Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum
8. júní 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 104.84 105.34 105.09
Sterlingspund 141.03 141.71 141.37
Kanadadalur 80.85 81.33 81.09
Dönsk króna 16.641 16.739 16.69
Norsk króna 13.045 13.121 13.083
Sænsk króna 12.09 12.16 12.125
Svissn. franki 106.79 107.39 107.09
Japanskt jen 0.9529 0.9585 0.9557
SDR 149.1 149.98 149.54
Evra 123.95 124.65 124.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.061
Hrávöruverð
Gull 1295.25 ($/únsa)
Ál 2314.0 ($/tonn) LME
Hráolía 75.19 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Gengið hefur verið frá samningi við
Podium ehf. um verkefnisstjórn á hreyfi-
aflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu,
Jafnvægisvoginni. Markmið Jafnvæg-
isvogarinnar er að árið 2027 verði hlut-
fallið á milli kynja orðið 40/60 í fram-
kvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Á
tímabilinu stendur til að veita viðurkenn-
ingar og draga fram í sviðsljósið fyrir-
tæki sem hafa náð markmiðum Jafn-
vægisvogarinnar.
Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi
Podium, mun vinna náið með Jafnvægis-
vogaráði, sem í sitja aðilar frá FKA, vel-
ferðarráðuneytinu, Sjóvá og Deloitte.
Podium annast verk-
stjórn Jafnvægisvogar
Eva Magnúsdóttir hjá Podium og Guðrún
Ragnarsdóttir, talsmaður Jafnvægisvogar.
STUTT
Heildareignir í fjárfestingarsjóð-
um Stefnis námu um 106 milljörðum
króna um áramótin. Þó drógust
eignir í fjárfestingarsjóðum Stefnis
saman milli ára um 18 milljarða en
þær voru 124 milljarðar króna í árs-
lok 2016 .
Landsbréf, dótturfélag Lands-
bankans, var með 82 milljarða króna
í fjárfestingarsjóðum sínum um ára-
mótin og Íslandssjóðir, dótturfélag
Íslandsbanka, var með 68 milljarða í
heildareignum fjárfestingarsjóða og
jukust þær um 6% á milli ára. Ein-
ungis Íslandssjóðir og Júpíter
rekstrarfélag juku eignir í fjárfest-
ingarsjóðum á milli ára.
Heildareignir í Júpíter, sem er
dótturfélag Kviku banka, jukust úr
17,7 milljörðum króna í rúmlega 31
milljarð um síðustu áramót, en
Kvika sameinaðist Virðingu í fyrra
og voru sjóðir rekstrarfélags Virð-
ingar sameinaðir sjóðum Júpíter í
kjölfarið.
Að sögn sérfræðinga sem
Morgunblaðið ræddi við geta sveifl-
ur í fjárfestingarsjóðum að ein-
hverju marki skýrst af flökti eigna í
lausafjársjóðum. Slíkt beri að hafa í
huga þegar eignir í stýringu séu
metnar út frá punktstöðu. Þá sé rétt
að taka fram að stærstu rekstrar-
félögin skiluðu methagnaði í fyrra.
Lítil breyting verðbréfasjóða
Þegar litið er til verðbréfasjóða
námu heildareignir í þeim 157 millj-
örðum króna um áramótin, saman-
borið við 155 milljarða ári áður.
Íslandssjóðir voru með mestu
eignirnar í verðbréfasjóðum, eða 59
milljarða króna, sem er 37% af
heildareignum í verðbréfasjóðum.
Eignir í verðbréfasjóðum Stefnis
námu 39 milljörðum króna og í sjóð-
um Landsbréfa voru 38 milljarðar
króna um áramótin.
Eignir í verðbréfasjóðum Íslands-
sjóða jukust um 4,5 milljarða króna á
milli ára og eignir í sjóðum ÍV sjóða,
GAMMA, Júpíter rekstrarfélags og
Summu rekstarfélags jukust einnig
lítillega.
Samdráttur fagfjárfestasjóða
Heildareignir fagfjárfestasjóða,
sem reknir eru af rekstrarfélögum
verðbréfasjóða og aðilum sem ekki
hafa hlotið starfsleyfi sem rekstrar-
félag verðbréfasjóða, fóru úr 431
milljarði í heildareignum í árslok
2016 niður í 425 milljarða um síðustu
áramót. Hrein eign fagfjárfestasjóða
hækkaði lítillega í fyrra en hún fór
úr 207 milljörðum króna í 212 millj-
arða.
Eignir í stýringu sjóða
drógust saman milli ára
Heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða
Verðbréfasjóðir 2017
Heildarstærð: 156,5 milljarðar
Fjárfestingarsjóðir 2017
Heildarstærð: 332,2 milljarðar
Stefnir Landsbréf Íslandssjóðir Júpíter Gamma ÍV sjóðir Aðrir
3%
1%
6%
4%
37%
25%
24%
0%5%
25%
20%
9%
9%
32%
Sjóðastýring
» Verðbréfasjóðirnir voru
svipaðir að stærð í árslok 2017
og í árslok 2016.
» Heildareignir fjárfestingar-
sjóða drógust saman í fyrra, en
hægt er að rekja það að hluta
til lausafjársjóða, segja sér-
fræðingar.
» Eignir fagfjárfestasjóða
drógust saman og voru 425
milljarðar um áramót.
» Mörg hver af rekstrarfélög-
unum skiluðu methagnaði í
fyrra.
Heildareignir fjárfestingarsjóða drógust saman um 32 milljarða í 332 milljarða
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Heildareignir í vörslu rekstrarfélaga
um fjárfestingar- og verðbréfasjóði
drógust saman um 30 milljarða í
fyrra, samkvæmt skýrslu Fjármála-
eftirlitsins sem byggð er á ársreikn-
ingum fjármálafyrirtækja.
Samtals námu eignir í fjárfesting-
ar- og verðbréfasjóðum 489 milljörð-
um króna um áramótin, en til sam-
anburðar námu eignir í slíkum
sjóðum 519 milljörðum króna ári áð-
ur.
Helsti munur á verðbréfasjóðum
og fjárfestingarsjóðum er sá að verð-
bréfasjóðirnir eru söfn skuldabréfa
og hlutabréfa sem eru auðseljanleg
en fjárfestingarsjóðir eru form sjóða
um sameiginlega fjárfestingu. Heim-
ildir fjárfestingasjóða til fjárfestinga
eru því rýmri og eru fjárfestingar í
þeim yfirleitt áhættusamari en í
verðbréfasjóðum. Sérhæfðar fjár-
festingar og lausafjársjóðir eru til
dæmis hluti af fjárfestingarsjóðum.
Heildareignir í fjárfestingarsjóð-
um hérlendis voru rétt rúmlega 332
milljarðar króna í lok síðasta árs
samanborið við 364 milljarða árið áð-
ur, sem er í kringum 9% samdráttur
milli ára. Verðbréfasjóðir stækkuðu
um nærri tvo milljarða króna milli
lok árs 2016 og 2017, en þeir voru
tæplega 157 milljarðar í árslok.
Fjárfestingarsjóðir minnka
Stefnir, sem er dótturfélag Arion
banka, er umfangsmestur í rekstri
verðbréfa- og fjárfestingasjóða hér á
landi með 32% markaðshlutdeild á
meðal fjárfestingasjóða og 25% hlut-
deild á meðal verðbréfasjóða.
Samkvæmt frumniðurstöðu Sam-
keppniseftirlitsins höfðu Eimskip og
Samskip með sér samfellt ólögmætt
samráð frá árinu 2008 til 2013 sem
hafði það að markmiði að raska sam-
keppni. Þetta kemur fram í and-
mælaskjali sem Samkeppniseftirlitið
hefur sent Eimskip sem lið í máls-
meðferð rannsóknar á brotum á
samkeppnislögum. Eimskip hefur
birt andmælaskjalið í Kauphöllinni.
Í skjalinu kemur fram að frummat
Samkeppniseftirlitsins sé að kjarni
samráðsins hafi meðal annars falist í
að takmarka flutningsframboð, að
skipta mörkuðum eftir viðskiptavin-
um sem og landsvæðum á Íslandi,
verðsamráði og upplýsingagjöf um
mikilvæg viðskiptamálefni.
Þá er það jafnframt frummat
eftirlitsins að tiltekin ætluð brot hafi
tekið til lengra tímabils en 2008 til
2013. Þar sé um að ræða ætlað ólög-
legt samráð í áætlunarsiglingum,
annars vegar til og frá Evrópu frá
árinu 2001, og hins vegar til og frá
Norður-Ameríku á árunum 2004 til
2009. Auk þess ætlað ólögmætt sam-
ráð í landflutningum frá árinu 2005
og um skipaafgreiðslu á Reyðarfirði
frá árinu 2007.
Hið ætlaða brot felst m.a. í því að
Eimskip og Samskip hafi haft með
sér samráð við breytingar á siglinga-
kerfum og á flutningaleiðum, sem
hafi ekki síst falist í því að draga úr
framboði og skapa skilyrði til að við-
halda eða hækka verð til viðskipta-
vina. Voru þetta ætluð ólögmæt við-
brögð við versnandi efnahagshorfum
og -ástandi á árinu 2008 og versn-
andi fjárhagsstöðu fyrirtækjanna.
Eimskip hefur verið veittur frest-
ur til 7. september til að koma að
gögnum og athugasemdum við
andmælaskjalið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samkeppniseftirlit Telur efna-
hagsástand hafa ýtt undir samráð.
Segir skipafélög hafa
haldið verðinu uppi
Samkeppniseftirlitið telur samráð
Eimskips og Samskipa samfellt í 5 ár