Morgunblaðið - 27.06.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þinn helsti kostur er hversu gott
þú átt með að trúa á getu þína og horfa
með bjartsýni fram á veginn. Nú máttu
verðlauna sjálfan þig svolítið.
20. apríl - 20. maí
Naut Vertu ákveðinn í því sem þú tekur
þér fyrir hendur og láttu ekki slá vopnin
úr höndum þínum. Margt smátt gerir eitt
stórt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er freistandi að gefa loforð
núna, en reyndu að standast það og ekki
segja neitt sem gerir þig vandræðalegan
seinna meir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Viðræður við vin um vonir þínar
og drauma fyrir framtíðina gætu borið
óvæntan ávöxt. Vinnan verður léttari ef
fleiri leggja hönd á plóginn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft ekki að vera svona óvæginn
við sjálfan þig. Hvað sem gerist þá munt
þú beita þér af meiri tilfinningu en gengur
og gerist.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Forðastu valdabaráttu við foreldra
og yfirboðara í dag. Takirðu áhættu þarftu
líka að vera maður til að taka afleiðing-
unum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Reyndu að halda öllu í sem bestu
jafnvægi svo þú eigir auðveldara með að
ráða fram úr þeim vandamálum sem
banka upp á.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er rétti tíminn til þess að
segja þínum nánustu hvað þér býr í
brjósti. Mundu því að í upphafi skyldi end-
inn skoða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt vini á mörgum stöðum
og mátt hafa þig allan við að sinna vinátt-
unni sem skyldi. Þú ert vel upplagður og
allt virðist ganga upp hjá þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Stefndu ótrauður að þínu tak-
marki hvað sem hver segir því þú ætlar að
ná því fyrir sjálfan þig en ekki aðra. Vertu
fær um og til í að skilja það sem aðrir ótt-
ast.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Líttu til þeirra sem leita eftir
aðstoð þinni. Mundu að seinna kann þig
að vanta svör við einhverju svo taktu
spyrjendunum vel.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dagurinn í dag er kjörinn til að
fara í gegnum eigur sínar, tímarit, bækur
og hluti sem þú hefur haldið í heima hjá
þér.
Sigurlín Hermannsdóttir yrkirþetta skemmtilega og fallega
ljóð, „Fuglarnir hans afa“, og birtir
á Boðnarmiði:
Ég átti svo frábæran afa
og einatt ég hjá honum sat
á kvöldin í skúrnum er skar hann út fugla
því skapað hann afi minn gat.
Og afi þá sagði mér sögur
er sýslar með útskurðarhníf
um knýjandi þrá eftir frelsi, því flugið
er fuglanna yndi og líf.
Í fuglum sem fæddust hjá afa,
oft fágætan heyrði ég klið
er tók þá í lófann og lagði að vanga;
þeir lifnuðu örlítið við.
Ég vissi þeir vildu sig hreyfa
þótt virtust svo spakir að sjá
í miðnæturhúmi er mennirnir svæfu
þá mundu þeir fara á stjá.
En kvöld eitt hann afi minn kvaddi
og komið ei aftur hann gat
því guð þurfti eitthvað á aðstoð að halda
og afi nú hjá honum sat.
Er horfi á himinsins fugla
sem hringsóla um upploftin blá
þá handbragðið þekki og augljóst má öllum
að afi minn skapaði þá.
Ólafur Stefánsson skrifar í Leir-
inn: „Ég villtist inn á þennan Boðn-
armjöð, sem ég hafði heyrt um, en
ekki séð. Þar sá ég helst gamla Leir-
verja og mátti segja að þeir héldu
uppi fjörinu. O,jæja.
Andrúmsloftið ekkert fegra,
ort þó geti þeir.
Og mannlíf naumast merkilegra
en mætir þér á Leir.
Og á Boðnarmiði yrkir Ármann
Þorgrímsson um „beggja skauta
byr“:
Þó við njótum þekkingar
og þar sé fullt af svörum,
eins og risaeðlurnar
eina leið við förum.
Þetta er ekki ósennilegri „veður-
spá“ hjá Magnúsi Halldórssyni en
hjá Veðurstofunni!
Á það benda úrvals gögn,
sem enginn þó vill heyra,
að hann rigni agnarögn,
ógn og síðan meira.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fuglarnir hans afa
tóku flugið
„ÞETTA ER MJÖG NOTALEGT HJÁ ÞÉR.“ „TÓLF MJÓLKURGLÖS OG HELLING AF SMÁKÖKUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að þola einhæfnina
með ánægju!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
RÓMVERSKA HEIMSVELDIÐ
REIS OG FÉLL Á NÝ
LANGUR
LÚR
HRÓLFUR ER FARINN AÐ STUNDA
TEYGJUÆFINGAR REGLULEGA TIL
AÐ BÚA SIG UNDIR HÁTÍÐARNAR!
HANN ER AÐ TEYGJA Á MAGARÝMINU!
Sumarið er tími reyfaranna ogþeir hafa nokkrir legið á nátt-
borði Víkverja í vor og sumar. Hann
hefur verið ginnkeyptur fyrir Dan
Brown fyrir það hvað hann fléttar
táknfræðina skemmtilega inn í reyf-
ara sína. Það átti ekkert síður við um
nýjustu bók hans, Uppruna, en Da
Vinci-lykilinn. Bækur Browns geta
verið fyrirsjáanlegar, til dæmis ræð-
ur „tilviljunin“ því að alltaf endar
söguhetjan, Robert Langdon pró-
fessor, í slagtogi með ungum, fögr-
um konum og saman lenda þau í
bráðum háska. Krítarmaðurinn eftir
C.J. Tudor og Flúraða konan eftir
Mads Peder Nordbo voru ágæt af-
þreying og Blóðengill eftir Óskar
Guðmundsson sá um að veita ís-
lenska spennu.
x x x
Víkverji ákvað að láta ekki nægjaað fylgjast með heimsmeistara-
mótinu í Rússlandi, heldur lesa sér
aðeins til um gestgjafann í leiðinni.
Hann rifjaði upp bráðfjöruga úttekt,
sem Masha Gessen skrifaði fyrir
nokkrum árum um uppgang Vladim-
írs Pútíns, The Man Without a Face.
Hún lýsir hvernig óligarkarnir, sem
komu Pútín til valda, héldu að þeir
gætu stjórnað honum, en komust að
því, sumir með heldur óþægilegum
hætti, að Pútín vill stjórna, fremur
en að láta stjórnast.
x x x
Einnig hefur Víkverji gripið niður íThe Road To Unfreedom eftir
sagnfræðinginn Timothy Snyder,
sem lýsir með forvitnilegum hætti
hugmyndafræðinni að baki stjórn-
arháttum Pútíns og hvernig hún hef-
ur tekið breytingum í stjórnartíð
hans. Í upphafi hafi hann verið
hlynntur Evrópusambandinu og tal-
að um samstarf, en nú sé vestrið orð-
ið rót alls þess, sem forðast ber eigi
Rússland að halda í hreinleika sinn.
Þá liggur á borði Víkverja doðr-
anturinn Líf og örlög eftir Vassilí
Grossman. Skáldsögu hans hefur
verið líkt við stórvirki Tolstojs og
Dostojevskís. Þungamiðjan er orr-
ustan um Stalíngrad, en bókin er
uppgjör við fasisma og kommúnisma
og niðurstaðan í raun sú að þessir
ismar séu tvær hliðar á sömu mynt-
inni. vikverji@mbl.is
Víkverji
Kenn mér að gera vilja þinn því að þú
ert Guð minn, þinn góði andi leiði
mig um slétta braut.
(Sálm: 143.10)
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
FYRIR
HUNDA
80% kjöt
20% jurtir
grænmeti
ávextir
O% kornmet
– fyrir dýrin þín