Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 28 G-riðill BELGÍA G-riðill ENGLAND Krisstof Terreur Het Laaste Nieuws twitter.com/HLNinEngeland Kevin De Bruyne kemur yfirleitt til dyranna eins og hann er klæddur. Eftir 3:3-jafntefli við Mexíkó í mögn- uðum leik gagnrýndi hann Roberto Martínez þjálfara vegna þess að Belgar höfðu ekki jafnmikla yfirburði og þeir voru vanir að hafa. „Mexíkóar voru taktískt betri en við,“ sagði hann. „Þeir þrýstu væng- bakvörðunum okkar aftar á völlinn og við vorum í vandræðum á miðj- unni, við vorum alltaf fimm á móti sjö.“ Þetta voru orð sigurvegara, en einnig áhyggjufulls leikmanns, sem var hræddur um að svipaðir hlutir myndu gerast á HM ef þeir mættu liðum með þrjá miðjumenn á mið- svæðinu. Þetta er akkilesarhæll liðs- ins, ásamt varnarvinnu væng- bakvarðanna. Þetta á sérstaklega við um Yann- ick Carrasco, vinstri bakvörðinn í 3- 4-3-kerfinu, sem er veikur hlekkur og á það til að gleyma varnarskyldum sínum. Það fellur því oft á þrjá öft- ustu varnarmennina, Toby Alderwei- reld, Vincent Kompany og Verton- ghen – með Thomas Vermaelen til vara – að fylla upp í stöðuna hans. Fyrir utan Vertonghen hafa þeir allir átt í vandræðum með meiðsli í vöðv- um og mun heilsa þeirra og form vera lykilatriði fyrir Belga ef þeir ætla sér langt á HM. Liðið hans Martínez flaug í gegn- um undanriðlana og setti met, skor- aði 43 mörk í níu sigurleikjum. Samt vita þeir varla hvar þeir standa þar sem þeir hafa tæplega fengið neina alvöruprófraun í tvö ár. Á síðasta tímabili spilaði De Bruyne stórkostlega með Manchest- er City þar sem hann lék aftar á vell- inum en oft áður. Martínez hefur einnig ýtt honum aftar á völlinn með landsliðinu. Í staðinn fyrir að leika á kanti eða sem sóknartengiliður spilar hann aftar á miðjunni með hinum ag- aða Axel Witsel, sem hefur þrátt fyrir að hafa farið til Kína haldið sæti sínu á undan Mousa Dembélé og Radja Nainggolan, sem komst ekki einu sinni í lokahópinn. „Við höfum séð mikla þróun,“ út- skýrði Martínez. „Þegar þú hefur Ke- vin þar sem hann getur náð löngu sendingunni gerir það þér kleift að setja fimm leikmenn framarlega á völlinn sem hann getur fundið. Hann er nútímaleikstjórnandi og við högn- umst á því að hafa hann með boltann. Kerfið hefur virkað vel fyrir okkur í undankeppninni.“ Nýtt hlutverk De Bruynes hefur veitt fyrirliðanum Eden Hazard auk- ið frelsi. Hazard spilaði afar vel í und- ankeppninni og skoraði sex mörk og lagði upp fimm. Romelu Lukaku var einnig í stuði og skoraði 11 mörk. Hann er langfyrsti kostur Martínez í framlínunni, með Michy Batshuayi, sem á við meiðsli að stríða, til vara. Dries Mertens, sem spilar sem „fölsk nía“ með Napoli, leikur hægra megin í framlínunni. Þessi staða hentar hon- um ekki eins vel og því tekst honum ekki að hafa eins mikil áhrif á leikina og hann gerir með félagsliði sínu. Landslið Belgíu hefur ekki verið almennilega prófað síðan það mætti Spáni í vináttuleik sem var fyrsta verkefni Martínez. Í þeim leik tókst Belgum varla að snerta boltann og vissu ekki hvernig þeir áttu að bregð- ast við. Rauðu djöflarnir gætu skorað mikið af mörkum í Rússlandi, vanda- málið er að þeir gætu fengið mörg mörk á sig líka. Líklegt byrjunarlið: Courtois – Alderweireld, Kompany, Vertonghen – Meunier, Witsel, De Bruyne, Car- rasco – Mertens, Lukaku, E. Hazard. Markverðir: 15 Thomas Meunier PSG (Fra) ’91 17 Youri Tielemans Mónakó (Fra) ’97 1 Thibaut Courtois Chelsea (Eng) ’92 20 Dedryck Boyata Celtic (Skot) ’90 19 Moussa Dembélé Tottenham (Eng) ’87 12 Simon Mignolet Liverpool (Eng) ’88 23 Leander Dendocker Anderlecht ’95 22 Nacer Chadli WBA (Eng) ’89 13 Koen Casteels Wolfsburg (Þýs) ’92 Miðjumenn: Sóknarmenn: Varnarmenn: 6 Axel Witsel Tianjin (Kína) ’89 9 Romelu Lukaku Man.Utd (Eng) ’93 2 Toby Alderweireld Tottenham (Eng) ’89 7 Kevin De Bruyne Man.City (Eng) ’91 10 Eden Hazard Chelsea (Eng) ’91 3 Thomas Vermaelen Barcelona (Sp) ’85 8 Marouane Fellaini Man.Utd (Eng) ’87 14 Dries Mertens Napoli (Ít) ’87 4 Vincent Kompany Man.City (Eng) ’86 11 Yannick Carrasco Dalian (Kína) ’93 18 Adnan Januzaj R.Sociedad (Sp) ’95 5 Jan Vertonghen Tottenham (Eng) ’87 16 Thorgan Hazard Gladbach (Þýs) ’93 21 Michy Batshuayi Dortmund (Þýs) ’93 Lið Belgíu Þjálfari: Roberto Martínez SpániBelgar geta skorað en líka fengið á sig AFP Belgía Kevin De Bruyne átti frábært tímabil með Manchester City og Belgar binda miklar vonir við að hann sýni sínar bestu hliðar í Rússlandi.  De Bruyne er í nýju hlutverki en hef- ur áhyggjur af minnkandi yfirburðum Dominic Fifield The Guardian twitter.com/domfifield Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins ,hefur verið að prófa sig áfram með þriggja manna varnar- línu frá haustinu 2017. Enska liðið spilaði 4-2-3-1-kerfið nánast alla undankeppnina og reyndist það lið- inu vel enda vann England sinn riðil nokkuð örugglega. Þjálfarinn er hins vegar farinn að hallast æ meira að 3-4-3 en enska liðið er ungt að ár- um og telur þjálfarinn að það henti leikmönnum liðsins betur. Í fyrstu töldu menn að Southagate væri að taka mikla áhættu enda eiga enskir ekki marga heimsklassa- miðverði. Þjálfarinn ákvað að nota Kyle Walker sem miðvörð úti hægra megin í þriggja manna varnarlínu og Kieran Trippier var notaður sem hægri vængbakvörður og sú blanda virkaði vel. Walker kemur með mik- inn hraða í öftustu línu enska lands- liðsins og þá er hann mjög sóknar- þenkjandi leikmaður. John Stones verður að öllum líkindum í hjarta varnarinnar og þá má reikna með því að Harry Maguire eða Eric Dier muni spila vinstra megin í vörninni. Í 3-4-3-leikkerfinu nýtist hraði vængbakvarðanna mjög vel en það er einn helsti styrkur enska liðsins en það verður að teljast líklegt að Trippier muni spila hægra megin í Rússlandi og Danny Rose, bakvörð- ur Tottenham, verði vinstra megin. Dier gæti hins vegar líka spilað sem varnarsinnaður miðjumaður en hann þekkir það hlutverk vel hjá Tottenham. Það verður að teljast líklegt að Southgate muni einnig spila með tvo varnarsinnaða miðju- menn, á einhverjum tímapunkti í mótinu. Þegar England þarf hins vegar að stýra sínum leikjum, gegn Panama og Túnis sem dæmi, mun þjálfarinn að öllum líkindum spila 3- 4-3-kerfið eða 3-5-2 með sóknar- sinnaða miðjumenn en það eru stöð- ur sem þeir Dele Alli, Jesse Lingard og Ruben Loftus-Cheek geta allir leyst. Dier myndi þá vera á miðjunni fyrir aftan þá, eða Jordan Hender- son sem er vænlegasti kosturinn ef þjálfarinn ákveður að nota einn varnarsinnaðan miðjumann. Enska liðið skortir hins vegar af- gerandi leikstjórnanda sem getur búið eitthvað til frá miðsvæðinu en Loftus-Cheek gæti leyst þá stöðu með krafti sínum og yfirsýn. „3-4-3 gefur okkur ákveðinn stöðugleika og það einfaldar hlutina mikið fyrir miðjumenn okkar,“ sagði Southgate. „Þetta gerir okkur einnig kleift að breyta til á miðsvæðinu og í sókn- inni. Við getum sem dæmi, í ákveðnum leikjum, spilað með tvo framherja og tvo miðjumenn með einn leikstjórnanda fyrir framan þá eða þrjá miðjumenn og tvo fram- herja.“ Það eru margir möguleikar í boði fyrir stjórann. Ef Harry Kane leiðir framlínuna gæti Jamie Vardy spilað bæði með honum í framlínunni eða fyrir aftan hann. Hann gæti líka far- ið þá leið að vera með sóknarsinnaða miðjumenn fyrir aftan framherjann, eða snögga kantmenn á vængjunum. Hvað sem Southgate ákveður að gera verður að teljast líklegt að Ra- heem Sterling verði í lykilhlutverki. Hann hefur átt frábært tímabil með City og hélt uppteknum hætti með enska liðinu í vináttuleikjum í mars. „Það var gott að sjá Sterling í leik- stjórnandahlutverkinu, við vitum núna að hann getur leyst þessa stöðu í 3-4-3-kefinu eins og hann gerði svo vel gegn Frökkum á síð- asta ári,“ sagði Southgate. Getur Sterling hins vegar spilað sem fram- herji eftir að hafa spilað sem kant- maður með Manchester City allt tímabilið? „Hann er leikmaður sem sækir mikið inn á miðsvæðið og frammi- staða hans með landsliðinu minnir mann stundum á það þegar hann spilaði með Liverpool fyrir aftan þá Luis Suárez og Daniel Sturridge þar sem hann var duglegur að finna sér pláss fyrir aftan framherjana.“ Sterling hefur hins vegar aldrei náð að sýna sitt rétta andlit á stórmóti með enska landsliðinu en það á ekki bara við um hann heldur flesta leik- menn enska liðsins. Það veltur því mikið á því hvort Sterling verður með sjálfstraustið í hámarki þegar liðið hefur leik í Volgograd. Líklegt byrjunarlið: Pickford – Walker, Stones, Maguire – Trippier, Lingard, Henderson, Alli, Rose – Sterling, Kane. Markverðir: 12 Kieran Trippier Tottenham ’90 8 Jordan Henderson Liverpool ’90 1 Jordan Pickford Everton ’94 15 Gary Cahill Chelsea ’85 20 Dele Alli Tottenham ’96 13 Jack Butland Stoke ’93 16 Phil Jones Man. Utd ’92 21 Ruben Loftus-Cheek Chelsea ’96 23 Nick Potpe Burnley ’92 17 Fabian Delph Man. City ’89 18 Ashley Young Man. Utd ’85 Sóknarmenn: Varnarmenn: 22 Trent Alexander-Arnold Liverpool ’98 9 Harry Kane Tottenham ’93 2 Kyle Walker Man. City ’90 10 Raheem Sterling Man. City ’94 3 Danny Rose Tottenham ’90 Miðjumenn: 11 Jamie Vardy Leicester ’87 5 John Stones Man. City ’94 4 Eric Dier Tottenham ’94 14 Danny Welbeck Arsenal ’90 6 Harry Maguire Leicester ’93 7 Jesse Lingard Man. Utd ’92 19 Marcus Rashford Man. Utd ’97 Lið Englands Þjálfari: Gareth SouthgateHefur úr mörgum kost- um að velja AFP England Springur Raheem Sterling loksins út með enska landsliðinu á HM?  England heldur sig við þriggja manna vörn og treystir á Sterling

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.