Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
✝ Erla Bern-harðsdóttir
fæddist á Hjalteyri
við Eyjafjörð 25.
ágúst 1931. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hvammi á
Húsavík 31. maí
2018.
Faðir hennar
var Bernharð
Ólafsson, f. 14.11.
1906, d. 13.1. 1990.
Móðir hennar var Helga Magn-
ea Kristjánsdóttir, f. 19.12.
1909 að Möðruvöllum í Hörg-
árdal, d. 13.4. 1999. Erla bjó
fyrstu æviár sín á Hjalteyri, en
sex ára að aldri fluttist Erla til
Akureyrar ásamt móður sinni
og stjúpföður, Jóni Halldóri
Steingrímssyni. Hann lést í sjó-
slysi 29. júlí 1957.
Erla átti níu systkini sam-
mæðra. Eldri en hún var Jón
Þorsteins Hjaltason, sem er lát-
inn. Yngri voru þau Haukur
Svarfdal, Jónína, Saga og Þyrí
Jónsbörn, en þær þrjár síðast-
töldu eru látnar, og yngst eru
þau Bjarni, Gunnar, Skarphéð-
inn og Margrét Njálsbörn. Þá
átti hún fimm systkini sam-
feðra, þau Þórð, Freydísi, Óla
Svein, Hrein og Aðalstein. Af
þeim lifa nú Óli Sveinn og
Hreinn.
Á Akureyri sleit Erla barns-
Helga Karólína (látin), Stefán
og Arnþrúður Erla. Jón og
Guðný eiga 12 barnabörn og
eitt barnabarnabarn. 2) Helgi
Valur, f. 25. júlí 1951. Maki:
Jóna Kristín Einarsdóttir. Dæt-
ur þeirra: Kristjana Erna, Erla
Björk og Arnþrúður Eik. Helgi
Valur og Jóna Kristín eiga
fimm barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 3) Arnþór, f.
19. janúar 1955. Maki: Heiðrún
Pétursdóttir. Dætur þeirra:
Linda Hrönn og Arna Dögg.
Arnþór og Heiðrún eiga fimm
barnabörn. 4) Grímur Örn, f. 1.
júní 1957. Fv. maki: Arnþrúður
Guðný Óskarsdóttir. Börn
þeirra: Lýdía Huld, Óskar Örn
og Ívar Helgi. Grímur Örn og
Arnþrúður Guðný eiga sex
barnabörn. 5) Stefán Haukur, f.
12. desember 1962. Maki: Sig-
ríður Benediktsdóttir. Börn
þeirra: Kristín Ósk, Elvar Már
og Erna Rún. Stefán Haukur
og Sigríður eiga fjögur barna-
börn. 6) Bernharð, f. 13. mars
1969. Maki: Eyrún Egilsdóttir.
Börn þeirra: Eva Bryndís,
Heimir og Erla.
Afkomendur Erlu og Gríms
eru alls 60 talsins.
Húsmóðurstörfin urðu lífs-
vettvangur Erlu. Erla var virk-
ur félagi í Kvenfélagi Öxfirð-
inga og Kór Skinnastaðar-
kirkju. Árið 2000 fluttist hún til
Kópaskers. Síðustu æviárin bjó
hún á Dvalarheimilinu Hvammi
á Húsavík þar sem hún lést.
Útför Erlu verður gerð frá
Skinnastaðarkirkju í dag, 8.
júní 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
skónum, en einnig
var hún lang-
dvölum hjá frænku
sinni, Sigríði Ólafs-
dóttur, og manni
hennar, Halldóri
Ólafssyni, á Bú-
landi við Eyjafjörð.
Strax að lokinni
fermingu sinni á
Akureyri fór Erla
að vinna fyrir sér
eins og þá var al-
gengt. Hún byrjaði í vist hjá
Frímanni Guðmundssyni og
hans fjölskyldu á Akureyri.
Síðan fór hún í vist í Öxarfjörð,
fyrst í Núp, en vorið 1946 kom
hún sem kaupakona í Akursel,
til Snorra Guðmundssonar og
konu hans Kristínar Jónas-
dóttur.
Fljótlega kynntist hún verð-
andi eiginmanni sínum sem var
Grímur B. Jónsson frá Ærlækj-
arseli, bóndi og ráðunautur, f.
25. ágúst 1925, d. 26. febrúar
1995. Þau gengu í hjónaband
þann 25. ágúst 1950. Reistu
þau nýbýlið Ærlækjarsel II og
bjuggu þar allan sinn búskap.
Erla stundaði nám í Hús-
mæðraskólanum á Akureyri
veturinn 1949-50. Þau eign-
uðust sex syni: 1) Jón, f. 19.
júní 1948. Maki: Guðný Mar-
grét Guðnadóttir. Börn þeirra:
Guðni Björn, Grímur Örn,
Elsku Erla mín.
Ég veit að nú verða fagnaðar-
fundir í Sumarlandinu góða þar
sem hann Grímur þinn tekur á
móti þér opnum örmum. Það er
svo margs að minnast á þessum
40 árum sem liðin eru frá því að
við kynntumst.
Þær minningar geymi ég í
huga mér. Allar þær ótal mörgu
stundir í Ærlækjarseli, á Kópa-
skeri, á Hvammi og svo hjá okk-
ur hér á Akureyri.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir fjölskyldu
mína í gegnum árin og takk fyrir
að vera marengstertu-kona eins
og ég. Þær eru ófáar sneiðarnar
sem við sporðrenndum með
kaffibolla. Takk fyrir gleðistund-
irnar þar sem við gátum grenjað
úr hlátri yfir einhverri vitleysu
og ég átti það til að fíflast svolítið
með þig en þér þótti það bara
gott.
En nú skilja leiðir og ætla ég
að enda þessi kveðjuorð á ljóði
eftir frænda minn.
Meðan líða æviárin
orka dvín og slitna bönd.
Skynjar fleygur andi okkar
undra fögur vonalönd.
Þá er öllum ljúft að leggja
lófa sinn í Drottins hönd.
(Snorri Gunnlaugsson)
Hvíldu í friði, elsku tengda-
mamma.
Heiðrún P.
Elsku amma.
Mikið er skrítið að setjast nið-
ur og hugsa til þess að þú sért
farin frá okkur en ég vil trúa því
að þú sért á góðum stað og komin
til afa.
Það er svo ótal margt sem ég
get skrifað til þín og svo margt
að minnast.
Ég var svo heppin að fá að
vera mikið hjá þér í sveitinni, öll
sumur, oft um helgar og alla
páska nema það eina að þá var
veðrið að stríða okkur en það var
nú samt reynt að leggja í hann
austur því það var jú ekki hægt
að halda páska nema hjá ömmu í
sveitinni.
Ég man hvað mér þótti gaman
að setjast niður með þér á
sumarkvöldi og taka eitt spil áð-
ur en við fórum að sofa. Síðan
skreið ég upp í afaholu nýbúin að
hátta mig og alveg sama hversu
oft ég þóttist vera búin að þvo
mér í framan, það þýddi ekkert
að plata þig því alltaf sástu að
það var ekki búið.
Og svo sofnaði ég út frá ljós-
tíru, þú að lesa bók nýbúin að
bera á þig handáburðinn. Það
sem mér þótti lyktin góð.
Eitt er mér líka mjög minnis-
stætt þegar þú sast í stiganum og
varst að tala í símann, ég nefni-
lega komst upp á lagið með það
að setjast hjá þér í stigann og þá
nuddaðir þú á mér iljarnar, það
var nú ekki ónýtt að uppgötva
þetta fyrir mig nautnasegginn.
Duggaraleistar, lillablár litur,
ömmubuff, ömmuhafrakex,
ömmuflatbrauð þetta og svo
margt fleira sem ég gæti talið
endalaust upp því það er svo
margt sem minnir mig á þig,
amma mín.
Það var líka alltaf tilhlökkun-
arefni þegar þú komst til Akur-
eyrar, þá var skundað um bæinn
og í allar handavinnubúðir því,
jú, það er varla hægt að finna
meiri handavinnukonu en þig.
Það var alltaf stutt í grínið hjá
okkur. Nokkrum sinnum náði ég
að gera símaat í þér og mikið sem
var hlegið þá, verst fannst mér
þegar þú varst nú byrjuð að gera
símaat í mér, en það gekk nú
ekki alltaf upp því þú varst nú
ævinlega sprungin úr hlátri um
leið.
Amma mín, þó ég hafi ekki
getað heimsótt þig mikið undan-
farin ár eftir að ég flutti í Fljóts-
hlíðina þá hugsaði ég mikið til
þín og á eftir að sakna þín.
Takk fyrir allt, elsku amma,
minning þín lifir með mér alla tíð.
Arna Dögg Arnþórsdóttir.
Elsku amma mín, það er kom-
ið að síðustu kveðjustundinni og
hún er að sjálfsögðu erfið en að
sama skapi er ég glöð að þú
fékkst hvíldina sem þú varst far-
in að þrá og ég veit að afi hefur
tekið vel á móti þér. Þú tókst af
mér, nöfnu þinni eins og þú sagð-
ir alltaf, loforð þegar þú fluttir á
Hvamm og það var að ég kæmi
alltaf við hjá þér þegar ég væri á
ferðinni. Þetta loforð stóð ég að
sjálfsögðu við og sé ekki eftir því.
Við notuðum tímann okkar vel
saman og áttum margar gæða-
stundir, fyrir þennan tíma er ég
mjög þakklát. Okkar stundir
voru mér afar dýrmætar og ég er
svo stolt af því að hafa átt þig
sem ömmu, þvílíkur snillingur
sem þú varst og vandfundinn
meiri húmoristi.
Við gátum oft hlegið saman að
allskonar vitleysu og þá ekki síst
okkur sjálfum. Handverkið þitt
ber þess glögg merki hversu
mikill snillingur þú varst, þó svo
að þú hafir aldrei verið ánægð
með það sem þú gerðir og gast
alltaf fundið að því, þá var það í
mínum augum fullkomið.
Að koma til þín í Sel og svo síð-
ar á Kópasker var líka einstakt,
þú naust þess að fá gesti og þér
þótt best ef maður vildi þiggja að
borða hjá þér og þá skipti engu
máli á hvaða tíma dags maður
kom. Í versta falli voru alltaf til
kleinur, furstakaka og buff í kist-
unni, ömmubuffið klikkaði sko
aldrei. Eftir að ég eignaðist
börnin mín var þér umhugað um
þau og ef þau voru ekki með mér,
var yfirleitt fyrsta spurningin,
hvar eru krakkarnir?
Þeim fannst eins og mér, þú
vera hinn mesti snillingur í öllu
því sem þú gerðir og minnast
langömmu með mikilli hlýju í
hjarta.
Þegar þú varst orðin mikið
veik og ljóst var að þú ættir ekki
langt eftir kom ég til að vera hjá
þér, fyrir það varst þú þakklát og
lést mig vita það með orðum sem
ég mun alltaf geyma í hjarta
mínu.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín, og Guð geymi þig.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín nafna
Erla Björk.
Glæsileg kona, óaðfinnanlega
klædd, með skart sem passaði
við hvert tækifæri, og með tus-
kuæði! Þannig myndi ég lýsa
þér, elsku amma, en ég gæti
skrifað svo margt hér, ég veit
varla hvar ég á að byrja. Þú varst
svo stór og mikill partur af mín-
um uppvexti, þið afi tókuð mig að
ykkur tímabundið árið sem ég
var fimm ára og sá tími er enn
ljóslifandi í huga mér, göngu-
ferðirnar, kvöldsögurnar, fjár-
húsaferðirnar með afa, fötin sem
þú saumaðir á mig og já, allur ís-
inn sem við borðuðum. Allan
minn uppvöxt eyddum við fjöl-
skyldan páskunum hjá þér hluta
af jólunum, stórum parti af
sumrinu og svo seinna þegar ég
var orðin unglingur, þá kom ég
alltaf á vorin til þín, og þá var sko
sofið í afaholu, skipti engu þó
maður væri orðin hálf fullorðin.
Rommý gátum við endalaust
spilað, þú með krosslagða fætur
og sötrandi kaffi úr glasi, já ekki
bolla, í appelsínugula náttsloppn-
um. Þú gast sjaldan svarað með
jái eða neii heldur „ætli það hljóti
ekki að ganga“, þetta gat nú
stundum pirrað mann en í dag
brosir maður að þessu. Minning-
arnar eru svo ótal, ótal margar,
og eru börnin mín svo heppin að
eiga þær líka, elsku amma, því
eftir að þú fluttir á Hvamm þá
gátum við heimsótt þig reglu-
lega. Ég vona að afi hafi tekið á
móti þér í duggaraleistunum
bara svona til að stríða þér að-
eins þá loksins að hann fékk þig
til sín, því ég man svo vel hvað þú
skammaðir hann oft fyrir að vera
á þeim inni. En nú loksins eruð
þið sameinuð eftir allt of langan
aðskilnað.
Hvíl þú í friði, elsku amma, og
takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig.
Linda Hrönn.
Erla
Bernharðsdóttir
✝ Jón Guðmunds-son fæddist 9.
febrúar 1928 á Hvít-
árbakka í Bæjar-
sveit í Borgarfirði.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
25. maí 2018.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Jónsson, f. 23.4.
1890 að Reykjum í
Lundarreykjadal, d.
25.5. 1957, og Ragnheiður
Magnúsdóttir, f. 17.8. 1897 að
Gilsbakka í Hvítársíðu, d. 6.10.
1981. Hann ólst upp með for-
eldrum sínum að Hvítárbakka
ásamt bróður sínum Magnúsi
Guðmundssyni kaupmanni í
Reykjavík, f. 8.2. 1925, d. 2.8.
1991, og uppeldisbróður sínum
Óskari Þóri Guðmundssyni silf-
ursmið í Reykjavík, f. 8.8. 1920,
d. 25.9. 2008.
Jón kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Björgu Jóns-
eða frá árinu 1947 bjuggu hann
og Björg eiginkona hans félags-
búi ásamt foreldrum hans að
Hvítárbakka og tóku að fullu við
búrekstri að Guðmundi látnum.
Jón vann að ýmsum öðrum
störfum meðfram búskap og eft-
ir að hann lét af búrekstri. Hann
stundaði sjómennsku um árabil,
hann rak ásamt konu sinni þjón-
ustu við ferða- og veiðimenn á
Hvítárbakka, sjúkrahótel fyrir
Rauða krossinn á Akureyri og
starfaði fyrir NLFÍ í Hvera-
gerði. Jón starfaði einnig fyrir
Varnarliðið, rak afþreyingar-
aðstöðu þeirra á Hvítárbakka
fram til ársins 1996. Jón sinnti
fjölmörgum trúnaðarstörfum
árum saman, þar má nefna að
hann var hreppstjóri og hrepps-
nefndarmaður, formaður Bún-
aðarfélags Andakílshrepps og
formaður Skógræktarfélags
Borgfirðinga. Hann sat í stjórn
Kaupfélags Borgfirðinga og var
formaður Búnaðarsambands
Borgarfjarðar.
Útför Jóns fer fram frá Vídal-
ínskirkju í dag, 8. júní 2018, og
hefst athöfnin klukkan 15.
dóttur, f.
13.3.1929, þann 25.
maí 1950. Hún er
dóttir hjónanna
Jóns Friðriks
Matthíassonar
loftskeytamanns,
f. 23.8. 1901, d.
22.10. 1988, og
Jónínu Jóhann-
esdóttur, f. 27.8.
1907, d. 4.8. 1996.
Jón og Björg
bjuggu lengst af á Hvítárbakka
en síðustu 20 árin hafa þau átt
búsetu í Reykjavík. Þau eign-
uðust 5 börn, Ragnheiði, f. 1950,
Guðmund, f. 1952, Jón Friðrik, f.
1953, Jóhann Pjetur, f. 1955, og
Guðrúnu Höllu, f. 1968. Barna-
börnin eru 11 og barna-
barnabörnin eru 12.
Jón stundaði nám við Héraðs-
skólann að Reykholti og Bænda-
skólann að Hvanneyri. Síðar
hélt hann til námsdvalar til
Bandaríkjanna. Að námi loknu
Hann stendur hávaxinn og
álútur í hlaði framan við gamla
húsið á Hvítárbakka, klæddur
háum stígvélum og brúnleitum
vinnuslopp sem muna mátti fífil
fegri; gervallt róf regnbogans
tekið sér bólfestu á yfirhöfninni.
Jón reyndist nýtinn maður.
Hann er að gera að silunganeti,
nýkominn úr farveginum sem
rennur í Hvítána. Það er vor. Ég
er að hitta væntanlegan tengda-
föður fyrsta sinni, allt í senn eft-
irvæntingafullur og óviss um
móttökur, akandi á marglitum
Volla í stíl við sloppinn. Mót-
tökur urðu frá því augnabliki
umvefjandi. Við urðum góðir
mátar. Kímni okkar var um
margt á svipaðri bylgjulengd.
Mikilvægt atriði. Síðan eru liðin
tuttugu ár eða svo. Það var ein-
stakt að koma á Hvítárbakka í
hvert og eitt sinn og ná að njóta
umhverfis, sveitar, sögu og fólks.
Við Jón höfum farið fjölda
ferðalaga saman, ferðir í Aðal-
vík, gengið á Heklu um mið-
sumarnótt, farið í víkur Aust-
fjarða, margsinnis um Vestfirði,
heimsótt Strandir, gengið
Fimmvörðuháls. Hann hafði
yndi af ferðalögum, afar þraut-
seigur ferðamaður. Erfið ferð á
topp Heklu er sérlega eftir-
minnileg þar sem hún reis með
glæsibrag uppúr skýjaþykkninu
þegar ofar dró svo við sáum til
allra átta í fjarlægð á þeim tíma
árs að dagurinn er eilífur. En
hann sá við tengdasyninum í
heimshornaflakki með því að
taka stefnu á staði sem ekki eru
í alfaraleið, Kamtsjatka. Og nú
leggur hann í enn eina ferðina,
ferð sem enginn veit í reynd
hvert liggur né hvort er sú síð-
asta.
Búskap var löngu lokið á
Hvítárbakka þegar verðandi
tengdasonur stóð á sínum blank-
skóm í hlaðinu en sá gerði sér
eftir því sem frá leið grein fyrir
þeim metnaði og dugnaði sem
það útheimti að reka svo stórt
bú sem Hvítárbakki var þegar
mest lét.
En þó að Jón bóndi hafi kvatt
jarðvistina vekur það góða og
gefandi tilfinningu, en jafnframt
krefjandi tilvistarlegar spurn-
ingar ef útí það er farið, hve
margt í fari og atgervi tengda-
föðurins reynist prýða dóttur-
dótturina Ragnheiði Helgu, sem
hann stundum réttilega nefndi
Ragnheiði H. G. Magnúsdóttur,
nöfnu móður sinnar frá Gils-
bakka.
Þegar ég nú kveð tengdaföður
minn Jón með söknuði, virðingu
og þakklæti fyrir allt sem fór
okkur í milli er ég þess fullviss
að honum vegni vel í þeirri ferð
sem hann hefur nú lagt í, enda
undirbúið hana af kostgæfni.
Guðjón Magnús Bjarnason.
Elsku afi minn, nú kveð ég
þig.
Hvergi þótti mér betra að
vera en í sveitinni hjá ykkur
ömmu, þar sem alltaf var eitt-
hvað að sýsla við; hvort sem það
var við hestamennsku á Þyt
(sem þú kallaðir litla Bjargar-
rauð), heyskap eða bara að fara í
fjósið svo fátt eitt sé talið.
Seinna, eftir að þú hafðir brugð-
ið búi, naut fjölskyldan þess að
fara með þér í gönguferðir um
náttúru Íslands og víðar; ég veit
að þú hafðir afskaplega gaman
af þeim ferðum og sama átti við
um okkur. Ferð okkar tveggja
um Hvítárbakkalandið þar sem
þú sagðir mér frá landinu sjálfu
og sögu þess, mun ég aldrei
gleyma.
Takk fyrir samveruna; þú
varst stríðinn og skemmtilegur
afi, hafðir gaman af sérvisku
bæði dýra og manna og sagðir
vel frá enda stálminnugur.
Nú kveð ég þig hinstu kveðju
og þakka þér fyrir allt, elsku afi.
Björg.
Fallinn í valinn, sveitahöfðing-
inn mikli. Heimilið að Hvítár-
bakka stóð öllum opið og nutum
við systurnar mikið góðs af því.
Við fengum notið þess að koma
og fara eins og við værum hluti
heimilisins, eignuðumst vini í
frændsystkinum okkar og ekki
síst fengum við að kynnast afa-
systur okkar, þeirri merkiskonu
Ragnheiði Magnúsdóttur frá
Gilsbakka, og eigum við sérstak-
ar minningar um hana; greind
og góð manneskja, sem við litum
upp til.
Jón sonur hennar, sem
kvæntur var Björgu Jónsdóttur,
hafði einstaka kímnigáfu og í
huganum var hann alltaf hlæj-
andi. Þau hjónin tóku okkur sem
heimilismönnum og oft voru
magar mettaðir eftir útreiðar á
bökkum Hvítár.
Jón var með einstökum bón-
góður maður og vildi allra
manna götu greiða. Ekki var
hann hagsár því reiðhestar okk-
ar systra nutu góðs af grasinu á
Hvítárbakka mörg sumur.
Jón var á tímabili prófdómari
við Bændaskólann á Hvanneyri,
en það var á sama tíma og
frændi okkar, Gunnar Bjarna-
son, síðar hrossaræktarráðu-
nautur, var þar kennari. Sonur
Gunnars, séra Halldór í Holti,
sagði mér að heimili hans hefði
oft skolfið af hlátri þeirra
frænda þegar verið var að fara
yfir próf. Þar hefði ég viljað vera
fluga á vegg, því báðir voru
bráðskemmtilegir, orðheppnir
og glaðir.
Áttum við systur Jón að
frænda og vini, og mörg voru
símtölin eftir að síminn varð
sjálfvirkur, þar sem farið var yf-
ir heimsins þras og mikið hlegið.
Fyrir 11 árum fórum við sam-
an til Danmerkur að skoða land-
búnaðarsýninguna í Herning.
Þar bar margt fyrir augu og átt-
um við gott ferðalag saman í
viku, fórum m.a. í fimmtugsaf-
mæli Snorra Guðmundssonar
dýralæknis á Jótlandi sem er ná-
frændi okkar beggja og skemmt-
um okkur konunglega innan um
danska vini Snorra. Snorri hafði
að vísu ekki boðið okkur Jóni í
afmælið en tók okkur fagnandi
eins og hans var von og vísa.
Ferðalag þetta tók yfir alla Dan-
mörku því við keyrðum frá
Norður-Jótlandi til Kaupmanna-
hafnar. Sjaldan hef ég átt betri
ferðafélaga en Jón, allt gekk
þetta svo ljómandi vel.
En komið er að kveðjustund.
Jón kvaddi þetta líf 25. maí sl.
Hann var 90 ára þriggja mánaða
og 16 daga gamall og geri aðrir
betur. Góðar kveðjur flytjum við
Björgu ekkju hans og börnum
þeirra Jóns og vinum okkar.
Arndís Erla Pétursdóttir,
Katrín Pétursdóttir.
Jón Guðmundsson
Fleiri minningargreinar
um Jón Guðmundsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.