Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 30

Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Á sýningunni Gerður: Yfirlit, sem opnuð var í liðinni viku í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs, er sjónum beint að listferli og ævi Gerðar Helgadóttur myndhöggvara allt frá námsárum hennar til síðustu æviára. Tilefnið er að listakonan hefði orðið níræð í ár, en hún lést aðeins 47 ára árið 1975. Miðað við stutta ævi var listferill hennar býsna langur, tæpir þrír áratugir, og að sama skapi fjöl- breyttur. „Hún leit fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara, en fékkst einn- ig við steint gler, mósaík og fleiri efniviði og listform,“ segir Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, for- stöðumaður Gerðarsafns. „Gerður var frumkvöðull þrívíðrar abstrakt- listar á Íslandi með sínum geómetr- ísku járnverkum á sjötta áratugn- um,“ bætir hún við. Fleiri listræn afrek Gerðar má nefna til sögunnar, en þeim eru gerð vel skil á fyrr- nefndri yfirlitssýningu. „Okkur fannst kominn tími til að bjóða fólki með okkur í smáleið- angur og kynnast þessari merkilegu listakonu og karakter. Raunar höf- um við alltaf í allri okkar starfsemi vissa vísun í Gerði, bæði á sýningum, viðburðum og smiðjum. Hún var ósmeyk við að gera alls konar til- raunir í list sinni og eftir hana liggja ótrúlega mörg verk af öllum stærð- um og gerðum. Það er eins og hún hafi fundið á sér að hún hefði ekki mikinn tíma til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.“ Skráning fyrir opnum tjöldum Auk Kristínar Dagmarar er Brynja Sveinsdóttir, verkefnastjóri safnaeignar, í sýningarteyminu sem og Arnar Freyr Guðmundsson, graf- ískur hönnuður, Friðrik Steinn Frið- riksson og Hreinn Bernharðsson, vöru- og upplifunarhönnuðir. Þær stöllur fengu hönnuðina til að skapa með þeim umgjörðina. „Grunnurinn og inntak sýningarinnar eru auðvit- að verk Gerðar, en uppsetning þeirra og umgjörð skiptir líka mjög miklu máli. Undirbúningurinn hefur staðið yfir í marga mánuði um leið og við höfum verið að betrumbæta skráningu á safnaeigninni. Sú vinna heldur áfram í sumar fyrir opnum tjöldum og er liður í að opna innri starfsemi safnsins fyrir almenningi, sem til dæmis felst í að bjóða upp á leiðsögn um listaverkageymsluna og skoða fjársjóðinn okkar,“ segir Kristín Dagmar. Gerðarsafn er að hennar sögn eina safn landsins, sem heitir eftir og er byggt til heiðurs listakonu. Hvatinn að framtakinu var 1.400 listaverk úr dánarbúi Gerðar, sem erfingjar hennar færðu Kópavogsbæ að gjöf tveimur árum eftir andlát hennar. Hartnær aldarfjórðungur er síðan Gerðarsafn opnaði dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Með klassískan bakgrunn Elsta verkið á sýningunni, „Brjóstmynd af stúlku“, er frá því Gerður var nítján ára að læra að höggva í stein hjá Sigurjóni Ólafs- syni myndhöggvara. „Við erum líka með verk sem hún gerði á náms- árum sínum í Flórens á Ítalíu, en hún var fyrst íslenskra listamanna til að fara þangað til náms. Gerður hafði því klassískan bakgrunn af gamla skólanum, sem kom henni til góða í að ná tækninni á sitt vald. Hún hneigðist þó fljótlega til mód- ernisma og hélt til Parísar, þar sem viðhorfin voru frjálslegri. Ekki leið á löngu þar til hún sagði skilið við fíg- úratíf verk og fór að vinna abstrakt- verk með logsuðutæki. Þessi mikla umbreyting var um miðja síðustu öld.“ Eins og vera ber þekkir for- stöðumaðurinn list og sögu Gerðar í smáatriðum. Hún segir að sýningar- teymið hafi lagt mikla áherslu á að koma hvoru tveggja til skila á sem aðgengilegastan hátt. „Sýningin er í svolítið öðrum búningi en fyrri yfir- litssýningar á verkum Gerðar. Við skiptum henni upp í fimm þemu, sem móta meginstef og tengingar milli verka listakonunnar. Leiðarljós okkar var að hvert verk jafnt sem tímabil fengi notið sín. Við lékum okkur svolítið með gömlu svart/hvítu grafíkina hennar til að ná áhrifunum og eflaust þykir einhverjum fram- setning listaverkanna á stundum svolítið nýstárleg,“ segir Kristín Dagmar og lýsir nánar þemunum fimm; grunni, vinnustofu, glugga, garði og rými: Rýmið og rauði þráðurinn „Grunnur veitir innsýn í námsár Gerðar og þróun frá hefðbundnum akademískum aðferðum í högg- myndagerð til tilrauna á fyrstu árum hennar í París. Úr Grunni liggur leiðin í Vinnustofu, þar sem safn- gestir fylgjast með nýjum aðferðum þegar hún fer að vinna með óhlut- bundin verk í járn. Gluggi speglar tímabil steindu glugganna og ekki síst aukinn áhuga hennar á dul- spekilegum kenningum, sem hún kynntist á Parísarárunum. Garður vísar í þann tíma þegar hún byrjar að gera verk í steypu, gifs og leir og loks varpar Rými ljósi á hennar síð- ustu ár, verk sem hún vann í al- menningsrými og hugmyndir að verkefnum, ólík að umfangi og stærð.“ Spurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart í undirbúningsvinn- unni, nefnir Kristín Dagmar ótrú- lega mikla rýmisgreind Gerðar og ofurnákvæmar vinnuteikningar, sem sumar séu um tveir metrar á lengd. „Þær og alls konar skissur og blek- teikningar eru á sýningunni ásamt sýnishorni af öllum þeim list- formum, sem hún fékkst við um dag- ana. Gerður sagði einhverju sinni í blaðaviðtali að henni fyndist stíll ekki vera verkið sjálft, heldur inn- takið og því væri hún alltaf að leita að. Rauði þráðurinn í verkum henn- ar virðist mér vera að hún beislar ekki aðeins efnið sjálft heldur ein- hvers konar meiningu innan verks- ins sem og loftrýmið í alheiminum,“ segir Kristín Dagmar. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að mörg verka Gerða séu opin hringform sem rými við ýmsar dulspekikenningar um hringrás lífsins. Sýningin umturnast Sýningin Gerður: Yfirlit stendur yfir til 7. október. Í anda Gerðar seg- ir Kristín Dagmar að samtíma- listamönnum, sem fást við skúlp- túra, verði í ágúst boðið að stíga inn í sýninguna með verk sín í sýninga- seríunni Skúlptúr – Skúlptúr. „Þannig að á tímabilinu umturnast sýningin svolítið og fer að tengjast samtímanum,“ segir hún og nefnir líka leir- og teiknismiðju, fyrir alla fjölskylduna í safninu kl. 13-15 í dag, laugardag. Í smiðjunni, Gerður ferðalangur, geta gestir skoðað hvernig ferðalög hennar höfðu áhrif á verk hennar. Ljóst er að andi Gerðar mun svífa yfir sölum sem aldrei fyrr í Gerðarsafni í sumar. Fimm vörður í list Gerðar  Á sýningunni Gerður: Yfirlit, í Gerðarsafni er sjónum beint að listferli og ævi Gerðar Helgadóttur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjársjóður Kristín Dagmar segir að í bígerð sé að bjóða almenningi upp á leiðsögn um listaverkageymsluna. Gerður Helgadóttir fæddist árið 1928 að Tröllanesi í Norðfirði, þar sem hún bjó þar til fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1937. Eftir að Gerður var farin að heiman fluttist fjölskyldan í Kópa- vog og því telja margir að þar hafi hún alið manninn. Einnig vegna þess að hún skrifaði einhverju sinni „heim í Kópavog“ í bréfi til föður síns. Að sögn Krist- ínar Dagmarar gisti Gerður ævinlega hjá foreldrum sín- um og systkinum í bænum þegar hún staldraði við á landinu en hún bjó og starf- aði mestan hluta ævi sinnar í París. Árið 1945, eftir nám í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, innritaðist Gerður í Myndlista- og handíðaskól- ann. Sumarið 1947 fékk hún tilsögn um meðferð meitla og annarra áhalda til högg- myndagerðar hjá Sigurjóni Ólafs- syni og skömmu síðar skólavist í listaskóla í Flórens. Þar stundaði hún nám í tvö ár, en þá lá leiðin til Parísar þar sem hún nam við Aka- demíið de la Grande-Chaumiéra 1949-1950. Veturinn á eftir stundaði hún nám í einkaskóla. Gerður hélt sína fyrstu einkasýn- ingu á Íslandi í Listamannaskál- anum árið 1952. Meðal þekktra verka Gerðar, sem almenningur hefur aðgang að utan Gerðarsafns eru steindir gluggar í Skálholtsdómkirkju, Ólafsvíkur- kirkju, Neskirkju og Kópavogs- kirkju. Einnig eru gluggar eftir Gerði í nokkrum kirkjum í Þýska- landi. Þekktasta verk Gerðar hér á landi er efalítið mósaíkmyndin á Tollhúsinu í Reykjavík frá árinu 1973. „Heim í Kópavog“ 1956 Gerður í vinnustofu sinni í París. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h l i. ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi. s k é V ð jK k ffi y

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.