Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  169. tölublað  106. árgangur  ARNARSTAPI GLUGGINN INN Í SKAGAFJÖRÐ ÚTVEGUR Í NÝJU OG FERSKU LJÓSI LISTAMAÐURINN YOUSSOU N’DOUR FRÁ AFRÍKU Í ELDBORG SJÓMINJASAFNIÐ 30 TÓNLEIKAR Í HÖRPU 31VILL BÆTA AÐSTÖÐU 12 Íslendingar, 100 ára og eldri, fjölmenntu í gær á Skálafell, kaffihús Hrafnistu í Reykjavík, þar sem haldin var vegleg veisla í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Bar veislan heitið „Fullveldisbörnin“ og var hún sérstaklega til- Lárus Sigfússon, fæddur 1915, sagðist í sam- tali við blaðamann muna vel eftir vetrinum 1918. „Drepsóttir, harðindi, eldgos og hvað- eina. Það gekk mikið á seinni hluta ársins,“ segir hann. »6 einkuð þeim sem fæddir eru árið 1918 eða fyrr. Þegar Morgunblaðið bar að garði var húsfyllir í veislunni, en meðal þeirra sem litu í heimsókn voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú. Eitt hundrað ára og eldri fjölmenntu í veislu Morgunblaðið/Valli Vegleg hátíðarveisla haldin á kaffihúsi Hrafnistu í Reykjavík  Marit Fougner, norskur bóndi, er stödd hér á landi ásamt koll- ega sínum, Per Tore Teksum, til að kaupa hey af íslenskum bænd- um. „Við erum að reyna að finna bændur sem eru fúsir að selja norskum bændum hey sem þurfa alvarlega á því að halda,“ segir Marit. Þau Per hafa fundað með Matvælastofnun og norska sendiráðinu á Íslandi og vonast til að fá að flytja hey úr landi. Alvarlegur fóðurskortur er í Noregi vegna mikilla þurrka. „Ástandið í Noregi er mjög slæmt og þar ríkir í raun hættuástand,“ segir Marit, sem finnur til mikillar ábyrgðar og vill hjálpa kollegum sínum að finna hey. „Það tekur þrjú til fjögur ár að rækta góða mjólkur- kú svo það er afar sorglegt að þurfa að slátra þeim vegna fæðisskorts,“ segir hún. »10 Norskir bændur vilja kaupa hey af Íslendingum Bóndi Marit Foug- ner geitabóndi Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, lýsir yfir vonbrigðum sínum með þróun skatt- byrðar á tímabilinu 2009-2017, en svar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Óla Björns um skatt- tekjur ríkissjóðs á árunum 2009- 2017 birtist nýlega á vef Alþingis. Gríðarlegar hækkanir „Það er eftirtektarvert að skatt- byrði á þennan mælikvarða, þ.e.a.s. skattbyrði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu þegar kemur að tekjuskatti ein- staklinga, er að hækka verulega á þessu tímabili 2009-2017, um heilt prósentu- stig. Þetta er gríðarleg hækk- un,“ segir Óli Björn í samtali við Morgunblaðið. Heildarskatttekjur ríkissjóðs með tryggingagjaldi voru rúmir 383 milljarðar 2009 en 716 milljarðar árið 2017. Hann segir það athyglisvert að á tímabilinu sem um ræðir hafi milliþrep tekjuskatts ver- ið fellt niður. „Það skiptir miklu máli. Hér væri skattbyrðin enn meiri ef milliþrepið hefði ekki verið fellt nið- ur, sem skiptir venjulegt launafólk gríðarlega miklu,“ segir Óli Björn. Ein ástæða fyrir hækkuninni er að tekjur einstaklinga hafa aukist á síð- ustu árum. Óli Björn segir að þó gefi augaleið að hér sé svigrúm til staðar til þess að lækka skatta meira en hefur náðst að gera hingað til. „Ég lít á það sem eitt af verkefn- um okkar að nýta svigrúm til að lækka skatta meira en hefur verið gert hingað til. Fyrirhugað er að lækka tryggingagjaldið enn frekar en orðið hefur og verið er að vinna að endurskoðun á tekjuskattskerfi ein- staklinga,“ segir Óli Björn. Á sama tíma, segir Óli Björn, er kallað eftir auknum útgjöldum. Seg- ir hann að betra væri að mæla heil- brigðis- og menntakerfi landsins, stóru útgjaldaflokkana, eftir árangri frekar en út frá því hversu miklum peningum er varið til þeirra. Er vonsvikinn með vax- andi skattbyrði frá 2009  Svigrúm fyrir frekari skattalækkanir, segir Óli Björn Kárason þingmaður M„Ólík tímabil í efnahagnum“ »4 Óli Björn Kárason „Það er oft mikill reykur hér og við finnum lykt af honum. Það hefur einnig verið þannig að við sjáum ekki í fjöllin,“ segir Lena Monica Fernlund í samtali við Morgun- blaðið, en hún er ásamt manninum sínum, Guðna Kristjáni Ágústssyni, búsett í bænum Oviken í Svíþjóð. Þar í landi hafa geisað miklir skóg- areldar undanfarið og búa hjónin í grennd við þá. Lena segir fólk hrætt við ástandið og nauðsynlegt sé að fylgjast með þróun mála á hverjum degi. „Við fylgjumst vel með þróun eld- anna og þurfum alltaf að athuga hvort við getum keyrt tiltekna vegi á svæðinu áður en við förum eitthvert vegna eldanna,“ segir hún. Sólarlagið er rauðara en vant er og Lena segir það vera eins og ef um eldgos væri að ræða. „Við fórum í fyrradag og tókum myndir þegar sólin var að setjast og þá var sólin eins og þegar verður eldgos á Ís- landi, hún var mjög rauð.“ »2 og 17 AFP Ógn Mikill reykur fylgir eldhafinu. Hræðast ástandið  Miklir skógareldar geisa í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.