Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
18
C-riðill DANMÖRK
C-riðill ÁSTRALÍA
Troels Henriksen
Jyllands-Posten
twitter.com/troelshenriksen
Fyrir okkur Dani er það skrítin til-
finning að fara á stórmót án Mor-
tens Olsen. Þessi fyrrverandi leik-
maður og landsliðsþjálfari er sá
einstaklingur sem hefur haft hvað
mest áhrif á danska knattspyrnu
síðustu fimm áratugi. Á áttunda og
níunda áratugnum var hann mikill
leiðtogi og fyrirliði danska landsliðs-
ins sem heillaði heiminn með sókn-
arsinnaðri knattspyrnu, og sér-
staklega í heimsmeistarakeppninni í
Mexíkó 1986. Seinna, frá árinu 2000
til 2015 var hann landsliðsþjálfari.
En allt tekur enda og eftir að
hafa mistekist að komast á tvö stór-
mót í röð hætti Olsen og danska
knattspyrnusambandið ákvað að
ráða Norðmanninn Åge Hareide
sem er eini þjálfarinn til þess að
verða danskur, sænskur og norskur
meistari. Hareide, fyrrverandi leik-
maður Manchester City, hefur hald-
ið í dönsku hefðina og spilar sókn-
arfótbolta en hefur þó gert miklar
breytingar á leikaðferð og hug-
myndafræði liðsins. Í sínum huga
hefur hann eitt verkefni: ná því
besta út úr Christian Eriksen.
„Þegar ég sé framúrskarandi
leikmann gef ég honum allt frelsi í
heiminum til þess að láta ljós sitt
skína,“ sagði Hareide við Jyllands-
Posten nokkrum mánuðum fyrir
heimsmeistaramótið.
Danmörk spilar ekki lengur
knattspyrnu byggða á hug-
myndafræði Hollendinga og Spán-
verja þar sem lögð er áhersla á að
halda boltanum með endalausum –
og á köflum tilgangslausum – send-
ingum. Leikaðferðin er beinskeytt,
árásargjörn og hröð. Þetta skapar
pláss fyrir Eriksen og Tottenham
miðjumaðurinn var mjög mik-
ilvægur í undankeppninni fyrir HM.
Í 19 leikjum undir stjórn Hareide
hefur Eriksen skorað 15 mörk. Í 57
leikjum með Olsen sem þjálfara
tókst honum að skora sex.
Danir nýta sér í dag líkamlega yf-
irburði sinna leikmanna. Leikmenn
eins og Simon Kjær, Andreas Bjell-
and, Thomas Delaney, Yussuf
Poulsen og Mathias „Zanka“ Jør-
gensen eru allir stórir og sterkir og
er miðjumaður Werder Bremen,
Delaney, sérstaklega mikil ógn í
föstum leikatriðum. Varnarmenn
andstæðinganna virðast gleyma
honum og einbeita sér meira að því
að verjast miðvörðunum.
Danmörk getur og mun pressa
framarlega á vellinum en knatt-
spyrnuleg arfleifð Dana hefur ekki
gleymst. Að leik loknum hafa Danir
oftar en ekki haft boltann lengur
heldur en mótherjar þeirra. Mun-
urinn er sá að núna þurfa allar
sendingarnar að skipta máli. Þær
þurfa að hafa tilgang.
Fyrir utan Andreas Christensen
treystir Hareide í vörninni á
reynslu Simon Kjær sem spilar með
Sevilla og Henrik Dalsgaard sem
leikur með Brentford í ensku B-
deildinni.
Á miðjunni hefur William Kvist
verið harðlega gagnrýndur fyrir að
vera of gamall og hægur. Kvist, sem
leikur í stöðu afturliggjandi miðju-
mans, hefur misst stöðu sína í byrj-
unarliðinu hjá FC Kaupmannahöfn
og stöðu hans í danska landsliðinu
er ógnað. Á móti átti hann frábæran
leik þegar Danir tryggðu sér sæti í
Rússlandi þegar þeir unnu 5:1 í Du-
blin og Hareide gæti haldið tryggð
við hann.
Líklegt byrjunarlið: Schmeichel –
Dalsgaard, Kjær, Christensen,
Stryger Larsen – Schöne, Eriksen,
Delaney – Poulsen, Jörgensen, Sisto
Markverðir: 13 Mathias Jörgensen Huddersf.(Eng) ’90 19 Lasse Schöne Ajax (Hol) ’86
1 Kasper Schmeichel Leicester (Eng) ’86 14 Henrik Dalsgaard Brentford (Eng) ’89
16 Jonas Lössl Huddersfield (Eng) ’89 17 Jens Stryger Larsen Udinese (Ít) ’91 Sóknarmenn:
22 Frederik Rönnow Bröndby ’92 9 Nicolai Jörgensen Feyenoord (Hol) ’91
Miðjumenn: 11 Martin Braithwaite Bordeaux (Fra) ’91
Varnarmenn: 2 Michael Krohn-Dehli La Coruna (Sp) ’83 12 Kasper Dolberg Ajax (Hol) ’97
3 Jannik Vestergaard Gladbach (Þýs) ’92 7 William Kvist FC Köbenhavn ’85 15 Viktor Fischer FC Köbenhavn ’94
4 Simon Kjær Sevilla (Sp) ’89 8 Thomas Delaney Bremen (Þýs) ’91 20 Yussuf Poulsen Leipzig (Þýs) ’94
5 Jonas Knudsen Ipswich (Eng) ’92 10 Christian Eriksen Tottenham (Eng) ’92 21 Andreas Cornelius Atalanta (Ít) ’93
6 Andreas Christensen Chelsea (Eng) ’93 18 Lukas Lerager Bordeaux (Fra) ’93 23 Pione Sisto Celta Vigo (Sp) ’95
Lið Danmerkur Þjálfari: Åge Hareide NoregiBeinskeyttir,
hraðir og
árásargjarnir
AFP
Danmörk Christian Eriksen er óumdeilanlega stjarna danska liðsins og
hann hefur blómstrað með liðinu eftir að Åge Hareide tók við því.
Christian Eriksen hefur blómstrað
í liði Danmerkur hjá Åge Hareide
Richard Parkin
Guardian Australia
twitter.com/rrjparkin
Það er ekki langt síðan Ástralir
skiptu um þjálfara og því er erfitt að
rýna í liðið að svo stöddu. Fyrrver-
andi þjálfari liðsins, Ange Post-
ecoglou, vissi nákvæmlega hvernig
hann vildi að sitt lið spilaði. Ástralir
voru óhræddir, spiluðu sóknarbolta,
héldu boltanum vel og pressuðu and-
stæðinga sína framarlega á vell-
inum. Leikmönnum liðsins var hrós-
að á HM í Brasilíu fyrir frammistöðu
sína gegn bæði Síle og Hollandi.
Sluppu með skrekkinn
Margir héldu að Ástralir væru að
stimpla sig inn sem alvöruknatt-
spyrnuþjóð þegar liðið vann As-
íubikarinn árið 2015 en það varð
ekki raunin. Hjólin hættu að snúast
hvert af öðru í undankeppni HM
2018 og jafntefli gegn Sýrlandi og
Taílandi á útivöllum sýndu að liðið
hafði ekki tekið skrefið fram á við.
Liðinu mistókst að tryggja sér strax
sæti í lokakeppninni og þurfti að
fara í umspil. Ástralir sluppu með
skrekkinn gegn Sýrlandi í um-
spilinu, unnu í framlengingu, og
tókst að lokum að tryggja sér sæti í
lokakeppninni í Rússlandi eftir
tveggja leikja einvígi gegn Hond-
úras.
Skipulagðara lið en áður
Það má reikna með því að liðið
verði skipulagðara undir stjórn Bert
van Marwijk. Í vináttuleikjum gegn
Noregi og Kólumbíu notaðist hol-
lenski þjálfarinn við leikkerfin 3-4-
2-1 og 3-2-4-1 með kantmenn sem
voru duglegir að hlaupa á bak við
varnarmennina og líkamlega sterka
leikmenn í leikstjórnandahlutverk-
inu. Bakverðir liðsins voru heldur
ekki jafn sókndjarfir og þeir hafa
verið og var áherslan lögð á góðan
varnarleik.
Þegar að Van Marwijk valdi 32
manna æfingahóp sinn lét þjálfarinn
þessi ummæli falla. „Ég vil spila
hraðan fótbolta og ég vil spila sókn-
arsinnaðan fótbolta. Ég vil líka vinna
leiki.“
Nýr þjálfari eftir HM
Hollendingurinn fékk ekki langan
samning. Hann mun stýra liðinu á
HM í Rússlandi og eftir það mun
Graham Arnold taka við. Það má því
gera ráð fyrir því að Van Marwijk
muni ekki breyta miklu hjá liðinu á
þeim stutta tíma sem hann stýrir
Áströlum. Hann mun hins vegar
þétta varnarleik liðsins. Gegn sterk-
ari andstæðingum, eins og Frakk-
landi, mun hann reyna að spila bolt-
anum hratt og treysta mikið á
þversendingar til þess að ná því
besta út úr þeim Matthew Leckie og
Robbie Kruse sem eru fljótustu leik-
menn liðsins.
Líklegt byrjunarlið: Ryan – Risdon,
Sainsbury, Jurman, Behich – Rogic,
Jedinak, Mooy – Kruse, Juric,
Leckie.
Markverðir: 16 Aziz Behich Bursaspor (Tyr) ’90 Sóknarmenn:
1 Mathew Ryan Brighton (Eng) ’92 19 Joshua Risdon West Sydney ’92 4 Tim Cahill Millwall (Eng) ’79
12 Brad Jones Feyenoord (Hol) ’82 20 Trent Sainsbury Grasshoppers (Svi) ’92 7 Matthew Leckie Hertha (Þýs) ’91
18 Danny Vukovic Genk (Bel) ’85 9 Tomi Juric Luzern (Sviss) ’91
Miðjumenn: 10 Robbie Kruse Bochum (Þýs) ’88
Varnarmenn: 8 Massimo Luongo QPR (Eng) ’92 11 Andrew Nabbout Urawa (Jap) ’92
2 Milos Degenek Yokohama (Jap) ’94 13 Aaron Mooy Huddersfiekd (Eng) ’90 14 Jamie McLaren Hibernian (Skot) ’93
3 James Meredith Millwall (Eng) ’88 15 Mile Jedinak Aston Villa (Eng) ’84 17 Daniel Arzani Melbourne City ’99
5 Mark Milligan Al Ahli (S.Ar) ’85 22 Jackson Irvine Hull (Eng) ’93 21 Dimitros Petratos Newcastle Jets ’92
6 Matt Jurman Suwon (S.Kór) ’89 23 Tom Rogic Celtic (Skot) ’92
Lið Ástralíu Þjálfari: Bert van Marwijk HollandHjólin hættu
að snúast
hvert af öðru
AFP
Ástralía Tim Cahill er reyndastur og þekktastur í liði Ástralíu og hefur skorað 50 mörk í 106 landsleikjum. Hann er
hinsvegar á 39. aldursári og ekki fastamaður lengur en kemur mjög líklega við sögu í leikjum liðsins.
Ástralir góðir á HM 2014 en í miklu
basli í undankeppninni og umspilinu