- kynnti um leka úr Grímsvötnum í gærmorgun en ekki er búist við stærra hlaupi en á síðustu árum. „Þetta er leki sem við höfum séð áður,“ bætti Sigríður við og vísar þá til hlaupsins sem átti sér stað í ágúst 2016. Hún telur að líklega muni vatns- magn halda áfram að aukast yfir helgina, þó hægt og bítandi. Ferða- menn eru hvattir til að halda sig fjarri Gígjukvísl sökum brenni- steinsmengunar. teitur@mbl.is Búist við að vatnsmagn aukist úr Grímsvötnum Morgunblaðið/Rax Hlaup Mögulega hefst jökulhlaup í Grímsvötnum á næstu dögum. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al- þingis, sagði þinglok vera í augsýn um kvöldmatarleytið í gær en þó væru fjölmörg mál eftir sem þyrfti að klára áður en hægt væri að slíta þingi. „Þetta er allt að þokast í rétta átt og það er verið að vinna hörðum höndum úti um allt, bæði í nefndum í vissum málum og svo eru þingnefnd- ir að funda í leiðinni og menn eru að tala saman,“ segir Steingrímur. Hann segir ekki hægt að segja til um þinglok fyrr en búið verði að hnýta síðustu lausu endana. For- menn allra flokka á þingi hittust á fundi kl 22 í gærkvöldi í von um að ná samkomulagi um þinglok en niður- staða lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Ríkisfjármálaáætlun er meðal þeirra mála sem á eftir að klára og fóru umræður um fjármálaáætlunina fram í gær. Spurður segir Steingrím- ur umræðurnar hafa gengið vel. „Þetta er búið að ganga fínt, fram- sögurnar eru búnar. Lengstu ræð- urnar eru alltaf frá framsögumönn- um nefndarálita þannig að þetta hefur gengið vel í dag [í gær].“ Steingrímur segir stjórnarand- stöðuna enn ekki hafa tekið tilboði Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráð- herra, um að halda veiðigjöldum óbreyttum fram að áramótum ef hægt væri að semja um lok annarra mála. „Það er inni í þessum pakka sem var boðið upp á af hálfu stjórn- arinnar. Það er náttúrulega bara hluti af þessu og verði það niðurstað- an verður samið um það.“ Persónuverndarlög enn eftir Allsherjar- og menntamálanefnd er enn að vinna í nýju persónu- verndarlöggjöfinni og segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, nefndina vinna hörðum höndum við að ljúka málinu. Nefndin fundaði fram eftir degi í gær og segir Páll að unnið sé nú í að fá umsagnaraðila frumvarpsins ásamt öðrum fyrir nefndina um þessar mundir. Nefndinni bárust alls 298 umsagnarbeiðnir um löggjöfina og voru valdir ákveðnir aðilar sem koma fyrir nefndina. „Þessu verður haldið áfram í fyrramálið [í dag] því ef samningar takast um þinglokin þá verður þetta stærsta málið sem út af stendur og það er mest eftir af því. Þá geri ég ráð fyrir því að það verði fundur í nefndinni um helgina og þetta verður klárað um og eftir helgi,“ segir Páll en ljóst er að mál- inu þarf að ljúka fyrir þinglok enda miklir hagsmunir í húfi. „Þetta er nú þegar orðið viðmið í sambandi við allskonar meðferð á persónuverndarupplýsingum og það mun gerast svoleiðis gagnvart ís- lenskum fyrirtækjum að ef við erum ekki í takti við önnur Evrópulönd að taka þetta upp þá förum við bara á svartan lista um að það sé ekki óhætt að skiptast á persónuupplýsingum við Íslendinga því þeir séu ekki búnir að taka upp þessi ströngu viðmið og þá eru alls konar sektir og refsingar yfirvofandi.“ Ókláruð mál en þokast í rétta átt  Allsherjar- og menntamálanefnd fundar áfram um nýja persónuverndarlöggjöf í dag  Formenn allra flokka á þingi funduðu fram eftir kvöldi í gær  Ný persónuverndarlöggjöf enn inni í nefnd Morgunblaðið/Hari Alþingi Þingmenn funda fram eftir kvöldi um þessar mundir. Ríkisfjár- málaáætlun var meðal þeirra mála sem voru rædd á Alþingi í gær. Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í 12 mán- aða fangelsi fyrir alvarlega líkams- árás gegn sambýliskonu sinni og barnsmóður. Brotið átti sér stað á heimili mannsins og brotaþola, en börn þeirra urðu vitni að árásinni. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa slegið konuna ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, ýtt nokkrum sinnum við henni svo hún lenti á vegg, dregið hana á úlnlið- unum eftir gólfinu og út úr húsinu þar sem hann skildi við hana. Einnig var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa þvingað konuna niður á gólfið, sest klofvega yfir hana og gripið með báðum höndum um háls hennar og barka og hert fast að svo hún átti erfitt með andardrátt. Alvarleg líkamsárás gegn barnsmóður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.