Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Allar tegundir nashyrninga eru í
bráðri útrýmingarhættu og dýra-
verndarsinnar reyna sífellt nýjar
leiðir til að koma þeim til bjargar.
Nashyrningshorn eru eftirsótt
af veiðiþjófum í Afríku og ganga
kaupum og sölum fyrir mikla fjár-
muni, en í tilteknum trúar-
brögðum er því haldið fram að í
hornunum búi töframáttur.
Einkum er það hvíti nashyrning-
urinn sem hefur orðið fyrir
barðinu á veiðiþjófum.
Náttúrulífsstofnun Kenía hefur
eftirlit með nashyrningum þar í
landi og í gær voru þrjár kýr í
Naíróbí-þjóðgarðinum svæfðar í
því skyni að bora í horn þeirra og
koma þar fyrir staðsetningarbún-
aði. Allar voru þær af tegund
svarta nashyrningsins. Með stað-
setningarbúnaðnum má rekja ferð-
ir þeirra í þeim tilgangi að kanna
atferli og góma veiðiþjófa.
Nashyrningi
til hjálpar
AFP
Talið er að yfir
45 þúsund séu á
hrakhólum
vegna loftárása
og bardaga á
jörðu niðri í
suðurhluta Sýr-
lands und-
anfarnar vikur.
Þetta kom fram í
kynningu
Samræmingar-
skrifstofu mannúðaraðstoðar Sam-
einuðu þjóðanna í gær.
Átök Sýrlandshers, með stuðn-
ingi Rússa, og uppreisnarmanna
hafa harðnað mjög í Suður-
Sýrlandi síðustu daga, einkum í
Daraa-héraði, og fólksflutningar
samhliða orðið mjög umfangs-
miklir. Flóttinn er sá umfangsmesti
sem orðið hefur í Sýrlandi frá upp-
hafi stríðs árið 2011. Stærstur hluti
flóttamannanna er nú á leið suður
frá austurhluta Daraa og að landa-
mærum Jórdaníu, sem eru að þol-
mörkum komin.
Varað hafði verið við því að með
átökum á svæðinu yrði um 750 þús-
und óbreyttum borgurum stofnað í
hættu. Yfir fimm milljónir manna
hafa lagt á flótta vegna stríðsins og
talið er að sex milljónir séu á flótta
innan landamæra Sýrlands.
Fordæmalaus flótti
vegna stríðsins
Stríð Átök í Daraa
hafa harðnað.
SÝRLAND
Landamæraeft-
irlit Bandaríkj-
anna er hætt að
ákæra foreldra
sem hafa börn
með í för og
koma ólöglega til
Bandaríkjanna
yfir landamærin
að Mexíkó.
Með forseta-
tilskipun í síðustu viku dró Donald
Trump Bandaríkjaforseti það til
baka að börn og foreldrar væru að-
skilin meðan foreldrarnir væru
leiddir fyrir dómara. Trump var
harðlega gagnrýndur um heim all-
an fyrir að skilja foreldra og börn í
sundur með þessum hætti.
Kevin McAleenan, yfirmaður
landamæraeftirlitsins, sagði í gær
að við landamærin væri einfaldlega
ekki nóg pláss til að vista foreldra
ásamt börnum sínum samkvæmt
ákvörðun Trumps. Í máli hans kom
fram að stefna Bandaríkjanna um
„ekkert umburðarlyndi“ í innflytj-
endamálum væri enn í gildi þrátt
fyrir þetta og leitað væri leiða til að
framfylgja fyrrnefndri tilskipun.
Hætta að ákæra for-
eldra við landamæri
Donald Trump
BANDARÍKIN
Bænastund var haldin í gær utan við
Tham Luang-helli í norðurhluta Taí-
lands vegna tólf drengja og fótbolta-
þjálfara þeirra sem hafa verið föst
þar inni í fjóra daga. Mikið úrhelli
vegna monsúnrigninga olli flóði sem
lokaði fyrir megininngang inn í hell-
inn og reyna taílenskir hermenn nú
að bjarga fólkinu og hafa hundruð
sjálfboðaliða einnig lagt hönd á plóg.
Drengirnir eru á aldrinum 11-16
ára og er hópurinn talinn hafa hörf-
að undan flóðunum langt inn í hell-
inn.
Björgunarsveitir hafa reynt að
koma matarbirgðum ofan í hellinn
gegnum sprungu sem gengur inn í
hann, en einnig eru bundnar vonir
við að hægt verði að hífa hópinn með
þyrlu upp um sprunguna.
Aðstæðunum sem björgunar-
sveitir kljást við hefur verið líkt við
slys sem varð í Taílandi árið 2007,
þegar átta manns festust inni í helli
þannig að allir drukknuðu nema
einn.
Lokaðir inni í helli
vegna mikilla flóða
TAÍLAND
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Áætlun bandaríska mótorhjólafram-
leiðandans Harley-Davidson um að
flytja framleiðslu sína fyrir Evrópu-
markað til annars lands er eðlileg af-
leiðing verndartollastefnu Banda-
ríkjamanna, að mati Ceciliu
Malmström, viðskiptaráðherra Evr-
ópusambandsins.
Evrópusambandið kynnti í síðustu
viku refsitolla á mótorhjól, viskí og
gallabuxur gegn Bandaríkjunum
vegna verndartolla Donalds Trump
Bandaríkjaforseta gagnvart sam-
bandinu, 25% toll á stál og 10% á ál.
Harley-Davidson mun með flutning-
unum leitast við að komast undan
innflutningstollum Evrópusam-
bandsins.
„Við viljum ekki refsa Bandaríkj-
unum en það er óheppileg afleiðing
að bandarísk fyrirtæki muni þrýsta
á yfirvöld þar í landi og segja: Bíðið
við, þetta er ekki vænlegt fyrir
bandarískan efnahag,“ sagði Malm-
ström.
Harley-Davidson seldi 40 þúsund
mótorhjól til Evrópu á síðasta ári,
u.þ.b. 16% af heildarsölunni. Í ofaná-
lag hafa fyrrnefndir innflutnings-
tollar Bandaríkjanna á ál og stál
gert fyrirtækinu erfitt fyrir í fram-
leiðslu. Mótorhjólin eru framleidd í
Bandaríkjunum, Ástralíu, Brasilíu
og á Indlandi, en í fyrra var tilkynnt
um nýja verksmiðju í Taílandi.
Fyrirtækið hefur neitað því að ætla
að flytja framleiðslu fyrir Evrópu-
markað til Taílands.
Greiði himinháa skatta í BNA
Trump hefur gagnrýnt ákvörðun
fyrirtækisins og í gær sagði hann
fyrirtækið nota tolla Bandaríkja-
manna sem afsökun fyrir flutning-
unum. Ákvörðunin hefði verið tekin
fyrr á þessu ári, löngu áður en til-
kynnt hefði verið um tollana. Hefur
hann gefið til kynna að Harley-
Davidson muni þurfa að greiða
„himinháa“ skatta hyggist fyrir-
tækið selja mótorhjól til Bandaríkj-
anna.
Trump hótar nú frekari tollum á
varning frá Evrópusambandinu,
einkum á bifreiðar frá Þýskalandi.
„Við erum að ljúka við að kanna
núgildandi tolla á bíla frá Evrópu-
sambandinu. Á þessu sviði hefur
sambandið lengi misnotað Bandarík-
in með tollamúrum. Þegar öllu er
lokið mun þetta allt jafnast út og
þess er ekki lengi að bíða,“ sagði
Trump.
Trump málar sig út í horn
Trump hefur verið stórtækur í
tollamálum í upphafi forsetatíðar
sinnar og hefur einnig boðað stór-
aukna tolla á innfluttan varning frá
Kína. Kínverjar lýstu því yfir að þeir
myndu grípa til hefndaraðgerða
yrðu tollar Trump að veruleika. Við-
skiptaráðherra Kínverja lýsti að-
gerðum Trumps sem fjárkúgun.
Bandaríkjaforseti mun með að-
gerðunum stefna að því að reisa við
efnahag Bandaríkjanna, en tolla-
stríðið er talið spilla samskiptum
Trumps og leiðtoga Evrópuríkjanna
enn frekar. Hafa þau verið umfjöll-
unarefni fjölmiðla allt frá því hann
tók við forsetaembættinu. Trump
hefur ítrekað snúið við leiðtogunum
baki þrátt fyrir áralangt jákvætt
samstarf, t.d. í tengslum við kjarn-
orkusamkomulag við Íran sem
Trump batt enda á fyrr á þessu ári
þrátt fyrir gagnstæðan vilja Evr-
ópuríkjanna.
Eðlileg afleiðing verndartolla
ESB telur flutning Harley-Davidson afleiðingu af stefnu Bandaríkjaforseta
Trump segir fyrirtækið nýta tolla sem afsökun Boðar nýja tolla á Þýskaland
AFP
Forseti Donald Trump og Mike Pence varaforseti funduðu með forsvars-
mönnum Harley-Davidson í janúar 2017. Nú vill fyrirtækið flytja sig um set.