Morgunblaðið - 27.06.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
✝ Sigþór Há-konarson
fæddist í Reykjavík
23. desember 1951.
Hann lést af slys-
förum 13. júní
2018.
Foreldrar hans
voru Hákon Þor-
steinsson, f. 25. maí
1924, d. 26. mars
2009, og Benedikta
Lilja Karlsdóttir, f.
19. apríl 1924, d. 23. febrúar
2003.
Alsystkini Sigþórs eru Hákon
og Margrét, en fyrir átti Bene-
dikta þau Karl og Guðrúnu.
Sigþór kvæntist Lilju Braga-
dóttur, f. 24. febrúar 1952. For-
Hrund, f. 1996, b) Bjartur Hart-
mann, f. 2006. 3) Hákon, f.
1977, maki Kristín Gunnars-
dóttir, f. 1969, hans sonur Sig-
þór, f. 2002.
Sigþór og Lilja hófu búskap í
Nökkvavogi og síðar í Breið-
holti, en hafa búið í Garðabæ sl.
22 ár. Sigþór ólst upp í Reykja-
vík fyrstu 17 ár ævi sinnar, en
fluttist þaðan með fjölskyldu
sinni í Kópavog. Hann stundaði
nám í rafvélavirkjun hjá Segli
og lauk þaðan sveinsprófi 1974.
Hann vann síðar hjá Björgvini
Kristóferssyni rafvirkjameist-
ara, en starfaði svo sjálfstætt
sem rafverktaki eftir það. Í
seinni tíð, eða allt frá árinu
2000, starfaði Sigþór sem lög-
giltur vátryggingamiðlari en
síðastliðin tvö ár hafði hann
snúið sér aftur að rafvirkjun.
Útför Sigþórs fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 27. júní
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
eldrar hennar voru
Bragi Jónsson, f. 9.
október 1925, d.
12. september
2009, og Ásta M.
Hartmannsdóttir, f.
23. apríl 1933, d.
24. desember 2007.
Börn Sigþórs og
Lilju eru: 1) Bragi,
f. 1969, maki Guð-
rún Svava Hlöð-
versdóttir, f. 1964.
Þeirra börn eru a) Hjörvar
Hans, f. 1991, maki Guðbjörg K.
Gunnarsdóttir, f. 1987, þeirra
barn Mía Sóllilja, f. 2018, en
fyrir á Guðbjörg Björn Atla, f.
2008. b) Lilja, f. 1999. 2) Hörð-
ur, f. 1974, börn hans a) Harpa
Mig dreymdi þig nokkrum
dögum fyrir slysið. Þegar ég
vaknaði ætlaði ég að hringja í
þig, ég hringdi ekki og núna er
ég að skrifa um þig minning-
argrein. Ég vildi að ég hefði
tekið upp tólið og sagt: „Hæ,
hvað er að frétta?“ Skyndilegt
fráfall þitt minnir okkur hin á
að við eigum að taka utan um þá
sem okkur þykir vænt um.
Mér þótti vænt um þig, kæri
bróðir. Við vorum að mörgu
leyti ólíkir en áttum líka margt
sameiginlegt. Það voru ellefu
mánuðir á milli okkar. Í æsku
gátum við borðað af sama disk-
inum; þú kjötið og ég kartöfl-
urnar. Þú stærri, sterkari og
tókst þrjóskuna úr báðum ætt-
um.
Við slógumst oft í æsku,
deildum oft í lífinu, en vorum
samt alltaf vinir. Við unnum
saman í 30 ár og fórum ófáar
söluferðirnar saman. Ferðir sem
munu aldrei gleymast. Lentum í
mörgum skemmtilegum uppá-
komum og frá þessum ferðum
eru margar af mínum bestu
minningum.
Sigþór var sölumaður af guðs
náð með góða nærveru, góðan
húmor og átti einstaklega auð-
velt með að laða fólk að sér.
Fjölskyldur okkar voru mjög
nánar og saman ferðuðumst við
víða um heim. Sigþór var svara-
maður minn, ekki bara í einu,
heldur í tveimur brúðkaupum.
Hann var mjög vel lesinn og
stálminnugur. Mikill Bítlaaðdá-
andi og kunni sögu þeirra og
texta, hafði góða söngrödd og
var mjög músíkalskur. Sigþór
var drengur góður. Samferð
okkar er lokið í bili, en ég trúi
því að leiðir okkar eigi eftir að
liggja saman síðar.
Lilja og Sigþór voru mjög
samrýnd og góðir vinir, búin að
ganga saman í gegnum lífið í
rúm 50 ár. Sigþór var mikill
fjölskyldumaður og góður pabbi
og enn betri afi. Missir fjöl-
skyldunnar er mikill. Elsku
Lilja, Bragi, Hörður, Hákon og
fjölskyldur, megi guð vera með
ykkur og hjálpa ykkur í sorg-
inni.
Hákon bróðir.
Ef lífið er ferðalag þá er vart
hægt að hugsa sér betri ferða-
félaga en hann Sigþór móður-
bróður minn. Ferðalög með Sig-
þóri voru ævintýri, alltaf
skemmtileg og viðburðarík.
Við Anna urðum eitt sinn
samferða Sigþóri frænda og Há-
koni afa austur á Egilsstaði. Við
lögðum af stað á björtum og fal-
legum sumardegi, fórum suður
fyrir og nutum þess að hlusta á
sögur alla leiðina. Hver einasti
bær eða bensínstöð kallaði á
nýja sögu og landslagið lifnaði
við þar sem þeir feðgarnir
kepptust við að segja okkur sög-
ur, af fjalli á vitlausum stað eða
sérkennilegum presti sem
kvæntist hestinum sínum; þarna
komu líka við sögu ansi brattur
þjónn með tómt eldhús, draugur
sem drakk bara vodka og önnur
skringileg atvik. Við hlógum alla
leiðina, sungum, hlustuðum á
Bítlana, ferðin leið hratt áfram,
og ég heyri ennþá Sigþór hlæja,
sprella og blístra. Það var tón-
list í augum hans, sól og gleði. Á
svona ferðalögum týnist tíminn,
eftir sitja dýrmætar minningar
um mann sem stækkaði til-
veruna. Svo lýkur allt í einu
þessu ferðalagi.
Hann gat brugðist við öllum
mögulegum aðstæðum með hinu
íslenska æðruleysi og jákvæðni:
þetta reddast. Og vanalega
reddast það – einhvern veginn;
ef samúð og hjálpsemi er til
staðar er allt hægt og Sigþór dó
aldrei ráðalaus. Eitt sinn vorum
við pabbi ræstir út seint um
kvöld til þess að bjarga ein-
hverjum félaga hans sem var að
byggja, það átti að steypa plötu
um morguninn og ekkert klárt.
Þetta var daginn fyrir Þorláks-
messu, afmælið hans. Við lögð-
um rafmagnsrörin, bundum
steypustyrktarjárn í hríð og byl
langt fram undir morgun. Ég
gleymi aldrei svipnum á frost-
börðu andlitinu á Sigþóri þegar
við náðum að klára verkið rétt
áður en steypubíllinn renndi í
hlað, þá kveikti hann sér í sígar-
ettu með blóðugum ísköldum
fingrum og sagði: „Þær bíta
okkur ekki flugurnar og pödd-
urnar í þessu veðri, við getum
þakkað fyrir það“ – og þarna
stóðum við, blautir og kaldir, og
skellihlógum.
Við hin höldum ferðalaginu
áfram, en söknum hans, því
hann var alltaf til staðar, hlýr,
hjálpsamur og úrræðagóður.
Nú, þegar við minnumst Sig-
þórs með söknuði, er ekki hægt
annað en brosa í gegnum tárin –
hann var svo skemmtilegur.
Heimili þeirra Lilju hefur í ára-
tugi verið samfellt og rausnar-
legt gestaboð, bjargfesta fyrir
öll börnin, barnabörnin og okk-
ur frændsystkinin. Fegurðin og
lífsgleðin er ekki bara eitthvert
skraut, hún er kjarni lífsins.
Takk fyrir samfylgdina, minn
kæri vinur og frændi. Við Anna
vottum Lilju og allri fjölskyld-
unni samúð okkar.
Hljómsveitin spilar tónlist
sem er bara til nú og nú
og aftur nú
Og meðan tónlistin lifir
hverf ég ekki
Meðan tónlistin lifir
óttast ég ekki
Ber enga virðingu
fyrir svonefndum buska
(Sigurður Pálsson)
Freyr Eyjólfsson.
„Sæll frændi!“ Þannig byrj-
uðu öll þau mörgu og skemmti-
legu samtöl þegar Sigþór frændi
minn hringdi. Hann hringdi oft-
ast til að hvetja, til að segja
hvað honum fannst um eitt og
annað. Eins vildi hann hlusta.
Hann skammaðist aldrei. Það
var ekki hans háttur. Sigþór var
umtalsgóður maður, hnyttinn og
skemmtilegur. Hann var hlýr og
hafði góða návist.
Sigþór fer héðan alltof
snemma. Ég sakna hans. Aðrir
hafa misst meira en ég. Lilja,
synirnir og aðrir afkomendur
Sigþórs hafa misst mikið úr sínu
lífi.
Sama er með systkini hans og
þeirra fjölskyldur. Hugur minn
er hjá þeim og ég vona að þau
megni að lifa með sorginni.
Mamma mín, móðursystir
Sigþórs, hringdi til að segja mér
af andláti Sigþórs Hákonarson-
ar. Hún sagði: „Mér er illt, ég
er með verki. Þetta er svo sárt.“
Það var hverju orði sannara. Ég
kenni líka til.
Sigþór Hákonarson var fyrir-
myndarmaður. Viðhorf hans,
framkoma, háttsemi og svo
margt annað voru dæmi um
það. Við öll, sem þekktum Sig-
þór Hákonarson, höfum misst
mikið. Það vantar mikið þegar
hann vantar.
Sigurjón M. Egilsson.
Haustið 1997 varð kærleiks-
hópurinn okkar til. Hópur sem
óx, dafnaði og myndaði sterk
vináttubönd og hefðir. Í dag
kveðjum við góðan vin, dýrmæt-
an hlekk í hópnum, hann Sigþór
okkar. „Bilið er stutt milli blíðu
og éls.“
Einn daginn njótum við okk-
ar hefðbundna vordags í Lyng-
holti hjá Lilju og Sigþóri, með
tilheyrandi skoðunarferð – að
þessu sinni til Þorlákshafnar –
smávegis útivera með skógar-
ferð og gróðursetningu og end-
að á dásamlegum kvöldmat með
sögum úr lífi okkar allra.
Daginn eftir er Sigþór dáinn
og ekkert verður aftur eins.
Minningar og þakklæti fylla
hug og hjarta. Það er ómet-
anlegt nú að eiga minningarnar
um Rómarferðina sl. haust og
Parísarferðina okkar fyrir tíu
árum. En dýrmætast er að sjá
fyrir sér einlæga tjáningu Sig-
þórs, með sinn einstaka húmor,
ferðagleði, vinnugleði og stolt
yfir fjölskyldunni sinni, sem var
honum númer eitt, tvö og þrjú
og þó sérstaklega Liljan hans,
sem var honum við hlið í gegn-
um lífið allt frá unglingsárum.
Guð blessi minningu um góð-
an dreng.
Innileg samúðarkveðja,
Guðrún og Jón, Sigrún og
Magnús, Helga og Hannes.
Ég sit heima og íhuga lífið og
tilveruna. Þá kemur upp í huga
mér hvernig við kynntumst,
kæri vinur.
Við bjuggum í grennd hvor
við annan í Seljahverfi, áttum
börn á svipuðum aldri og tveir
af strákunum okkar urðu og eru
æskuvinir. Á þessum tíma unn-
um við mikið og vorum afar
uppteknir um helgar við að
dýrka það sem felldi okkur
báða.
Við endurnýjuðum líf okkar á
svipuðum tíma fyrir 30 árum og
sóttum von og styrk á fundum í
Seljakirkju.
Við gengum saman í gegnum
þetta ferli. Ég minnist þess hve
ég öfundaði þig af því hvað þú
varst jákvæður og tókst lífinu
létt. Gleði, bjartsýni og von
fylgdu þér í hverju skrefi. Þú
varst heill og sannur.
Ég sagði stundum við konuna
mína: „Ég vildi að ég hefði
skapgerðina hans Sigþórs.“
Það gerðist eins og af sjálfu
sér að við tókum að hittast
reglulega, nokkrir félagar þess-
arar deildar, í hádeginu á
fimmtudögum og snæddum
saman. Við ræddum ekkert sér-
stakt heldur miklu fremur allt
milli himins og jarðar en eftir á
að hyggja voru þessar samræð-
ur allt í senn; traustur grunnur
og vonarvegur, lýstur hugheil-
um vilja, bjartsýni, von og trú.
Við kölluðum þetta Asíufélag-
ið. Þar voru allir einlægir og
fölskvalausir vinir. Við treystum
hver öðrum.
Þú ert horfinn úr jarðnesku
lífi okkar og þín er sárlega
saknað.
Nú er enginn Sigþór til að
hringja í mig og minna mig á
hádegisfundinn: „Hæ Grímsi, er
ekki matur? – Ég mæti.“
Þegar hér var komið gengum
við í laufguðum lundi sjálfsvit-
undar, hreinskilni og sannleika.
Við nutum ævintýra lífsins en
kynntumst líka skuggahliðum
þess.
Ferð okkar til Indlands er
ógleymanleg – ekki síst að sjá
með eigin augum þetta fjöl-
menna, fátæka land og þá
mengun sem alls staðar var
sýnileg.
Flórída var annar heimur.
Þangað fórum við, spiluðum golf
og fórum í siglingu. Þessar
stundir eru okkur hjónum afar
kærar og hlýjar. Þær lifa í
minningunni.
Ég minnist þess að við rædd-
um oft hversu lánsamir við vær-
um með líf okkar í dag.
Staðreyndin er sú að við mik-
ilvægustu krossgötur lífsins
standa sjaldnast vegvísar. Sá
sem á sér ekkert innra líf verð-
ur þræll ytri aðstæðna.
Ég minnist þess að við rædd-
um oft hversu lánsamir við vær-
um með lífið í dag.
Kæri vinur. Þú varst einstak-
ur maður. Þú varst traustur vin-
ur og ávallt reiðubúinn að
hjálpa og styðja aðra í erfiðleik-
um.
Þú varst óskiljanlega jákvæð-
ur og sást spaugilegu hliðarnar
á tilverunni. Það er náðargjöf.
„Gleðin er í senn birta og yl-
ur, sem þenur út æðarnar, og er
því eitt besta heilsulyfið.“ – Þór-
arinn Björnsson.
Raunar er einfaldast að segja
að þú varst góð manneskja;
drengur góður eins og okkur er
tamt að taka til orða.
Við hjónin kveðjum þig, kæri
vinur, með sorg í hjarta. Elsku
Lilja – við vonum að kærleiks-
ríkur guð styrki þig á þessum
erfiðu tímum og verði þér,
Braga, Herði og Hákoni andlegt
þrek til að horfa til framtíðar,
takast á við sorgir og sigra – að
lifa lífinu.
Ég trúi því og treysti að Sig-
þór vinur minn sé á himnum og
sitji við hægri hönd Guðs.
Kærleikskveðja,
Hallgrímur og Helga.
Það er erfitt að meðtaka það
að einn besti vinur minn, Sigþór
Hákonarson, sé fallinn frá. Sig-
þór var einstaklega góður vinur.
Við kynntumst fyrir 30 árum
og vorum alltaf í mjög góðu
sambandi. Við ferðuðumst mikið
saman ásamt mökum t.d. til
Memphis 2008 þar sem við fór-
um til Graceland á heimili Elvis
og í Sun-stúdíóið þar sem við
sungum hvor inn á sína plötuna.
Sigþór tók lagið My Way með
Frank Sinatra og rúllaði því
upp. Hann var mikill tónlistar-
unnandi, alltaf trallandi, hafði
góða söngrödd, jákvæður og í
góðu skapi. Í vor fórum við sam-
an til Havana á Kúbu, sem er
mikil tónlistarborg, og skemmt-
um okkur vel. Á göngu okkar
um Havana kom Sigþór auga á
utanáliggjandi rafmagnslagnir
sem honum þótti afar frumstæð-
ar og eftirtektarverðar. Síðan
var tekinn rúntur á Oldsmobile
’58, sem var mikil upplifun. Sig-
þór var mjög spenntur fyrir
Castro-safninu og skellti sér
þangað. Þar fékk hann sér
„byltingarhúfu“ og var stoltur
að bera hana enda fór hún ekki
af honum það sem eftir var
ferðarinnar. Ég gæti haldið
lengi áfram að segja frá ferðum
okkar þar sem við fórum víða
gegnum árin, en eftir-
minnilegast er hversu skemmti-
legt þetta var alltaf hjá okkur.
Á ferðalögum okkar vinanna
spiluðum við oft kana á kvöldin
og vorum stundum orðin svo
rugluð að enginn vissi hver átti
að gefa og var þá mikið hlegið.
Við vorum komin með einka-
húmor þar sem Sigþór sagði við
ýmis tækifæri þegar heim var
komið: „Hver á að gefa?“
Við spiluðum mikið golf sam-
an, Sigþór, ég og vinur okkar
Þorleifur, bæði hér heima og í
Flórída. Það sem var svo lýs-
andi fyrir skapgerð Sigþórs var
að hann brást aldrei illa við þeg-
ar höggin voru ekki upp á það
besta, heldur tók því með bros á
vör.
Við vorum nokkrir félagar
sem hittumst einu sinni í viku í
hádegismat undanfarin 25 ár,
lengst af á veitingastaðnum As-
íu sem var við Laugaveginn,
enda hópurinn kallaður Asíu-
félagið. Sigþór hélt vel utan um
hópinn og hafði frumkvæði að
því að hringja í félagana og
minna á hittinginn.
Hans verður sárt saknað af
okkur Asíufélögunum. Sigþór
var mikill fjölskyldumaður og
þótti mér fallegt hversu náinn
hann var Lilju eiginkonu sinni,
börnum og barnabörnum enda
var fjölskyldan honum mjög
kær. Hann var upp með sér
þegar hann talaði um nýfædda
langafabarnið. Ég kveð góðan
vin minn með miklum söknuði
og þakklæti. Við fjölskyldan
vottum Lilju, Braga, Herði, Há-
koni og fjölskyldunni allri inni-
lega samúð.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Guð blessi minningu Sigþórs
Hákonarsonar.
Svavar Helgason.
Enginn veit ævi sína fyrr en
öll er og allt of margir falla fyrir
aldur fram. Sigþór vinur okkar
var einn af þeim.
Kynni okkar hófust á
bernskuslóðum Sigþórs í Voga-
hverfinu í Reykjavík á blóma-
skeiði ’68-kynslóðarinnar. Með
okkur varð til náin vinátta sem
auðgað hefur líf okkar allra og
haldist æ síðan. Sigþór var mað-
ur jafnaðargeðs, húmors og fé-
lagslyndis og átti þar af leiðandi
marga vini og kunningja sem
hann kynntist í gegnum þau
fjölmörgu störf sem hann tók
sér fyrir hendur á lífsleiðinni.
Þeir sem kynntust Sigþóri
fundu strax að þar fór maður
með metnað og dug í starfi og
var þá sama hvert verkefnið var
og alltaf var stutt í húmorinn
hvernig svo sem áraði.
Sigþór var glaðlyndur og hlýr
fjölskyldumaður sem naut þess
að hafa ástvini sína, börn og
barnabörn í návist sinni og var
duglegur að styðja þau í leik og
starfi.
Kæri vinur, þótt dregið hefði
úr samskiptum okkar á síðari
árum brást þú aldrei þeim
gamla vana að hringja í vini og
vandamenn á afmælisdegi við-
komandi. Þau símtöl gátu orðið
löng og skemmtileg og oft flétt-
uð spaugilegum hliðum tilver-
unnar. Þetta var þín leið til að
halda vináttusambandi í heimi
áreitis og krafna, þar sem tím-
inn er sjaldan nógur.
Á þessari stundu er okkur
efst í huga söknuður en einnig
þakklæti fyrir öll gömlu árin
sem við áttum saman í leik og
starfi. Elsku Lilja, fjölskyldu
þinni, börnum og barnabörnum,
vottum við okkar dýpstu samúð
og biðjum algóðan guð að
styrkja ykkur á erfiðri stundu.
Bára og Ingvi.
Sigþór
Hákonarson
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
EYRÚN RANNVEIG ÞORLÁKSDÓTTIR,
Krossi í Ölfusi,
lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum,
Selfossi laugardaginn 23. júní.
Jarðarförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn
30. júní klukkan 14.
Ragnheiður Lúðvíksdóttir Þorsteinn Jóhann
Vilmundarson
Magnús Arnulf Lúðvíksson Laufey Jónsdóttir
ömmubörn, langömmubörn, systkini
og aðrir aðstandendur