Morgunblaðið - 27.06.2018, Page 25
glaðværðar. Hún var líka alltaf
svo smart, vel klædd og „vel til-
höfð“, eins og mamma mín hefði
orðað það. Gurra og mamma voru
miklar vinkonur og eftir að þær
höfðu báðar misst maka sinn fóru
þær saman í nokkrar utanlands-
ferðir, m.a. í útskriftarveislur og
brúðkaup til Svíþjóðar þar sem
Helgi bróðir er búsettur.
Á námsárum mínum í höfuð-
borginni bjó ég hjá Gurru og
Magnúsi manni hennar, það var
dásamlegur tími. Þau voru alltaf
svo góð við mig og umhyggjusöm
og hikuðu ekki við að lána mér
húsið sitt ef ég vildi halda bekkj-
arsystkinum mínum boð.
Gurra og Magnús eða Maddi
eins og hann var kallaður voru
glæsilegt par, alltaf glöð og kát
og var missir Gurru minnar mik-
ill þegar Maddi féll frá eftir erfið
veikindi. Gurra missti einnig þrjú
barna sinna, son nýfæddan og
svo þá Guðmund og Reyni. Einn-
ig reyndi mikið á frænku mína
þegar Sigrún tengdadóttir henn-
ar féll frá á besta aldri eftir erfið
veikindi. Aldrei brotnaði hún
Gurra frænka þrátt fyrir öll þessi
áföll, alltaf svo falleg og yndisleg,
brosti bara í gegnum tárin.
Síðustu árin bjó Gurra á
Hrafnistu í Hafnarfirði og tók
alltaf vel á móti okkur systrum
þegar við heimsóttum hana þang-
að.
Smám saman dró af henni og í
lokin þurftum við að kynna okkur
en brosið hennar fallega var allt-
af til staðar. Hún var einstök
frænka og sagði ég oft við hana
að hún væri fallegasta og besta
frænkan mín.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð
uns hittumst við aftur heima.
(Höf. ók.)
Guð blessi minningu elsku
frænku minnar.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sendi ég Boga syni henn-
ar og fjölskyldunni allri.
Soffía K. Kristjánsdóttir.
Ég kveð góða vinkonu og fyrr-
verandi tengdamóður eftir ára-
langa göngu.
Gurra, eins og hún var alltaf
kölluð, kenndi mér margt. Báðar
áttum við rætur að rekja til Ísa-
fjarðar þar sem við sóttum sama
skóla með 25 ára millibili. Í öllu
sem varðaði húshald skoraði
Gurra alltaf hæst. Við gátum allt-
af hlegið og gert að gamni okkar
sem var svo gott.
Sonur okkar Guðmundar heit-
ins, Hrólfur Erling, átti alltaf vís-
ar yndislegar stundir hjá ömmu
Gurru og afa Magnúsi.
Á þessum tíma vorum við for-
eldrarnir í vinnu alla daga. Gurra
og Magnús stóðu ávallt eins og
klettar í hafi með faðminn opinn á
Fornhaganum eða á okkar heim-
ili.
Dag hvern kom sonur okkar til
afa í hádeginu úr Melaskóla, þar
sem tekið var á móti honum með
hádegisverði og ást. Eftir það var
lært saman í afastofu fyrir næsta
dag og áttu þeir ógleymanlegar
stundir saman. Snögglega þegar
þeir voru tveir saman einn dag-
inn veiktist afi Magnús. Það
reyndist syni okkar þungbær
reynsla.
Síðan kom tímabil þar sem
hvert áfallið rak annað. Elsku
Gurra missti Magnús, tvo syni
ásamt elskulegri tengdadóttur
með stuttu millibili. Þá kom í ljós
sá mikli styrkur og æðruleysi
sem henni var gefið.
Með tímanum áttum við margt
sameiginlegt í gleði og sorg og
fundum styrk hvor hjá annarri
þegar á bjátaði.
Vil ég þakka Gurru fyrir alla
þá hlýju sem þau Magnús sýndu
mér og okkar litlu fjölskyldu. Sú
hlýja var óendanleg í blíðu og
stríðu – öll elskuðum við hvert
annað.
Takk fyrir allt.
Hallfríður Hrólfsdóttir.
Nokkur orð til minningar um
bróður minn Arnar (hann hét í
höfuðið á fjallinu Erni, sem er
perla Bolungarvíkur). Arnar
fæddist 1931 í Bolungarvík,
hann var elstur fimm systkina
sem voru börn Guðfinnu Gísla-
dóttur og Guðmundar Jakobs-
sonar. Hann er sem sagt kominn
af sjómönnum og þurrabúðar-
fólki. Til dæmis fórst föðurafi
hans, Jakob, í Djúpinu ungur að
árum og lét eftir sig konu og
fimm börn.
Arnar byrjaði ungur til sjós á
bátum og togurum, vann við
akstur og lærði síðar prentiðn.
Hann var gæfumaður í einkalíf-
inu, átti tvær konur og sex börn,
allt sómafólk.
Mér fannst alltaf stóri bróðir
vera mikill nagli, svo var hann
með steinbítssvipinn úr föður-
ætt. Ég vil svo að lokum þakka
Adda bróður fyrir það sem hann
gaf mér af góðum minningum.
Eftirlifandi eiginkonu, börn-
um, barnabörnum og barna-
barnabörnum votta ég samúð
mína.
Þinn litli bróðir og hans fjöl-
skylda,
Theodór
Guðmundsson.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16.
Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni,
Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Miðvikudagur: Vatnsleikfimi kl. 9.10.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10.30.
Boccia kl. 10.40-11.20. Opið kaffihús 14.30.
Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl.14.40.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30-16. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 14-15.30. Félag eldri borgara í Garðabæ 565-6627 skrifstofa opin
miðvikudaga 13.30-15.30.Vatnsleikfimi Sjál. Kl. 8. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg kl. 8.30-16. Opin handavinnustofa kl. 9-12. Útskurður leiðb
í fríi kl. 11.15-11.45 Leikfimi Helgu Ben kl. 12.30-15. Döff Félag heyrna-
lausra kl. 13-16. Útskurður leiðb í fríi kl. 13-16. Félagsvist
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9 – 14. Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30. útvarpsleikfimi kl. 9.45.
hádegismatur kl. 11.30. handavinna og stólaleikfimi kl. 13. og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50. listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16, ganga kl.10.
síðdegiskaffi kl.14.30. allir velkomnir óháð aldri upplýsingar í síma
411-2790.
Korpúlfar Gönguhópar kl. 10. gengið frá Borgum. Opið hús frá kl. 13.
til 16. í dag í Borgum og alla miðvikudaga í sumar, félagsvist, han-
nyrðir af öllum gerðum, gleðilegt spjall og stundum óvæntar
uppákomur. Sjáumst í Borgum á miðvikudögum í sumar.
Seltjarnarnes Snjallsíma og spjaldtölvu námskeið kl. 10-12. kaffi-
spjall í króknum kl. 10.30. botsía í salnum skólabraut kl. 13.30. ganga
frá Skólabraut kl. 14.30. vatnsleikfimi Sundlaug Seltjarnarness kl.
18.30. Minnum á skráningu í sumarferð, farið verður um Reykjanesið
þann 11. júlí, skráning stendur til 2. júlí og liggja skráningarblöð niðri í
Eiðismýri og á Skólabraut.
Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr 10. er boðið
upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og handavinnuhópurinn kemur sa-
man kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30 – 15.30. Allir
eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Hel-
enu í síma 568-2586.
Vitatorg Sumarferð til Friðheima þann 4. júlí frá 9:30-15:00. Skoðum
gróðurhúsið og fáum Friðheima tómatsúpu í hádegisverð. Rúta með
gott aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastóla og göngugrindur. Ve-
rið velkomin með. Ferðin er opin öllum óháð aldri og búsetu. Verð
5500 krónur. Skráning og greiðsla á Vitatorgi, sími 411-9450
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Ræðumaður
Daníel Steingrímsson. Allir vel-
komnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Veiði
HM er tíminn
S. 892 8655 • heimavik.is
Tilboð á silunganetum
Nr. 1 Ísland 1-? -10% afsláttur
Nr. 2 Ísland 1-? -15% afsláttur
Nr. 3 Ísland 2-? -20% afsláttur
Nr. 4 Ísland - Keypt 3 net
-20% afsláttur og við borgum
flutning.
Að auki með öllum tilboðum:
Vettlingar í aðgerðina - bólfæri
- netpokar fyrir þyngingu og
eitthvað meira skemmtilegt.
Þekking • Reynsla • Gæði
Heimavík ehf
Tveir góðir úr nýju netunum
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
þú það sem
á FINNA.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.