Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 4

Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI STÆRÐ FRÁ 360-550 L FARANGURSBOX Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fjölmörg dæmi eru um það að stuðningsmenn Íslands hafi ekki enn fengið senda miða á leik liðsins við Argentínu á HM í Rússlandi í næstu viku. Rúm vika er til stefnu og marg- ir hafa fengið skilaboð þess efnis að þeir þurfi að sækja miðana á sölu- skrifstofu FIFA í Moskvu með til- heyrandi fyrirhöfn. Morgunblaðið ræddi við einn þessara óheppnu Moskvufara. Maðurinn kveðst ósáttur við þessa þróun mála enda væri ferð hans stutt og afar óheppilegt væri að eyða stórum hluta hennar í útréttingar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Óþarfa stress í ókunnri borg „Það er búið að eyðileggja alveg fyrir okkur upphitunina fyrir leikinn og það er ekkert nema stress fram undan í ókunnri borg,“ segir maður- inn, sem baðst undan því að koma fram undir nafni. Hann keypti pakkaferð og lendir í Moskvu rétt fyrir miðnætti daginn fyrir leik. „Söluskrifstofa FIFA er opnuð klukkan 10 á leikdag. Nú veit ég ekki hvort það eru margir í mínum sporum og þurfa að ná í miðana sína í Moskvu en það gæti tekið einhvern tíma að fá afgreiðslu. Þar sem ég kæri mig ekki um að fara með vega- bréfið og vísakortið með mér á leik- inn, en mér skilst að ég þurfi þetta tvennt auk FAN ID til að fá miðana, þá þarf ég að byrja á því eftir að hafa fengið miðana afhenta að fara aftur upp á hótel til að koma þessu í ör- yggishólf. Moskva er stór borg og eftir þeim upplýsingum sem ég hef reynt að afla mér þá tekur það mig alla vega 40 mínútur að komast frá hóteli að söluskrifstofu, aðra leiðina, og þá er spurning hvað það tekur langan tíma að fá miðana. Við erum bæði að fara á leik erlendis í fyrsta skiptið en mér skilst að maður þurfi að mæta tímanlega á vallarsvæðið, jafnvel einum og hálfum til tveimur tímum fyrir leik, þannig að við höf- um nú ekki mikinn tíma til að taka þátt í upphituninni ef við náum því þá nokkuð.“ Hann furðar sig á því að svona vefjist fyrir FIFA: „Það sem pirrar mig mest í þessu er að frá því ég greiddi miðana okkar hefur FIFA haft rúmlega þrjá mánuði til að senda þá. Við erum að greiða vel ríf- lega 400.000 krónur fyrir að fara á þennan eina leik og hafa gaman en nú sjáum við bara fram á að vera á hlaupum eftir miðunum og annað vesen í stað þessa njóta stundar- innar.“ FIFA annaði ekki álaginu Að sögn Margrétar Elíasdóttur, sem sér um miðamál hjá KSÍ, hefur sambandinu borist nokkuð af fyrir- spurnum vegna þessa, þó að miða- málin séu alfarið á forræði Alþjóða- knattspyrnusambandsins. „FIFA tilkynnti í síðustu viku að sambandið myndi ekki anna því að senda út alla miða. Sambandið hefur lofað góðri þjónustu við afhendingu miðanna og þetta á ekki að vera flók- ið. Ég held að þetta eigi ekki að vera neitt áhyggjuefni en það er leið- inlegt fyrir fólk að þurfa að standa í þessu. Ég gæti trúað að þetta séu um hundrað manns héðan. Þetta fólk á mína samúð.“ Morgunblaðið/Eggert Sigurvilji Hér má sjá Tólfuna við nýjan stuðningsmannavagn Strætó og Tólfunnar fyrir leik Íslands í gærkvöldi. „Hlaup og vesen“ í Moskvu vegna miðamála  100 Íslendingar þurfa sjálfir að leita uppi miða sína á HM 8 DAGAR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Íris Baldursdóttir, framkvæmda- stjóri kerfisþróunarsviðs Lands- nets, segir að engin ein ástæða liggi fyrir sem skýrir þá aukningu sem orðið hefur á raf- orku sem Lands- net kaupir vegna flutningstaps, en aukningin frá byrjun árs 2014 er um 56%. „Við erum auðvitað að spyrja okkur að þessu sjálf og þetta er í skoðun hjá okkur, en þetta er hækkun umfram vísitölur og annað. Þá virðast einnig vera breytingar á árstíðabundnum sveiflum sem einkennt hafa ís- lenska markaði, með lágu raforku- verði á sumrin,“ segir Íris en flutn- ingstap er sú raforka sem tapast vegna viðnáms í raflínum og spennum í raforkuflutningakerfinu. Um 2% þeirrar raforku sem mötuð er inn í kerfið tapast á leið til not- enda. Heildarkostnaður vegna kaupa á raforku í tengslum við flutningstap var í kringum 376 milljónir króna, þar af grunntap 303 milljónir króna og viðbótartap 73 milljónir króna. Kostnaður í tengslum við flutnings- tap mun endurspeglast í gjaldskrá vegna flutningstaps. Samkeppnin ekki næg Eins og fram kom í Viðskipta- Mogganum í gær hefur meðalverð orku sem Landsnet hefur samið um að kaupa á þriðja ársfjórðungi hækkað um ríflega 28% miðað við sama tímabil í fyrra. Það er 12% umfram hækkun hjá Nordpool, stærsta raforkumarkaðar í Evrópu. Kostnaður vegna þess árið 2017 var um 395 milljónir króna. Spurð um skýringar á þessu segir Íris að Landsnet bjóði ársfjórð- ungslega út kaup fyrirtækisins á raforku til að ýta undir samkeppni sem virðist ekki næg. „Orsökin gæti verið skortur á framboði hverju sinni en maður spyr sig auðvitað um samkeppnina. Hér á landi er ekki skammtíma- markaður líkt og í Evrópu og sömu- leiðis eru raforkusalar fáir og mikill munur á stærð þessara fyrirtækja. Við erum hins vegar að bjóða út í mjög litlum einingum til að koma til móts við þessa stöðu. Verðið sem við sjáum á að endurspegla verð á markaði hverju sinni,“ segir Íris. Mikið aukið flutningstap  Kostnaður í fyrra var 376 milljónir Íris Baldursdóttir Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Hafís frá Grænlandi sem nálgast land er nú næstur landi sjö sjómílur norður af Horni á Hornströndum. TF SIF, flugvél Landhelgisgæsl- unnar, hefur farið þrisvar í ískönn- unarleiðangra til að kanna stöðu íss- ins, sem er óvanalega nærri landi miðað við árstíma. Upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar segir menn þar fylgjast náið með og mik- ilvægt sé að sjófarendur geri sér grein fyrir legu íssins. Viðbúnir öllu Hlynur Snorrason, yfirlögreglu- þjónn á Vestfjörðum, segir lögregl- una í nánu samstarfi við Landhelg- isgæsluna, Umhverfisstofnun og landverði á svæðinu, sem fara í við- bragðsstöðu þegar svona ber undir vegna möguleika á komu ísbjarna. Hlynur segir að ef ísbjörn komi í land sé stefnan að ná birninum lif- andi. Ef það tækist ekki yrði gripið til varrúðarráðstafana, en lögreglan hefur undir höndum vopn til að aflífa stór dýr á við ísbirni. Minna af hafís en áður Ingibjörg Jónsdóttir er landfræð- ingur og einn rannsakenda eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Hún segir miklu minna magn af haf- ís vera við austurströnd Grænlands núna ef borið er saman við fyrri tíð, og það þurfi meira til að hafísinn berist hingað að landi. „Það sem er að gerast núna er nokkuð dæmigert fyrir það sem gerist eftir langvar- andi suðvestanáttir, því þá stíflast ísinn í sundinu milli Íslands og Grænlands. Núverandi vindátt veld- ur því að ísinn færist austur og nær Íslandi og því er ekki útilokað að einstaka jakar rekist á land.“ Minni ísjakar varasamir Gervitunglamyndir af ísnum sýna að hann er fljótur að bráðna við það að koma í hlýrri sjó og því segir Ingibjörg gott að sýna varúð. „Maður hefur auðvitað áhyggjur af sjófarendum. Það geta verið borg- arísjakar þarna innan um og það getur verið mjög varasamt þegar borgarísjakar hafa brotnað í smærri jaka sem erfitt er að koma auga á í ratsjá skipa.“ Erfitt að áætla komu ísbjarna Hvað varðar komu ísbjarna hing- að til lands segir Ingibjörg að ekki þurfi að vera tenging á milli nálægð- ar hafíss við land og komu ísbjarna í land heldur veldur veik staða íss þeim mestum vandræðum. „Koma þeirra hingað fer eftir sjávar- straumum. Ísbirnir vilja frekar vera á ís, og þeir synda í land í neyð. Ísinn hefur þá verið að teygja sig í austur og bráðnað mjög hratt. Það sem er að gerast núna á síðastliðnum 20 ár- um er að mjög stór svæði af hafís eru að bráðna á einu bretti, og það er greinilega erfitt fyrir birnina, því þá verður langt í meginísinn og þeir reyna að komast í land. Þetta þýðir að erfitt er að áætla hvar og hvenær þeir koma í land.“ Ingibjörg hvetur sjófarendur til að senda inn hafístil- kynningar til Veðurstofu Íslands. Hafís frá Grænlandi nálgast land  Landhelgisgæslan fylgist náið með  Mikil bráðnun hafíss staðreynd  Kemur illa við ísbirni Ljósmynd/Landhelgisgæslan Ískönnunarleiðangur Flugvél Landhelgisgæslunnar kannar legu íssins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.