Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 18

Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslenska karla-landsliðið í knattspyrnu hef- ur lokið leik sín- um á heimsmeist- aramótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem færi gefst á slíkri tilkynn- ingu. Það var engin tilviljun að liðinu tókst að vinna sér sæti í hópi úrvalsþjóða knattspyrn- unnar. Þátttökurétturinn sá kom ekki á silfurfati. Íslenska liðið þurfti að sýna að árangur- inn á Evrópumótinu var verð- skuldaður og gerði það myndarlega. Liðið bar aðeins eitt stig úr býtum í Rússlandi. En það eina stig er fjarri því að segja alla söguna. Það náðist eftir harðan leik við eina fremstu knattspyrnuþjóð heims. Í ann- an stað var raunhæf von til þess að Ísland gæti tryggt sér rétt til lokabaráttu 16 þjóða. Sú von varð ekki úr sögunni fyrr en fáeinar mínútur voru til loka leiks Íslands og Króat- íu. Leikurinn gegn Nígeríu var landsliðinu erfiður enda leikið á óvenjuheitum degi, sem hentaði hinum ágætu and- stæðingum óneitanlega betur en liðinu frá 64. breiddargráðunni. En leikurinn gegn Króatíu sýndi að þótt liðið hefði bogn- að um stund eftir tapið gegn Nígeríu var það algjörlega óbrotið. Það hélt ekki aðeins höfði gegn Króatíu heldur átti það fjölmörg góð tækifæri, og sum sannkölluð dauðafæri. Það tókst að jafna með víta- spyrnu Gylfa Sigurðssonar og í framhaldinu lá úrslitamark fyrir Ísland hvað eftir annað í loftinu. Vera má að okkur Íslend- ingum hafi verið spillt ofurlítið með knattspyrnulegu eftirlæti síðustu misserin, og óneitan- lega er notalegt að njóta slíks dekurs um hríð. En það má ekki bjóða vanþakklæti heim. Þess vegna er íslenska lands- liðinu þakkað af heilum hug og það verður áfram stutt af full- um þunga. Íslenska landsliðið sannaði enn í Rúss- landi að árangur þess er engin tilviljun} Fagnað í leikslok S íðustu daga hefur verið umfjöllun um mál manns sem ekki fær inngöngu í lögreglunám við Háskólann á Akur- eyri vegna þess að hann hefur lokið iðnnámi en ekki bóknámi. Þetta til- vik er dæmi um það hversu iðnnám á Íslandi er lítils metið. Á sama tíma er talað um nauðsyn þess að fjölga útskrifuðum nemendum í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það skýtur skökku við að um leið og við tölum fyrir eflingu iðn- og verknáms þá er allt kerfið mjög tregt til að stíga raunveruleg skref til breytinga. Lögreglunáminu var breytt árið 2016 þegar það var fært upp á háskólastig. Menntun lög- reglumanna er mikilvægur þáttur í bættri lög- gæslu og er námið nú sambærilegt við mennt- un lögreglu í öðrum Evrópuríkjum. Þættir eins og netöryggi, vöxtur skipulagðrar glæpastarf- semi, peningaþvætti og vaxandi hryðjuverka- ógn eru þær hættur sem Evrópuríki líta helst til og kalla á aukna þekkingu og þjálfun lögreglumanna. Að sama skapi þarf menntunin að svara kalli tímans hverju sinni. Þrátt fyrir að hafa gert miklar breytingar á náminu verðum við að vera tilbúin að meta hvort það þurfi að gera aðrar breytingar samhliða. Mikill skortur er á nemendum í verk- og iðnnámi. Það er ekki einungis vandamál hér á landi heldur alþjóðlegt. Ein ástæða þess er sú að við leggjum gríðarlega mikið upp úr því að einstaklingar ljúki bóknámi, sem felst í stúd- entsprófi til að bæta við sig menntun. Aðilar sem eru orðnir meistarar í sinni iðngrein hafa lokið iðnnámi (sem er að miklum hluta bóklegt), samningstíma, jafnvel sveinsprófi, meistaraskóla og fengið meistararéttindi eru samkvæmt kerfinu ekki til þess bærir að mennta sig frekar þar sem þeir hafa ekki lokið stúdentsprófi. Það hlýtur hver maður að sjá að svona getur þetta ekki verið. Hér á sér stað kerfisvandi. Megináhersla kerfisins hefur sem fyrr segir verið á bóknám. Þar af leiðir að við sjáum fjölda fólks útskrifast úr bóklegu háskólanámi. Stór hluti þeirra sem útskrifast úr bóklegu háskólanámi mun í fram- tíðinni starfa hjá hinu opinbera. Sú þróun stendur ekki undir sér til lengri tíma. Því þurf- um við aukna fjölbreytni í menntun og fleiri tækifæri fyrir einstaklinga til að bæta við sig menntun. Flestir þeirra sem ljúka iðn- og tækninámi verða sjálfstæðir atvinnurekendur. Þetta eru upp til hópa hörkuduglegir einstaklingar sem eiga ekki að þurfa að þola það að kerfið setji þeim stólinn fyrir dyrnar. Við eigum að ýta undir fjölbreytt val í menntakerfinu okk- ar og hjálpa öllum einstaklingum að finna sér þann farveg í lífinu sem hentar þeim best. Það þarf að breyta kerfinu með þeim hætti að þeir sem lokið hafa iðnnámi eigi þess kost að bæta við sig námi. Til þess þarf kerfið að þora að gera breytingar, ekki bara tala um það án þess að nokkuð gerist. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Hver ákvað að iðnnám væri lítils virði? Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen flestir að baki 6-15 ára starf og höfðu grunnnám (BSc) að baki. Mest var ánægjan hjá hjúkrunarfræðingum sem lokið höfðu framhaldsnámi. Þegar spurt var hvort þátttak- endur áformuðu að hætta á sjúkra- húsinu reyndust 20,5% almennra hjúkrunarfræðinga ætla að hætta á næstu 6-12 mánuðum og 5,5% stjórn- enda. Hæsta hlutfall þeirra sem ætla að hætta var meðal þeirra sem starf- að hafa í 6-15 ár. Loks var kannað hver væru tengsl eflingar í starfsumhverfi við starfs- ánægju og áform um að hætta. Já- kvæð marktæk tengsl reyndust á milli stuðnings stjórnenda og starfs- ánægju. Einnig á milli teymisvinnu og starfsánægju. Minni líkur voru á því að hjúkrunarfræðingar sem sáttir eru við stuðning stjórnenda og mönn- un á spítalanum áformuðu að hætta en hinir sem óánægðir voru. Vilja skoða minni vinnuskyldu Í lok ritgerðarinnar leggur Anna Día m.a. til að stjórnendur í hjúkrun efli góða stjórnunarhætti, hjúkrunar- deildarstjórar fái fræðslu um góða stjórnunarhætti og styðji starfsfólk sitt til starfsþróunar. Skoða ætti að stytta vinnuskyldu sem hafi gefist vel á sjúkrahúsum annars staðar á Norð- urlöndum og laðað hjúkrunarfræð- inga til starfa. Þá þurfi að fjölga nem- endum í hjúkrunarfræði og skipuleggja starfsnámið þannig að það henti bæði nemendum og starfs- fólki sjúkrahúsa. Hægt að bæta vinnu- umhverfi sjúkrahúsa Morgunblaðið/Eggert Hjúkrun Samkvæmt nýrri rannsókn leggja hjúkrunarfræðingar á Landspít- alanum mest upp úr teymisvinnu, stuðningi stjórnenda og mönnun. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Niðurstöðurnar um mik-ilvægi góðra stjórnendaog teymisvinnu falla al-gjörlega að minni reynslu. Rannsóknin ætti að geta ver- ið innlegg í þær umræður sem nú eru um starfsumhverfi stéttarinnar,“ seg- ir Anna Día Brynjólfsdóttir hjúkr- unarfræðingur, sem á dögunum skil- aði meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands, þar sem fjallað er um eflingu í starfsumhverfi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga á Landspít- alanum. Ýmislegt í ritgerðinni kann að geta nýst við greiningu á þeim vanda sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir hvað snertir mönnun starfa hjúkrunarfræðinga. Í ritgerðinni kemur fram að um fimmtungur almennra hjúkrunar- fræðinga á Landspítalnum hyggst hætta stöfum á næstu 6 til 12 mán- uðum. Flestir í þessum hópi eiga að baki 6 til 15 ára starfsaldur. Í rann- sókninni sem liggur ritgerð Önnu Díu til grundvallar voru þrír þættir skoð- aðir sérstaklega, efling í starfsum- hverfi hjúkrunarfræðinga, starfs- ánægja og áform um að hætta störfum. Þá voru athuguð tengsl á milli eflandi þátta í starfsumhverfi við starfsánægju og áforma um að hætta. Niðurstöður sýna að þátttakendur mátu starfsumhverfi sitt nokkuð gott, að starfsánægja var allnokkur en að um 20% hyggjast hætta innan eins árs. Í ljós kom að starfsánægja var tengd stuðningi stjórnenda og teym- isvinnu og áform um að hætta tengd- ust stuðningi stjórnenda og mönnun. Teymisvinna mikilvæg Í ritgerðinni var unnið með fjórar rannsóknarspurningar með ýmsum staðhæfingum. Fyrsta spurningin var um mat hjúkrunarfræðinga á eflandi þáttum í starfsumhverfi. Kom í ljós að þeir leggja mest upp úr teymis- vinnu, stuðningi stjórnenda og mönn- un. Í teymisvinnu var mest áhersla á samstarf hjúkrunarfræðinga og lækna. Önnur spurningin var um starfs- ánægju hjúkrunarfræðinga. Kom á daginn að mikill meirihluti var ánægður, 75,5% almennra hjúkr- unarfræðinga og 94,5% stjórnenda. Meðal þeirra sem voru óánægðir áttu Anna Día segir að niðurstöður sínar bendi til að efling í starfs- umhverfi hjúkrunarfræðinga sé mikilvæg fyrir starfsánægju og stöðugleika þeirra í starfi. Mikilvægt sé því að leggja rækt við þátt stjórnenda, teymis- vinnu lækna og hjúkrunarfræð- inga og mönnun í tengslum við eflingu í starfsumhverfinu. Mik- ilvægustu skilaboðin til hjúkr- unardeildarstjóra séu að þeir leggi áherslu á að veita góða forystu, styðji og hvetji hjúkr- unarfræðinga við ákvarðana- töku og til starfsþróunar og veiti verðskuldað hrós og við- urkenningu. Viðurkenning skiptir máli STARFSÁNÆGJA Morgunblaðið/Eggert Sjúkrahús Efling í starfsumhverfi er mikilvæg varðandi starfsánægju. Innanríkis-ráðherra Ítal-íu, Matteo Salvini, heimsótti Líbíu á dögunum, með það fyrir aug- um að biðja stjórnvöld þar að koma upp sérstökum stöðvum þar sem hægt væri að fara yfir umsóknir flóttamanna og hæl- isleitenda til Ítalíu og Evrópu- sambandsins áður en þeir héldu út yfir Miðjarðarhafið. Með því væri hægt að létta álaginu af flóttamanna- straumnum af báðum ríkjum, en á síðasta ári fóru um 120.000 manns frá Líbíu til Ítalíu. Áhyggjur Ítala eru ekki sprottnar af engu. Landið hef- ur á síðustu árum verið mið- punktur flóttamannastraums- ins frá Norður-Afríku. Meira en 600.000 manns hafa komið til Ítalíu á síðustu fjórum árum og segja stjórnvöld þar í landi að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut. Almenningur virðist sama sinnis, því að flokkarnir sem mynda hina nýju ríkisstjórn landsins náðu völdum meðal annars út á and- stöðu við stefnu Evrópusam- bandsins í þessum málaflokki. Giuseppe Conte, forsætis- ráðherra Ítalíu, lagði því til um helgina á óformlegum fundi nokkurra leiðtoga ríkja Evr- ópusambandsins að hin aðild- arríkin kæmu sér upp „varn- arstöðvum“ til þess að taka við flóttamönnum og hælisleit- endum og létta þannig pressunni af Ítalíu. Mun til- laga Ítala hafa komið öðrum þátt- takendum á fund- inum í opna skjöldu, en til- gangur fundarins var að reyna að finna lausn á þessum mál- um áður en opinber leiðtoga- fundur sambandsins verður haldinn um næstu helgi. Ljóst er að tekist verður hart á um þessi mál á þeim fundi, en Conte varaði við því um helgina að við óbreytt ástand yrði ekki unað. Raunar orðaði hann það svo að Schengen-samstarfið sjálft væri í hættu, þar sem þeir sem kæmu til Ítalíu væru í raun komnir til Evrópu allrar. Raunar hefur það samstarf verið í tvísýnu síðustu árin, þar sem nokkur helstu aðild- arríki samstarfsins hafa notað heimildir til þess að auka vörslu á landamærum sínum til hins ýtrasta til að bregðast við því óviðunandi ástandi sem komið var upp. Þar sem hver höndin virðist upp á móti annarri þegar kem- ur að lausn þessa flókna vandamáls kæmi ekki á óvart ef hörð átök yrðu um helgina, án þess þó að nokkur haldbær lausn fyndist. Fari svo er hætt við að ráðandi öfl innan Evr- ópusambandsins, ekki síst í Þýskalandi, standi frammi fyrir enn meiri pólitískum vanda en verið hefur. Ítalir vilja herða reglur um hælisleit- endur og flóttamenn} Schengen í hættu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.