Morgunblaðið - 27.06.2018, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk
„Það er bara búið að vera stórkostlega
skemmtilegt,“ segir Felix Bergsson,
leikari og söngvari, í samtali við Morg-
unblaðið. Felix sá um skemmtiatriði og
að halda uppi stemningu í Hljómskála-
garði fyrir leiki Íslands en hann söng
meðal annars fyrir fólk í hálfleik í leikj-
unum gegn Argentínu og Nígeríu. „ Í
rauninni er mætingin alveg ótrúleg
miðað við þetta veður sem við höfum
haft. Þúsundir manna sem hafa mætt
og bara gríðarleg stemning,“ segir Felix og bætir við:
„Þetta er bara búið að vera mjög gaman.“
Felix segir að þrátt fyrir góða stemningu yfir leiknum í
gær hafi fólk komið seinna í garðinn. „Fólk kom seint og
það var skiljanlegt. Við leyfðum bara sjónvarpsútsending-
unni að lifa og það var það sem fólk vildi. Það vildi koma
saman og horfa á sjónvarpsútsendinguna, hlusta á það
sem sérfræðingarnir höfðu að segja og bara njóta þess að
vera saman þarna niðri í bæ.“
Skemmti fólki í garðinum
Morgunblaðið/Valli
Sungið Stuðningsfólk tekur undir í þjóðsöngnum.
Stórkostlegt að skemmta
stuðningsfólki landsliðsins
Felix Bergsson
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Ísland! klapp, klapp, klapp, Ísland!
klapp, klapp,k lapp!“ Þetta og fleiri
álíka baráttusöngva mátti heyra þeg-
ar farið var um nágrenni Hljómskála-
garðsins laust fyrir klukkan 18.00 í
gær. Tilefnið var að sjálfsögðu leikur
Íslands og Króatíu en allir leikir Ís-
lands á HM voru sýndir á risaskjá í
Hljómskálagarði. Engan bilbug var
að finna á íslenska stuðningsfólkinu í
garðinum þrátt fyrir sárt tap gegn
Nígeríumönnum síðastliðinn föstu-
dag en þó voru örlítið færri stuðn-
ingsmenn mættir í garðinn en síðast.
„Ég er nýbúinn að sjá byrjunar-
liðið og mér líst mjög vel á hópinn. Ég
held að þetta sé sterkasta liðið sem
við erum með,“ sagði Brynjar Stein-
þórsson, einn af stuðningsmönnum
Íslands í Hljómskálagarði, fyrir leik-
inn í gær. Hann var bæði vongóður
og spenntur fyrir leiknum og sagðist
hafa horft á síðasta leik Íslands
heima í stofu en hefði mætt niður í
Hljómskálagarð til að upplifa stemn-
inguna þegar Ísland kæmist upp úr
riðlinum.
Því miður varð Brynjari og öðrum
Íslendingum ekki að ósk sinni því
eins og flestir vita töpuðu Íslendingar
leiknum fyrir Króötum.
Þorði ekki að spá í spilin
„Þú færð ekki spá frá mér eins og
síðast!,“ sagði Sveinn Ásgeirsson,
varaformaður Tólfunnar, þegar blaða-
maður náði tali af honum í hálfleik í
gær. Sveinn hafði í samtali við Morg-
unblaðið spáð Íslandi tvö-núll sigri í
hálfleik gegn Nígeríu á föstudag en
var, eins og í ljós kom, ekki sannspár
þann daginn. „Við skulum vona það
besta. Númer 1, 2 og 3 er að vinna
þennan leik,“ sagði hann þó og hélt
áfram að berja á trommur Tólfunnar.
„Ég veit það ekki. Eitt-núll, tvö-núll.
Við förum yfir,“ sagði annar íslenskur
stuðningsmaður, aðspurður hvernig
leikurinn myndi fara en fæstir vildu
spá um nákvæma útkomu leiksins.
„Síðasta markið braut mig niður“
Það var ekki fyrr en á síðustu mín-
útum leiksins sem ljóst var að HM-
ævintýri Íslendinga í þetta skipti yrði
ekki lengra. Milan Badelj hafði þá
gert mark fyrir Króata á 53. mínútu
leiksins en Íslendingar höfðu átt mörg
góð færi og héldu flestir að þeir
myndu gera fyrsta markið. Bros
breyttust í skeifur á gestum garðsins
og mátti sjá einn stuðningsmann
staulast heim á leið strax þá. Flestir
héldu þó í vonina örlítið lengur og ætl-
aði allt um koll að keyra þegar Gylfi
Sigurðsson þrumaði knettinum í þak-
netið á 76. mínútu. „Ísland! klapp,
klapp, klapp,“ hófst þá á ný í bland við
„húh!“ og önnur baráttuöskur.
Mark Gylfa reyndist þó skamm-
góður vermir því fjórtán mínútum síð-
ar gerði Ivan Perisic mark fyrir Kró-
ata og þar með út af við að Íslending-
ar kæmust upp úr riðlinum. „Maður
er gríðarlega vonsvikinn. Þetta síð-
asta mark í lokin braut mig svolítið
niður,“ sagði Númi Steinn Baldurs-
son, einn af stuðningsmönnum Ís-
lands, á leið úr Hljómskálagarði.
Morgunblaðið/Valli
Fimmtugur Guðni Th. Jóhannesson horfði á leikinn á Barnaspítala Hringsins áður en hann kom við í Hljómskálagarði. Hér má sjá hann fagna þegar Gylfi Sigurðsson setur boltann í netið.
Döpur andlit í Hljómskálagarði
Mikil stemning var í Hljómskálagarði fyrir leik Döpur andlit yfirgáfu garðinn Flestir voru
jákvæðir og vongóðir í hálfleik „Sterkasta liðið sem við erum með“ „Gríðarlega vonsvikinn“
Stuðningsfólk Flestir óskuðu eftir íslenskum sigri í gær. Æiii! Dauf andlit mátti sjá um allan Hljómskálagarð í gærkvöldi.