Morgunblaðið - 27.06.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
✝ Guðrún Garð-arsdóttir fædd-
ist á Búðum í Fá-
skrúðsfirði, S-Múl.,
22. október 1941.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Skóg-
arbæ í Reykjavík 4.
júní 2018.
Guðrún var dótt-
ir hjónanna Garð-
ars Kristjánssonar,
f. 27. september
1909, d. 6. febrúar 1964, og
Guðbjargar Guðmundsdóttur, f.
15. júlí 1911, d. 24. mars 2003.
Systkini Guðrúnar eru Ásta,
f. 1931, Guðrún Birna, f. 1933,
d. 1934, Esther, f. 1935, d. 2017,
Kristján, f. 1937, Halldór, f.
1939, Guðmundur, f. 1946, d.
2009, Garðar, f. 1947, og Stefán,
f. 1954.
Gunnarsson, f. 1969. Börn
þeirra eru 1) Sara, f. 1997, 2)
Alma, f. 2003. Fyrir á Ásta 3)
Tómas, f. 1991, með Haraldi
Úlfarssyni, f. 1963. Maki Tóm-
asar er Selma Smáradóttir, f.
1992. c) Kristinn, f. 1970, maki
Anna Sigríður Blöndal, f. 1970.
Börn þeirra eru: 1) Helena, f.
1998, og 2) Dagur, f. 2002. d)
Bjarney, f. 1975, maki Bjarki
Sigurðsson, f. 1974. Bjarney var
áður í sambúð með Jóhannesi
Arasyni, f. 1970, og börn þeirra
eru 1) Telma, f. 1998, og 2) Ari,
f. 2002.
Guðrún ólst upp á Búðum í
Fáskrúðsfirði og gekk í Barna-
skólann á Fáskrúðsfirði. Guð-
rún fluttist til Reykjavíkur 1959
og kynntist þá eiginmanni sín-
um, Bjarna Kristinssyni, árið
1962. Guðrún sinnti ýmsum
störfum á starfsævinni en
lengstum vann hún í verslun
þeirra Bjarna, Hjartarbúð eða í
um 17 ár.
Útför Guðrúnar fer fram í
Bústaðakirkju í dag, 27. júní
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
Guðrún gekk í
hjónaband árið
1963 með Bjarna
Kristinssyni, f. á
Húsavík 29. desem-
ber 1939. Börn
þeirra eru: a) Erlín,
f. 1963, maki Guð-
mundur Torfason,
f. 1962. Börn þeirra
eru: 1) Elfar, f.
1983, maki Ásdís
Jónsdóttir, f. 1982,
börn þeirra eru Hrafntinna, f.
2007, og Bríet, f. 2017, d. 2017.
Fyrir á Elfar Jóhann, f. 2005,
með Elínu Jóhannsdóttur, f.
1986. 2) Lára, f. 1988, maki Stef-
án Blöndal, f. 1976, barn þeirra
er Leó, f. 2016. Fyrir á Lára Ólí-
ver, f. 2009, með Davíð Hjalta-
syni, f. 1983. 3) Hilmar, f. 1997.
b) Ásta, f. 1965, maki Brynjólfur
Í dag kveðjum við elsku
mömmu okkar.
Minningar um mömmu hrann-
ast upp, dugnaðurinn, jákvæðnin
og hvað hún var alltaf til staðar
þegar eitthvað bjátaði á. Þegar við
lítum um öxl og rifjum upp æsk-
una og liðna tíð stendur hún ljós-
lifandi fyrir okkur þessi dugnaðar-
forkur alltaf að sýsla eitthvað,
byggði ásamt pabba frá grunni
Langagerði sem var okkar heimili
og athvarf fjölskyldunnar, þar var
hún að skafa timbur, naglhreinsa,
snyrta garðinn, gjarnan kölluð
moldvarpan í hverfinu vegna
áhuga og elju í garðinum, sem hún
nostraði við af alúð og krafti.
Mamma var alltaf boðin og búin
að passa börnin fyrir okkur systk-
inin og síðar meir reyndist hún
þeim vel því þau vöndu komur sín-
ar til hennar, t.d. á leið heim úr
skóla, til að spila eða spjalla og
jafnvel fá marmaraköku eða mola
sem alltaf var hægt að ganga að
vísum. Einnig var gott að leita til
hennar til að fá ráð við hinu og
þessu, húsráð eða góð ráð varð-
andi börnin, uppeldið, veikindi eða
annað sem þurfti að ræða.
Fyrstu áratugina var mamma
húsmóðir sem sinnti af alúð stóru
heimili og okkur systkinunum sem
var ómetanlegt fyrir okkur, alltaf
til staðar þegar við komum heim
úr skóla eða frístundum. Þegar fór
að hægjast um á heimilinu tók hún
fullan þátt í rekstri verslunar
þeirra hjóna, Hjartarbúðar, stóð
þar vaktina langtímum saman, var
vel liðin og eignaðist þar marga
góða kunningja og vini.
Þegar þau síðar seldu Hjartar-
búð lá beinast við að helga sig golf-
inu sem mamma hafði ástríðu fyr-
ir og eins og allt sem mamma
gerði tók hún það með trompi, var
meðlimur hvort tveggja í Oddi og
GR, fór holu í höggi oftar en einu
sinni og oftar en tvisvar og var vel
liðin í golfklúbbunum þrátt fyrir
að vera alltaf frekar hlédræg.
Í Skipholtinu, þar sem við
bjuggum fyrstu árin, og í Langa-
gerðinu voru allir velkomnir.
Mamma kemur úr stórum systk-
inahópi þannig að oft var margt
um manninn, vinsælt að koma og
gista og þiggja veitingar eða kaffi-
bolla og spjall hjá mömmu.
Fyrir um fimm árum fór að
bera á veikindum mömmu, þannig
að hún varð áhugalausari um
áhugamál sín og utan við sig en
þrátt fyrir það var hún alltaf bros-
andi og jákvæð. Tók þessu af
ákveðnu æðruleysi og sagðist vera
orðin svo gleymin með bros á vör.
Við systkinin erum ákaflega þakk-
lát fyrir það hvað við fengum góða
aðstoð á þessum tíma, bæði í
Múlabæ og síðar Maríuhúsi þar
sem mamma dvaldi í dagvist, auk
þess sem við fengum ómetanlegan
stuðning frá góðri vinkonu okkar
Ágústu sem var hjá henni tímun-
um saman til að aðstoða hana og
hafa ofan af fyrir henni sem gerði
það að verkum að hún gat dvalist
mun lengur en ella á heimili sínu,
sem henni þótti svo vænt um.
Fyrir ári fékk mamma pláss á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
þar sem hún dvaldi í góðu yfirlæti
þar til hún lést. Þar var yndislegt
starfsfólk sem hugsaði vel um
hana og hjálpaði henni að líða vel.
Það er sárt að kveðja en við ylj-
um okkur við yndislegar minning-
ar um liðna tíð og þessa yndislegu
konu sem var okkur svo mikill inn-
blástur.
Hvíl þú í friði, elsku mamma.
Ásta, Bjarney,
Erlín, Kristinn.
Guðrún tengdamóðir mín var
yndisleg kona. Hún hafði einstak-
lega gott hjartalag, talaði vel um
alla og mátti ekkert aumt sjá.
Hún hafði yndislega nærveru,
var róleg og andrúmsloftið í kring-
um hana afslappað og góður andi á
heimili hennar í Langagerðinu.
Hún hafði skemmtilegan frásagn-
arstíl og kunni margar ævintýra-
legar sögur af fjölskyldunni sem
eru alveg ógleymanlegar. Það var
líka greinilegt að barnabörnunum
fannst gaman hjá ömmu sinni og
leið vel hjá henni, enda sinnti hún
þeim vel og var t.d. mjög dugleg
við að spila við þau.
Auk þess að vinna mikið var
henni margt til lista lagt á heim-
ilinu. Hún bakaði ómótstæðilega
góðar tertur og var mjög flink og
vandvirk saumakona. Þegar hún
byrjaði í golfi gekk henni vel í því
líka og vann til fjölda verðlauna.
Hún var einstaklega bóngóð og
hjálpleg og var alltaf tilbúin til
þess að hjálpa öðrum.
Það er mikill missir að Guðrúnu
en ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þessari fallegu
og góðu konu.
Blessuð sé minning hennar.
Megi hún hvíla í friði.
Anna Sigríður Blöndal.
Elsku amma. Það er óraun-
verulegt að horfast í augu við það
að þú sért farin frá okkur. Minn-
ingarnar sem við sköpuðum sam-
an eru ómetanlegar og verður
þeim aldrei gleymt.
Það er gaman að geta hugsað út
í þá tíma sem maður eyddi með
þér, þeir voru alltaf skemmtilegir
og ákveðnir hlutir sem breyttust
aldrei; að spila saman, borða góm-
sæta marmaraköku sem þú hafðir
bakað og þegar hún var ekki til
var oftast eitthvað annað að finna.
Svo þegar maður var sóttur til þín
tókst þú oft upp veskið og vildir fá
að losa mig út með smá „aur“ sem
þú vissir að myndi setja aukagleði
í litla hjartað.
Golfvöllurinn er staðurinn sem
ég á sem mestar minningar frá í
gegnum árin, það er gaman að
geta sagt frá því að aðalsportið var
að fá að vera með þér og afa á golf-
bílnum; afi að leyfa mér að keyra
og þú að segja eitthvað skemmti-
legt.
Ég kveð þig, elsku amma mín,
með miklum söknuði og góðum
minningum.
Takk fyrir allt.
Þinn
Hilmar Leó.
Elsku besta amma mín, amma
Dedda eins og við Elfar kölluðum
þig. Orð fá því ekki lýst hvað ég
sakna þín mikið, og ég fæ mig ekki
til að halda aftur af tárunum um
leið og ég byrja að skrifa, en ég
get huggað mig við allar góðu
minningarnar sem ég á um þig. Þú
tókst alltaf svo vel á móti manni þó
svo að ég kæmi bara upp úr þurru,
hvort sem það var bara til að koma
og spjalla eða sníkja af þér hádeg-
ismat þegar ég var að vinna í
Skeifunni, þú varst alltaf með
súpu og brauð í boði í hádeginu og
ég var alltaf velkomin. Rödd þín
hljómar í hausnum á mér þegar ég
hugsa til baka. „Nei, Lára mín!“
sagðirðu alltaf þegar ég kom til
þín í heimsókn. Þó svo ég hafi ver-
ið ung þegar þið afi áttuð sjoppuna
þá man ég alltaf eftir hvað mér
fannst gaman að fá að koma og
„hjálpa til“ í búðinni, og alltaf þeg-
ar við systkinin komum í heim-
sókn eða pössun voru alltaf til eins
og ég kalla hann afabrjóstsykur
og marmarakaka. Svo þegar við
vorum að fara heim gafstu okkur
alltaf einn hundrað krónu seðil til
að taka með okkur. Allar góðu
minningarnar komast ekki fyrir
hér, en það er líka allt í lagi, þetta
eru minningar sem ég mun alltaf
eiga og er ótrúlega hamingjusöm
fyrir að hafa eignast með þér. Ég
elska þig, amma mín, og mun allt-
af gera.
Lára Guðmundsdóttir.
Ég og amma Gunna, eins og ég
kallaði hana, vorum miklir vinir.
Þegar ég var í grunnskóla fór ég
heim til hennar nánast daglega
eftir skóla og hún gaf mér ristað
brauð með marmelaði og kakó-
malt. Þegar jólin fóru að nálgast
bakaði hún alltaf bestu kökurnar
og var það í miklu uppáhaldi hjá
mér að fá mér piparkökur og
mjólk hjá henni. Við spjölluðum
mikið saman um daginn og veginn
og höfðum bæði gaman af því að
horfa á golf. Hún kenndi mér ein-
mitt að spila golf þegar ég var átta
ára og er það nokkuð sem ég bý að
enn í dag og er afar þakklátur fyr-
ir. Ég fór oft með ömmu og afa í
golf og fannst það afar skemmti-
legt, sérstaklega þegar ég fékk að
stelast til að keyra golfbílinn
þeirra. Það var alltaf gaman að
koma í heimsókn til ömmu Gunnu
og á tímabili var Langagerði nán-
ast mitt annað heimili, hvort sem
það var að kíkja í ljósabekkinn,
horfa á fótboltaleik eða kíkja á
ömmu til að fá eitthvað gott að
borða og spjalla. Ég sakna þín
mikið, amma, og ég veit að þú ert
komin á betri stað.
Tómas Haraldsson.
Í dag kveðjum við ömmu
Gunnu. Við gerum það með mikl-
um og sárum söknuði en erum
þakklát fyrir allar góðu minning-
arnar sem við eigum um hana. Við
höfðum svo gaman af því að fara í
heimsókn í Langagerðið til ömmu
og afa. Við systkinin fórum marg-
oft í pössun til þeirra og það var
alltaf jafn gaman. Að hugsa til
stundanna sem við áttum með
ömmu fær okkur til að brosa. Hún
var viljug að gera allt með okkur,
hvort sem það var að spila olsen
olsen, lönguvitleysu eða spjalla
um allt milli himins og jarðar. All-
ar heimsóknir í Langagerðið ein-
kenndust af því að amma bauð
okkur einhverjar kræsingar. Hún
var mjög flink að baka og uppá-
haldið okkar var marmarakakan
hennar.
Amma okkar var svo yndisleg
og við erum svo þakklát fyrir
hana. Hún sýndi okkur svo mikla
væntumþykju og var svo hlý og
góð við okkur. Við erum svo þakk-
lát fyrir að hafa kynnst þessari
frábæru konu og það eru forrétt-
indi að fá að kalla hana ömmu okk-
ar. Við kveðjum ömmu með sökn-
uði en brosi á vör þegar við
hugsum um allar þessar góðu
minningar sem við eigum.
Helena og Dagur.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, –
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Nú hefur ástkær amma mín yf-
irgefið jarðneskt líf, þó ég sé
ennþá að gera mér grein fyrir að
svo sé. Ég var svo heppin að fá að
búa í kjallaranum hjá ömmu og
afa um tíma sem gaf mér tækifæri
til að tengjast ömmu sterkari
böndum en ella. Frá fyrstu barn-
æskuminningum vorum við ótrú-
lega nánar, við gátum setið
klukkutímum saman og talað um
allt á milli himins og jarðar. Hún
hafði þann eiginleika að geta látið
öllum í kringum sig líða vel, skil-
yrðislausa ástin og umhyggjan
sem hún veitti mér öll þessi ár
munu fylgja mér í öllu sem ég geri
í framtíðinni. Sagt er að maður
mótist af þeim sem ala mann upp,
og er ég lítið annað en þakklát fyr-
ir að amma mín hafi átt hlut í því.
En það eina sem víst er í þessu lífi
er dauðinn, hann er óumflýjanleg-
ur, og þótt elskuleg amma mín sé
fallin frá eru minningarnar ódauð-
legar. Þær munu lifa með mér
þangað til ég hitti hana hinum
megin, þegar mínum tíma er lokið.
Takk, amma, fyrir allar minning-
arnar og fyrir allt sem þú varst
mér. Blessuð sé minning þín.
Telma Jóhannesdóttir.
Ég sé fyrir mér fyrstu árin okk-
ar í Hlíðunum, stór samheldin fjöl-
skylda. Gunna konan hans Bjarna
frænda var stór hluti af okkar lífi.
Þau bjuggu í Skipholtinu og var
mikill samgangur á milli heimil-
anna. Á þessum árum sáu konurn-
ar að mestu leyti um uppeldi
barnanna og gerðu það með því-
líkum glæsibrag að ef eitthvað
kom upp á voru mömmurnar fljót-
ar að leysa málin. Gunna var af-
skaplega falleg kona svo eftir var
tekið. Hún var kraftmikil, bros-
mild og okkur krökkunum ákaf-
lega góð og umhyggjusöm. Ljúf-
mennska hennar er okkur
minnisstæð. Í minningunni er það
ljóslifandi þegar mamma og
Gunna sátu saman í eldhúsinu,
drukku kaffi og leystu lífsins
vandamál. Þetta voru góðir tímar.
Þá voru líka haldin fjölmenn af-
mæli þar sem krakkarnir í göt-
unni, frændsystkini og börn vin-
kvenna komu saman og borðin
svignuðu undan kökum og kræs-
ingum og við börnin fengum eina
flösku af kóki eða appelsíni í gleri.
Þá var hátíð í bæ. Það eru ljúfar
minningar frá þessum árum og
þær eru sveipaðar einhverjum
ævintýraljóma. Það var alltaf
gaman að umgangast Gunnu,
hennar góða skap og geislandi
framkoma einkenndu hana alla
tíð. Við systkinin vorum líka oft í
pössun hjá henni þegar við vorum
lítil og hún umvafði okkur kærleik
og blíðu.
Eftir að við urðum eldri hittum
við Gunnu aðallega í fjölskyldu-
boðum. Alltaf var jafn gaman að
hitta hana, alltaf sama ljúf-
mennskan.
Blessuð sé minning okkar kæru
Gunnu.
Við sendum Bjarna, börnunum,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Kristinn, Inga, Guðjón
og Bjarni Gerðu- og
Sigurjónsbörn.
Guðrún
Garðarsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, mágur og afi,
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON
múrarameistari,
Norðurvör 9, Grindavík,
lést föstudaginn 8. júní. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Eva Kolfinna Þórólfsdóttir
Alma S. Guðmundsdóttir Kári Guðmundsson
Axel R. Guðmundsson Sigríður Tómasdóttir
Anton K. Guðmundsson Rebekka Ó. Friðriksdóttir
Kristinn B. Þórólfsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR BENEDIKT BENEDIKTSSON,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
lést föstudaginn 22. júní á Landspítalanum
í Reykjavík. Útför hans verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rannveig Bjarnadóttir
Ríkarður Óskarsson
Guðrún Óskarsdóttir
Helgi Þór Óskarsson
Hafþór Óskarsson
Óskar Halldór Óskarsson
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
SIGURÐUR ARNÓR HREIÐARSSON,
skipstjóri,
Dalalandi, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar mánudaginn
25. júní. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. júlí
klukkan 14.
Ingvar Sigurðsson
Þórdís Jóna Sigurðardóttir Kristján Vigfússon
Hreiðar Már Sigurðsson Anna Lísa Sigurjónsdóttir
barnabörn, barnabarn og systkini
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir,
bróðir, afi og langafi,
ÞÓRÓLFUR ÁGÚSTSSON,
verslunarmaður o.fl.
frá Vík í Stykkishólmi,
lést mánudaginn 25. júni á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð.
Ágúst Magni Þórólfsson Ásta Júlía Hreinsdóttir
Erla Þórólfsdóttir
Valgerður Kristjánsdóttir
Hrafnhildur Ágústsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn