Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
12
B-riðill ÍRAN
B-riðill MAROKKÓ
Behnam Jafarzadeh
Varzesh3.com
twitter.com/bjk1029
Í fyrsta skipti í sögunni tekur Íran
þátt í tveimur lokakeppnum HM í
röð og eftir ásættanlega frammi-
stöðu í Brasilíu 2014 fara Íranir,
eða Team Melli eins og þeir eru
kallaðir í heimalandi sínu, til Rúss-
lands með stærri drauma.
„Íranir hafa bætt sig mikið“, er
nýlega haft eftir þjálfaranum Car-
los Queiroz. „Með reynsluna frá
Brasilíu 2014 í farteskinu og fé-
lagsskiptum nokkurra leikmanna
til Evrópu, hefur liðið orðið þétt-
ara og samkeppnishæfara. Við vilj-
um komast í aðra umferð, en það
verður auðvitað mjög erfitt verk-
efni.“
Fyrir fjórum árum spilaði liðið
hans Queiroz fótbolta sem mót-
aðist af því sem andstæðingurinn
gerði hverju sinni. Þeir lágu aft-
arlega á vellinum og treystu á
skyndisóknir í leikkerfinu 4-2-3-1.
En til að komast í útsláttarkeppn-
ina þarf Íran að spila sóknarsinn-
aðri leikstíl og hefur sýnt það í
undanförnum vináttuleikjum í
kerfinu 4-1-4-1.
Framherjar Íran eru í betra
formi heldur en þeir voru fyrir
fjórum árum og það gæti hjálpað
Queiroz við að leggja leikina upp.
Fyrir utan Sardar Azmoun, sem
kemur til baka eftir frammistöðu
sem vakti athygli margra evrópska
liða, endaði Alireza Jahanbakhsh
sem markakóngur í Hollandi, Ka-
rim Ansarifard varð næst marka-
hæstur í Grikklandi, Kaveh Rezaei
var einn af markahæstu leik-
mönnum í Belgíu og Saman Ghod-
dos átti frábært tímabil með Ös-
tersund.
Lykilmaður byrjar í banni
Portúgalski þjálfarinn hefur
meiri áhyggjur af öðrum stöðum.
Saeed Ezatolahi, sem er fyrsti
kostur hans í stöðu varnarsinnaðs
miðjumanns, verður í banni í
fyrsta leiknum gegn Marokkó.
Þrátt fyrir mikla leit að varamanni
hefur enginn leikmaður sannfært
hann hingað til.
Annar stór hausverkur fyrir
Queiroz er miðvarðastöðurnar. Á
undanförnum árum hafa Morteza
Pouraliganji og Jalal Hosseini leik-
ið í hjarta varnarinnar en þar sem
Hosseini var skilinn eftir heima
þarf hann að finna annan varn-
armann við hlið Pouraliganji á
HM.
Alireza Beiranvand, sem er að-
almarkmaður Írana, hélt markinu
hreinu í 12 sinnum í undankeppn-
inni. Frammistaða hans á þessu
tímabili hefur þó verið kaflaskipt
sem er áhyggjuefni. Stærsta
áhyggjuefni Queiroz er samt lík-
amlegur undirbúningur þeirra leik-
manna sem eru í Íran. Þetta hefur
hann nefnt í nokkrum viðtölum.
Gerir oft miklar breytingar
„Leikmennirnir okkar sem eru í
Íran eru ekki nálægt því að vera
tilbúnir og þurfa 40 daga und-
irbúning til þess að geta spilað á
HM“.
Það er erfitt að spá fyrir um
hvernig Queiroz mun spila. Það
eru oft miklar breytingar á liðinu
vegna þess að hann reynir yfirleitt
að spila fram þeim leikmönnum
sem eru í besta forminu hverju
sinni. Byrjunarliðin hans eru aldr-
ei fyrirsjáanleg.
Líklegt byrjunarlið: Beiranvand –
Rezaeian, Montazeri, Pouraliganji,
Mohammadi – Shojaei, Haji Safi,
Ezatollahi – Jahanbakhsh,
Azmoun, Taremi.
Markverðir: 13 Mohammad Khanzadeh Padideh ’91 11 Vahid Amiri Persepolis ’88
1 Ali Beiranvand Persepolis ’92 15 Pejman Montazeri Esteghlal ’83
12 Rashid Mazaheri Isfahan ’89 19 Majid Hosseini Esteghlal ’96 Sóknarmenn:
22 Amir Abedzadeh Maritimo (Por) ’93 23 Ramin Rezaeian Oostende (Bel) ’90 10 Karim Ansarifard Olympiacos (Gri) ’90
14 Saman Ghoddos Östersund (Sví) ’93
Varnarmenn: Miðjumenn: 16 Reza Ghoochannejhad Heerenveen (Hol) ’87
3 Ehsan Haji Safi Olympiacos (Gri) ’90 2 Mehdi Torabi Saipa Alborz ’94 17 Mehdi Taremi Al Gharafa (Kat) ’92
4 Roozbeh Cheshmi Esteghlal ’93 6 Saeid Ezatolahi Amkar (Rús) ’96 18 Alireza Jahanbakhsh AZ (Hol) ’93
5 Milad Mohammadi A.Grozní (Rús) ’93 7 Masoud Shojaei AEK (Gri) ’84 20 Sardar Azmoun Rubin (Rús) ’95
8 Morteza Pouraliganji Al Sadd (Kat) ’92 9 Omid Ebrahimi Esteghlal ’87 21 Ashkan Dejagah Nottingham (Eng) ’86
Lið Íran Þjálfari: Carlos Queiroz PortúgalÍran mætir
með reyndara
lið en síðast
AFP
Íran Alireza Jahanbakhsh varð markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar
í vetur þar sem hann skoraði 21 mark fyrir AZ Alkmaar og lagði upp 12.
Carlos Queiroz hefur mestar
áhyggjur af líkamlegu ástandi liðsins
Amine El Amri
Le Matin
twitter.com/Amine_Elamri
Ljónin frá Atlas eru komin aftur á
heimsmeistaramótið eftir 20 ára fjar-
veru og hin taktíska samvinna og
þrautseigja sem þjálfari Marokkó,
Hervé Renard, hefur innprentað leik-
mönnum liðsins mun gera það að erf-
iðum mótherjum.
Tveggja áratuga eyðimerk-
urganga, 20 ár og fjögur heimsmeist-
aramót, hafa nánast eytt Marokkó af
skákborði fótboltans. Áralangur pirr-
ingur hefur gert það að verkum að
aðdáendur hafa nánast afsalað sér
réttinum til að sjá landsliðið spila á
hæsta stigi alþjóðlegs fótbolta.
En með komu Renard, fyrrverandi
knattspyrnustjóra Cambridge Unit-
ed, árið 2016 breyttist allt. Frakkinn
náði fram baráttuanda. Flestir leik-
mannanna höfðu verið í liðinu í mörg
ár, en Renard náði að setja fingraför
sín á liðið. Hann byrjaði á því að færa
sóknarmanninn Mbark Boussoufa
aftar á völlinn þar sem hann og Ka-
rim El Ahmadi mynda reynt tvíeyki á
miðjunni. Fyrir aftan þá er Younès
Belhanda sem sér um varnarvinnuna
þegar liðið missir boltann.
Með leikmann Real Madrid
Hin stóra breytingin sem Renard
gerði var að breyta Romain Saiss, sem
áður spilað sem miðjumaður, í mið-
vörð. Þessi breyting gerði liðið sterk-
ara í loftinu. Eftir meiðsli Hamza
Mendyl þurfti Renard að gera enn
eina breytinguna þegar hann færði
leikmann Real Madrid, Achraf Ha-
kimi, í stöðu vinstri bakvarðar sem
hann hafði aldrei spilað áður.
Achraf er mjög tæknilega góður og
tengir vel við Hakim Ziyech sem er
hinn raunverulegi leikstjórnandi liðs-
ins. Ziyech, sem spilar með Ajax, byrj-
ar yfirleitt vinstra megin á vellinum
áður en hann tekur yfir miðjuna og
skiptir stundum um stöðu við hinn
kraftmikla Noureddine Amrabat.
Khalid Boutaib er framherji liðsins
og þiggur allt sem liðsfélagar hans
búa til fyrir hann. Fyrir utan byrj-
unarliðið geta leikmenn á borð við
Faycal Fajr komin inn af bekknum.
„Faycal er ómissandi leikmaður í
hópnum,“ sagði Renard í mars. „Hann
getur spilað fimm mismunandi stöður
á miðjunni og hjálpar mér við að halda
góðum þeim sem eru ekki sáttir við
að sitja á bekknum.“
Renard mun líklega halda tryggð
við 4-2-3-1 kerfið, sem breytist úr 4-
4-2 í vörn í 4-3-3 í sókn.
Líklegt byrjunarlið: El Kajoui – Dirar,
Benatia, Saiss, Hakimi – Boussoufa,
El Ahmadi – N. Amrabat, Belhanda,
Ziyech – Boutaib.
Markverðir: 6 Romain Saiss Wolves (Eng) ’90 16 Noureddine Amrabat Leganés (Sp) ’87
1 Yassine Bounou Girona (Sp) ’91 17 Nabil Dirar Fenerbahce (Tyr) ’86 18 Amine Harit Schalke (Þýs) ’97
12 Monir El Kajoui Numancia (Sp) ’89 21 Sofyan Amrabat Feyenoord (Hol) ’96
22 Ahmed Tagnaouti Tanger ’96 Miðjumenn: 23 Mehdi Carcela Standard (Bel) ’89
7 Hakim Ziyach Ajax (Hol) ’93
Varnarmenn: 8 Karim El Ahmadi Feyenoord (Hol) ’85 Sóknarmenn:
2 Achraf Hakimi Real Madrid (Sp) ’98 10 Younés Belhanda Galatasaray (Tyr) ’90 9 Ayoub El Kaabi Berkane ’93
3 Hamza Mendyl Lille (Fra) ’97 11 Faycal Fajr Getafe (Sp) ’88 13 Khalid Boutaib Malatyaspor (Tyr) ’87
4 Manuel da Costa Basaksehir (Tyr) ’86 14 Mbark Boussoufa Al Jazira (S.Fur) ’84 19 Youssef En-Nesyri Málaga (Sp) ’97
5 Mehdi Benatia Juventus (Ít) ’87 15 Youssef Ait Bennasser Caen (Fra) ’96 20 Aziz Bouhaddouz St.Pauli (Þýs) ’87
Lið Marokkó Þjálfari: Hervé Renard FrakklandiEyðimerkur-
ganga Atlas-
ljóna á enda
AFP
Marokkó Achraf Hakimi er 19 ára varnarmaður sem lék 17 leiki með Real Madrid í vetur, þar á meðal tvo í Meist-
aradeildinni. Hann er fæddur í Madríd og hefur verið í röðum spænska stórveldisins frá sjö ára aldri.
Hervé Renard hefur breytt liði
Marokkó sem er öllum erfiður mótherji