Morgunblaðið - 27.06.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.06.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI æli- & frystiklefar í öllum stærðum K vissulega ekki verið eins mikið, fyrst Ísland hefði tapað og ekki leikið vel í seinni hálfleiknum „en þegar upp er staðið erum við með svo gott lið, svo góða stjórn og svo góða stuðn- ingsmenn að mér finnst það æð- islegt“. Hörður sagði Rússa almennt ótrúlega spennta fyrir íslenska lið- inu. „Við eigum Rússland! Ísland hefur tekið yfir Rússland; það er bara þannig. Þessi gleði og þessi stemning gerir það að verkum að allir eru með okkur í liði.“ Hörður sagðist einnig hafa fylgst með leik Argentínu og Nígeríu. „Hann spilaðist eins vel og hann gat fyrir okkur, það gaf okkur mikla von að Argentína skyldi skora í lokin og vinna, rétt áður en Króatarnir skor- uðu aftur á móti okkur, rétt eftir að við fengum frábært færi. En svona er bara fótboltinn! Mér fannst Rúss- arnir frábærir, þeir studdu okkur svo vel og sungu með okkur í mið- bænum, í lestinni og á gangstétt- unum á leiðinni hingað að vellinum. Þetta hefur verið alveg yndislegt.“ Sögðu strákana á heimavelli Tveir Rússar, sem voru á meðal íslensku stuðningsmannanna, vöktu athygli blaðamanns; þeir voru með fallegan fána þar sem var að finna skýr skilaboð til landsliðsmannanna þriggja sem leika með borgarliðinu hér í Rostov. Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson voru allir á heimavelli. „Verið rólegir og sigrið – þið eruð heima,“ sagði á fánanum, þar sem bakgrunnurinn var fánar Íslands og Rússlands. Auður Geirsdóttir var ekki síður ánægð. „Ég veit varla hvað ég á segja, þetta er svo mikil upplifun. Þessir strákar eru algjörar hetjur, hafa verið alveg frábærir og hafa satt að segja komið mér á óvart. Rússar hafa líka komið mér á óvart en það sem skiptir mestu máli finnst mér að fólkið sem er hér stendur svo vel saman, stuðningsmennirnir hér eru svo frábær heild, hver elsk- ar ekki þessa stráka, þessa stuðn- ingsmenn, þessa þjóð? Auðvitað var svekkjandi að kom- ast ekki áfram en það skiptir ekki öllu máli. Þetta er búið að vera svo æðislegt að mér finnst allir hetjur.“ Sigurður Sigurjónsson sagðist ótrúlega ánægður þrátt fyrir hvern- ig fór. „Við vorum í séns allan leik- inn, það vantaði bara eitt mark en þeir skoruðu í staðinn, sem var auð- vitað leiðinlegt en leikurinn var vel spilaður og mér fannst strákarnir óheppnir. En stemningin var frábær í kvöld, Tólfan var frábær, liðið var frábært. Þetta hefur verið geggjað ævintýri,“ sagði Sigurður. Nú búast liðsmenn eins og stuðn- ingsmenn til heimferðar að loknum spennandi vikum í Rússlandi. Allir þeir Íslendingar sem sóttu mótið eru hins vegar sammála um að þeir gætu vel hugsað sér að endurtaka leikinn að fjórum árum liðnum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Innlifun Íslensku stuðningsmennirnir sungu af innlifun þegar „Ég er kominn heim“ hljómaði fyrir leik, héldu sínu fjöruga striki allt til enda og fögnuðu landsliðinu vel og innilega að leikslokum. Þakklæti efst í huga fólks  Stuðningsmenn lýsa síðustu vikum í Rússlandi sem ævintýri  Mikill stuðningur frá Rússum  Leik- og stuðningsmenn búast til heimferðar að lokinni þátttöku á fyrsta heimsmeistaramótinu Skýr skilaboð Tveir Rostovbúar sýndu Íslendingum sem leika með liði borgarinnar stuðning; verið rólegir og sigrið, þið eruð heima! Auður Geirsdóttir Sigurður Sigurjónsson Hörður Harðarson Vígbúin Stuðningsmenn íslenska liðsins voru vígalegir á pöllunum í Rostov. Í ROSTOV Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þrátt fyrir að Ísland lyki keppni á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í gærkvöldi, eftir naumt 2:1 tap fyrir Króatíu, lá vel á mörgum stuðnings- mönnum liðsins sem Morgunblaðið ræddi við strax eftir að flautað var til leiksloka. Fólk sagðist almennt gríðarlega stolt af frammistöðunni. „Stemningin var alveg geggjuð, strákarnir stóðu sig eins og algjörar hetjur, baráttan var ótrúleg og við hefðum getað unnið leikinn; mér fannst strákarnir ótrúlega óheppnir, þeir fengu fullt af færum, fleiri en Króatarnir. En þrátt fyrir tap og að þeir séu dottnir út fannst mér ís- lensku strákarnir frábærir,“ sagði Hörður Harðarson. Hann sagðist líka hafa séð leikinn í Volgograd, þar sem stuðið hefði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.