Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 25

Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 25 E-riðill KOSTARÍKA E-riðill SERBÍA Marco Marín La Nación www.nacion.com/puro-deporte Eftir að hafa komið skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu mun Kostaríka leitast við að endurtaka leikinn með sömu formúlu. Kostaríka hefur leik- ið varnarsinnaða knattspyrnu síðan Jorge Luis Pinto tók við liðinu og leiddi það í átta liða úrslit í Brasilíu. Pinto er ekki lengur við stjórnvölinn. Nú er það Óscar Ramírez, fyrrver- andi landsliðsmaður sem var hluti af sögufrægu Kostaríkaliði sem komst í útsláttarkeppnina á HM á Ítalíu 1990. Ramírez hefur rifið síðu úr kennslubók Pinto og haldið sig við hið hefðbundna 5-4-1 kerfi sem virk- aði svo vel fyrir Kostaríka fyrir fjór- um árum, jafnvel þótt hann segi að liðið breyti yfir í 3-4-3 þegar það er með boltann. Möguleikarnir á því að Kostaríka spili með sama leik- skipulag og „Draumalið Barcelona“ hjá Johan Cruyff eru jafn miklir og að Marokkó endi sem heimsmeist- ari. Þetta þýðir það að Kostaríka verður í fámennum hópi liða sem kemur til með að stilla upp fimm manna varnarlínu fyrir framan markið sitt sem er varið af stærstu stjörnu liðsins, Keylor Navas. Frá fremsta manni til þess aftasta mun Kostaríka sennilega byrja með leikmann Los Angeles, Marco Urena einan frammi. Í því kerfi sem Ramírez notast við er Urena ekki beðinn um að pressa á varnarmenn- ina. Hans helsta verkefni verður að nota hraða sinn og skapa tækifæri fyrir Christian Bolanos og Bryan Ruiz til þess að senda skásendingar inn fyrir varnarlínuna á hann. Vara- maður hans er Joel Campbell, sem nú spilar með Real Betis, en hann er að koma til baka eftir að hafa verið meiddur í nokkra mánuði. Stuðn- ingsmenn Arsenal vita vel hvað hann getur gert í toppstandi. Á miðjunni hafa miðjumennirnir David Guzmán og Celso Borges það hlutverk að sinna varnarvinnunni. Hlutverk Borges felst í því að tengja spilið milli varnar og sóknar, ásamt Ruiz and Bolanos, en verður að skila sér til baka og verjast ef þess þarf. Þó að Guzmán sé mun betri að koma af stað sóknum heldur en Yeltsin Tejeda var fyrir fjórum árum þá er hans helsta hlutverk að vinna bolt- ann. Þessum tveim er ætlað að kom- ast inn í langar sendingar og setja nógu mikla pressu á andstæðingana til þess að hægja á þeim. Ruiz og Bolanos munu sjá um sóknarleikinn. Ruiz er hæfileikaríkari og getur haldið boltanum á meðan vængbak- verðirnir færa sig fram völlinn og taka framhjáhlaup sem skapa fleiri sóknarmöguleika. Bolanos vill koma inn á völlinn og skjóta. Það er samt stórt spurningarmerki með lík- amlegt ástand hans, sérstaklega þar sem hann ökklabrotnaði í mars. Ef hann verður ekki heill er líklegast að Daniel Colindres verði í liðinu í hans stað. Colindres, sem spilar yfirleitt framar á vellinum, ætti ekki að lenda í vandræðum með að leysa Bolanos af hólmi. Fjarvera hans mun þó þýða minni gæði og reynslu í liðinu. Í vörninni hefur Kostaríka viljað spila Cristian Gamboa og Bryan Oviedo í hægri og vinstri bak- varðastöðunum. Oviedo mun taka þátt í sinni fyrstu heimsmeist- arakeppni eftir að hafa misst af síð- ustu keppni vegna fótbrots. Hraði þeirra nýtist vel í skyndisóknum, en þessir tveir verða að spila sem vængbakverðir frá vítateig til víta- teigs ef Kostaríka ætlar að eiga möguleika að komast upp úr riðla- keppninni. Miðvarðastöðurnar þrjár verða skipaðar þeim Giancarlo González með Óscar Duarte vinstra megin og Johnny Acosta hægra megin. González og Duarte eru hefð- bundnir miðverðir og síðan HM í Brasilíu 2014 hafa þeir bætt sig gríð- arlega. Það er erfiðara að skilja hvers vegna Acosta sem er lágvax- inn og gamall kemst í byrjunarliðið á HM. En Ramírez treystir honum til að koma skilaboðum sínum til skila á vellinum, sem er ástæðan fyrir því hvers vegna hann var valinn í síðasta skipti á alþjóðlegt knattspyrnumót. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í markmannsstöðuna. Keylor Navas, sem var vanmetinn fyrir fjór- um árum með Levante, er nú fastur maður í byrjunarliði Real Madrid. Líklegt byrjunarlið: Navas – Oviedo, Duarte, González, Acosta, Gamboa – Guzmán, Borges, Bolanos, Ruiz – Urena. Markverðir: 8 Bryan Oviedo Sunderland (Eng) ’90 10 Bryan Ruiz Sporting (Port) ’85 1 Keylor Navas Real Madrid (Sp) ’86 15 Francisco Calvo Minnesota (Ban) ’92 13 Rodney Wallace New York (Ban) ’88 18 Patrick Pemberton Alajuelense ’82 16 Cristian Gamboa Celtic (Skot) ’89 14 Randall Azofeifa Herediano ’84 23 Leonel Moreira Herediano ’90 19 Kendall Waston Vancouver (Kan) ’88 17 Yeltsin Tejeda Lausanne (Svi) ’92 22 Rónald Matarrita New York (Ban) ’94 20 David Guzmán Portland (Ban) ’90 Varnarmenn: 2 Johnny Acosta Rionegro (Kól) ’83 Miðjumenn: Sóknarmenn: 3 Giancarlo González Bologna (Ít) ’88 5 Celso Borges La Coruna (Sp) ’88 11 Johan Venegas Dep.Saprissa ’88 4 Ian Smith Norrköping (Sví) ’98 7 Christian Bolanos Dep. Saprissa ’84 12 Joel Campbell Real Betis (Sp) ’92 6 Óscar Duarte Espanyol (Sp) ’89 9 Daniel Colindres Dep.Saprissa ’85 21 Marcos Urena Los Angeles (Ban) ’90 Lið Kostaríka Þjálfari: Óscar RamírezFreista þess að endurtaka ævintýrið AFP Kostaríka Keylor Navas er aðalmarkvörður Real Madrid en félagið keypti hann eftir að Navas sló í gegn með Kostaríka á HM í Brasilíu árið 2014.  Kostaríka komst í 8-liða úrslit í Brasilíu á varnarleik og Keylor Navas Milos Markovic Sportske.net twitter.com/MiloseMarkovicu Serbía snýr aftur á heimsmeist- aramótið eftir nokkurra ára fjarveru. Augu landsmanna hvíla á stjörnum prýddu liði Mladen Krstajic. Liðið hefur sýnt ákveðin veikleikamerki á undanförnum árum og verið afar brot- hætt þegar á móti blæs en stuðnings- menn liðsins vonast nú til þess að það sé að baki. Serbar mæta til Rússlands stað- ráðnir í að gera betur en á HM 2010. Liðið var frábært í undankeppninni og vann sinn riðil undir stjórn Radomir Antic, þrátt fyrir að vera með Frökk- um í riðli. Gengi liðsins á lokamótinu var hins vegar afleitt og endaði það í neðsta sæti D-riðils. Liðsandinn í hópnum var dapur, menn skorti ákveðni og festu og þá var frammi- staðan einfaldlega ekki nægilega góð. Átta árum síðar vonast Serbar til þess að gera betur en í Suður-Afríku. Liðið vann sinn riðil í undankeppninni og Serbar hafa sýnt að þeir geta keppt við bestu lið heims þegar þannig ligg- ur á þeim. Það er hins vegar fátt sem bendir til þess að liðið muni gera stóra hluti í Rússlandi, ef tekið er mið af spila- mennsku þess í undanförnum leikj- um. Serbar voru á góðri leið með að vinna D-riðil undankeppninnar með yfirburðum en liðið gaf mikið eftir á lokasprettinum. Liðsval þjálfarans var harðlega gagnrýnt og þá settu margir stuðningsmenn spurn- ingamerki við leikskipulagið. Slavol- jub Muslin, fyrrverandi þjálfari liðs- ins, var að lokum rekinn og við tók Mladen Krstajic, aðstoðarmaður hans, þrátt fyrir að liðið hefði á end- anum komist beint í lokakeppnina. Krstajic, fyrrverandi varnarmaður Werder Bremen, lét strax til sín taka og ákvað að breyta um leikkerfi. Hann byrjaði á því að kalla Sergej Milinkovic-Savic inn í hópinn en Muslin hafði ekki áhuga á því að velja hann þar sem honum fannst hann of villtur. Það truflaði Krstajic hins veg- ar lítið og ætlar hann honum stórt hlutverk í liðinu um ókomin ár. „Það verður alltaf pláss fyrir okkar bestu leikmenn í hópnum hjá mér. Sergej Milinkovic-Savic hefur sýnt það og sannað að það er hægt að treysta á hann og hann er sá leikmaður sem við viljum byggja liðið í kringum í fram- tíðinni,“ sagði þjálfarinn. Savic er þekktur undir nafninu lið- þjálfinn á Ítalíu og ákvað Krstiac að fara með landslið Serba í æfingaferð til Asíu til þess að sýna fram á að Mil- inkovic-Savic gæti spilað á miðjunni með þeim Nemanja Matic, miðju- manni Manchester United og Luka Milivojevic, fyrirliða Crystal Palace. Milinkovic-Savic lagði upp mark fyrir Adem Ljalic, framherja Serba, í 1:1 jafntefli gegn Suður-Kóreu en hann sýndi það í æfingaferðinni að hann mun gegna veigamiklu hlut- verki hjá liðinu í Rússlandi. Þá hefur nýr þjálfari liðsins breytt um leikkerfi og farið úr 3-4-3 kerfinu sem Muslin notaði nánast alla und- ankeppnina. Krstajic hefur breytt vörn liðsins, sem hefur verið burðar- ásinn í leik liðsins, undanfarin ár. Bú- ist var við því að þeir Branislav Iv- anovic og Aleksander Kolorov myndu leiða þriggja manna vörnina fyrir mót en Krstajic er sagður ætla að notast við 4-2-3-1 leikkerfið og spila með fjögurra manna varnarlínu. Hann hefur einnig gert Kolarov að fyrirliða liðsins sem hefur komið mörgum á óvart en Ivanovic var fyrirliði í und- ankeppninni. Krstajic mun ekki hreyfa mikið við framlínunni en Aleksander Mitrovic hefur verið frábær með Fulham á þessu ári. Þessi sóknarmaður New- castle hefur gengið í endurnýjun líf- daga hjá Fulham þar sem hann er á láni og hann gæti orðið stærsta ógn Serba í Rússlandi. Hann gæti verið púslið sem bindur allt saman og virki- lega gert andstæðingum sínum lífið leitt fram á við, eitthvað sem Serba hefur vantað undanfarin ár á stærsta sviðinu. Líklegt byrjunarlið: Stojkovic – Rukavina, Ivanovic, Tosic, Kolarov – Matic, Milivojevic – Tadic, Milinkovic-Savic, Ljajic – Mitrovic. Markverðir: 11 Aleksandar Kolarov Roma (Ít) ’85 17 Filip Kostic Hamburger (Þýs) ’92 1 Vladimir Stojkovic Partizan ’83 13 Milos Veljkovic Bremen (Þýs) ’95 20 Sergej Milinkovic-Savic Lazio (Ít) ’95 12 Predrag Rajkovic Mac.Tel-Aviv (Ísr) ’95 14 Milan Rodic Rauða stjarnan ’91 21 Nemanja Matic Man.Utd (Eng) ’88 23 Marko Dmitrovic Eibar (Sp) ’92 15 Nikola Milenkovic Fiorentina (Ít) ’97 22 Adem Ljajic Torino (Ít) ’91 Varnarmenn: Miðjumenn: Sóknarmenn: 2 Antonio Rukavina Villarreal (Sp) ’84 4 Luka Milivojevic Cr.Palace (Eng) ’91 8 Aleksandar Prijovic PAOK (Gri) ’90 3 Dusko Tosic Besiktas (Tyr) ’85 7 Andrija Zivkovic Benfica (Por) ’96 9 Aleksandar Mitrovic Fulham (Eng) ’94 5 Uros Spajic Anderlecht (Bel) ’93 10 Dusan Tadic Southampton (Eng) ’88 18 Nemanja Radonjic Rauða stjarnan ’96 6 Branislav Ivanovic Zenit (Rús) ’84 16 Marko Grujic Cardiff (Wal) ’96 19 Luka Jovic E. Frankfurt (Þýs) ’97 Lið Serbíu Þjálfari: Mladen KrstajicSerbar mæta með nýjan þjálfara á HM AFP Serbía Aleksandar Mitrovic sló í gegn með Fulham í ensku B-deildinni í vetur og hann hefur skorað sextán mörk í 37 landsleikjum fyrir Serba.  Krstajic hefur breytt mörgu hjá Serbum sem þó unnu sinn undanriðil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.