Morgunblaðið - 08.06.2018, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ráðgert er að kanna mannvistarleif-
ar undir jarðvegssverðinum á baklóð
Stjórnarráðshússins við Lækjargötu
í haustbyrjun vegna fyrirhugaðra
byggingarframkvæmda á staðnum.
Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá
Minjastofnun, segir að fornleifa-
rannsóknin verði boðin út. Unnið sé
að gerð útboðsgagna.
Ekki er útilokað að mannvistar-
leifar frá fyrstu öldum Íslands-
byggðar séu á staðnum. Vitað er að
undir Stjórnarráðshúsinu sjálfu eru
leifar byggingar frá 13. öld.
Ný bygging í bígerð
Til stendur að reisa viðbyggingu
fyrir aftan Stjórnarráðshúsið sem er
eitt elsta hús Reykjavíkur, byggt
1765. Þar eru nú skrifstofur for-
sætisráðuneytisins sem hefur þörf
fyrir rýmra húsnæði. Stendur nú yfir
samkeppni meðal arkitekta um
skipulag reitsins og hönnun og útlit
nýju byggingarinnar. Greint verður
frá niðurstöðu dómnefndar í lok
nóvember. Í útboðsgögnum kemur
fram að dómnefndin leggur meðal
annars áherslu á tilfinningu fyrir
ímynd, hlutverki og sögulegu mik-
ilvægi staðarins, auk næmi og tillits-
semi gagnvart Stjórnarráðshúsinu
gamla.
Suðurhluti fyrirhugaðs fram-
kvæmdasvæðis er grasi vaxinn en
nær Hverfisgötunni er bílaplan.
Vitað er um nokkrar byggingar sem
staðið hafa á lóð stjórnarráðsins í
gegnum tíðina. Hefur Borgarsögu-
safn Reykjavíkur gefið út skýrslu
um svæðið, Eldri byggð á lóð
Stjórnarráðsins, sem er greinargott
yfirlit yfir hús og önnur mannvirki
sem heimildir eru til um að staðið
hafi á svæðinu fyrr á tíð.
Töluvert rask hefur orðið á
staðnum á síðustu áratugum. Lagnir
hafa verið grafnar í jörðu, búið til
bílaplan og yfirborð lóðarinnar lag-
fært. Ekki er fullvíst hversu mikið
seinni tíma framkvæmdir kunna að
hafa raskað eldri mannvirkjum og
mannvistarlögum á lóðinni. Þá er
heldur ekki vitað hversu þykk mann-
vistarlög eru á svæðinu, þ.e. hversu
langt er niður á jökulruðning eða
klöpp. Í nóvember í fyrra voru á veg-
um Minjastofnunar tekin borkjarna-
sýnishorn á 23 stöðum á lóðinni. Vís-
bendingar komu fram um að þykkt
mannvistarlaga væri minnst á svæð-
inu miðju en meiri til norðurs og
suðurs. Í tíu holum fundust merki
um mannvist. Í öllum tilfellum var
um hreyft lag að ræða, blöndu af
mold og ummerkjum um mannvist,
svo sem kolaagnir, múrsteinsbrot,
þakskífubrot, járnbrot og beinflísar.
Í nýrri skýrslu Minjastofnunar
um Stjórnarráðsreitinn segir að
fornleifarannsóknir sem gerðar hafa
verið í Aðalstræti, Suðurgötu, á Al-
þingisreit og nú síðast í Víkurgarði
sýni að á þessu svæði sé að finna um-
merki um búsetu manna allt aftur á
9. öld. Nýlegar rannsóknir í Lækjar-
götu 10-12 sýni að þar var skömmu
eftir landnámið reistur bær. Það
kunni því að vera að fljótlega eftir að
búseta hófst á einum bæ í Reykjavík
hafi fleiri bæir risið í næsta nágrenni
fyrsta bæjarins og að í Kvosinni hafi
jafnvel myndast vísir að litlu þorpi.
Minjar um langa búsetu kunni að
leynast víðar á svæðinu en lengst af
hafi verið talið.
23 fornleifar skráðar
Í skýrslu Borgarsögusafns um
eldri byggð á Stjórnarráðsreitnum
segir að á núverandi lóð séu 23
skráðar fornleifar. Þegar húsið var
byggt var lóð hússins mun stærri eða
stór hluti af túni býlisins Arnarhóls.
Þar sem bílastæði er nú við
Stjórnarráðshúsið stóðu byggingar
frá því um aldamótin 1800 til ársins
1976. Fyrir vestan og norðan húsið
eru ekki þekktar byggingar en þar
voru grjóthlaðnir göngustígar og
grjótgarðar, líklega til að varna því
að Lækurinn flæddi inn á lóðina. Þar
voru auk þess stórir kál- og skraut-
garðar í gegnum tíðina.
Fornleifarannsókn á Stjórnarráðsreit
Fornar mannvistarleifar gætu verið á fyrirhuguðum byggingarreit fyrir aftan Stjórnarráðshúsið
Vitað að undir húsinu eru leifar byggingar frá 13. öld Uppgröftur verður boðinn út og hefst í haust
Fyrirsögn
Reykjavík útlínur
húsa byggð fyrir árið
1787
1801
1836
1876
1887
1902
1915
Grjótgarðar
byggðir fyrir árið
1786
1801
1836
1876
1887
Skráningarsvæði
Arnarhóll fornleifar
Bankastræti
Stjórnarráð
Heimild: Eldri byggð á lóð Stjórnarráðsins
(Skýrsla Borgarsö usafns nr. 186, 2017)