Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
✝ Sturla Þórð-arson fædd-
ist í Sauðanesi á
Ásum í Torfalækj-
arhreppi 14. nóv-
ember 1946. Hann
lést 31. maí 2018.
Foreldrar hans
voru Sveinbjörg
Jóhannesdóttir frá
Gaukstöðum í
Garði og Þórður
Pálsson kennari
og bóndi í Sauðanesi. Systkini
Sturlu eru Jóhannes Þórð-
arson múrari, kvæntur Herdísi
Einarsdóttur, Sesselja Þórð-
ardóttir aðstoðarskólastjóri,
gift Ívari Þorsteinssyni, Páll
Þórðarson bóndi, kvæntur
Ingibjörgu Guðmundsdóttur,
og Helga Þórðardóttir, bóndi
og bókari, í sambúð með Mar-
geiri Björnssyni.
Sturla var kvæntur Hildi
Sigurgeirsdóttur, börn þeirra
eru Snorri Sturluson tölv-
unarfræðingur sem er kvænt-
ur Guðrúnu Birnu Finnsdóttur
og þau eiga Sif Snorradóttur,
Baldur Snorrason og Braga
Snorrason og Auður Sturlu-
dóttir skrifstofumaður, sam-
tannlæknir í Mannheim til
1974, flutti þá heim og gerð-
ist tannlæknir á Blönduósi.
Árið 2000 hóf Sturla störf á
Tannlæknastofu Jóns Björns
Sigtryggssonar í Keflavík og
fór á eftirlaun haustið 2017.
Sturla sat í hreppsnefnd
Blönduóss 1978-86 og í bæj-
arstjórn Blönduóss 1994-
2000. Sturla var í stjórnum
ýmissa félaga s.s. Leikfélagi
Blönduóss, Tannlæknafélags
Norðurlands, Golfklúbbs
Sandgerðis og var formaður
Stangveiðifélags A-Hún.
Sturla lagði rækt við
menntun og íslenskukunn-
áttu barna sinna og stjúp-
barna enda snillingur í orða-
leikjum og annarri orðsins
list. Hann tók virkan þátt í
áhugamálum og námi þeirra,
s.s. tölvumálum, myndlist,
ræktun og tækjadellu. Sturla
tók fjölskylduna með í lax-
og silungsveiði, bátsferðir og
stóð fyrir fjölskyldusam-
komum. Sturla hafði yndi af
kveðskap og ljóðum, átti
samfélag með hagyrðingum
og var einnig góður ljós-
myndari.
Útför Sturlu Þórðarsonar
verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag, 8. júní 2018, kl.
11.
býlismaður Benja-
min Bohn, og
börn þeirra eru
Sunna Benjamíns-
dóttir Bohn, Ósk-
ar Benjamínsson
Bohn og dóttir
Bens og stjúpdótt-
ir Auðar er Elísa
Petra Benjamíns-
dóttir Bohn.
Seinni kona
Sturlu er Unnur
G. Kristjánsdóttir grunnskóla-
kennari. Eldri dóttir Unnar
og er María Birna Arnardóttir
sem á dæturnar Ísafold F.
Davíðsdóttur og Laufeyju
Davíðsdóttur. María býr með
Arnari Heimi Jónssyni. Sú
yngri, Guðmunda Sirrý Arn-
ardóttir, á soninn Christian
Örn Funder Nielsen og sam-
býlismaður hennar er Kim
Back.
Eftir barna- og unglinga-
nám á Blönduósi lauk Sturla
landsprófi og stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri vorið 1965. Sturla nam
tannlækningar við háskólann í
Heidelberg í Þýskalandi 1967-
1972. Sturla var aðstoðar-
Elsku Sturla er farinn, það
er nokkuð langt um liðið síðan
leiðir okkar lágu saman en sá
tími sem ég dvaldi á Blönduósi
hefur reynst mér afar dýrmæt-
ur og minnisstæður fyrir
margra hluta sakir. Það er þó
samsafn smárra hluta sem litar
minningar mínar af Sturlu fyrir
öllum þessum árum síðan. Ilm-
ur af búlgarskri kjötsúpu svífur
yfir vötnunum, hlátrasköllin yf-
ir Trivial Pursuit spilakvöldun-
um óma í eyrum og veiðin, lax,
lax og aftur lax.
Fyrrverandi, verðandi
tengdapabbi hljómar kannski
furðulega í eyrum margra en
þannig er lífið, tekur stökk-
breytingum þegar minnst varir
og leiðir fólk á mismunandi
brautir. Ég var svo lánsöm að
tengjast aftur þessum gamla
tíma eftir lífsins krókaleiðum
og fyrir það verð ég ævarandi
þakklát.
Elsku Snorri, Guðrún, Auð-
ur, Unnur, Hildur og fjölskyld-
ur, minningin lifir.
Árla morguns
Árniður
Droparnir dansa á línunni
Línan syngur, laxinn stekkur
Eltingaleikurinn
Yfirvegun og djörfung
Rimmunni lýkur með sigri
veiðimannsins
Stundum
Við höldum heim í kvöldsólinni
Sturla er farinn, alltof
snemma en eftir sitja góðir vin-
ir, minning um góðan mann og
þakklæti fyrir allar góðu stund-
irnar.
Birna G. Magnadóttir.
Það voru ekki alltaf mörg orð
sem hann Sturla mágur minn
hafði um hlutina eða bara al-
mennt, fannst gott að þegja.
Þess heldur voru orðin athygl-
isverðari þegar þau voru sögð.
Minnist hans með söknuði og
þakklæti í þau þrjátíu ár sem
við þekktumst. Ef ég man rétt
þá voru margar ferðirnar sem
voru farnar norður á Blönduós í
heimsókn til hans ekki alltaf
gleðiferðir þar sem hitta þurfti
tannlækninn Sturlu. Ekki má
samt gleyma þeim ferðum sem
voru skemmtiferðir að hitta
veiðimanninn Sturlu og fiskeld-
ismanninn.
Ófáar að vigta bleikju og ein
sérstök að sækja bleikju í gildr-
ur upp á heiði. Ekki má heldur
gleyma að minnast á veiðiferðir
til að veiða á stöng, í Fossálum.
Þangað var gaman að fara með
honum og að kynnast því
hversu góður og nærgætinn
veiðimaður og kennari hann
var. Hafði trú á því að við gæt-
um lært að kasta flugu, stund-
um var nú heldur mikið kappið
og flugan fór ekki alveg rétta
leið, stundum fannst honum
heldur mikill krafturinn í kast-
inu.
En þolinmæði hans voru eng-
in takmörk sett við veiðiskapinn
og kennsluna. Eftir að Sturla
og Unnur fluttu til Sandgerðis
og síðar Keflavíkur var farið í
heimsókn, og þá þótti við hæfi
að kynna okkur fyrir umhverf-
inu á Reykjanesinu til að sýna
okkur það sem þar er og sagan
sögð um leið.
Já, söknuður og þakklæti og
alveg sérstakt þakklæti til
Sturlu fyrir hversu einstaklega
góður hann var við tengdamóð-
ur sína Maríu Luise meðan hún
lifði.
Elsku Unnur systir mín,
Auður, Snorri og fjölskylda
innilegar samúðarkveðjur frá
okkur hjónum.
Guðrún (Gunna) og Bjarni.
Í morgun sastu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
minn gamli vinur
en veist nú í kvöld
hvernig vegirnir enda
hvernig orðin nema staðar
og stjörnurnar slokkna
(Hannes Pétursson)
Sturla félagi okkar og vinur
hefur kvatt. Leikfélag Blöndu-
óss naut krafta hans meðan
hann bjó og starfaði meðal
Húnvetninga. Hann leysti vel af
hendi það sem honum var falið
og átti marga góða spretti á
fjölum félagsheimilisins á
Blönduósi.
Félagar í leikfélagi Blöndu-
óss þakka honum ánægjulegt
samstarf öll árin sem við nutum
krafta hans. Hann var góður fé-
lagi og gott að eiga hann að.
Um leið og við óskum honum
góðrar heimkomu til sumar-
landsins, vottum við Unni eig-
inkonu hans, börnum þeirra og
ástvinum öllum samúð.
Fyrir hönd Leikfélaga á
Blönduósi.
Kolbrún.
Sturla Þórðarson tannlæknir
er látinn. Ég missti félaga, það
er vont. Ég missti vin – það er
mjög vont – maður finnur til.
Hans verður lengi saknað. Nú
gefast ekki fleiri tækifæri til að
gantast eða ræða fyrirbæri
mannlífsins af alvöru.
Hvenær kynntist ég honum
fyrst. Ég man það ekki, kannski
í Alþýðubandalaginu sáluga, en
eitt er víst að ein minning er
greypt í huga mér. Hún er frá
þeim árum sem ég hafði enn
gaman af veiðum. Þá bjuggu
þau Unnur á Blönduósi en við
Jóhanna á Eyrarbakka. Við fór-
um í helgarheimsókn, Þorbjörg
og Leópold voru bæði með.
Ætlunin var að veiða í Laxá
sem rennur rétt utan við
Blönduós. Þar er laxa von.
Sturla var á heimavelli en við
Þorbjörg, stjúpdóttir mín,
fylgdum í humátt á eftir. Ég
bar hana á bakinu, nokkrum
sinnum yfir ána. Það voru satt
að segja ekki mjög veiðilegir
tilburðir, enda fengum við eng-
an laxinn, ekki heldur silung.
Sturla veiddi aftur á móti a.m.k.
tvo laxa. Við vorum í konung-
legu yfirlæti hjá þeim yfir helgi,
enda voru þau hjón bæði miklir
kokkar. „Veiðitúrinn“ varð Þor-
björgu minnisstæður, því hún
staðhæfði að hún hefði veitt lax
– og það gerði hún vissulega því
Sturla fór í kistuna og gaf henni
myndarlegan lax áður en við
fórum.
Síðan er liðinn meira en ald-
arfjórðungur og margs að
minnast sem ekki verður gert
hér. Síðustu vikur og mánuðir
verða mér þó sérstaklega minn-
isstæðir. Sturla hætti tann-
lækningum og ég keypti mér
íbúð sem þarfnaðist viðgerðar.
Við félagarnir hlökkuðum bein-
línis til að taka til hendinni, en
Sturla var miklu betri til verka
en ég. Í miðjum klíðum dó hann
og ég er enn verklítill. En lífið
heldur áfram. Ég verð að taka
mig saman í andlitinu – koma
einhverju í verk, án vinar míns.
Ég sendi Unni, öllum afkom-
endum og venslafólki mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Helgi Guðmundsson,
Akranesi.
Það er margt sem hægt er að
segja um þig, Sturla minn, mis-
gott og missatt eflaust. Enda
varstu oft milli tannanna á fólki
sem kannski er ekki óeðlilegt
þar sem þú varst nú tannlækn-
ir.
Oft ræddum við Unnur systir
um ykkur Teisu eftir heimsókn-
ir í höllina á Blönduós. Það var
kannski sambland af þeim stað-
reyndum að þú bjóst í svartri
höll, starfaðir við það sem okk-
ur fannst vera að meiða fólk,
áttir hauskúpu uppi á hillu og
sú raun að hárið á þér var
mjallarhvítt og alltaf í sömu
greiðslunni, að við systur rædd-
um okkar á milli hvort það gæti
verið að þú værir Drakúla Ís-
lands? Hefðum við viðrað þess-
ar vangaveltur við þig hefðir þú
líklegast talið okkur trú um
þær væru hárréttar. Þannig
maður varst þú fyrir okkur
systrum, alltaf skemmtilegur og
til í að tala við okkur og bulla
um hitt og þetta. Þú reyndar
átt líklega Íslandsmet í útúr-
snúningum og orðarugli en það
er eitt af því sem ég á alltaf eft-
ir að muna eftir þig. Þó komu
sannleikskornin inni á milli og
lífsreglurnar, þær eru svo
hverju orði sannari. Það varst
þú sem sagðir við mig að passa
mig að missa ekki af lífinu, það
gæti nefnilega verið að á meðan
ég væri að hafa áhyggjur af ein-
hverju sem væri búið og gert þá
gerðist eitthvað mikið skemmti-
legra á meðan. Það eru svona
augnablik auk kækja eins og að
heilsa alltaf með leiftursnöggri
handahreyfingu fylgt með „LU-
UU!“ sem munu fá mig til að
brosa þegar ég hugsa til þín.
Ég veit að þú verður áður en
langt um líður gerður að dæmi-
sögum eins og tíðkast í Húna-
vatnssýslunni, það er ef þú,
Sturla tannlæknir, ert það ekki
nú þegar.
En sporin sem þú skildir eft-
ir þig hverfa aldrei því þú ert
aðalpersóna, ekki aukaleikari.
Þú skilar fyrir mig kveðju
hvar sem þú lendir,
Þorgerður Bjarnadóttir
(Della).
Sturla Þórðarson HINSTA KVEÐJA
Við eigum eftir að sakna
þín, afi Sturla, þú varst
skemmtilegur og vitur. Þú
fékkst okkur oft til að hlæja
og heimsóttir okkur til
Danmerkur. Eins og sann-
ur afi gerðir þú margt gott
og spennandi með okkur.
Við munum alltaf muna þig.
Elsku amma, við hugsum
til þín og allra í fjölskyld-
unni og sendum samúðar-
kveðjur.
Ísafold F. Davíðsdóttir og
Laufey Davíðsdóttir.
✝ Björg BjarndísSigurðardóttir
fæddist 17. sept-
ember 1933 í Reka-
vík bak Höfn í Norð-
ur-Ísafjarðarsýslu.
Hún lést á Hrafn-
istu, Hafnarfirði, 31.
maí 2018.
Hún var yngsta
barn hjónanna Ingi-
bjargar Bárlínu Ás-
geirsdóttur og Sig-
urðar Hjálmarssonar.
Eldri alsystkini hennar voru:
Guðrún Hjálmfríður, f. 27. nóv-
ember 1927, d. 9. júní 1976, Ás-
gerður Sigríður, f. 18. apríl 1929,
d. 24. janúar 2017, Sturla Valdi-
mar, f. 6. febrúar 1932, d. 16.
október 1932.
Fyrir átti Ingibjörg með fyrri
eiginmanni sínum, Sturlu Þor-
steinssyni, börnin Högna, Guð-
rúnu og Sturlínu.
Þegar Ingibjörg lést frá barna-
hópnum 19. október 1935 þurfti
Sigurður að láta frá sér yngsta
barnið sem var Björg. Hún var
sett í fóstur hjá frænda sínum
Guðmundi Jóni Guðmundssyni og
konu hans Soffíu Vagnsdóttur,
þar sem hún ólst upp við gott at-
læti og reyndust þau henni sem
bestu foreldrar. Hún lauk barna-
skóla á Hesteyri og fór síðan í
Gagnfræðaskólann í
Reykjanesi og það-
an lá leið hennar
suður þar sem hún
fór í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur
og lagði einnig
stund á gítarnám.
Árið 1950 kynntist
hún tilvonandi
eiginmanni sínum
Jóni Jónssyni sem
nýlokið hafði námi
sem múrari.
Þau giftu sig 27. október 1951
og eignuðust þau sex börn, þau
eru: Soffía Margrét, f. 1951, Guð-
mundur Jón, f. 1952, Marín Rún,
f. 1954, Gunnar, f. 1956, Steinar
Skarphéðinn, f. 1959, og Rósa
Ingibjörg, f. 1963. Afkomendur
þeirra hjóna eru orðnir 30 talsins.
Þau hjónin byrjuðu sinn bú-
skap á Bergstaðarstræti í Reykja-
vík og fluttu þaðan í Kópavoginn
þar sem þau byggðu sér hús á
Kársnesbrautinni og síðar
byggðu þau hús í Hlégerði 8 þar
sem þau bjuggu til ársins 1996
þegar þau keyptu lítið raðhús við
Boðahlein í Garðabæ. Jón lést á
brúðkaupsdaginn þeirra hjóna
þann 27. október 2009.
Útförin fer fram frá Garða-
kirkju í dag, 8. júní 2018, klukkan
11.
Amma, Björg amma. Sæl, sértu
sæl, sértu blessuð, sértu sæl og
sértu blessuð, sæl og blessuð.
Þú, þú, ó, elskulega bara þú
getur verið sú sem þú ert í okkar
hjarta.
Takk, þakka þér, sé þér að ei-
lífu þakkað fyrir einstakt sam-
band okkar systkina við þig.
Þökkum spjallið, kaffið, maltið og
ástina.
Þökkum snilldina, gullmolana
og konfektið sem þú ert.
Nú ertu á rómantísku deiti með
afa í blómabrekkunni sem þú
sagðir okkur frá. Kysst’ ann frá
okkur.
Þar sem hátt er til lofts og vítt
til veggja. Þar mun vera gott að
búa.
Sjáumst,
Björg og Alexander
Guðmundsbörn.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þetta fallega ljóð vil ég gera að
kveðjuorðum mínum til Bjargar
tengdamóður minnar. Björg var
vel lesin kona og hafði yndi af því
að segja sögur af mönnum og mál-
efnum og var oft gaman að hlusta
á frásagnir hennar. Hún var mikill
dýravinur og þau voru ófá dýrin
sem hún fóstraði um ævina.
Síðustu æviárin hafði hún mik-
inn félagsskap af því að fóðra villi-
ketti sem hún tók miklu ástfóstri
við. Nú er Björg horfin yfir í Sum-
arlandið til endurfundar við eig-
inmanninn Jón Jónsson sem lést
2009.
Takk fyrir allt og allt, kæra
Björg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
…
(Valdimar Briem)
Ég bið góðan Guð að veita fjöl-
skyldunni allri styrk í þeirra mikla
missi.
Hjördís Alexandersdóttir.
Björg Bjarndís
Sigurðardóttir
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR,
áður Víðivangi 5, Hafnarfirði,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði
mánudaginn 4. júní.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.
Alda Hauksdóttir Guðmundur Tr. Ólafsson
Gísli Hauksson
Jón Óskar Hauksson
Kolbrún Hauksdóttir Valgeir Eyjólfsson
ömmubörnin
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og frændi,
ÞORVALDUR MAGNÚSSON,
Hátúni, Stokkseyri,
lést i faðmi fjölskyldunnar á
Landspítalanum, gjörgæsludeild, eftir stutt
veikindi.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Magnús Gunnar Sigurjónsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
LÁRUS ÖGMUNDSSON
lögfræðingur,
Kjalarlandi 3, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 5. júní á Landspítalanum
við Hringbraut. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. júní
klukkan 13.
Hildigunnur Sigurðardóttir
Lilja Karítas Lárusdóttir Ólafur Már Sigurðsson
Dóra María Lárusdóttir
Sigurður Egill Lárusson Birta Elíasdóttir
og barnabörn
Fleiri minningargreinar
um Sturla Þórðarson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.