Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 36
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Þetta hefði ekki þurft að gerast 2. Lilja og Baltasar ástfangin í bíó 3. Veit greinilega ekkert um málið 4. Bryndís hefur flutt allavega ... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dansverkið The Great Gathering verður flutt á Eiðistorgi í dag kl. 17 og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Verkið er flutt af dönsurum Íslenska dansflokksins og hópi barna á aldr- inum 9-16 ára, við tónlist eftir Sigur Rós, Gus Gus, Hot Chip, Jarvis Cocker, Peaches og fleiri. Danshöf- undar eru Ásrún Magnúsdóttir og Al- exander Roberts, í samvinnu við dansara Íd, og er aðgangur að við- burðinum ókeypis. Dansað á Eiðistorgi  Kári Stefáns- son, forstjóri Ís- lenskrar erfða- greiningar, heldur fyrirlestur í dag kl. 15 í Veröld – húsi Vigdísar, um hugsun, heila og bókmenntir. Fyrir- lesturinn er undanfari málþings um rapp og al- þýðleg listform sem fer fram í sama húsi 16. júní. Þann dag verður einnig efnt til Rapp- og (h)ljóðlistahátíðar á Vigdísartorgi þar sem íslenskir og danskir listamenn koma fram. Fjallar um hugsun, heila og bókmenntir  Tónlistarkonan María Magnús- dóttir, sem starfar undir listamanns- nafninu MIMRA, heldur í tónleika- ferðalag um landið frá og með morgundeginum til 21. júní ásamt tveimur sam- starfskonum sínum. Munu þær halda 11 tón- leika á 13 dögum og flytja poppskotna al- þýðutónlist. Sjá má tón- leikastaði og dag- setningar á tix.is. MIMRA fer um landið Á laugardag Sunnan 5-10 og rigning eða súld um landið vestan- vert, en þurrt að mestu suðaustantil og hiti 8 til 14 stig. Skýjað með köflum um landið norðaustanvert og hiti að 20 stigum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil væta suðvestan- og vestanlands, en bjart með köflum um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig að deg- inum, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. VEÐUR „Það er búið að vera skrítið umhverfi í kringum okkur núna. Það er búið að vera mikið af hlutum sem venju- lega eru ekki, meðal annars athygli annars staðar frá. Það verður þægilegt og ró- legra að koma til Rússlands. Við höfum notið þess að vera á Íslandi en við hlökkum til að fara út,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu, eftir jafn- tefli við Gana. »2 og 3 Hlökkum til að komast út „Ég hlakka til að takast á við þetta ásamt strákunum. Við höfum undir- búið okkur eins vel og kostur var á og þar finnst mér ekkert vanta upp á. En svo verður að koma í ljós hvernig okkur reiðir af í þessu. Liðið er á tímamótum vegna þess að kynslóða- skiptin eru hafin,“ segir Guðmundur Þ. Guðmundsson, en Ís- land mætir Litháen í Vilnius í dag í fyrri leiknum um sæti á HM karla í hand- bolta. »1 Fyrri úrslitaleikurinn gegn Litháum er í dag „Ég lít fyrst og fremst á það sem spennandi skref að fara til Vest- mannaeyja og taka þátt í því starfi sem þar fer fram. Menn eru greini- lega að gera það gott í kringum handboltann í Eyjum,“ segir Fannar Þór Friðgeirsson, sem kemur heim eftir átta ár í atvinnumennsku og gengur til liðs við Íslands- og bikar- meistara ÍBV. »4 Spennandi skref að fara til Vestmannaeyja ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Kjólar með karakter blása lífi í sýn- ingarsal Kirsuberjatrésins frá 9.-19. júní. Þar heldur Erna Hlöðvers- dóttir sína fyrstu einkasýningu, ,,Hún er að fara á ball“. Sýningin samanstendur af skúlptúrverkum Ernu sem eru kjólar af ýmsum gerð- um. Kjólarnir eru mótaðir í hænsna- net og búnir til úr dagblöðum og pappa. Erna hefur nýlega lokið störfum sem hjúkrunarfræðingur en hún hefur einnig lengi fengist við list- sköpun. ,,Ég byrjaði í Myndlistar- skóla Reykjavíkur fyrir tæpum þrjá- tíu árum og sæki enn öll námskeið þar. Eins og maðurinn minn segir þá útskrifast ég aldrei. Fyrir ári fór ég svo á námskeið hjá Söru Vilhjálms- dóttur í pappamassagerð og kolféll alveg fyrir því.“ Hefur skapað níutíu kjóla Heimili Ernu fer brátt að fyllast af kjólum, eða dúkkum eins og hún kýs einnig að kalla þá. ,,Ég verð sjö- tug í ágúst og ákvað þarna fyrir ári að gera alla vega eina dúkku á viku svo að ég ætti sjötíu kjóla á sjötugs- afmælinu. Kjólarnir eru þó orðnir miklu fleiri og ég held að þeir nálgist níutíu, ég er hætt að telja.“ Kjólarnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Erna segir þá alla eiga sinn eigin karakter. ,,Ég stend mig alveg að því að fara niður þar sem ég er með helling af þeim og heilsa upp á þær. Maðurinn minn spurði mig hvers vegna ég byggi ekki bara til skapalón fyrir dúkk- urnar en ég sagði honum að það gengi ekki. Þær ættu að vera ólíkar.“ Maddömurnar dansa líka Titill sýningarinnar er tilvísun í lagið ,,Týnda kynslóðin“ eftir Bjart- mar Guðlaugsson en titillinn tengist kjólunum beinlínis. ,,Þær eru allar að fara á ball. Meira að segja mad- dömurnar sem eru svolítið góðar með sig, þeim finnst líka voða gaman að dansa. Þeim finnst það öllum, dúkkunum mínum. Þess vegna á helst að hengja þær upp því þá dansa þær.“ Erna á sérstaka tengingu við Kirsuberjatréð, verslunina sem sýn- ingin verður sett upp í. Í húsnæðinu var áður vefnaðarvöruverslunin VBK en nú fer þar fram sala á ýmiss konar hönnunarvöru. ,,Móðir mín vann í VBK þegar hún var kornung. Hún talar mikið um þessa verslun, hvað það hafi verið gaman að vinna þarna og hvað efnin hafi verið fal- leg svo það er mjög gaman að fá að sýna þarna.“ ,,Þær eru allar að fara á ball“  Sýning á skúlp- túrum Ernu Hlöð- versdóttur Fjölbreyttir Kjólarnir eru af ýmsum toga og eiga hver og einn sinn persónuleika. Best fer á því að hengja þá upp því þá fara þeir að dansa. Erna hefur skapað um það bil níutíu kjóla en einhverjir þeirra hafa eignast ný heimili. Listakonan Erna stendur sig stundum að því að heilsa upp á dúkkurnar. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.