Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Bryddað verður upp á ýmsu áhuga- verðu á hátíðinni Kótelettan BBQ & Music Festival sem er á Selfossi um helgina og hefst í kvöld. Fjöldi tón- listarmanna kem- ur fram á þessum viðburði sem öðr- um þræði er kynn- ing á framleiðslu íslenskra bænda og matvælafyrir- tækja. Af því ræðst nafnið Kótelettan, sem aðstandendur kynna sem stærstu grillveislu á Ís- landi. Tónlistarmenn í Hvíta húsinu „Við byrjum á föstudagskvöld með tónlistarflutningi. Þannig rúllar dag- skráin áfram og hápunkturinn er grill- og fjölskylduhátíð í bæjargarðinum við Sigtún á laugardag milli klukkan 13 og 17,“ segir Einar Björnsson sem er upphafsmaður og sá sem haft hef- ur veg og vanda af undirbúningi há- tíðarinnar, sem nú er haldin í 9. sinn. Kótelettan er tónlistarveisla þar sem góðir tónlistamenn stíga á svið. Á föstudags- og laugardagskvöld koma fram, Stefán Hilmarsson, Birg- itta Haukdal, Páll Óskar, Todmobile, Jóapé og Króli, Í svörtum fötum, Hr. Hnetusmjör, Friðrik Dór, Albatross, Stuðlabandið, Daða Frey, Rökkvu og Love Guru. Þessi hluti hátíðarinnar fer fram á bæði inni og útisviði í og við Hvíta húsið við Hrísmýri, skemmti- stað sem er í bílasöluhverfinu þegar komið er inn í Selfossbæ, vestan Ölfusár. Frábær fjölskyldudagskrá Stór liður í hátíðinni er svo Stóra grillsýningin sem er fjölskyldu- skemmtun á sviði og svo ein stærsta grillsýning landsins. Sá atburður er í Sigtúnsgarði og þar gefst fólki kostur á að kynna sér öll bestu grillin sem bjóðast í dag og smakka allt það besta sem íslenskir kjötframleið- endur bjóða. Einnig eru markaðir, tívolí og fleira á svæðinu ásamt frábærri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Þar koma fram; Jóipé og Króli, Brúðubíllinn, og Villi vísindamaður svo eitthvað sé nefnt. Fjórða árið í röð verða grillaðar og seldar kótelettur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Aðgangur að dagskemmtuninni og grillsýning- unni er ókeypis. Selfoss Á Kótelettunni má smakka það besta sem kjötframleiðendur bjóða. Einar Björnsson Kótelettan BBQ & Music Festival á Selfossi Stærsta grillveisla á Íslandi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þ essa dagana er verið að setja inn leiðsögn á fjórum gönguleiðum á Melrakkasléttu á síma- appið Wapp. Þar nú að finna lýsingu á alls 253 leiðum víða um land. Fyrstu pistlarnir fóru í loftið haustið 2015 og var einn þeirra um Skáldaleiðina svonefndu sem Halldór Laxnes gekk oft, það er frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal, upp með Köldukvísl að Helgufossi. Síðan þá hefur mikið bæst við og ætla má að efnið á þessum vef, sem er bæði á íslensku og ensku, dygði til að fylla tólf 200 blaðsíðna bækur á hvoru tungumáli. Staðir á stöðugri hreyfingu „Wappinu má helst líkja við stafræna GPS-gönguleiðabók. Hverri gönguleið er lýst með korti og meðfylgjandi er fróðleikur um menningu, sögu og náttúru,“ segir Einar Skúlason sem er höfundur efnisins. Hann hefur lagt mikið í heimildavinnuna og leitað fanga til dæmis í héraðslýsingum og þjóð- legum fróðleik. Wappið er ókeypis en aðgang- ur að leiðalýsingum kostar oft 100- 200 kónur. Aðgangur að vinsælustu gönguleiðunum er þó ókeypis; svo sem leiðir í boði Garðabæjar, Wow air býður vinsæla leið í miðbæ Reykjavíkur, Ferðafélag Íslands kostar tvær leiðir í Esjunni og Laugaveginn og Ungmennafélag Íslands nokkrar leiðir og það í öll- um landsfjórðungum. Þá hafa sveit- arfélögin verið að koma inn í þetta brautryðjendastarf. Ekkert þessu líkt hefur verið gert áður og mark- miðin snúast um að fjölga leiðum smátt og smátt í sátt við alla sem að málum koma. Leiðirnar á Mel- rakkasléttu sem nú voru að bætast við eru mjög áhugaverðar og liggja nærri heimskautsbaugnum sem er á stöðugri hreyfingu. Landið allt er undir Notkunin á Wappinu er með þeim hætti að leiðarlýsingum með korti er hlaðið fyrirfram á snjall- síma sem fólk getur síðan nálgast þegar því hentar. Með korti og staðsetningarbúnaði í síma sér not- andi alltaf hvar hann er staddur á leiðinni. Auk þess að ferðalangur er með leiðina á GPS hefur verið sam- ið við 112/Neyðarlínuna um að not- endur geti sent tilkynningu með SMS sem hvar þeir eru staddir við upphaf göngu. Ætti slíkt að auð- velda allar bjargir ef í harðbakkann slær. Wappið er sprottið úr starfi gönguklúbbsins Vesens og ver- gangs, sem var stofnaður árið 2011 og um tólf þúsund manns fylgja. Undir merkjum klúbbsins er efnt til um 200 gönguferða á ári; lengri sem skemmri. „Vergangsfólk hefur farið víða, þó mest hér um suð- vesturhorn landsins og nágrenni höfuðborgarinnar. Eðlilega eru því margar leiðalýsingarnar af þeim slóðum, þó að landið allt sé undir,“ segir Einar Skúlason, sem sjálfur hefur farið flestar Wapp-leiðirnar og er þeim kunnugur. Margir leiðir á Héraði Stysta leiðin í Wappinu er 64 m og er leiðin frá bílastæði að Kattarauga í Vatnsdal og til baka en sú lengsta er rúmir 38,2 km og það er gönguleið á milli átta heiðar- býla á Jökuldalsheiðinni; Vetur- húsa, Víðirhóla og Hnjúkasels með- al annarra. Þá eru komnar inn lýsingar á alls 25 gönguleiðum á Fljótsdalshéraði. Bandaríkjamenn virðast vera duglegastir að kaupa leiðarlýsingar – en alls hafa 22 þús- und notendur hlaðið Wappinu á símana. Wappað víða um landið Stafræn gönguleiðabók í símanum. Wappið virkar vel og þar má nú nálgast leiðsögn um meira en 250 gönguleiðir bæði upp til fjalla og í miðborg Reykjavíkur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Göngumaður Einar Skúlason á Þingvöllum með snjallsímann. Á hinu þægi- lega forriti má finna upplýsingar um ýmsar leiðir á Þingvallasvæðinu. Ljósmynd/ Úr einkasafni Útivist Ferðafélagar úr Veseni og vergangi í leiðangri á Henglinum á Hellisheiði um sl. helgi. Leiðin var greið og upplýsingarnar nærtækar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Melrakkaslétta Heimskautsgerðið á Raufarhöfn vekur athygli. Á morgun, laugardaginn 9. júní, milli kl. 13 og 15 verður fjölskyldustundin Gerður ferðalangur í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar verður skoðað hvernig búseta og ferða- lög Gerðar Helga- dóttur (1928- 1975) höfðu áhrif á þróun hennar sem myndlist- armanns. Fjölskyldu- stundin er haldin í tilefni nýopnaðrar yfirlitssýningar á verkum Gerðar. Þar er sjónum beint að fjölbreyttum listferli og ævi Gerð- ar, allt frá námsárum hennar til síð- ustu æviára, en hún lést fyrir aldur fram aðeins 47 ára gömul. Gerður tók fyrst íslenskra kvenna forystu í högg- myndalist og var brautryðjandi í þrí- víðri abstraktlist og glerlist hér- lendis. Stund þessi er óháð tungumáli. Leiðbeinendur tala íslensku, arab- ísku, frönsku og ensku og er mark- miðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima. Fjölskyldustund Gerður á ferð Gerður Helgadóttir Alls 226 lið frá 36 knattspyrnu- félögum víða um land taka þátt í Norðurálsmótinu í knattspyrnu sem haldið verður á Akranesi um helgina. Alls taka um 1.500 strákar þátt og allir koma úr 7. flokki í fótboltanum. Búast má við að um alls 6.000 manns komi á Skagann um helgina vegna mótsins sem er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er á Ís- landi. Mótið verður sett kl. 11 í dag og spila liðin fyrst 12 mínútna leiki. Úr- slit dagsins í dag ráða því svo hvaða lið lenda saman í riðli á morgun og sunnudag. Á laugardagskvöld verður kvöldskemmtun í Akraneshöllinni og foreldrakaffi í íþróttamiðstöðinni á Akranesi. Mótinu lýkur svo á sunnu- dagsmorgun en síðustu leikir verða spilaðir í hádeginu. Norðurálsmótið í knattspyrnu á Akranesi um helgina 1.500 strákar keppa í fótbolta Fótbolti Þrumuskot í 7. flokki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.