Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 26

Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Arngrímur Jóhann Ingimundarson, yfirþjálfari hjá knattspyrnu-deild Grindavíkur, á 40 ára afmæli í dag. Hann heldur utan umallt sem tengist þjálfun yngri flokkanna í Grindavík í fótbolta og þar á meðal skipulagningu æfingaáætlunar fyrir árið og leikja yngri flokka. Hann þjálfar einnig 7. flokk stúlkna og drengja og 3. flokk kvenna. Staðan í Grindavík er góð þessa dagana í boltanum, en meistara- flokkur karla trónir núna á toppnum í efstu deild. „Svo eru konurnar að stíga hægt og rólega upp töfluna, en staðan er mjög þétt í efstu deild kvenna. Þetta lítur líka vel út hjá yngri flokkunum, það eru margir flottir krakkar að koma upp. Við erum líka með stóra hópa miðað við stærð bæjarfélagsins,“ en rúmlega 260 krakkar æfa fót- bolta með Grindavík. Arngrímur hóf störf hjá Grindavík haustið 2016 og hefur því verið eitt tímabil hjá félaginu. Hann er úr Garði og þjálfaði þar og síðan í Keflavík þar til hann fór til Grindavíkur, en hann er búsettur í Kefla- vík. Hann útskrifaðist í gær með UEFA A og á mánudaginn útskrifast hann með UEFA A Youth Elite-gráðu sem verður skilyrði fyrir yfir- þjálfara á landinu að hafa. „Sú gráða er markviss einstaklingsþjálfun og er til að gera góðan fótboltamann enn betri, eins konar afreks- þjálfun.“ Eiginkona Arngríms er Guðrún Þórhildur Ævarsdóttir dagmóðir. Synir þeirra eru Ingimundur, f. 2000, Ævar Helgi, f. 2002, Arnór Elí, f. 2011 og Aron Daði, f. 2014. „Í dag verður haldið á Akranes á Norðurálsmótið. Ég verð að þjálfa og Arnór Elí er að keppa svo við fjölskyldan förum saman.“ Þjálfarinn Arngrímur ásamt efnilegum fótboltaköppum í 7. flokki Grindvíkinga á Samsung-mótinu í vor. Framtíðin björt í Grindavík í boltanum Arngrímur J. Ingimundarson er fertugur J óhanna Thelma Einars- dóttir fæddist á Seltjarnarnesi 8.6. 1958 og ólst þar upp. Hún gekk í Mýrarhúsaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1978, B.Ed- prófi í grunnskólakennarafræðum frá KHÍ 1981 og meistaranámi í sér- kennslu og talmeinafræðum frá Kennaraháskólanum í Kiel 1986. Hún lauk doktorsprófi í líf- og læknavísindum frá HÍ 2009. Jóhanna hefur verið talmeina- fræðingur frá því að hún lauk námi í Þýskalandi. Fyrst starfaði hún hjá Leikskólum Reykjavíkur í tæpan áratug, við mat á málþroska barna og eflingu hans í samvinnu við starfs- fólk leikskólanna. Hún hannaði próf til að meta hljóðkerfis- og málvitund leikskólabarna í samvinnu við Ingi- björgu Símonardóttur talmeinafræð- Jóhanna T. Einarsdóttir, dósent í talmeinafræði við HÍ – 60 ára Með afa og ömmu á ströndinni Jóhanna Thelma og Gunnar Þór skemmta sér konunglega með sonarsyninum, Evan. Að geta tjáð hugsanir sínar hindrunarlaust Hressir hlauparar Jóhanna með hluta af hinum eldhressa Trimmkúbbi Sel- tjarnarness sem hún hefur hlaupið með um allt Nesið og víðar í þrjá áratugi. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Þórir Kristmundsson (f. 1942) húsa- smíðameistari og Guðrún Guðmunds- dóttir (f. 1937) leikskólakennari eiga gullbrúðkaup í dag. Þau voru gefin saman 8. júní 1968 og gaf séra Jakob Jónsson þau saman á heimili sínu í Reykjavík. Þórir og Guðrún búa í Laxa- tungu í Mosfellsbæ. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.