Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
✝ Óðinn Skúlifæddist 28. maí
2002 í Neskaupstað
en ólst upp á Egils-
stöðum. Hann lést
24. maí 2018.
Óðinn ólst upp
með systkinum sín-
um og foreldrum á
Egilsstöðum, hans
heimabæ. For-
eldrar hans eru;
Árni Jóhann Óðins-
son, f. 3. apríl 1961, og Erla
Jónsdóttir, f. 25. apríl 1963.
Systkini Óðins Skúla eru Jónína
Brá, f. 13. maí 1986, maki Kári
Lefever, f. 28. nóvember 1986,
Brynjar, f. 30. mars 1990, maki
Hekla Hrönn Hjarðar Þorvalds-
dóttir, f. 1. ágúst
1991, og Sigur-
björg Lovísa, f. 21.
október 1997.
Óðinn Skúli gekk
í Egilsstaðskóla,
þar sem honum leið
vel og átti þar
marga góða vini.
Fótbolti og tónlist
voru hans helstu
áhugamál auk þess
sem hann naut þess
að vera úti í náttúrunni.
Óðinn Skúli var mikill gleði-
gjafi og einstaklega hjartahlýr
strákur.
Óðinn Skúli verður jarðsung-
inn frá Egilsstaðakirkju í dag, 8.
júní 2018, klukkan 14.
Það er þyngra en tárum taki
að setjast og skrifa minning-
arorð um þig, elsku hjartans
fallegi Óðinn Skúli okkar.
Spurningarnar eru margar en
svörin fást engin, af hverju
varst þú, í blóma lífsins með
framtíðina fyrir þér, tekinn frá
okkur svo snemma og óvænt.
Kynnin hófust á leikskólan-
um Tjarnarskógi þegar við
fluttum austur í Egilsstaði árið
2006 og þið urðuð fljótt vinir,
þú og Gunnþór Elís. Þið bröll-
uðuð margt saman í gegnum
árin, voruð í sama bekk í Egils-
staðaskóla og æfðuð saman fót-
bolta og fimleika með Hetti.
Þegar þið bjugguð í Norður-
túninu var svo stutt á milli og
þið genguð saman í skólann. Og
líka eftir að þið fluttuð í
Bjarkarselið, þá lékuð þið mik-
ið saman þegar ekki sköruðust
tómstundir hjá ykkur. Það sló
sjaldnast í brýnu á milli ykkar
og það var unun að fylgjast
með ykkur leika, svo samstillt-
ir, rólegir og yndislegir í alla
staði. Þið fenguð út úr því að
hnoðast, kúra og þegja saman,
sparka bolta, fara í vatnsleikja-
kastríð, hoppa á trampólíninu,
sulla í heita pottinum, spila
körfubolta, fara í feluleiki. Þið
sýnduð áhugamálum hvors ann-
ars virðingu og ykkur varð ekki
oft sundurorða. Þú varst hvers
manns hugljúfi, elskaður og
dáður af okkar fjölskyldu og
varst einstaklega kurteis og
hógvær, með hlýtt hjarta, stutt
í kímnigáfuna, brosið var alltaf
til staðar og fallegu augun þín
bræddu alla.
Það urðu breytingar í lífi
ykkar sumarið 2017 þegar við
fluttum suður og var ansi erfitt
að kveðja þig þá, elsku vinur.
Þið vinirnir kvödduð hvor ann-
an með ykkar fallega faðmlagi
og þú stappaðir stálinu í Gunn-
þór Elís, hvetjandi eins og þér
einum var lagið.
Þú varst smekkmaður mikill
í taui og voru sokkar í sérstöku
uppáhaldi og ófá pörin sem þið
vinirnir hafið gefið hvor öðrum
og vinsælasta tegundin happy
socks.
Það var í mars að við vorum
stödd í Liverpool og vorum að
versla og þá hafði Gunnþór Elís
orð á því hvort væri ekki snið-
ugt að kaupa afmælisgjöf
handa þér og fyrir valinu varð
sokkaaskjan sem þú, elsku eng-
ilinn okkar, fékkst afhenta í
síðustu heimsókn þinni í Kópa-
vogstúnið til okkar í apríl.
Síðasta samverustundin var
dýrmæt en það var hvítasunnu-
helgin sem við mæðgin komum
austur og þið vinirnir náðuð að
eyða helginni saman og ræða
framtíðarplönin.
Þið kvöddust glaðir og kátir
með bros á vör og þéttu og fal-
legu faðmlagi sem mun aldrei
gleymast.
Þær minningar sem við eig-
um af þér höfum við lagt inn í
minningabankann okkar frá öll-
um samverustundunum með
þér og fjölskyldu þinni, þær
munum við ávallt geyma í
hjörtum okkar og þær tekur
enginn frá okkur.
Við þökkum fyrir að hafa
verið svo lánsöm og rík að
kynnast þér og þinni kærleiks-
ríku fjölskyldu.
Biðjum í bænum okkar Guð
og góðar vættir að vernda ykk-
ur, elsku vinir Erla, Árni, Sig-
urbjörg Lovísa Brynjar og
Hekla, Jónína og fjölskylda og
aðrir ástvinir á þessum erfiðu
tímum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Kærleikskveðja
Hjördís, Georg, Ingvi
Þór, Páll Halldór
og Gunnþór Elís.
Elsku Óðinn Skúli.
Mikið er erfitt að þurfa að
kveðja þig svona fljótt. Þú
varst einstakur. Þú varst alltaf
svo hress og glaður. Þú varst
góður vinur allra og komst allt-
af svo vel fram við alla sem ná-
lægt þér voru. Þú virtist alltaf í
góðu skapi og þegar maður
hugsar til baka á maður enga
einustu vondu minningu um
þig. Bara gleði og hlátur. Þú
varst einstaklega hugmynda-
ríkur og alltaf til í að fíflast og
hafa gaman. Sem dæmi má
taka fjölmörg skemmtileg
söngatriði sem þú tókst við hin
ýmsu tækifæri. Ofarlega í huga
er lagið sem þú samdir á leið-
inni heim eftir Samfés og flutt-
ir af innlifun. Margir muna þig
úr fótboltanum sem einstaklega
góðan liðsfélaga og einnig þjálf-
ara. Þú varst góður karakter
innan vallar sem utan og hafðir
allt sem góður fyrirliði þurfti
að bera, varst hvetjandi, bar-
áttugjarn og talaðir mikið til
félaga þinna. Þú ert frábær
fyrirmynd vegna alls sem þú
gafst af þér á meðan við feng-
um að hafa þig. Við minnumst
þín öll sem góðs og trausts vin-
ar og frábærrar manneskju í
alla staði.
Þín verður sárt saknað af öll-
um sem þú snertir á meðan þú
lifðir og þú lifir áfram í hjört-
um okkar um ókomna tíð.
Hver minning dýrmæt perla,
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki er gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við sendum fjölskyldu Óðins
Skúla og öllum ástvinum hans
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi minningin um
yndislegan dreng lifa.
Fyrir hönd vina þinna úr 9.
bekk í Egilsstaðaskóla,
Birna og Sandra.
Óðinn Skúli
Árnason
✝ Sigmunda(Sísí) Hákonar-
dóttir fæddist í
Reykjavík 7.
desember 1934.
Hún lést 27. apríl
2018.
Hún var dóttir
hjónanna Ingi-
bjargar Bjarna-
dóttur, f. 16.9. 1901
á Skálará í Þing-
eyrarhreppi, d.
17.6. 1969, og Hákonar Jóns
Jónssonar, f. 25.3. 1892, frá
Felli í Mýrarhreppi, d. 14.12.
1961. Bróðir Sigmundu var
Gunnar Bjarni, f. 28.9. 1932, d.
12.5. 2012.
Sigmunda giftist árið 1961
Valtý Guðmundssyni bílstjóra, f.
25.6. 1928, d. 29.11. 2015. For-
eldrar hans voru Guðrún Gísla-
dóttir, f. 13.12. 1889, d. 6.9.
1935, frá Árbæjarhelli í Holtum
og Guðmundur Ólafsson, f.
21.12. 1888, d. 2.5. 1989, frá
f. 1984, maki Vernharður, f.
1971, dætur þeirra Hekla, f.
2012, og Lilja, f. 2015. b) Ingvi
Þór, f. 1987, og c) Sif, f. 1995.
Fyrir átti Valtýr dótturina
Önnu Maríu, f. 2.9. 1960, móðir:
Oddný Guðrún Sigurðardóttir,
f. 1927, d. 1997, maki Jón
Bjarni, f. 1957, þeirra börn: a)
Erla, f. 1993, synir hennar og
Jóhannesar Jóhannessonar eru
Jón Frank, f. 2007, og Óli
Steinn, f. 2012. b) Hafdís, f.
1992, sambýlismaður Arnar
Páll, f. 1991.
Sigmunda ólst upp í vesturbæ
Reykjavíkur. Eftir almenna
skólagöngu hóf hún störf í Raf-
lampagerðinni, þar sem hún
saumaði lampaskerma og síðar
starfaði hún hjá Feldinum við
að sauma skó og fleira úr leðri
eða þar til hún gekk í hjóna-
band. Þau Valtýr hófu búskap á
Nýlendugötunni, en lengst af
bjuggu þau í Strýtuseli í Breið-
holti. Þegar börnin voru komin
á legg fór hún að vinna við sím-
svörun og afgreiðslu á Sendi-
bílastöðinni Þresti.
Útför Sigmundu verður gerð
frá Seljakirkju í dag, 8. júní
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
Króki í Ásahreppi.
Dóttir Sigmundu
og uppeldisdóttir
Valtýs er: 1) Ingi-
björg Jónsdóttir, f.
1956, faðir: Jón I.
Júlíusson, f. 1925,
d. 2005. Dætur
Ingibjargar og
Snorra Þórðar-
sonar eru: a) Þóra,
f. 1981, sambýlis-
maður, Bjarne
Henning, f. 1975 sonur þeirra
Brage, f. 2013. b) Sara, f. 1986,
maki Garðar Árni, f. 1983, dótt-
ir þeirra Alma Dís, f. 2017.
Börn Sigmundu og Valtýs
eru: 2) Hákon, f. 1963, d. 2005,
ekkja hans er Ágústa Rósa, f.
1962. Börn þeirra; a) Valtýr
Már, f. 1994, sonur Ágústu
Rósu, og uppeldissonur Há-
konar, b) Ingvar, f. 1985, maki
Guðrún Agnes, f. 1987. 3) Guð-
rún, f. 1964, maki, Þórir Karl, f.
1958. Börn þeirra eru a) Fríða,
Elsku mamma, ég kveð þig
með söknuði og tárum en
þakka fyrir allt sem við áttum
saman. Minningarnar okkar
mun ég geyma í hjarta mínu .
þú varst alltaf að hjálpa mér
með allt sem ég tók mér fyrir
hendur og þegar ég átti börnin
mín fengu þau stóran hluta af
hjarta þínu.
Nú ertu búin að fá hvíldina
og hitta strákanna þína.
Góða nótt, mamma mín.
Guðrún og Þórir Karl.
Það er með miklum söknuði
og trega sem ég kveð hana Sísí
mína, tengdamóður og vinkonu.
Þau hjónin Valtýr og Sísí tóku
mér opnum örmum þegar ég
kynntist Hákoni syni þeirra
fyrir 30 árum og ég leit á þau í
raun meira sem mína aðra for-
eldra frekar en tengdaforeldra,
svo góð voru þau mér.
Hún Sísí var kannski ekki
allra en við sem stóðum henni
næst fengum svo sannarlega að
njóta umhyggju hennar og
hjálpsemi í gegnum árin, alltaf
voru þau hjónin boðin og búin
að gera allt sem þau gátu fyrir
okkur. Barnabörnin voru svo
heppin að eiga ömmu og afa
sem þau fengu að vera í mikl-
um samvistum við og mörg
þeirra eiga góðar minningar úr
sveitinni þar sem þau fengu að
vera allt upp í nokkrar vikur á
sumrin, sem bjargaði auðvitað
okkur foreldrunum að brúa bil-
ið yfir sumarið.
Vinir sona minna fengu líka
oft að koma með okkur austur
og kynnast sveitasælunni.
Við Sísí höfðum svipaðan
húmor og gátum því oftar en
ekki hlegið saman og það er
ómetanlegt. Fyrir 13 árum urð-
um við fyrir miklu áfalli þegar
Hákon okkar varð bráðkvadd-
ur, aðeins rúmlega fertugur.
Að það skyldi gerast í sveit-
inni gerði allt mun átakanlegra
því þar höfðum við öll átt okkar
bestu stundir saman árin á
undan, sveitin varð aldrei söm í
okkar augum. Það var ekki síst
fyrir þeirra ást og umhyggju að
við náðum að halda sjó á þeim
erfiðu tímum sem fóru í hönd.
Sísí var búin að eiga við
heilsubrest að stríða í mörg ár,
en aldrei kvartaði hún og oftar
en ekki gerði maður sér ekki
grein fyrir hversu slæmt
ástandið var, sérstaklega undir
það síðasta.
Hjartans eldur hefur brunnið,
horfið það sem áður var,
lífsins starf svo lengi unnið
með ljósi margan ávöxt bar.
Þú sem barst þinn harm í hljóði
hræddist ekki dauðans mátt.
Er falla tár, með fögru ljóði
ég fæ að kveðja þig í sátt.
(Kristján Hreinsson)
Hjartans þakkir fyrir allt og
allt.
Ágústa Rósa
Finnlaugsdóttir.
Elsku amma mín, amma Sísí
er farin frá okkur.
Tómarúmið er stórt og það
verður skrýtið að koma ekki við
í Breiðholtinu hjá þér aftur.
Það er margs að minnast,
sumrin í Strýtuseli sem voru
alltaf sólrík og síðar sumrin við
Árbæjarhelli þar sem alltaf var
rok og ekki síst Prince Polo á
stöðinni.
Þú kenndir mér svo margt,
að leggja kapal og spila, þvo og
strauja gardínur (er þó örugg-
lega ástæðan fyrir því að það
er ekki mikið um slíkt á mínu
heimili).
Þú kenndir mér að prjóna en
það hentaði mér vel að þú varst
alltaf að prjóna þannig að það
var einfaldara að fá þig til að
prjóna fyrir mig.
Allar peysurnar og vettling-
arnir minna á þig. En það mik-
ilvægasta sem þú kenndir var
þegar Valli afi dó, hann sem
var stóra ástin þín. Það er
hægt að vera ástfanginn til
æviloka. Ég vona að þið séuð
saman á ný.
Ég geymi þig og minning-
arnar nærri hjarta mínu og
kveð þig með lagi sem minnir
mig á þig.
Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.
Og ef ég væri orðin lítil fluga
Ég inn um gluggann þreytti flugið
mitt.
Og þó ég ei til annars mætti duga
Ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
(Sigurður Elíasson)
Þóra og fjölskylda í Noregi.
Sigmunda
Hákonardóttir
✝ ArnfinnurScheving Arn-
finnsson fæddist á
Vestra-Miðfelli í
Hvalfjarðar-
strandarhreppi 12.
maí 1929. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Höfða 27. maí
2018.
Foreldrar hans
voru Arnfinnur
Scheving Björns-
son skipasmiður, f. 1893, d.
1970, og Ragnheiður Jónas-
dóttir húsmóðir, f. 1891, d.
1984. Systkini Arnfinns eru:
Björn Scheving, f. 1918, d.
1990, Guðrún Lára, f. 1919, d.
2013, Guðrún Aðalheiður, f.
1921, d. 2008, Ásdís, f. 1924, d.
2004, Jónas Scheving, f. 1925,
Grétar Scheving, f. 1927,
1986, sambýlismaður hennar er
Gunnar Harðarson. Þau eiga
tvö börn: Sigríði Júlíönu og
Hörð Má, f. 2017. 2) Helena
Másdóttir, f. 1991, sambýlis-
maður hennar er Ársæll Ottó
Björnsson. Þau eiga tvö börn:
Lilju Fanneyju, f. 2010, og Arn-
finn Sölva, f. 2014.
Fyrir átti Arnfinnur tvær
dætur; Sigrúnu Magnúsdóttir
Holt, f. 1947, og Þórdísi Ás-
gerði Arnfinnsdóttur, f. 1955.
Arnfinnur vann 20 sumur
hjá Hval hf., lærði rafvirkjun
við Iðnskólann á Akranesi og
lauk sveinsprófi 1959. Arnfinn-
ur vann hjá Ármanni Ármanns-
syni rafvirkjameistara og fékk
hann löggildingu sem raf-
virkjameistari 1963. Hann
starfaði sjálfstætt í nokkur ár
en síðustu 30 ár starfsferilsins
starfaði Arnfinnur hjá Rafveitu
Akraness, lengst af sem verk-
stjóri.
Útför Arnfinns fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 8. júní
2018, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
d.1927, Margrét, f.
1930, d. 2015,
Ragnar Scheving,
f. 1932, d. 1992.
30. desember
1955 kvæntist Arn-
finnur Sigríði Júl-
íusdóttur, f. 17.
ágúst 1930, d. 3.
maí 2016. Arnfinn-
ur og Sigríður
bjuggu allan sinn
búskap á Vestur-
götu 157, Akranesi, þar til árið
2014 er þau fluttu á Eyrarflöt
4. Eftir andlát Sigríðar flutti
Arnfinnur á Dvalarheimilið
Höfða. Hjónin eignuðust eitt
barn, Margréti B. Arnfinns-
dóttur, f. 1959. Margrét giftist
Má V. Vilbergssyni, f. 1956,
þau skildu. Dætur þeirra eru:
1) Maren Lind Másdóttir, f.
Elsku afi, það er ótrúlega
erfitt að þurfa að kveðja í
hinsta sinn.
Við erum þó svo heppnar að
geta hugsað til baka og rifjað
upp allar góðu minningarnar
sem við áttum saman, endur-
minningar sem væru efni í
heila bók.
Heimili ykkar ömmu var
okkur alltaf opið. Þangað
fannst okkur svo gott að koma
og eiga gæðastundir með ykk-
ur, hvort sem við komum sam-
an eða hver í sínu lagi. Að
koma og spjalla, spila, gista eða
einfaldlega bara fá að vera og
dunda sér í værðinni sem fylgdi
ykkur er ómetanlegt.
Gleðin sem skein úr andlit-
inu þínu í hvert sinn sem við
hittumst er dýrmæt minning og
húmorinn eitthvað sem fylgdi
þér allt til lokadags.
Það var ekki einungis heimili
ykkar sem stóð okkur opið. Við
fengum að taka virkan þátt í
ykkar lífi, hvort sem það var að
koma með þér í vinnuna á Raf-
veitunni, fara með ykkur í
ferðalög um landið, leysa
sunnudagskrossgátuna, stúss-
ast í skúrnum eða bara að kíkja
örlítið á rúntinn. Þú þurftir jú
alltaf að hafa eitthvað fyrir
stafni og fórst í ófáar bílferð-
irnar, göngu- og hjólatúrana og
ýmist fengum við að kíkja með
eða þú komst í heimsókn til
okkar.
Eftir að við fórum sjálfar að
stofna fjölskyldur jókst bara
ríkidæmi þitt. Þú tókst Ársæli
og Gunnari opnum örmum með
hnyttni að vopni. Svo komu
langafabörnin og þau áttu
hjarta þitt. Í augum Lilju
Fanneyjar og Arnfinns Sölva
varstu bara afi, afi-strafi, og
nálægðin við þau var svo miklu
meiri en langafatitillinn segir
til um.
Þeim mætti sama hlýja og
væntumþykja sem við erum svo
heppnar að hafa alist upp við
öll þessi ár.
Því miður fengu Sigríður
Júlíana og Hörður Már aðeins
stuttan tíma með langafa sín-
um, en þau munu svo sann-
arlega fá að alast upp við minn-
ingar um afa sinn og hversu
yndislegur þú varst.
Við erum svo þakklátar fyrir
allan þann tíma sem við höfum
átt saman og við vonum að nú
séu þið amma sameinuð á ný.
Þið eigið að minnsta kosti alltaf
stað saman í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Maren Lind og Helena.
Arnfinnur Schev-
ing Arnfinnsson
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson