Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
27
F-riðill SVÍÞJÓÐ
F-riðill SUÐUR-KÓREA
Olof Lundh
Fotbollskanalen.se
twitter.com/oloflundh
Það var engin pressa á Svíum að kom-
ast á lokamót HM í Rússlandi. Zlatan
Ibrahimovic lagði landsliðsskóna á
hilluna eftir EM 2016 og liðið lenti í
riðli með Frökkum og Hollendingum í
undankeppni HM. Svíar enduðu hins
vegar í öðru sæti riðilsins og unnu svo
Ítalíu í umspili um laust sæti á HM.
Spilamennskan var ekki sú falleg-
asta í leikjunum gegn Ítalíu en hún
var árangursrík og það er óhætt að
segja að Svíar hafi unnið hug og
hjörtu stuðningsmannanna á nýjan
leik. Í mörg ár snérist allt um Zlatan
hjá sænska landsliðinu en í dag minn-
ir liðið um margt á sænska liðið sem
komst á hvert stórmótið á fætur öðru
eftir aldamótin.
Árangurinn kom á óvart
Á þeim tíma voru þrír leikmenn
liðsins í sérflokki. Zlatan Ibrahimovic,
Fredrik Ljungberg og Henrik Lars-
son. Í dag er einungis einn leikmaður
í liðinu sem hægt er að setja í þann
flokk og það er Emil Forsberg, leik-
maður RB Leipzig. Árangur liðsins
hefur komið mörgum á óvart og því
hefur verið vel fagnað í Svíþjóð. Að
sjá miðvörðinn Andres Granqvist
(sem náði ekki að slá í gegn hjá Wig-
an á sínum tíma) og miðjumanninn
Seb Larsson (sem spilaði eitt sinn í
ensku úrvalsdeildinni en er í dag hjá
Hull City í ensku B-deildinni) stand-
ast Ítölunum snúning í umspilsleikj-
unum var frábær sjón.
Öflug vörn í undankeppninni
Í undankeppninni var helsti styrk-
leikur liðsins varnarleikurinn með þá
Granqvist og Victor Lindelöf, leik-
mann Manchester United, í hjarta
varnarinnar. Granqvist var leiðtogi
liðsins og hann var valinn leikmaður
ársins í Svíþjóð 2017, sá fyrsti fyrir
utan Zlatan til þess að hreppa verð-
launin í ellefu ár en Zlatan hafði verið
valinn leikmaður ársins í Svíþjóð frá
árinu 2006. Eini veikleikinn í vörninni
er vinstri bakvarðarstaðan en Svíar
lentu stundum í vandræðum þar í
undankeppninni. Forsberg er mjög
sóknarsinnaður leikmaður og það var
oft tvöfaldað mikið á Ludwig August-
insson.
Í sóknarleiknum hefur það reynst
liðinu mikilvægt að koma boltanum á
Ola Toivonen sem er duglegur að
koma til baka og fá boltann. Hann er
góður í að finna sóknarmenn liðsins í
fætur, þá Forsberg og Marcus Berg
sem eru duglegir að stinga sér aftur
fyrir varnir andstæðinganna. Kant-
menn Svía hafa líka verið duglegir að
draga sig inn á miðsvæðið og opna
þannig kantana fyrir bakvörðum liðs-
ins og Janne Andersson þjálfari hefur
fullkomnað þá leikaðferð hjá liðinu.
Skortir sköpunargáfu
Svía skortir hins vegar sköp-
unargáfu á miðsvæðið, sérstaklega
þegar Albin Ekdal, miðjumaður
Hamburger hefur ekki verið með
vegna meiðsla en hann var mikið
meiddur í undankeppninni. Þótt fram-
herjar liðsins, þeir Toivonen og Berg
sé ekki með sama sjarma og Zlatan þá
þekkja þeir hvor annan vel. Þeir hafa
spilað saman með yngri landsliðum
Svía frá 14 ára aldri og það sést á leik
þeirra saman.
„Við vinnum eftir ákveðinni heim-
speki og það breytist ekki, sama á móti
hverjum við erum að spila. Við þurfum
að undirbúa okkur vel, vera skipulagð-
ir og vera með einstaklega gott viðhorf
í Rússlandi,“ sagði Andersson.
Líklegt byrjunarlið: Olsen – Lustig,
Lindelöf, Granqvist, Augustinsson –
Claesson, Ekdal, Larsson, Forsberg –
Toivonen, Berg.
Markverðir: 6 Ludwig Augustinsson Bremen (Þýs) ’94 15 Oscar Hiljemark Genoa (Ít) ’92
1 Robin Olsen Köbenhavn (Dan) ’90 14 Filip Helander Bologna (Ít) ’93 17 Victor Claesson Krasnodar (Rús) ’92
12 Karl Johnsson Guingamp (Fra) ’90 16 Emil Krafth Bologna (Ít) ’94 19 Marcus Rohdén Crotone (Ít) ’91
23 Kris Nordfeldt Swansea (Wal) ’89 18 Pontus Jansson Leeds (Eng) ’91 21 Jimmy Durmaz Toulouse (Fra) ’89
Varnarmenn: Miðjumenn: Sóknarmenn:
2 Mikael Lustig Celtic (Skot) ’96 7 Sebatian Larsson Hull (Eng) ’85 9 Marcus Berg Al Ain (S.Fur) ’86
3 Victor Lindelöf Man.Utd (Eng) ’94 8 Albin Ekdal Hamburger (Þýs) ’89 11 John Guidetti Alavés (Sp) ’92
4 Andreas Granqvist Krasnodar (Rús) ’85 10 Emil Forsberg Leipzig (Þýs) ’91 20 Ola Toivonen Toulouse (Fra) ’86
5 Martin Olsson Swansea (Wal) ’88 13 Gustav Svensson Seattle (Ban) ’87 22 Isaac Thelin Waas-Beveren (Bel) ’92
Lið Svíþjóðar Þjálfari: Janne AnderssonSvíarnir eru
öðruvísi án
Zlatans
AFP
Svíþjóð Albin Ekdal er miðjumaður með mikla reynslu en hann hefur
spilað á þriðja hundrað leiki í efstu deildum Þýskalands og Ítalíu.
Emil Forsberg er sá eini sem kemst
nálægt gömlu sænsku stjörnunum
Seo Hyung-wook
Footballist
twitter.com/minariboy
Vegna framherjaleysis og leik-
mannahóps sem á í vandræðum
með að passa inn í kerfi Shin Tae-
young, mun Suður-Kórea treysta á
góða frammistöðu frá Son Hueng-
min og Ki Sung-yueng til þess að
komast upp úr riðlinum.
Suður-Kóreubúar spiluðu 4-2-3-1
lengst af í undankeppninni. En eft-
ir að þeir komust áfram reyndi
Shin Tae-Yong að búa til sitt eigið
kerfi fyrir úrslitakeppnina. Hann
vill helst að þrír öftustu séu hreyf-
anlegir og tveir framherjar en
þetta kerfi virðist ekki virka því
Suður-Kórea hefur verið í vand-
ræðum með að finna leikmenn í
kerfið.
Son væntanlega frammi
Kóreubúar treysta á stutt sam-
spil á sóknarþriðjungnum. Þrátt
fyrir að þeir hafi ekki góða fram-
herja hafa þeir framliggjandi
miðjumenn og kantmenn sem hafa
verið að spila vel á borð við Son
Heung-min, Lee jae-sung og Hwan
Hee-chan.
Shin þjálfari hefur fyrirætlanir
um að gera Son að framherja, sem
er staða sem hann hefur sýnt fram
á að geta leyst hjá Tottenham þeg-
ar Harry Kane hefur verið meidd-
ur.
Ki stjórnar liðinu
Son og Ki Sung-yueng, sem spila
í ensku úrvalsdeildinni, eru mik-
ilvægustu leikmenn liðsins. Fyr-
irliðinn, Ki, er vélin í liðinu og býr
yfir klókindum og reynslu sem litlu
liðin þurfa á að halda. Það má vera
að hann sé hávaxinn og hægur, en
hann hefur góða yfirsýn og ná-
kvæmar sendingar. Hvort sem
hann spilar sem varnarsinnaður
miðjumaður eða framar á miðjunni
gefur hann liðinu líf. Án hans væri
Suður-Kórea lélegasta liðið í Rúss-
landi.
Eins og sást í undankeppninni er
Ki miðpunkturinn í liðinu. En Son
er stærsta fótboltastjarnan. Hann
sýndi fram á getu sína með Totten-
ham á þessari leiktíð og hefur
skorað mikilvæg mörk fyrir lands-
liðið. Vegna skorts á framherjum
mun Suður-Kórea treysta á að Son
muni blómstra í lokakeppninni í
Rússlandi.
Líklegt byrjunarlið: Kim Seung-gyu
– Go Yo-han, Jang Hyun-soo, Kim
Yeung-gwon, Kim Min-woo – Lee
Jae-sung, Ki Sung-yueng, Park
Joo-ho, Lee Seung-woo – Son
Heung-min, Hwang Hee-chan.
Markverðir: 6 Park Joo-ho Ulsan ’87 13 Koo Ja-cheol Augsburg (Þýs) ’89
1 Kim Seung-gyu Vissel (Jap) ’90 12 Kim Min-woo Sangju ’90 15 Jung Woo-young Vissel (Jap) ’89
21 Kim Jin-hyeon Cerezo (Jap) ’87 14 Hong Chul Sangju ’90 16 Ki Sung-yueng Swansea (Wal) ’89
23 Cho Hyeon-woo Daegu ’91 19 Kim Young-gwon Guangzhou E. (Kína) ’90 17 Lee Jae-sung Jeonbuk ’92
20 Jang Hyun-soo Tokyo (Jap) ’91 18 Moon Seon-min Incheon ’92
Varnarmenn: 22 Go Yo-han Seoul ’88
2 Lee Yong Jeonbuk ’86 Sóknarmenn:
3 Jung Seung-hyun Sagan (Jap) ’94 Miðjumenn: 7 Son Heung-min Tottenham (Eng) ’92
4 Oh Ban-suk Jeju United ’88 8 Ju Se-jong Asan Mugunghwa ’90 9 Kim Shin-wook Jeonbuk ’88
5 Yun Young-sun Seongnam ’88 10 Lee Seung-woo Verona (Ít) ’98 11 Hwang Hee-chan Salzburg (Aust) ’96
Lið Suður-Kóreu Þjálfari: Shin Tae-yongSon og Ki eru
burðarásar í
Suður-Kóreu
AFP
Suður-Kórea Son Heung-min fyrirliði Suður-Kóreu og leikmaður Tottenham fagnar marki gegn Hondúras.
Ki frá Swansea er vélin í liðinu
og Son frá Tottenham er stjarnan