Morgunblaðið - 27.06.2018, Blaðsíða 27
fólk með skerta hreyfigetu. „Þegar
ég varð þingmaður vildi ég byrja
með hreint borð og veita þing-
mennskunni alla mína krafta. Þess
vegna ákvað ég að segja skilið við
fyrirtækið í höndum samstarfs-
manna minna, þeirra Óskar Sig-
urðardóttur iðjuþjálfa og Hannesar
Péturssonar tölvunarfræðings.
Evrópumál og aðild Íslands að
Evrópusambandinu hafa alltaf verið
mér hugleikin. Stóð ég meðal annars
fyrir stofnun félagsins Já Ísland í
þeim tilgangi og var þar formaður
um margra ára skeið. Þá stóð ég
ásamt fleirum fyrir einni stærstu
undirskriftasöfnun sögunnar þegar
rúm 20% kosningabærra Íslendinga
kröfðust þess að fá að greiða at-
kvæði um framhald aðildarviðræðna
við ESB vorið 2014.
Í kjölfar þessara atburða varð
hugmyndin að stofnun nýs frjáls-
lynds alþjóðasinnaðs stjórnmála-
flokks til undir forystu Benedikts
Jóhannessonar. Ég tók virkan þátt í
því starfi frá upphafi og síðan æxl-
uðust mál þannig að ég fór í framboð
fyrir flokkinn og komst á þing árið
2016 og steig þar með fyrstu skref
mín á vettvangi stjórnmálanna, náði
síðan endurkjöri 2017. Mér finnst
þingmennskan spennandi og er sér-
lega ánægður með að hafa getað sett
mark mitt á síðasta þingvetur sem
þingmaður í stjórnarandstöðu. Tvö
mál sem ég stóð fyrir náðu fram að
ganga og nutu víðtæks stuðnings.
Annars vegar var breytt skilgrein-
ing nauðgunar í almennum
hegningarlögum og hitt málið varð-
ar breytingar til að tryggja betur
arðsemi og gæði opinberra fram-
kvæmda. Femínismi og raunveruleg
jafnstaða karla og kvenna eru mér
afar hugleikin viðfangsefni.“
Gönguferðir um fjöll og firnindi
eru eitt af áhugamálum Jóns Stein-
dórs. „Ég er í tveimur gönguhópum
sem fara ferðir árlega. Annar er með
konu minni og gengur hópurinn á
sumrin í nokkra daga og er skipaður
úrvalsfólki. Hinn hópurinn er ein-
göngu skipaður körlum og hefur yfir
sér hetjulegra yfirbragð enda er
helst gengið á jökla og hærri fjöll
snemma vors.
Ég er stúdent frá MA og kemst
ekki hjá því að nefna hversu
skemmtileg tengsl og hefðir fylgja
þeirri skólavist. Vináttubönd og
kunningsskapur styrkjast í hvert
sinn sem við hittumst. Ég er nýkom-
inn úr 40 ára fagnaði sem var
þriggja daga vináttuhátíð. Reyndar
söguleg, einn félaginn fótbrotnaði í
gönguferð að skólavörðunni á Vaðla-
heiði og ég horfði á tengdasoninn
verja víti frá Messi í góðra vina hópi
í Gilinu á Akureyri. Ég er strax far-
inn að hlakka til að fara norður á 45
ára stúdentsafmælinu!“
Fjölskylda
Eiginkona Jóns Steindórs er
Gerður Bjarnadóttir, f. 3.5. 1958,
framhaldsskólakennari við MK.
Foreldrar: Hjónin Bjarni Guðnason,
f. 3.9. 1928, prófessor emerítus og fv.
alþingismaður í Reykjavík, og Anna
Guðrún Tryggvadóttir, 14. júní 1927,
kennari í Reykjavík.
Börn Jóns Steindórs og Gerðar
eru 1) Gunnur Jónsdóttir, f. 2.10.
1982, efnafræðingur og „supply
chain manager“ hjá Össuri hf., bús. í
Reykjavík. Maki: Andri Guðmunds-
son, framhaldsskólakennari við MR.
Barnabörn: Úlfhildur, f. 7.12. 2010,
og Alda, f. 5.6. 2015; 2) Halla Jóns-
dóttir, f. 5.3. 1986, BS í sálfræði og
heimavinnandi, bús. í Randers í
Danmörku. Maki: Hannes Þór Hall-
dórsson, markvörður hjá Randers
og kvikmyndaleikstjóri. Barnabörn:
Katrín Una, f. 13.3. 2013, og Bergur
Ari, f. 31.1. 2016; 3) Hildur Jóns-
dóttir, f. 19.8. 1988, læknir í fram-
haldsnámi í Bandaríkjunum.
Systir Jóns Steindórs er Sigrún
Stefanía Valdimarsdóttir, f. 7.6.
1950, lyfjafræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Jón Steindórs voru
hjónin Valdimar Pálsson, f. 22.8.
1931, d. 8.10. 1983, húsgagnabólstr-
ari á Akureyri. Sigurveig Jónsdóttir.
f. 10.1. 1931, d. 3.2. 2008, leikkona á
Akureyri og síðar í Reykjavík.
Jón Steindór
Valdimarsson
Sigurveig Oddsdóttir
húsfreyja í Ólafsfirði
Jón Þorsteinsson
vél- og byssusmiður í Ólafsfirði
Emma Jónsdóttir
húsfreyja í Ólafsfirði
Jón Steindór Frímannsson
vélsmiður í Ólafsfirði
Sigurveig Jónsdóttir
leikkona á Akureyri
Halldóra Sigurbjörg Friðriksdóttir
húsfreyja að Deplum og Lundi
Frímann Steinsson
bóndi á Deplum og
Lundi í Stíflu, Fljótum
Sigurlína Pálsdóttir
úsfreyja á Akureyri
Ísar Logi
Arnarsson
tónlistarmaður
og fv. ritstjóri
tónlistarblaðs-
ins Undirtóna
Jóhanna Geirlaug Pálsdóttir
(Gilla), lögreglukona og síðar
póstmeistari á Keflavíkurflugvelli
Sigrún
Valdimars-
dóttir lyfja-
fræðingur í
Rvík
Jón Þorsteinsson
óperusöngvari
Þorsteinn Jónsson vél-
smiður og framkvæmda-
stjóri í Ólafsfirði og Rvík
h
Oddur F. Helgason
ættfræðingur
Margrét Stefánsdóttir
húsfreyja í Syðra-Dalsgerði, Syðri-
Villingadal og víðar í Eyjafirði
Einar Friðfinnsson
bóndi í Syðra-Dalsgerði,
Syðri-Villingadal, Drafla-
stöðum í Sölvadal og víðar
Stefanía Einarsdóttir
húsfreyja á Vatnsenda og Akureyri
Páll Hólm Jónsson
bóndi á Vatnsenda í Saurbæjarhr., Eyj.,
síðan húsgagnabólstrari á Akureyri
Sveinbjörg Kristjana Pálsdóttir
húsfreyja á Vatnsenda
Jón Jónsson
bóndi á Vatnsenda í
Saurbæjarhr., Eyj.
Úr frændgarði Jóns Steindórs Valdimarssonar
Valdimar Pálsson
húsgagnabólstrari á Akureyri
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
95 ára
Magnea Katrín Þórðardóttir
90 ára
Gestur Friðjónsson
85 ára
Anna S. Guðmundsdóttir
Guðbjörg Kristjánsdóttir
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Sveinn Skagfjörð Pálmason
80 ára
Ásdís Finnbogadóttir
Erling Aðalsteinsson
Friðgeir Hr. Guðmundsson
Rósa Haraldsdóttir
Sigríður Elín Guðmundsd.
75 ára
Guðbjörn Ólafsson
Kristrún Ólöf Jónsdóttir
70 ára
Eiríkur Ragnar Mikkaelsson
Eyjólfur Karlsson
Guðrún Skarphéðinsdóttir
Hjördís Þórarinsdóttir
Jón Eiríksson
Maríanna Haraldsdóttir
Olga Guðnadóttir
Sævar Jónsson
Þorgerður Jónsdóttir
60 ára
Áslaug Guðný Jónsdóttir
Gunnar Jónsson
Gunnlaugur Bjarnason
Hildur Jóhannsdóttir
Hjálmar Ólafsson
Jóhannes Hjálmarsson
Jón Steindór Valdimarsson
Kristinn Þór Jónsson
Kristín Helga Guðmundsd.
Kristín María Valgarðsdóttir
Ólína Aðalbjörnsdóttir
Sólrún Albertsdóttir
Örn Sigfússon
50 ára
Andrea Sigrún Harðardóttir
Anna Birna Snæbjörnsd.
Einar Júlíusson
Halldóra Sólbjartsdóttir
Halldór R. Baldursson
Hrönn Arnardóttir
Kristján Ágúst Njarðarson
Ólafur Árni Þorbergsson
40 ára
Anna Guðlaug Guðnadóttir
Anna Kristín Sigurpálsd.
Arna Torfadóttir
Árni Klemensson
Davíð Þór Jónsson
Elísa Enea Sigrúnardóttir
Elsa Karen Jónasdóttir
Ester Björg Valsdóttir
Guðrún Bergsdóttir
Guðrún Beta Mánadóttir
Jonah S. M. Marchadesch
Jón Trausti Ingvason
Kolbrún Jóhannsdóttir
Kristína R. Berman
Sigurður Guðjónsson
Somsri Yurasit
Sólrún Halla Bjarnadóttir
Þóra María Jóhannsdóttir
30 ára
Brynja Magnúsdóttir
Erla Bjarný Jónsdóttir
Eva Björg Ægisdóttir
Guðmundur B. Óðinsson
Hermann Þór Ómarsson
Hilmar Freyr Loftsson
Ingibjörg Ester Ármannsd.
Íris Eva Hauksdóttir
Karl Ágúst Bárðarson
Katrín Arna Harðardóttir
Kristinn Helgason
Sæmundur Ingi Johnsen
Þórunn Guðbjörnsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Guðrún Beta er
frá Höfn í Hornafirði en
býr í Reykjavík. Hún er
bókasafnsfræðingur og
vinnur á skólasafninu í
Ártúnsskóla.
Systkini: Gunnar Steinn,
f. 1980, og Fjalarr Páll, f.
1982.
Foreldrar: Máni Fjalars-
son, f. 1954, heimilis-
læknir, og Gunnþóra
Gunnarsdóttir, f. 1948,
blaðamaður á Frétta-
blaðinu, bús. í Reykjavík.
Guðrún Beta
Mánadóttir
30 ára Ingibjörg er frá
Svínafelli í Öræfum en býr
í Kópavogi. Hún er löggilt-
ur endurskoðandi hjá
KPMG.
Maki: Brynjar Örn Ellerts-
son, f. 1985, lífefnafræð-
ingur og sérfræðingur hjá
Actavis.
Sonur: Bjarki Þór, f. 2015.
Foreldrar: Ármann Karl
Guðmundsson, f. 1965,
og Hólmfríður Guðlaugs-
dóttir, f. 1963, bændur í
Svínafelli.
Ingibjörg Ester
Ármannsdóttir
40 ára Kristína er frá
Reykjavík og Toronto en
býr á Siglufirði. Hún sér
um ljósmyndasafn Síldar-
minjasafnsins.
Maki: Már Örlygsson, f.
1975, forritari.
Börn: Logi Bjartur, f.
2002, Úlfrún, f. 2006, og
Örvar, f. 2009.
Foreldrar: Robert Ber-
man, f. 1949, d. 2016,
enskuprófessor, og Ingi-
gerður Guðbjartsdóttir, f.
1951, ljósmóðir.
Kristína R.
Berman
Jens Guðmundur Hjörleifsson hef-
ur varið doktorsritgerð sína í lífefna-
fræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin
heitir Samspil undireininga og áhrif
jóna á kuldavirkan alkalískan fosfa-
tasa úr sjávarörverunni Vibrio
splendidus.
Leiðbeinandi Jens var dr. Bjarni Ás-
geirsson, prófessor í lífefnafræði við
raunvísindadeild Háskóla Íslands. Í
doktorsnefnd voru dr. Magnús Már
Kristjánsson, prófessor í lífefnafræði
við raunvísindadeild Háskóla Íslands,
og dr. Elena Papaleo, dósent við Kaup-
mannahafnarháskóla og yfirmaður
rannsóknarstofu í lífupplýsingafræði
við Danish Cancer Society Research
Center. Andmælendur voru dr. Tony
Collins, lektor við Miðstöð sameinda-
og umhverfislíffræði, Háskólanum í
Minho, Braga, Portúgal, og dr. Stjepan
Orhanovic, dósent við raunvísinda-
deild háskólans í Split, Króatíu.
Rannsóknarefni ritgerðarinnar
snerist um kuldavirkt afbrigði af
ensími sem er út-
breitt í náttúrunni
og er vel þekkt á
flestum rannsókn-
arstofum (alkal-
ískur fosfatasi).
Gallar í því valda
ýmsum sjúkdóm-
um í mönnum, svo
sem beinþynningu
og þarmabólgum. Í ritgerðinni var
svarað grundvallarspurningum um
samspil milli undireininga ensímsins
og hvaða efna- og eðlisfræðilegu ferl-
ar liggja að baki aðlögun þess að lágu
hitastigi. Niðurstöður renndu stoðum
undir þá tilgátu að samskipti undir-
eininga á staðbundnum svæðum ens-
ímsins væru nauðsynlegur grundvöll-
ur fyrir virkni þess með því að miðla
kvikum og markvissum hreyfingum
innan ensímsins. Einnig virðist þetta
tiltekna sjávarensím hafa náð að há-
marka virkni sína í saltríku umhverfi,
líkt og finnst í sjó.
Jens G. Hjörleifsson
Jens Guðmundur Hjörleifsson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann
llauk BS-gráðu í lífefnafræði 2010 og starfaði svo á rannsóknarstofu Ölgerðar
Egils Skallagrímssonar til ársins 2012 áður hann fluttist til Stokkhólms í Svíþjóð
til að hefja nám í peptíð- og prótínefnafræði við Stokkhólmsháskóla. Þar rann-
sakaði hann m.a. hvötunarvirkar DNA-kjarnsýrur, og lauk MS-gráðu árið 2014.
Sama ár byrjaði hann í doktorsnámi við raunvísindadeild verkfræði- og náttúru-
vísindasviðs Háskóla Íslands. Jens hefur nýverið hafið störf á Raunvísinda-
stofnum sem nýdoktor og mun halda áfram rannsóknum í lífefnafræði ásamt því
að kenna í hlutastarfi við Háskóla Íslands. Jens er í sambúð með Írisi Kristins-
dóttur (f. 1984) og eiga þau saman þrjár dætur, Snædísi (f. 2013) og tvíbura-
systurnar Heiðbjörtu og Söru Dís (f. 2014).
Doktor