Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta er fyrst og fremt upplifunar-
verk þar sem áhorfendur ráða sjálfir
för. Þetta er því sýning fyrir sjálf-
stæða áhorfendur. Hver áhorfandi
mun upplifa sína eigin útgáfu af sýn-
ingunni, enda er engin línuleg frá-
sögn í þessu verki,“ segir Steinunn
Ketilsdóttir um dans- og myndlistar-
verkið Atóm-
stjörnu sem frum-
sýnt verður á
Listahátíð í
Reykjavík í
Ásmundarsal í
dag kl. 18.
„Við leggjum
undir okkur allt
húsið, sem er ný-
uppgert, sem og
garðinn þar sem
áhorfendur fá að
vera skynverur og upplifa sjálfa sig í
rýminu. Markmiðið er að kveikja á
skynfærum áhorfenda með lifandi
flutningi, hreyfingu, myndlist, vídeó-
list og hljóðlist“ segir Steinunn.
Höfundar verksins eru auk Stein-
unnar þær Jóní Jónsdóttir og Svein-
björg Þórhallsdóttir. Eva Signý
Berger sér um útlit sýningarinnar
ásamt höfundum og Alexíu Rós
Gylfadóttur. Hjóðheiminn skapar Ás-
kell Harðarson en um kvikmynda-
töku sá Freyr Árnason ásamt Bald-
vin Vernharðssyni og Pétri Má
Péturssyni. Tæknistjórn Kjartan
Darri Kristjánsson. Flytjendur í Ás-
mundarsal eru Anna Kolfinna Kuran,
Díana Rut Kristinsdóttir, Erla Rut
Mathiesen, Ingvar E. Sigurðsson,
Saga Sigurðardóttir, Sigrún Guð-
mundsdóttir, Sigurður Andrean
Sigurgeirsson og Védís Kjart-
ansdóttir.
Öll gerð úr sama efni
Tvö ár eru síðan listrænir stjórn-
endur fóru að leggja drög að verkinu.
„Við komum allar úr ólíkum áttum,
en deilum áhuga á margbreytileika
manneskjunnar. Við fórum að skoða
manneskjuna í stærra samhengi við
umhverfi sitt, frá rótum sínum við
jörðina til huga og himins. Öll erum
við gerð úr sama efninu. Við mann-
eskjurnar erum búnar til úr sömu at-
ómum og stjörnurnar á himninum,“
segir Steinunn og bendir á að í Ás-
mundarsal hafi verið skapað rými þar
sem líkamar, náttúran, heimurinn og
geimurinn renna saman í eitt.
„Við skoðum hlutina á míkróplani
og þau kerfi sem virka í minnstu
mólekúlunum sem eru kannski sams-
konar kerfi og virka úti í sólkerfinu –
og allt þar á milli. Markmið okkar er
að skoða hvað er sameiginlegt með
þessum kerfum, hringrásina og
hvernig þau haga sér og hreyfast.
Hvað dregur okkur saman, hvað stíar
okkur í sundur, hvernig umbreyt-
umst við og hvers konar orka er milli
mannvera eða mólekúla sem stýrir
því,“ segir Steinunn og bendir á að
oft séu það óútskýranlegir þættir, líkt
og tilfinningar eða óáþreifanleg öfl,
sem eru við völd. „Við erum ekki með
nein svör við gangi lífsins, en við
bjóðum fólki í ferðalag þar sem það
getur skoðað sjálft sig inni í þessum
heimi.“
Þess má að lokum geta að næstu
sýningar verða á morgun, laugardag,
kl. 16 og 20, fimmtudaginn 14. júní kl.
20 og föstudaginn 15. júní kl. 21. Hver
flutningur tekur um hálfan annan
klukkutíma, en verkið Atómstjarna
verður opið gestum á sýningartímum
Ásmundarsalar milli kl. 13 og 17 alla
daga til júníloka með óvæntum við-
burðum sem auglýstir verða sér-
staklega á samfélagsmiðlum.
Ljósmynd/Owen Fiene
Upplifun „Hver áhorfandi mun upplifa sína eigin útgáfu af sýningunni,
enda er engin línuleg frásögn í þessu verki,“ segir Steinunn Ketilsdóttir.
„Sýning fyrir sjálf-
stæða áhorfendur“
Atómstjarna frumsýnd í Ásmundarsal í dag kl. 18
Steinunn
Ketilsdóttir
Minningartónleikar verða haldnir um hinn fjölhæfa tón-
listarmann Árna Scheving í Hörpu í kvöld og hefjast kl.
20 Í dag, 8. júní, eru áttatíu ár frá fæðingu Árna en hann
lést 2007. Margir af kunnustu djasstónlistarmönnum
þjóðarinnar, auk ungra og efnilegra listamanna, stíga á
svið í kvöld til að heiðra minningu Árna,
Meðal þeirra sem fram koma eru Stórsveit Reykja-
víkur, Ragnar Bjarnason, Sigríður Thorlacius, Guð-
mundur Steingrímsson, Gammar, Annes, Kvartett Ein-
ars Scheving, Þórir Baldursson, Eyþór Gunnarsson,
Björn Thoroddsen, Óskar Guðjónsson, Reynir Sigurðs-
son og Stefán S. Stefánsson.
Aðgangseyrir rennur óskiptur í minningarsjóð Árna,
sem mun styrkja efnilega tónlistarmenn til framhalds-
náms.
Einar Scheving sonur Árna segir að á tónleikunum í
kvöld verði valinn maður á hverju hljóðfæri. „Pabbi átti
svo mikið af vinum í bransanum að allir voru boðnir og
búnir að hjálpa til og taka að sér mismunandi verkefni.
Stefán S. sér til dæmis alfarið um að setja saman hljóm-
sveit sem minnist KK-sextettsins en upphaflegir með-
limir hans eru flestir fallnir frá. Þá stjórnar Veigar Mar-
geirsson stórsveit Reykjavíkur og útsetti fyrir hana lag
eftir pabba sem var flutt við útför hans,“ segir Einar.
Hann fagnar því að ungir og efnilegir djasstónlistar-
menn komi fram, til að mynda Baldvin Snær Hlynsson
og Bjarni Már Ingólfsson. Óskar Guðjónsson saxófóleik-
ari kemur fram með syni sínum og þá spila einnig synir
Einars, átta og níu ára gamlir, og djassa þeir afa sínum
til heiðurs.
Árni var gríðarlega fjölhæfur tónlistarmaður og segir
Einar það satt að hann hafi getað leikið á flest hljóðfæri,
þótt margir minnist hans einkum með bassann og við
víbrafóninn. „Ég held það vanti bara á tónleikunum
harmónikku og óbó, önnur hljóðfæri sem hann lék oft á
munu heyrast á tónleikunum,“ segir Einar.
Aðgangseyrir rennur í minningarsjóð Árna sem var
settur á laggirnar þegar hann lést. Veitt var úr honum í
þrígang. „Hann tæmdist en með þessari veislu ætlum við
að safna hressilega í hann og vonandi verður hægt að
viðhalda sjóðnum og veita efnilegum tónlistarnemendum
marga styrki úr honum.“
Minnast Árna Scheving
Fjöldi djasstónlistar-
manna kemur fram í Hörpu
Flinkur Árni Scheving ungur við víbrafóninn.
Leikhópurinn Lakehouse sem
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og
Árni Kristjánsson stýra, auglýsir
eftir örsögum, aðstæðulýsingum
og/eða stuttum leikþáttum sem
tengjast einangrun eftir höfunda
sem búsettir eru annars staðar en á
höfuðborgarsvæðinu. „Sigríður
Lára Sigurjónsdóttir leikskáld mun
taka við textabrotunum og í sam-
starfi við okkur Hörpu flétta saman
leikverk með þemanu einangrun,“
segir Árni. Að sögn Hörpu, sem
sjálf er ættuð frá Húsavík, skiptir
það hana miklu máli að koma list af
landsbyggðinni meira á framfæri.
„Það er hafsjór af hæfi-
leikaríkum listamönnum utan höf-
uðborgarsvæðisins sem sýna hæfi-
leika sína í heimahéraði en gætu
auðveldlega snert við fólki um allt
landið ef þeir fengju fleiri tækifæri
til þess,“ segir Harpa. „Þó að ein-
angrun sé útgangspunktur fyrir
höfunda kemur það fram í auglýs-
ingu Lakehouse að innsend verk
geti verið af öllum toga. Hnyttin,
sár, einlæg eða kómísk. Það ræðst
svo ekki fyrr en í sumar hvaða höf-
undar verða valdir,“ segir í tilkynn-
ingu, en frestur til að senda inn
texta er til 1. júlí og skulu þau ber-
ast á netfangið: Lakehousetheat-
re@gmail.com.
Að sögn Árna fá þeir höfundar
sem valdir verða tækifæri til að
þróa textabúta sína og verkið í
heild. „Þetta er spennandi leið til að
hleypa fleiri að sköpunarferlinu,“
segir Árni. Ráðgert er að setja Ein-
angrun upp leikárið 2019-2020.
Auglýsa eftir textum um einangrun
Stjórnendur Árni og Harpa Fönn.
Vorhefti Skírnis 2018 er komið út.
Meðal fjölbreytilegs efnis er ný
grein eftir Hannes Pétursson skáld
um Drangeyjarljóð Jónasar Hall-
grímssonar, grein Erlu Huldu Hall-
dórsdóttur um skó Jóns Sigurðs-
sonar og grein Helgu Kress um
skáldsöguna Kvenfrelsiskonur sem
kom út árið 1912. Þá skrifar Jón
Gunnar Þorsteinsson um Draum
Keplers, Ármann Jakobsson um Ís-
lendingasagnaútgáfu Guðna Jóns-
sonar og Hjalti Þorleifsson ritar
ítarlega grein um skáldbóndann
Guðmund Friðjónsson frá Sandi.
Um unglingamál skrifar Helga
Hilmisdóttir málfræðingur, Haukur
Arnþórsson stjórnsýslufræðingur á
samantekt um lestrarvenjur í hin-
um ýmsu miðlum og Veturliði
Óskarsson býr til prentunar ferða-
dagbækur Steingríms Jónssonar
biskups. Þá eru meðal annars efnis
ný ljóð eftir Hallgrím Helgason og
myndlistarmaður Skírnis er Þórdís
Aðalsteinsdóttir; Aðalsteinn Ing-
ólfsson skrifar um list hennar.
Fjölbreytilegt efni í nýjum Skírni
Morgunblaðið/Einar Falur
Skáldið Hannes Pétursson fjallar um
Drangeyjarljóð Jónasar Hallgrímssonar.
Íslenska kvikmyndatökukonan
Birgit Guðjónsdóttir hlýtur heið-
ursverðlaun Þýsku kvikmynda-
verðlaunanna í ár, en þau eru veitt
fyrir framúrskarandi feril viðkom-
andi listamanns.
Birgit fæddist á Íslandi árið 1962
og er íslenskur ríkisborgari. Móðir
hennar var austurrísk og Birgit
sótti sér menntun í Vínarborg,
gekk þar í listaskóla og lærði ljós-
myndun. Hún hefur búið og starfað
í Berlín mörg undanfarin ár og tek-
ið upp fjölmargar leiknar kvik-
myndir og heimildarkvikmyndir
fyrir bæði sjónvarp og kvikmynda-
hús. Birgit hefur hlotið fjölda verð-
launa og er aðeins þriðja konan
sem hlýtur þessi heiðursverðlaun.
Birgit heiðruð í Þýskalandi
Virt Birgit Guðjónsdóttir við vélina.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Sun 10/6 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:30 Lokas.
Tilnefnd til sex Grímuverðlauna. Allra síðustu sýningar.
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200