Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 36

Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 36
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Magnea Þorsteinsdóttir hlaut í vik- unni verðlaunin Silver Presidential Award fyrir framúrskarandi náms- árangur. Hún er skipulögð og leggur hart að sér í náminu en stundar líka fótbolta og spuna. Magnea er 12 ára nemandi við skólann Liberty Elementary School í Braintree í Boston. Hún lauk 5. bekk í vikunni og við skólaslitin voru veittar viðurkenningar. „Allir í 5. bekk komu saman og horfðu á myndband um öll 5 skólaárin, því við erum saman búin að klára 5 ár í skól- anum. Svo var verðlaunaafhending og ég fékk „Silver Presidential Aw- ard“. Það voru ekki margir sem fengu þau, svona 5 til 7 í hverjum ár- gangi. Maður þarf að vera með mjög góðar einkunnir til að vinna þessi verðlaun.“ Magnea hlaut viðurkenningar- skjal undirritað af Donald Trump forseta en verðlaunin eru veitt af hálfu hans og menntamálaráðu- neytis Bandaríkjanna. Verðlaunin eru hvatningarverðlaun ætluð nem- endum sem eru í grunnskóla og framhaldsskóla og hafa verið veitt síðan 1983. Æfingin skapar meistarann Uppáhaldsfagið hennar Magneu er stærðfræði. „Mér finnst rosalega gaman í stærðfræði og mér gengur rosalega vel að reikna og finnst það bara gaman,“ segir Magnea. Staf- setning liggur líka vel fyrir henni og eru stafsetningarprófin tíðust. „Ég er alltaf að æfa mig og reyna að gera betur. Þegar það er próf þá reyni ég að undirbúa mig eins vel og ég get fyrir spurningar sem munu koma á prófinu. „Flashcards“ hefur hjálpað mér mikið og mér finnst best að nota það. Það virkar þannig að ég set spurningu á blað og svo myndi svar- ið vera aftan á blaðinu.“ Magnea lærir heima í 15 mínútur á dag en þegar það er próf þá lærir hún jafnt og þétt dagana áður. „Prófin eru oftast á föstudögum og þá læri ég mest á fimmtudegi en líka í svona 10 mínútur á miðvikudegi og þriðjudegi.“ Gaman í fótbolta og spuna Auk þess að vera góður náms- maður stundar Magnea fótbolta og „improv“ eða spuna. Aðspurð hvort spuni sé tengdur leiklist segir Magn- ea: „Þetta eru ekki æfð atriði heldur er spunnið á staðnum. Kennarinn gæti t.d. sagt okkur að leika systkin sem eru rosalega glöð yfir að fá ís og þá eigum við að vinna með það, ann- aðhvort ein eða með einhverjum.“ Magnea hefur búið í Bandaríkj- unum síðan hún var eins árs gömul og er jafnvíg á íslensku og ensku. „Við fluttum til Maryland þegar ég var eins árs og svo komum við hing- að þegar ég var 5 ára,“ segir hún. Hún býr nú í Boston ásamt for- eldrum sínum og fjórum yngri bræðrum en flytur til Íslands í júlí. Aðspurð hvort hún hafi íhugað hvaða menntaskóla hún vilji fara í segist Magnea ekki vera viss. „Ein- hvern góðan.“ Magnea segir að það besta við að vera búsett í Boston sé góða veðrið: „Góða veðrið er mjög notalegt. Það er oftast heitt og maður getur borð- að úti og spilað fótbolta úti í garði og æft sig.“ Magnea æfir tvisvar í viku með liðinu CFC og keppir einu sinni í viku. Fjölskyldan fylgist með HM í fót- bolta frá Boston og eru þau dyggir stuðningsmenn Íslands. Bandaríkin komust ekki á HM en aðspurð hvort hún myndi frekar halda með Banda- ríkjunum, ef landið væri með, segir Magnea: „Nei, ekki séns.“  Magnea Þor- steinsdóttir vann til verðlauna Afrek Magnea var í hópi örfárra nemenda sem hlutu viðurkenninguna. Viðurkenning Skjalið er undirritað af sjálfum Donald Trump forseta. Framúrskarandi námsmaður Bolti Magnea æfir tvisvar í viku. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 178. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Ísland úr leik á HM 2. Reyndi að kyssa fréttamann 3. Fjölmiðlakonur krefjast öryggis … 4. Níu merki um glútenóþol »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hulda – hver á sér fegra föður- land? er yfirskrift dagskrár í tali og tónum um líf skáldkonunnar Huldu sem flutt verður annað kvöld kl. 20 í Hljóðbergi í Hannesarholti. Helga Kvam leikur á píanó og Þórhildur Örvarsdóttir syngur og hafa þær starfað saman sem dúett í nokkur ár og haldið marga þematengda tón- leika á borð við þessa þar sem efnis- tökin eru oftar en ekki ákveðin ljóð- skáld eða tónskáld og þá bæði úr klassískum grunni og heimi dægur- tónlistar, eins og segir á vef Hann- esarholts. Annað kvöld verða flutt lög íslenskra tónskálda við texta Huldu ásamt frumflutningi á tónlist eftir Daníel Þorsteinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir Helgu og Þórhildi fyrir þessa dagskrá. Saman við tón- listina verða fléttaðar frásagnir af lífi Huldu og verkum. Dagskrá í tali og tónum helguð Huldu  Þjóðlagahá- tíðin á Siglu- firði verður haldin í 19. sinn 4.-8. júlí, samhliða Nor- rænu strand- menningarhá- tíðinni og ber yfirskriftina Söngvar við hafið. Jóhann Sigurðarson leikari mun gefa tóninn á upphafsdegi hátíðarinnar með hljómsveit sinni sem ber hið skemmtilega nafn Flottasta áhöfnin í flotanum og flytur sjómannalög. Hátt í 20 tónleikar verða á dagskrá hátíð- arinnar og mun fiðluleikarinn Chris- sie Telma Guðmundsdóttir m.a. frum- flytja fiðlukonsert eftir Ernest Bloch. Gunnsteinn Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Þjóðlagahátíð á Siglufirði í 19. sinn Á fimmtudag Suðlæg átt, 3-8 m/s og bjart norðan- og austan- lands. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestantil í fyrstu, en gengur í suðaustan 8-13 síðdegis með rigningu. Hiti 10 til 20 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægari suðlæg átt og víða bjart með köfl- um, en stöku skúrir við vesturströndina. Hiti 8 til 17 stig að deg- inum, hlýjast austanlands. VEÐUR Settur hefur verið punktur fyrir aftan kafla númer tvö í stórmótasögu karlalands- liðs Íslands í knattspyrnu. Leikirnir urðu ekki fimm eins og í Frakklandi fyrir tveimur árum. Að þessu sinni varð íslenska liðið að láta sér nægja þrjá leiki og eitt stig og heldur heimleið- is í dag eftir að hafa lokið frumraun sinni í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi. »2 Stórmótaleikirnir eru orðnir átta „Ég held að það sé bara best að spila sem best fyrir liðið og svo kemur bara í ljós hvernig hitt fer. Það mikil- vægasta er auðvitað að vinna leiki og safna stigum,“ segir knattspyrnu- konan Elín Metta Jensen sem er orðin markahæst í Pepsi- deild kvenna og efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins eftir frábæra frammistöðu í und- anförnum leikjum Valskvenna. »4 Markahæst og með forystu í M-gjöfinni Átta íþróttamenn hafa hlotið styrki frá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Tókýó eftir tvö ár. Samningurinn er gerður á milli samhjálparinnar og ÍSÍ. Meðal þeirra sem hljóta styrkinn eru Aníta Hin- riksdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Anton Sveinn McKee og Ásgeir Sigur- geirsson. »4 Undirbúningsstyrkir fyrir þátttöku á ÓL ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.