Morgunblaðið - 27.06.2018, Page 11

Morgunblaðið - 27.06.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin 1988 - 2018 Afmælis- tilboð Í tilefni 30 ára afmælisársins verður 30%afsláttur frá miðvikudeginum 27. júní til miðvikudagsins 4. júlí af öllum blússum, vestum og jökkum Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is Misty Skyrta 9.990 kr. Buxur 9.990 kr. Bolur 6.950 kr. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Það viðrar vel fyrir sniglana núna, blautt og gott. Menn halda alltaf að svona veður sé vont fyrir allt lífríkið en það er ekki þannig,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur. Síðan árið 2003 hefur borið á svo- kölluðum spánarsnigli víðsvegar um landið og segir Erling ástandið vera stöðugt. Snigillinn er ekki öllum til geðs en hann er þekktur fyrir að vinna skemmdir á plöntum og blómabeðum. „Von var á að það yrði sprengifjölgun þegar hann fannst fyrst en svo hefur það ekki reynst þannig,“ segir Erling sem segir skemmdavarginn ekki ennþá vera vandræðagrip en hann hafi alla burði til þess að verða það. Hann útilokar ekki að hinn svo- kallaði pardussnigill geti hindrað út- breiðslu spánarsnigilsins en hann girnist smærri spánarsnigla og egg þeirra. Pardussnigillinn, sem fannst fyrst hér á landi í Grafarvogi árið 1997, er mun algengari en spánar- snigillinn. Hann lifir fyrst og fremst á rotnandi plöntum og sveppum og er því ekki sami skaðvaldur og spánarsnigillinn. Pardussnigillinn hefur fundist á Suðausturlandi og í efri byggðum höfuðborgarsvæð- isins; Mosfellsbæ, Breiðholti og Hafnarfirði. Spánarsnigillinn hefur hins vegar fundist á höfuðborgar- svæðinu, Vestur-, Norður- og Suður- landi. Skaðvaldur Spánarsnigillinn getur étið hálfa þyngd sína af ferskum gróðri. Vel viðrar fyrir spánarsnigla  Pardussnigillinn gæti hamlað útbreiðslu þess spænska Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorsteinn R. Hermannsson, sam- göngustjóri Reykjavíkur, segir inn- kaupadeild borgarinnar vinna að frá- gangi samninga um ný biðskýli fyrir strætisvagna. Samningar borgarinnar við félagið AFA JCDecaux áttu að renna út um mánaðamótin en voru framlengdir til áramóta. Félagið hefur rekið grænu biðskýlin í borginni og jafnframt úti- salerni og auglýsingastanda, til dæmis við Hlemm. Borgin efndi til útboðs um rekstur skýlanna í vor á Evrópska efnahagssvæðinu. Engin tilboð bárust. Eru að fara yfir gögn Þorsteinn segir aðspurður að fjögur félög hafi sýnt áhuga. Félagið Dengsi ehf. hafi eitt viljað leggja fram tilboð sem samrýmdist ákvæðum útboðs- gagna. Tilboð Dengsa sé nú í vinnslu. „Það er ekki búið að endanlega af- greiða samninginn. Það er verið að klára að vinna gögn. Innkaupadeild borgarinnar er að vinna að samningi,“ segir Þorsteinn. Hann segir samninginn ná til að lág- marki 210 biðskýla. Af þeim verði 50 með snjallskjái með rauntímaupplýs- ingum um komu- og brottfarartíma strætisvagna. Slík miðlun upplýsinga er liður í þeirri stefnu borgarinnar að efla almenningssamgöngur. Eitt skilti í einu Til samanburðar hafi AFA JCDe- caux verið með 140 biðskýli. Rætt var um að hámarki 400 skýli í útboðs- gögnum. Stefnt er að því að setja ný skýli upp um leið og þau gömlu eru fjarlægð, eitt í einu. Borgin og Vegagerðin hafa unnið að breytingum á Miklubraut milli Snorra- brautar og Lönguhlíðar. Meðal annars hefur verið hlaðinn grjótveggur Klambratúnsmegin. Við þær fram- kvæmdir voru biðskýli tekin niður. Samskonar framkvæmdir standa nú yfir austar á Miklubraut við strætó- stöðina Gerði. Þorsteinn kveðst að- spurður „síður gera ráð fyrir“ að gömlu biðskýlin verði sett upp á ný. „AFA-skýlin verða uppi fram að áramótum. Það er búið að ákveða það með fulltrúum félagsins. Við ætlum hins vegar í bili ekki að setja upp skýli á Miklubraut fyrr en það koma skýli frá Dengsa. Við sjáum það ekki fyrir okkur á þessu stigi. Dengsi mun lík- lega setja upp fyrstu skýlin á slíkum stöðum þar sem skýli vantar.“ Vinna að samningi um ný strætóskýli Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Á Miklubraut Ný strætóskýli verða sett upp við Klambratún á næsta ári.  Sumar stöðvar áfram án biðskýla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.