Morgunblaðið - 13.06.2018, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
14
C-riðill FRAKKLAND
C-riðill PERÚ
Patrick Urbini
France Football
twitter.com/purbini
Frakkar léku til úrslita á Evr-
ópumótinu í Frakklandi árið 2016 en
framganga liðsins eftir úrslitaleik-
inn, hefur ekki staðist væntingar í
heimalandinu. Sóknarmöguleikar
liðsins eru hins vegar meiri í dag.
Kylian Mbappé, Thomas Lemar og
Ousmane Dembélé eru allt ungir
leikmenn sem hafa spilað á stóra
sviðinu. Þá hafa möguleikar liðsins á
miðsvæðinu einnig aukist.
Liðið skortir hins vegar stöð-
ugleika og persónuleika og þá hafa
leikmenn Frakka verið í vandræðum
með að stjórna leikjum. Það er erfitt
að átta sig á helstu áhersluatriðum
liðsins og þess vegna eru Frakkar
ekki líklegastir til þess að vinna HM
í Rússlandi.
Verða bakverðirnir tilbúnir?
Leikir liðsins á þessu tímabili hafa
sent misvísandi skilaboð, sér-
staklega 3:2 tapið gegn Kólumbíu í
vináttuleik í mars. Liðið spilaði frá-
bæran sóknarbolta í þrjátíu mínútur
en átti svo í miklum vandræðum með
varnarleikinn síðasta klukkutímann.
Eftir leikinn vöknuðu stórar
spurning um bakvarðastöðurnar.
Geta Frakkar varist og haldið bolt-
anum án sinna bestu bakvarða,
þeirra Djibril Sidibé og Benjamin
Mendy sem hafa báðir verið meiddir
stærstan hluta tímabilsins? Þeir eru
báðir í 23 manna lokahópi Didier
Deschamps en ef þeir eru ekki leik-
færir, hvernig mun þeim Benjamin
Pavard og Lucas Hernández takast
að fylla skörð þeirra?
Tvö leikkerfi til taks
Deschamps vill spila 4-4-2 eða 4-
3-3, það fer venjulega eftir mótherj-
um liðsins hvort kerfið hann notar.
Stundum vill hann gott jafnvægi á
miðsvæðið eða mikinn sóknarþunga
á köntunum. Hvort þjálfarinn sé
ennþá meðvitaður um hvert sé hans
besta byrjunarlið er ekki vitað.
Að undanskildum Zinedine Zid-
ane, þá treysti franska liðið, sem fór
alla leið í úrslitaleikinn á HM árin
1998 og 2006, aðallega á sterkan
varnarleik, líkamlegan styrk og
hæfileikann að vinna boltann hratt
af mótherjum sínum. Liðið hans
Deschamps er allt öðruvísi. Þeir eru
með meiri hraða fram á við, þeir
leggja meiri áherslu á skyndisóknir
og treysta meira á einstaklingana en
liðsheildina.
Á stórmótunum 2014 og 2016
mætti Deschamps til leiks með 4-3-3
leikkerfið þar sem hann valdi að
byrja með þá Paul Pogba, N‘Golo
Kanté og Blaise Matuidi á miðsvæð-
inu, Corentin Tolisso var svo annar
valkostur fyrir þann síðastnefnda.
Ef hann ákveður að stilla upp 4-4-2
þá munu þeir Olivier Giroud og An-
toine Griezmann mynda sóknarpar
franska liðsins og Matuidi myndi
taka sér sæti á bekknum.
Líklegt byrjunarlið: Lloris – Sidibé,
Varane, Umtiti, B.Mendy – Pogba,
Kanté, Matuidi – Griezmann,
Mbappé, Lemar.
Markverðir: 17 Adil Rami Marseille ’85 15 Steven Nzonzi Sevilla (Sp) ’88
1 Hugo Lloris Tottenham (Eng) ’86 19 Djibril Sidibé Mónakó ’92
16 Steve Mandanda Marseille ’85 21 Lucas Hernández Atlético M. (Sp) ’96 Sóknarmenn:
23 Alphonse Areola PSG ’93 22 Benjamin Mendy Man.City (Eng) ’94 7 Antoine Griezmann Atlético (Sp) ’91
8 Thomas Lemar Mónakó ’95
Varnarmenn: Miðjumenn: 9 Olivier Giroud Chelsea (Eng) ’86
2 Benjamin Pavard Stuttgart (Þýs) ’96 6 Paul Pogba Man.Utd (Eng) ’93 10 Kylian Mbappé PSG ’98
3 Presnel Kimpembe PSG ’95 12 Corentin Tolisso Bayern (Þýs) ’94 11 Ousmane Dembélé Barcelona (Sp) ’97
4 Raphaël Varane Real Madrid (Sp) ’93 13 N’Golo Kanté Chelsea (Eng) ’91 18 Nabil Fekir Lyon ’93
5 Samuel Umtiti Barcelona (Sp) ’93 14 Blaise Matuidi Juventus (Ít) ’87 20 Florian Thauvin Marseille ’93
Lið Frakklands Þjálfari: Didier DeschampsMisvísandi
skilaboð frá
Frökkunum
AFP
Frakkland Blaise Matuidi, leikmaður ítölsku meistaranna Juventus, er reyndasti miðjumaður Frakka með 67 lands-
leiki á bakinu og hefur skorað í þeim níu mörk. Hann var fyrirliði franska liðsins á lokasprettinum fyrir HM.
Undir væntingum eftir EM en með
öfluga menn á miðju og í framlínunni
Pedro Canelo
El Comercio
twitter.com/pedrocaneloec
Ricardo Gareca, þjálfari Perú, sem
er í miklu uppáhaldi hjá lands-
mönnum, er kallaður Tígrisdýrið
sem á vel við baráttuandann sem
einkenndi liðið þegar það komst í
fyrsta skipti í lokakeppni heims-
meistaramótsins í 36 ár. Liðið, með
fyrirliðann og markahæsta lands-
liðsmann Perú frá upphafi, Paolo
Guerrero, í fararbroddi hefur sál
stríðsmanns og mun gefa allt til
þess að næsti kafli þessarar merki-
legu sögu verður ánægjulegur.
Fyrst stíllinn; svo útlínurnar. Ga-
reca notar reynsluna til þess að
velja réttu leikmennina fyrir þann
fótbolta sem stendur honum nærri,
þar sem mikil áhersla er lögð á að
farið sé vel með boltann. Perú hafði
ekki haft nein knattspyrnuleg ein-
kenni í meira en 20 ár áður en
hann tók við árið 2015. Hann kom
aftur með glæsileikann sem hafði
tapast ásamt nútímalegri líkams-
þjálfun og auknum aga. Allt þetta
small saman þegar þeir unnu Nýja-
Sjáland í umspilsleikjunum um sæti
á HM í Rússlandi.
Undirbúningur Perú var í upp-
námi eftir að Guerrero var dæmdur
í bann af FIFA vegna ólöglegrar
lyfjanotkunar. En eftir að málinu
var áfrýjað fær hann að taka út
dóminn eftir HM og því mætir
Perú með sitt sterkasta lið.
Gareca byrjar líklega með Pedro
Gallese í marki, Luis Advíncula í
hægri bakverði, Alberto Rodríguez
og Christian Ramos í miðvörðunum
og Miguel Trauco í vinstri bak-
verði. Renato Tapia og Yoshimar
Yotún, sem vega hvor annan vel
upp með staðsetningum sínum og
sendingargetu munu spila á miðj-
unni. Tríóið sem vinnur fyrir aftan
Guerrero verður sett saman af
André Carrillo, Christian Cueva og
Jefferson Farfán.
Ef Perú lendir í vandræðum með
að skora er möguleiki á því að
breyta í 4-4-2 og færa Farfán í
framlínuna með sínum gamla vini
Guerrero. Gareca hefur verið að
vinna í þessu á æfingasvæðinu og
þetta heppnaðist vel í vináttuleikj-
unum í mars, í sigurleikjum gegn
Króatíu og Íslandi.
FIFA gefur þátttökuþjóðunum
möguleika á því að tilkynna 35
manna landsliðshóp, en Gareca
valdi bara 24. Hann vildi ekki vinna
með of stóran hóp og því missti að-
eins einn leikmaður sæti sitt. Fók-
us hans er á kjarna hópsins sem
hann bjó til fyrir tveimur árum síð-
an í Suður-Ameríkukeppninni. Þar
duttu Perúbúar út í vítaspyrnu-
keppni í átta liða úrslitum; þeir
munu þurfa á grimmd tígrisdýrsins
að halda ef þeir ætla sér að ná jafn-
langt í Rússlandi.
Líklegt byrjunarlið: Gallese –
Advíncula, Rodríguez, Ramos
Trauco – Tapia, Yotún – Farfán
Cueva, Flores – Guerrero.
Markverðir: 6 Miguel Trauco Flamengo (Bra) ’92 16 Wilder Cartagena Veracruz (Mex) ’94
1 Pedro Gallese Veracruz (Mex) ’90 15 Christian Ramos Veracruz (Mex) ’88 19 Yoshimar Yotún Orlando (Ban) ’90
12 Carlos Cáceda Dep. Municipal ’91 17 Luis Advíncula Lobos (Mex) ’90 23 Pedro Aquino Lobos (Mex) ’95
21 José Carvcallo Cajamarca ’86 22 Nilson Loyola Melgar ’94
Sóknarmenn:
Varnarmenn: Miðjumenn: 9 Paolo Guerrero Flamengo (Bra) ’84
2 Alberto Rodríguez Atl.Junior (Kól) ’84 7 Paolo Hurtado Guimaraes (Por) ’90 10 Jefferson Farfán Lok. Moskva (Rús) ’84
3 Aldo Corzo Universitario Lima ’89 8 Christian Cueva Sao Paulo (Bra) ’91 11 Raúl Ruidíaz Morelia (Mex) ’90
4 Anderson Santamaría Puebla (Mex) ’92 13 Renato Tapia Feyenoord (Hol) ’95 18 André Carrillo Watford (Eng) ’91
5 Miguel Araujo Alianza Lima ’94 14 Andy Polo Portland Timbers (Ban) ’94 20 Edison Flores AaB (Dan) ’94
Lið Perú Þjálfari: Ricardo Gareca ArgentínuFyrirliðinn
fékk að fresta
banninu
AFP
Perú Paolo Guerrero fær að spila með á HM eftir allt saman og hér skorar hann í vináttuleik gegn Sádi-Arabíu í
byrjun júní. Guerrero er fyrirliði liðsins, 34 ára gamall, og hefur skorað 34 mörk í 88 landsleikjum.
Perú mætir með Guerrero á HM og
„Tígrísdýrið“ hefur breytt gengi liðsins