Morgunblaðið - 08.06.2018, Side 8

Morgunblaðið - 08.06.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Halldór Jónsson verkfræðingursegir VG skorti „hatur til- finnanlega á Sjálfstæðisflokknum að því að málgagnið Fréttablaðið skrif- ar. Mikil ólga innan VG segir það og all- ir skilja hvað við er átt.    Ástæðan ermoldviðrið um veiðigjöldin. Þar eru þau áform ríkis- stjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að hækka veiðigjöld um 1,3 milljarða milli ára gerð tor- tryggilegt gróða- brall, þrátt fyrir að skýrsla De- Loitte sýni umtalsverða versnun afkomu greinarinnar.    Allt í einu eru arðgreiðslur tileigenda útgerðarinnar, sem alls nema þó aðeins broti af greiddum veiðigjöldum útgerðar- innar yfir langt árabil, gerð að ástæðu fyrir óróanum innan VG. Spurning er þá hvort VG hafi nokkurn tímann verið stjórntækur stjórnmálaflokkur frekar en BF og Viðreisn?    Hann geti aðeins þrifist í and-rúmslofti öfundar og haturs eins og sannaðist nú á Flokki Fólksins eftir ræðu formannsins og skiltasýningum á Alþingi. Hvernig á að virkja hatur og öfund til fram- fara og reksturs daglegs lífs á Ís- landi í dag væri góð spurning? Og að hlusta á Þorstein Víglundsson flytja þá endemisræðu sem hann flutti á Eldhúsdagsdeginum á Al- þingi vekur upp sömu spurningar um þann flokk.    Það virðist vera að vitræn um-ræða eigi sér aðeins stað inn- an gömlu og grónu flokkanna eins og Guðni Ágútsson bendir á í Morgunblaðinu í dag (gær).“ Katrín Jakobsdóttir Hatursvöntun bítur STAKSTEINAR Halldór Jónsson Ný stjórnunar- og verndaráætlun um friðlandið á Hornströndum leit dagsins ljós í gær en áætlunin er sú fyrsta sem gerð hefur verið fyrir friðlandið. Fulltrúar Umhverfis- stofnunar, landeigenda og Ísa- fjarðarbæjar hafa unnið að gerð áætlunarinnar, en vinna hennar hef- ur staðið yfir í rúmt ár. Á vefsíðu Umhverfisstofnunar er hægt að kynna sér áætlunina en þar segir m.a.: „Er markmið friðlýs- ingarinnar á Hornströndum að vernda lífríki, jarðminjar og menn- ingarminjar svæðisins. Sérstaða svæðisins er mikil og með áætluninni er stefnt að því að standa vörð um og efla jákvæða ímynd svæðisins.“ Hægt er að skila athugasemdum og ábendingum til 17. júlí nk. á heima- síðu síðunnar með tölvupósti á net- fangið ust@ust.is eða með því að senda póst beint til stofnunarinnar. ninag@mbl.is Verndun Hornstranda  Fyrsta verndaráætlun svæðisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Hesteyri Telst hluti af friðlandinu. „Við allavega tökum ekki sénsinn,“ segir Gísli Geir Garðarsson, for- maður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort þörf hafi verið á tveimur fílefldum ör- yggisvörðum við flutning bréfa og frímerkja í Garðabænum í gær. Tilefni flutningsins er sýningin Nordia 2018 sem stendur nú yfir í TM-höllinni í Garðabæ þar sem verðmæt bréf og frímerki verða til sýnis yfir helgina. „Uppreiknað verð frá síðasta uppboði sem það fór á var 200 milljónir,“ segir Gísli um „Biblíubréfið“ svokallaða, en það er örk frá 1876 með 23 skild- ingafrímerkjum frá Íslandi. „Það eru tvö bréf þarna sem voru seld á 20 milljónir stykkið,“ bætir Gísli við, en heildarverðmæti innihalds kassans á myndinni hér að ofan má áætla að sé um hálfur milljarður króna. Lögreglufylgd og brynvarinn bíll Morgunblaðið/Valli Bréfberar Ekki fær allur póstur landsins sömu meðferð og Biblíubréfið. Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður haldinn föstudaginn 22. júní nk. kl. 12.00 að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs. 2. Uppgjörssamningur Valsmanna hf., Knattspyrnufélagsins Vals og Hlíðarenda ses., varðandi skuldauppgjör á milli félaganna, lagður fram til umfjöllunar og staðfestingar. 3. Ársreikningur félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til staðfestingar. 4. Ákvörðun um hvernig fara eigi með tap eða hagnað ársins. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 6. Kjör stjórnar. 7. Kjör endurskoðanda. 8. Önnur mál Dagskrá, tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar, skýrsla endurskoðanda vegna ársreiknings, samningur vegna 2. dagskrárliðar, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík til sýnis fyrir hluthafa fram að fundinum. Hluthafar sem hyggjast skoða gögnin gefi sig fram við framkvæmdastjóra félagsins, Brynjar Harðarson. Reykjavík, 8. júní 2018 Stjórn Valsmanna hf. AÐALFUNDUR VALSMANNA hf. Veður víða um heim 7.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 14 heiðskírt Nuuk 6 rigning Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 24 heiðskírt Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 22 rigning Dublin 21 léttskýjað Glasgow 20 léttskýjað London 19 alskýjað París 24 léttskýjað Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 28 heiðskírt Berlín 27 heiðskírt Vín 24 léttskýjað Moskva 14 heiðskírt Algarve 19 heiðskírt Madríd 22 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 22 skýjað Montreal 16 skýjað New York 17 alskýjað Chicago 24 heiðskírt Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:07 23:48 ÍSAFJÖRÐUR 2:04 25:01 SIGLUFJÖRÐUR 1:41 24:49 DJÚPIVOGUR 2:24 23:30 Glitni Holdco er gert að greiða Stundinni og Reykjavík Media 600 þúsund krónur í kærumálskostnað og er máli þeirra vísað frá. Þetta kemur fram í úrskurði Hæsta- réttar frá því á þriðjudag. Hafði Glitnir Holdco haldið uppi kröfu þess efnis að Stundin og Reykjavík Media afhentu gögn úr gamla Glitni sem þau höfðu undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Sýslumaður féllst á kröfu þrota- bús Glitnis um lögbann á frétta- flutning Stundarinnar og Reykja- vik Media í október síðastliðnum en lögbannið var fellt úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið var einnig dómtekið í Landsrétti, þar sem aftur var komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlunum bæri ekki að afhenda gögnin. Hæstiréttur taldi ekki heimilt að kæra niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar meðal annars vegna þess að í úrskurði Lands- réttar voru staðfest ákvæði í dómi héraðsdóms um frávísun. Stundin og Reykjavik Media unnu Glitni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.