Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
20
D-riðill ARGENTÍNA
D-riðill KRÓATÍA
Javier Saúl
La Nacion
twitter.com/dr_javi
Það er fátt sem bendir til þess að Arg-
entínumenn verði heimsmeistarar í
Rússlandi. Þeir eru ekki eins vel þjálf-
aðir og Spánn, þeir eru ekki jafn
skipulagðir og Þýskaland og þeir búa
ekki yfir sömu blöndu af hæfileikum
og samheldni eins og erkifjendur
þeirra í Brasilíu. En þeir hafa Lionel
Messi, og það eitt og sér er ástæða til
þess að trúa því að allt sé mögulegt.
„Ef Lionel Messi er heill er liðið
frekar undir hans stjórn heldur en
minni,“ játaði þjálfari liðsins Jorge
Sampaoli. Raunsætt markmið væri að
komast í átta liða úrslit; að detta úr
keppni fyrr væru vonbrigði, allt
lengra en átta liða úrslit ætti að vera
álitið sem góð frammistaða. En það
hefur enginn í Argentínu gleymt því
að liðið hefur tapað þremur úrslita-
leikjunum í röð – í heimsmeist-
arakeppninni 2014 og í Suður-
Ameríkubikarnum árin 2015 og 2016
– og lið sem á það til að brotna niður á
lykilstundu verður undir mikilli
pressu.
Einn helsti veikleiki Argentínu
liggur í markmannsstöðunni sem
verður mikið spurningarmerki eftir
að það kom í ljós að Sergio Romero
verður ekki með á mótinu vegna hné-
meiðsla. Willy Caballero hefur spilað
lítið með Chelsea og hina markmenn-
ina í hópnum skortir reynslu á stóra
sviðinu.
Vandræði í vörninni
Það eru líka vandræði í vörninni.
Nicolás Otamendi er eini varnarmað-
urinn sem er í alþjóðlegum klassa og
Sampaoli mun vonast eftir betri
frammistöðu hjá varnarlínunni held-
ur en hún hefur sýnt til þessa. Þjálf-
arinn skipti líka oft og títt um menn
og kerfi þar til liðið fór að spila hefð-
bundna fjögurra manna vörn. Gabriel
Mercado, hægra megin, líður ekki vel
í þeirri stöðu og gæti reynst annar
akkillesarhæll.
Það eru líka mörgum spurningum
á miðjunni ósvarað, og meiðsli Lucas
Biglia – sem tvíbrotnaði í mjóhryggn-
um og mun vera í miklu kapphlaupi
við tímann til að komast í form fyrir
mótið – bætir bara við þá óvissu.
Skortur á leiðtogum og frumkvæði til
að ná valdi á boltanum og stjórn á
miðsvæðinu hefur varpað upp spurn-
ingum sem leikmennirnir hafa verið
hikandi við að svara.
Andinn í kringum Argentínu og
þessa heimsmeistarakeppni kristall-
ast í tveimur leikmönnum. Annars
vegar er það Javier Mascherano, sem
varð 34 ára 8. júní og spilar í veikri
kínverskri deild, þar sem ferillinn er
klárlega á niðurleið og endurspeglar
ástandið á landsliðinu. Hinsvegar er
það Giovani Lo Celso, 22 ára, sem
verður að hafa meiri áhrif ef lið Sam-
paoli á að ganga vel. Hann er leik-
maður sem heldur jafnvægi á sínum
liðum, getur búið til sóknir, og sannaði
virði sitt á síðustu leiktíð með París
SG. Hann tekur meiri þátt í því sem er
að gerast alls staðar á vellinum heldur
en aðrir liðsfélagar hans; hann getur
komið af stað sóknum og spilað milli
línanna til framherjanna.
Og þar liggur annað vandamál.
Messi getur ekki einn og sér borið
ábyrgð á sóknarleik Argentínu. Hinar
stjörnurnar í liðinu – leikmenn eins og
Sergio Agüero og Gonzalo Higuaín –
verða að hjálpa til við að draga vagn-
inn ef þeir ætla að láta sig dreyma um
að vinna titilinn. Argentína getur tap-
að með Messi, en tilfinningin er sú að
þeir geta aldrei unnið án hans.
Líklegt byrjunarlið: Caballero eða
Armani – Mercado, Fazio, Otamendi,
Tagliafico – Biglia, Lo Celso –
Higuaín, Messi, Di María – Agüero.
Markverðir: 8 Marcos Acuna Sporting (Por) ’91 13 Max Meza Independiente ’92
1 Nahuel Guzmán UANL Tigres (Mex) ’86 14 Javier Mascherano Hebei (Kín) ’84 15 Manuel Lanzini West Ham (Eng) ’93
12 Franco Armani River Plate ’86 16 Marcos Rojo Man.Utd (Eng) ’90 20 Giovani Lo Celso PSG (Fra) ’96
23 Willy Caballero Chelsea (Eng) ’81 17 Nicolás Otamendi Man. City (Eng) ’88 22 Cristian Pavón Boca Juniors ’96
18 Eduardo Salvio Benfica (Por) ’90
Varnarmenn: Sóknarmenn:
2 Gabriel Mercado Sevilla (Spá) ’87 Miðjumenn: 9 Gonzalo Higuaín Juventus (Ít) ’87
3 Nicolás Tagliafico Ajax (Hol) ’92 5 Lucas Biglia AC Milan (Ít) ’86 10 Lionel Messi Barcelona (Sp) ’87
4 Cristian Ansaldi Torino (Ít) ’86 7 Éver Banega Sevilla (Sp) ’88 19 Sergio Agüero Man.City (Eng) ’88
6 Federico Fazio Roma (Ít) ’87 11 Ángel Di María PSG (Fra) ’88 21 Paulo Dybala Juventus (Ít) ’93
Lið Argentínu Þjálfari: Jorge SampaoliTrúa að allt sé
mögulegt með
Messi í liðinu
AFP
Argentína Hinn efnilegi Giovani Lo Celso er kominn í stórt hlutverk hjá
Argentínumönnum en sem fyrr er Lionel Messi aðalstjarna liðsins.
Argentína tapaði þremur úrslita-
leikjum í röð og spurningum ósvarað
Aleksandar Holiga
Telesport
twitter.com/AlexHoliga
Þó að færa megi góð rök fyrir því að
4-3-3 henti leikmannahópi króatíska
landsliðsins betur, hefur Króatía
haldið sig við 4-2-3-1 leikkerfið –
sem getur breyst snögglega í 4-4-2
með tígulmiðju. Þjálfari liðsins,
Zlatko Dalic, gerði miklar breyt-
ingar strax eftir að hann tók við lið-
inu (tveimur dögum fyrir leikinn
mikilvæga gegn Úkraníu í und-
ankeppninni) með því að færa Luka
Modric í sóknartengiliðinn, stöðu
sem hann hefur ekki spilað í langan
tíma. Modric-Rakitic-vandamálið
varð fyrirrennara Dalic að falli.
Honum tókst ekki að ná því besta út
úr leikstjórnunarhæfileikum þeirra
saman á miðjunni. Þessi lausn nýja
þjálfarans borgaði sig í Kiev og í
umspilsleikjunum við Grikki.
Króatía hefur að undanförnu
treyst of mikið á hæfileika Modric.
Áður skipulagði hann spilið aft-
arlega á vellinum og bar auk þess
mikla ábyrgð í varnarleik. Sá sem
spilaði fyrir framan hann – yfirleitt
Rakitic, Marcelo Brozovic eða Ma-
teo Kovacic – gaf sjaldan úr-
slitasendingar á sóknarþriðj-
ungnum. Króatar sóttu þess í stað
aðallega upp kantana sem er skrítið
í ljósi þess að liðið er stútfullt af
hæfileikaríkum miðjumönnum.
Þegar Modric spilar framar á
vellinum hefur hann mun minni
tíma og pláss á boltann og send-
ingatölfræði hans er ekki nærri því
eins góð og áður. En kostirnir eru
sennilega fleiri en gallarnir. Dalic
vonar að klókindi hans og hreyf-
ingar muni gera liðið beinskeyttara
fyrir framan markið. Rakitic verður
núna að spila aftar og taka meiri
þátt í varnarleiknum og vonandi
koma boltanum fram völlinn. Áhrif-
in eru einnig þau að það er ekkert
pláss fyrir Brozovic eða Kovacic.
Þar sem Dalic hefur engan eig-
inlegan varnarsinnaðan miðjumann
þarf hann í staðinn einhvern sem
getur gefið liðinu meira jafnvægi.
Milan Badelj passar betur í það
hlutverk en nokkur annar.
Danijel Subasic á fast sæti í liðinu
í markinu, með Sime Vrsaljko og
líklega Ivan Strinic í bakvarðastöð-
unum. Domagoj Vida, Dejan Lovren
og Vedran Corluka munu keppa um
miðvarðastöðurnar. Corluka hafði
áður forskot á þá vegna reynslu
sinnar en hann hefur verið meiddur
undanfarið. Minni hraði og stökk-
kraftur hjálpar heldur ekki til. En
þrátt fyrir að Króatar muni líklega
ekki spila framarlega á vellinum eru
Vida og Lovren öruggara val eins og
staðan er í dag.
Króatar sækja yfirleitt meira upp
hægri vænginn heldur en þann
vinstri. Hægri bakvörðurinn
Vrsaljko er sókndjarfur og væng-
maðurinn – hvort sem það er And-
rej Kramaric, Mario Mandzukic eða
einhver annar kemur inn á völlinn.
Modric mun líka koma inn í þetta
svæði þar sem Króatía leitast við að
ná góðum tökum á ákveðnum svæð-
um á vellinum. Vinstri bakvarð-
arstaðan hefur oft verið álitin veikur
hlekkur og hafa margir andstæð-
ingar reynt að nýta sér það. Þótt
það sé satt og rétt að Króatar hafi
engan vinstri bakvörð í fremstu röð
er þetta líka spurning um að fylla
upp í plássið sem Ivan Perisic skilur
eftir sig. Inter Mílanó-leikmaðurinn,
sem er ýmist fremstur á miðjunni
eða hefðbundinn kantmaður, skilar
lítilli varnarvinnu og skilur liðs-
félaga sína oft eftir berskjaldaða.
Þrátt fyrir að hafa staðið sig illa í
undanförnum leikjum og samkeppni
frá ungum leikmönnum eins og
Ante Rebic og Marko Pjaca, mun
Perisic að öllum líkindum halda sæti
sínu í liðinu. Kramaric og Mandzu-
kic eru líklegir til að skipta reglu-
lega um stöður í sókninni sem þýðir
að framherjastaðan er annaðhvort
skipuð sterkbyggðum senter
(Mandzukic), eða hreyfanlegri sókn-
armanni (Kramaric). Nikola Kalinic
er næstur í goggunarröðunni í fram-
línunni.
Hvernig svo sem Króatar stilla
sóknarmönnum sínum upp verður
meðalaldur byrjunarliðsins í kring-
um þrítugt, sem gerir liðið eitt það
elsta í heimsmeistarakeppninni.
Líklegt byrjunarlið: Subasic –
Vrsaljko, Vida, Lovren, Strinic –
Badelj, Rakitic – Kramaric, Modric,
Perisic – Mandzukic.
Markverðir: 13 Tin Jedvaj Leverkusen (Þýs) ’95 14 Filip Bradaric Rijeka ’92
1 Dominik Livakovic D.Zagreb ’95 15 Duje Caleta-Car Salzburg (Aust) ’96 19 Milan Badelj Fiorentina (Ít) ’89
12 Lovre Kalinic Gent (Bel) ’90 21 Domagoj Vida Besiktas (Tyr) ’89
23 Danijel Subasic Mónakó (Fra) ’84 22 Josip Pivaric D.Kiev (Úkr) ’89 Sóknarmenn:
4 Ivan Perisic Inter (Ít) ’89
Varnarmenn: Miðjumenn: 9 Andrej Kramaric Hoffenheim (Þýs) ’91
2 Sime Vrsaljko Atlético M. (Sp) ’92 7 Ivan Rakitic Barcelona (Sp) ’88 16 Nikola Kalinic Milan (Ít) ’88
3 Ivan Strinic Sampdoria (Ít) ’87 8 Mateo Kovacic Real Madrid (Sp) ’94 17 Mario Mandzukic Juventus (Ít) ’86
5 Vedran Corluka Lok.Moskva (Rús) ’86 10 Luka Modric Real Madrid (Sp) ’85 18 Ante Rebic E.Frankfurt (Þýs) ’93
6 Dejan Lovren Liverpool (Eng) ’89 11 Marcelo Brozovic Inter (Ít) ’92 20 Marko Pjaca Schalke (Þýs) ’95
Lið Króatíu Þjálfari: Zlatko DalicBeinskeyttari
með Modric
framar
AFP
Króatía Luka Modric og Aron Einar Gunnarsson þekkjast vel eftir marga
leiki liðanna undanfarin ár. Modric er sem fyrr lykilmaður hjá Króötum.
Zlatko Dalic leysti vandamál Króata
með því að breyta til á miðjunni