Morgunblaðið - 27.06.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
P22
Armstóll
Hönnun: Patrick Norguet
ICQC 2018-20
Love, Simon
Rómantísk gamanmynd sem fjallar
um menntaskólanemann Simon,
sem virðist ganga allt í haginn og á
vel stæða og ástríka foreldra, fjöl-
skyldu og vinahóp. En hann lumar
á leyndarmáli. Handrit mynd-
arinnar er byggt á skáldsögunni
Simon vs. the Homo Sapiens Ag-
enda eftir Becky Albertalli. Leik-
stjóri myndarinnar er Greg Berl-
anti og helstu leikarar Nick
Robinson, Jennifer Garner og Josh
Duhamel. Metacritic: 72/100
Tag
Gamanmynd um nokkra miðaldra
karlmenn og fyrrverandi bekkjar-
félaga sem skipuleggja árlega
býsna snúinn „klukk“-leik en hann
krefst þess að þátttakendur þurfi
sumir hverjir að ferðast um Banda-
ríkin þver og endilöng. Eins og við
má búast færist fjör í leikinn eftir
því sem á líður. Leikstjóri er Jeff
Tomsic og aðalleikarar Annabelle
Wallis, Isla Fisher, Jon Hamm,
Jeremy Renner, Leslie Bibb, Ras-
hida Jones, Jake Johnson og Ed
Helms.
Metacritic: 57/100
Sicario: Day of the Soldado
Framhald spennumyndarinnar Sic-
ario sem Jóhann Jóhannsson heit-
inn samdi tónlist við og hlaut mikið
lof og verðlaun fyrir. Í framhalds-
myndinni er það Hildur Guðnadótt-
ir sem semur tónlistina, en hún var
náin samstarfskona Jóhanns. Í
framhaldsmyndinni hefur fíkni-
efnastríðið á landamærum Banda-
ríkjanna og Mexíkó stigmagnast og
eiturlyfjahringirnir eru farnir að
flytja hryðjuverkamenn yfir landa-
mærin til Bandaríkjanna. Alríkis-
lögreglumaðurinn Matt Graver
þarfnast aðstoðar í baráttu sinni við
glæpamennina og kallar til hinn
dularfulla og stórhættulega Alej-
andro. Leikstjóri er Stefano Sol-
lima og með aðalhlutverk fara
Benicio Del Toro, Josh Brolin og
Catherine Keener.
Metacritic: 61/100
Bíófrumsýningar
Rómantík, klukk
og eiturlyfjastríð
Eiturlyfjastríð Úr spennumyndinni
Sicario: Day of the Soldado.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Tónlistarkonan Sóley tekur þátt í
sumartónleikaröð Norræna húss-
ins með tónleikum á í kvöld kl. 21.
„Ég spila á flygil, mellotron,
harmóníku og sitthvað fleira og fæ
með mér trommu- og bassagítar-
leikara. Ég hugsa að við verðum
eins og nokkurs konar djass-
píanótríó sem spilar mjög hægt
popp,“ segir Sóley Stefánsdóttir
hlæjandi og bætir við að efni af
plötu sem hún er að semja verði
einnig flutt á tónleikunum.
Nýkomin frá Noregi
„Ég hef áður komið fram í Nor-
ræna húsinu en það var í byrjun
ferilsins,“ segir Sóley, sem er ný-
komin frá Noregi þar sem hún
varði viku í tónsmíðar í samstarfi
við norska hljómsveit sem hún
hafði aldrei hitt áður. Afrakstur
vinnunnar fluttu þau á tónlistar-
hátíð í Harstad í Norður-Noregi.
„Ég var beðin um að taka þátt í
þessu verkefni og sló til. Ég tók
þátt í svipuðu verkefni fyrir sjö
árum þegar ég var nýbyrjuð í tón-
listinni og fann vel muninn. Það er
smá áskorun að vinna tónlist með
fólki sem ég hef aldrei hitt áður,“
segir Sóley.
Þráin að búa til
hávaða og gný
Í fyrra gaf Sóley út plötuna
Endless Summer, þar sem notast
var við fjölda hljóðfæra. Hún segir
að á nýju plötunni skipi til dæmis
harmóníkan stóran sess í tón-
smíðaferlinu.
„Ég vildi breyta til á næstu
plötu og nota harmóníkuna á
óhefðbundnari hátt í bland við ný-
tilkominn áhuga minn á hljóð-
gervlum og svo óstjórnlega þrá til
að búa til hávaða og gný sem ég
blanda við röddina mína sem er
einhvern veginn alltaf við það að
bresta. Það má segja að út úr
þessu komi einhvers konar
drungaleg og hæg tilraunapopp-
tónlist,“ segir Sóley.
Hark að lifa af tónlist
Sóley er búsett á Íslandi. Hún
segir hark að lifa á tónlistinni og
tekur að sér mörg verkefni er-
lendis.
„Ég á fjögurra ára gamla stelpu
og það rífur alltaf meira og meira
í að skilja hana eftir á Íslandi.
Eftir því sem hún eldist gerir hún
sér betur grein fyrir því þegar ég
fer og telur niður dagana þar til
ég kem aftur,“ segir Sóley. Hún
segir að tekjur vegna vinnu sem
sjálfstætt starfandi tónlistarmaður
séu rokkandi. Stundum komi inn
ágætis tekjur en aðra mánuði lítið
og þar sem hún vinni mikið er-
lendis og fái greitt í erlendum
gjaldmiðli hafi verðgildi launanna
lækkað.
„Ég finn mikinn mun á því hvað
krónan er orðin sterk á síðustu ár-
um og evran skilar minna í minn
vasa heima á Íslandi,“ segir Sóley,
sem auk þess að semja og flytja
tónlist kennir í Listaháskóla Ís-
lands og tekur að sér ýmis tónlist-
artengd verkefni.
Djasspíanótríó sem
spilar mjög hægt popp
Sumartónleikaröð Norræna hússins hefst í kvöld með tónleikum Sóleyjar
Ljósmynd/Iona Cirlig
Fyrst Sóley ríður á vaðið með
vinum sínum í sumartónleikaröð
Norræna hússins.
Hinn virti suðurafríski heimilda-
ljósmyndari David Goldblatt lést í
fyrradag, 87 ára að aldri, og var
jarðsettur í Jóhannesarborg í gær.
Goldblatt öðlaðist frægð fyrir
einstaka skráningu sína á mannlífi í
heimalandi sínu á tímum aðskiln-
aðarstefnunnar, þar sem hann
beindi einkum sjónum að ójafnvæg-
inu og spennunni milli hvítra og
svartra íbúa landsins. Var hann
stundum kallaður „samviska þjóðar
sinnar“ og mátti finna reiði hans yf-
ir ástandinu krauma undir yfir-
borði faglegra svarthvítra ljós-
myndanna.
Myndir Goldblatts birtust í fjölda
bóka og sýninga víða um lönd.
Hann beindi sjónum að daglegu lífi
fólks en ekki átökum; sagðist í raun
vera skræfa og hlaupa á brott ef
stefndi í ofbeldi. „Sem ljósmyndari
hef ég hins vegar áhuga á því hvað
veldur slíkum atburðum,“ sagði
hann í viðtali árið 2013, en raunsæi
verka hans endurspeglaði afar vel
lífið í Suður-Afríku.
Goldblatt helgaði líf sitt ljós-
myndun frá árinu 1963 og áratug
síðar kom út fyrsta rómaða bók
hans af mörgum, On the Mines, en
meðhöfundur hans, Nadine Gordi-
mer, hreppti Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum árið 1991.
AFP
Allur Goldblatt á sýningu sinni í Cartier
Bresson-stofnuninni í París árið 2011.
Kallaður samviska
Suður-Afríku