Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 21

Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 ✝ Bragi Einars-son fæddist á Siglufirði 9. ágúst 1935. Hann lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 30. maí 2018. Foreldrar hans voru Einar Magn- ússon smiður, f. 7. september 1904, d. 20. febrúar 1993, og Sigrún Jónasdóttir hús- freyja, f. 17. júní 1907, d. 11. nóvember 1991. Foreldrar Braga skildu þegar hann var ungur. Alsystkini Braga eru Hrefna Einarsdóttir, f. 9. ágúst 1926, d. 5. júlí 2013, Hulda Ein- arsdóttir, f. 7. ágúst 1928, d. 8. júlí 1987, María Einarsdóttir, f. 13. apríl 1930, Tómas Ein- arsson, f. 12. september 1932, d. 15. september 2017, og Hug- rún Einarsdóttir, f. 10. apríl 1941. Daníelsson og eiga þau tvær dætur, Söru og Stellu, en fyrir átti Soffía dótturina Dagmar með Atla Arasyni. Sigrún, f. 29. september 1957, maki Knútur Grétar Hauksson, þau eiga þrjú börn, Baldur, Hildi og Karenu. Helga, f. 1. nóvember 1959, var Helga lengi í sambúð með Óðni Agnarssyni, þau eiga tvö börn, Braga og Ylfu. Kjartan Broddi, f. 16. ágúst 1963, maki Ása Björk Stefánsdóttir, Kjartan á þrjár dætur, Karítas, móðir hennar er Anna María McCrann, Sigrún, móðir henn- ar er Elsa Durhuus. og Tinna og er móðir hennar Áslaug Björt Guðmundardóttir. Ása á þrjá drengi, Skarphéðin Án, Stefán Bjart og Eyvind Ágúst Runólfssyni. Brynhildur, f. 26. júní 1973, maki Ingólfur Krist- jánsson, eiga þau þrjú börn, Oddnýju, Braga og Kristján. Barnabarnabörnin eru orðin 10. Útför Braga fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 8. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Bragi ólst upp á Siglufirði, gekk þar í barna- og unglingaskóla en fór snemma á sjó og varð ungur bátsmaður. Bragi kynntist ungur Svanhildi Kjart- ansdóttir, f. 3. ágúst 1934, d. 31. mars 2013. Gengu þau í hjónaband haustið 1955 en árið 1957 fluttu hjónin á höfuðborgarsvæðið og settust fyrst að í Kópavogi, þá Háaleitisbraut og byggðu sér síðan raðhús í Yrsufelli í Breið- holti og bjuggu þar frá 1972. Bragi hóf störf hjá álverinu í Straumsvík fljótlega eftir að það tók til starfa og vann þar restina af sinni starfsævi, lengst af sem verkstjóri. Börn Braga og Svanhildar eru fimm, elst er Soffía, f. 24. apríl 1955, maki Sigurður Jón Bragi Einarsson faðir minn er látinn á 83. aldursári. Það er óhætt að segja að þar hafi farið frekar skapstór maður sem átti erfiða æsku, alinn upp af ein- stæðri móður með sex börn. Eins og stundum vill verða höfðu þessi uppvaxtarár mót- andi áhrif á lífsviðhorf og gerði það að verkum að pólitísk af- staða lá til vinstri. Þessi afstaða með lítilmagnanum kom í ljós þegar hann var búinn að fá sér aðeins í tána. Þá mátti heyra dimma og hrjúfa rödd fara með vísu eftir Bólu-Hjálmar: Það er dauði og djöfuls nauð er dyggðum snauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Á unglingsárum stundaði pabbi íþróttir af kappi, var skíðamennskan í uppáhaldi. Bæði svig og ganga en ekki hvað síst skíðastökk. Aðeins 14 ára gamall fékk hann undan- þágu til að stökkva á mótum er voru ætluð fyrir 17-19 ára og fullorðna. Stökk hann á einu slíku móti það langt að hann hefði verið með efstu mönnum í fullorðinsflokki með 191,1 stig en sigurvegari varð Jónas Þ. Ásgeirsson með 199,2 stig (einn af ólympíuförum Íslands í St. Moritz 1948). Þá hafði pabbi gaman af skák og bridge og er mér alltaf minnisstætt þegar hann kenndi mér að tefla. Fyrst auðvitað mannganginn, svo fékk ég drottninguna í forgjöf, þá hrók og loks riddara. Eftir það fengu allir menn að vera á borði. Hann var sókndjarfur spilari og lék óhefðbundna leiki og skákirnar því oft stuttar en skemmtilegar. Sem sjómaður kunni pabbi alla hnúta og reyndi hann að kenna mér hvernig festa ætti með örugg- um hætti spún eða flugu á línu – þetta var þrautaganga. Hann gafst ekki upp og get ég enn gert þetta þó stundum þurfi fleiri en eina tilraun til. Pabbi fékk sinn Maríulax í Fljótaánni fyrir norðan. Gleymi ég aldrei þegar við afi Kjartan stóðum á bakkanum, laxinn búinn að taka og kominn langleiðina í land þegar hann losnaði af flugunni og skyndilega var pabbi búinn að hoppa út í á, grípa laxinn og henda honum upp á land. Íþróttir hafa fylgt okkar fjöl- skyldu lengi og sýndi pabbi þessu áhuga, fyrst með okkur börnunum, svo með barnabörn- unum. Þá var hann duglegur að mæta á leiki og einu sinni sem oftar var handboltakappleikur í Höllinni, hann kom aðeins of seint og neitaði að borga inn, sagðist eiga hálft liðið – það hlyti að vera ígildi miðaverðs- ins. Þá var hann mikill sólar- dýrkandi. Mættur á stuttbuxum og ber að ofan löngu áður en öðru fólki fannst vorið vera komið og löngu eftir að öðrum fannst haustið ef ekki veturinn mættur. Enda var hann brúnn svo til allt árið og byrjaður að slá grasið strax og fyrstu græð- lingarnir létu sjá sig. Seinni ár fór að draga af honum og eftir að móðir okkar dó fyrir fimm árum urðu kaflaskil enda hafði hún verið honum allt og passað upp á að halda uppi máltíðum og sjá um hann að öðru leyti. Það var því gæfa þegar hann fékk hvíldarinnlögn á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir tveimur og hálfu ári – þar var hann í góðu yfirlæti hjá frá- bæru starfsfólki þar til yfir lauk. Takk fyrir allt og allt. Kjartan Broddi Bragason. „Stella, ég er að deyja, Stella, ég er að deyja,“ þessi hróp voru fyrstu kynni mín af Braga fertugum og sannfærð- um um að rykið í álverinu væri að drepa hann, og hann fór ekki dult með það sem honum fannst. Þessum stórskrýtna og óheflaða manni átti ég eftir að kynnast vel og þykja afar vænt um, þó að oft hafi hann reynt á öll þolrifin í manni. Bragi átti að mörgu leyti erf- iða æsku, fór snemma að vinna til að hjálpa til við þungan heimilisrekstur. Sem krakki lagði hann stund á íþróttir og vann mestu afrekin í skíða- stökki. Enda er það íþrótt sem er hröð, hættuleg og tekur stutta stund. Nokkuð sem lýsti honum alla tíð. En hann lagði skíðunum ungur að aldri. Ein- hverjum 30 árum síðar keypti hann sér skíði öllum að óvörum og vildi fara í Bláfjöllin. Hann harðneitaði að fara í toglyftuna vildi í stólalyftuna þó að hann hefði aldrei séð slíka lyftu. En hann ætlaði ekki að láta toga sig upp einhverja litla brekku þegar hann gat setið í stól upp á topp. Þegar þangað var komið stóð hann þögull í nokkurn tíma og ég hélt að nú hefði hann guggnað. En þá snéri hann sér beint niður, ýtti stöfunum í sífellu og renndi sér niður allt Kóngsgilið án þess að taka eina einustu beygju. Beint í stólinn og aftur beint niður og nú út á bílaplan, setti skíðin á toppinn og sagði: „Komum heim, þetta er fínt.“ Við áttum eftir að skíða oft saman og að lokum fékk ég hann til að beygja inn á milli. Og margar sögur eru til af hon- um í brekkunum, því það er ekki eins og hann hafi verið kurteisasti skíðamaður Blá- fjalla. En Bragi átti til að vera hrjúfur og óheflaður og eins og segir í fyrsta versi kvæðis sem dóttir mín orti til hans á 75 ára afmælinu: Þetta er sagan af honum afa. Einn slíkan allir ættu að hafa. Hann er traustur og tryggur en stundum svolítið styggur. Þetta lýsir honum vel. Hann var alls ekki allra en undir hrjúfu yfirborðinu var vænn maður sem börnin skynjuðu vel. Ég vann hjá honum eitt sum- ar í Straumsvíkinni og maður fann að hann var mikils metinn af flestum á svæðinu þó svo að sumir hafi verið hálfhræddir við hann. Enda gat hann skammað. Einu sinni hundskammaði hann mig fyrir að koma of seint í mat. Ekki vegna þess að honum var umhugað að ég fengi mat, heldur vegna þess að það vant- aði fjórða mann í bridge. Bragi hafði gaman af því að fylgjast með barnabörnum sín- um stunda íþróttir og mætti oft á kappleiki enda barnabörnin stundum í meirihluta leikmanna á vellinum. Mér fannst það því táknrænt að hann yfirgaf þennan heim á sömu mínútu og dóttir mín hóf landsleik í handbolta. Hann hefur ekki viljað missa af þeim leik, frekar en öðrum. En nú held ég að Stella hafi loks hlustað á orðin sem hann hrópaði fyrir rúmum 40 árum. Hún hefur eflaust tekið vel á móti honum því þó að stundum hafi verið stormasamt hjá þeim hjónum duldist engum ástin og væntumþykjan þeirra á milli. Ég kveð því ástkæran tengdaföður með ekkert nema þakklæti í huga og votta öllum ættingjum samúð en um leið samgleðst ég gamla manninum að vera kominn aftur til Stellu. Knútur G. Hauksson. Í dag kveðjum við yndislega afa minn. Hann var hreinn og beinn í samskiptum en á sama tíma var hann dulur maður sem bar tilfinningar sínar ekki á torg. Afi var alltaf góður við okkur krakkana og ég minnist sérstaklega allra stundanna sem hann var með okkur í garðinum í Yrsufellinu að kenna okkur til verka og sýna okkur kartöfluuppskeruna. Það voru einnig ófáir kappleikirnir sem hann afi kom á og fylgdist með okkur barnabörnunum. Á 75 ára afmæli hans sendi ég honum lítið kvæði sem ég hef uppfært og vil fara með nú á þessum degi. Þetta er sagan af honum afa, einn slíkan allir ættu að hafa. Hann var traustur og tryggur en stundum svolítið styggur. Sem ungur peyi var hann sendur á sjó svo í bænum fengist friður og ró. En brátt bað hann hennar Stellu þessarar svakalegu gellu. Þau Siglufjörð kvöddu með tárum, bærinn þar er ennþá í sárum. Senn settust þau að í borginni en gleymdu ei sveitadýrðinni. Þeim hlotnaðist mikið barnalán en sluppu alveg við myntkörfulán. Þessi síungi ástsæli kvennabósi leit út eins og ítalskur mafíósi. Alla tíð var hann umvafinn fögrum fljóðum, heilum fimmtán gæðablóðum. Fimm karlmenn reyna heiðri sínum að halda en þeir aldrei okkur stelpunum munu granda. Nú þín þolinmæði væri þrotin fyrir þessu innslagi, ég kveð þig með trega, elsku afi Bragi. Aftur sameinaður með Stellu þinni, um ókomna tíð þið lifið í minningu minni. Elsku afi, ég var svo lánsöm að eiga dýrmætar stundir með þér fyrir örfáum dögum. Þar sem ég er nú stödd handan við hafið mun ég lyfta rauðvíns- glasi þér til heiðurs með þakk- læti í huga fyrir allar samveru- stundirnar með ykkur ömmu Stellu. Hildur Knútsdóttir. Bragi Einarsson ✝ ArnrúnAntonsdóttir fæddist í Reykjavík 24. september 1958. Hún lést á sjúkra- húsi í Berlín 23. maí 2018. Foreldrar Arn- rúnar voru: Anton Líndal Friðriksson, f. 1. september 1924 á Ísafirði, d. 22. ágúst 2003, og Jarþrúður Pétursdóttir, f. 27. ágúst 1927 í Reykjavík, d. 16. maí 1998. Systur Arnrúnar: 1) Guðrún Antonsdóttir, f. 19. apríl 1950, maki: Gunnar Steinþórsson, f. 9. Pétursdóttir, f. 20. júní 1921 á Siglufirði, d. 5. janúar 2006. Börn Arnrúnar og Ingva: 1) Anton Líndal Ingvason, f. 23. febrúar 1978, maki: Guðrún Lilja Lýðsdóttir, f. 20. maí 1982. Börn þeirra: Kamilla Rún, f. 1. júní 2005, Friðrik Líndal, f. 31. október 2011, og Róbert, f. 17. júlí 2017. 2) Þórður Guðni Ingva- son, f. 2. september 1979, maki: Hrönn Brandsdóttir, f. 21. júlí 1984. Börn þeirra: Lilja Dögg Jóhannsdóttir, fósturdóttir Þórðar, f. 7. ágúst 2004, Viktor Smári, f. 30. nóvember 2007, Anna Pálína, f. 14. september 2014. 3) Svanlaug Ingvadóttir, f. 28. júní 1981, d. 22. september 2016. Dóttir: Karen Líf, f. 19. desember 2007. Barnsfaðir Svanlaugar: Brynjar Þór Ólafs- son, f. 25. mars 1984. Minningarathöfn um Arnrúnu fer fram í Vídalínskirkju í dag, 8. júní 2018, klukkan 13. apríl 1950. 2) Eyrún Antonsdóttir, f. 24. mars 1954, maki: Guðjón Sverrir Agnarsson, f. 3. jan- úar 1954. 3) Bergr- ún Antonsdóttir, f. 8. október 1956, d. 25. mars 1995. 4) Uppeldissystir þeirra er Dóróthea Sturludóttir, f. 29. ágúst 1942. Þann 7. ágúst 1982 giftist Arnrún Ingva Þór Sigfússyni. Foreldrar Ingva Þórs voru: Sig- fús Sigurðsson, f. 18. október 1910 á Mælifelli í Skagafirði, d. 14. ágúst 1988, og Svanlaug Elsku frænka. Vona á hverjum morgni, að þetta hafi verið slæmur draumur, en því miður er þetta kaldur raun- veruleiki, þú ert farin, elsku Adda. Ég er orðlaus, með sár í hjarta, sorgmædd og reið. Þetta er svo óréttlátt og ég verð aldrei tilbúin til að kveðja þig. Þú komst upp í hesthús til okk- ar í apríl. Ekki datt mér í hug að það yrði síðasta knúsið okkar. Lifi á þeirri minningu núna. Margar minningar koma upp í hugann. Við höfum eytt mörgum stundum saman í gegnum árin. Flestar minningar eru frá Krókn- um, þar sem ég bjó hjá ykkur mörg sumur. Fyrst á Skagfirð- ingabrautinni, þar var gaman að vera. Við krakkarnir lékum okkur mikið þar í garðinum. Þú fórst með okkur í bíltúr í „gemsanum“, stóra bílnum. Fórum nokkrar ævintýraferðir á ruslahaugana og um allar sveitir. Þú nenntir enda- laust að gera eitthvað með okkur og alltaf glöð. Svo vann ég hjá ykkur á Blá- felli. Við vorum oft að fíflast í við- skiptavinum. Einn lagði þúsund- kall á borðið, bað þig að „skipta þessu í tvennt“, þú reifst seðilinn í tvennt og lagðir á borðið. Hann missti andlitið, en við hlógum. Svo fékk hann tvo seðla og við dund- uðum okkur við að líma hitt sam- an. Þú kenndir mér að snúa öllum seðlum „rétt“ í peningakassann, ég geri þetta enn. Ég lærði að vinna á Bláfelli og svo í sjoppunni á Hagamel. Dásamlegu gullkornin þín eru mér ógleymanleg. Þú baðst okkur stelpurnar að fara út í skúr á Blá- felli og „telja og raða frönskunum og taka glerin upp úr kistunni“, sem átti auðvitað að vera öfugt. Við sögðum bara já og hlógum. Þú fórst svo alltaf í apótekið að kaupa brauð. „Adda padda“ festist við þig því þú varst mjög stríðinn og skemmtilegur yfirmaður, sá besti. Þessi tími er mér ómetanlegur og er ég ykkur Ingva þakklát fyr- ir að leyfa mér að vera hjá ykkur og eignast þessar minningar. Sauðárkrókur er mér mjög kær eftir þennan tíma, alltaf gott að koma þangað. Ég eignaðist marga góða vini þar, sem ég á enn í dag. Við skemmtum okkur alltaf vel. Ég leitaði til þín á mínum ung- lingsárum og í raun alla tíð. Okkar vinátta er mér mjög kær. Við vor- um alltaf sammála og leystum eitt og annað. Ég hef alltaf litið á þig sem mína stóru systur og margir sem komu á Bláfell héldu að við værum systur. Það er erfitt að sætta sig við að geta ekki hringt í þig eða hitt þig og hlegið meira með þér. Fréttirnar af veikindum þínum voru áfall en ég lifði í voninni. Ég var tilbúin til að koma til Berlínar þegar þú myndir vakna. En æðri máttarvöld tóku í taum- inn og höfðu betur í þetta skiptið. Elsku Svana fær knús frá þér fyrr en varir, við hin reynum að lifa með þessari miklu sorg og ylja okkur við minningarnar. Dauðinn skilur eftir sig tóm, sem ekkert getur fyllt. Ástin skilur eftir minningar, sem ekkert getur spillt. Lífið verður svo tómlegt án þín, elsku Adda mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ég bið þess að Ingvi, Toni, Þórður og fjölskyldur þeirra og elsku Karen Líf fái allan þann styrk sem til er, um ókomna tíð. Sendi þér knús, elsku frænka, þar til næst. Elska þig. Þín, Jarþrúður Guðnadóttir (Jara). Við hjónin kveðjum nú Öddu með sárum trega, löngu fyrr en til stóð. Þótt almættið hafi sýnilega mikið þurft á henni að halda finnst okkur fráfallið alltof snemmbært. Þegar ég, Kristín, var barn var gaman að koma til Reykjavíkur, einn þeirra staða sem við heim- sóttum var Efstasundið, en þar bjuggu Toni og Jara með dæturn- ar. Allar svo dökkar yfirlitum, framandi og fallegar. Mér fannst ævintýri að eiga þær fyrir frænk- ur, stelpurnar sem hétu allar rún. Arnrún (sem ég hef eiginlega aldrei kallað annað), var næst mér í aldri. Alltaf róleg, alltaf kímin og svo korraði í henni djúpur hlátur. Á þeim tíma datt mér ekki í hug að seinna ætti ég eftir að tengjast þeim enn sterkari böndum í gegn um Lilló og fjölskylduna hans. Ég, Lilló, kynntist Öddu á ung- lingsárum okkar, þegar mæður okkar urðu bestu vinkonur og fjölskyldur okkar tengdust djúp- um vináttuböndum sem haldist hafa óslitin síðan – og dýpkuðu við þá sameiginlegu raun að missa barn alltof snemma, við Sturlu Þór og þau Svönu. Ljúfari per- sóna og góðviljaðri sál er vand- fundin; Adda var gullfalleg að inn- an sem utan. Í æsku sjálfstæð og mátulega villt, en á fullorðinsár- um ábyrg, greiðvikin og fé- lagslynd. Óhefðbundið uppeldi og gifturík sambúð með Ingva lögðu grunninn að þeirri einstöku manneskju sem Adda var og mik- ið lán að eiga þau hjónin að vinum. Veiðiferðirnar í Straumana um árabil með þeim og fleiri vinum og ættingjum voru alltaf mikið til- hlökkunarefni og hápunktur hvers sumars. Og furðulegt sem það er þá var það aldrei þungbært að þurfa að fara með bíl á verk- stæði; það var alltaf bót í máli að hitta þau þá á Bílaspítalanum og eiga þar saman skemmtilegar spjallsyrpur. Við það urðu slitnir bremsuborðar eða götóttir hljóð- kútar hjóm eitt. Elsku Ingvi, Þórður, Anton, tengdadætur og barnabörn, þið sjáið eftir frábærri konu sem hef- ur allt sitt líf lagt sig fram um að styðja við og vera til staðar. Megi minning hennar lifa í verkum ykkar og lífi. Kristín og Friðrik Þór (Lilló). Þegar ég hugsa til Öddu að henni genginni finn ég hlýjuna streyma. Adda var minn fyrsti yf- irmaður og besti. Hún kenndi mér að vinna með því að vinna með mér. Starfsfólkið hennar vann ekki fyrir hana heldur með henni. Þrátt fyrir það og vegna þess bár- um við mikla virðingu fyrir henni. Adda var lífsglöð og hláturinn hennar smitaði alla. Hún fékk margar þrautir að leysa í lífinu og bugaðst aldrei. Húmorinn og hjartagæskan drifu hana áfram og alla hennar samferðamenn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég á þér svo margt að þakka, elsku Adda mín, og fjölda minn- inga sem ylja og kæta. Í ljóma þeirra kveð ég þig og sé ykkur mægður fyrir mér, gangandi hönd í hönd í Sumarlandinu. Elsku Ingvi og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Anna Pála Gísladóttir. Arnrún Antonsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.