Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
Kristín S. Sigurðardóttir
Löggiltur fasteignasali
Hlýlegt, fallegt og vel við haldnu sumarhúsi sem stendur í fallegri skógi vaxinni hlíð fyrir ofan bæinn
Efstadal í nálægð við fallegar gönguleiðir t.a.m. Kóngsveg. Eldhús og stofa eru samliggjandi, tvö her-
bergi, salerni og svefnloft. Plastparket á gólfum. Góður pallur, útihús en þar er sturta, rafmagnspottur.
Lóðin er hálfur hektari og kjarri vaxin en hægt er að stækka húsið og pallinn. Lokað hlið inn á svæðið.
Áhugasamir hafi samband í síma 660 0698 til að láta opna hliðið inn á svæðið. V-15,9 millj.
Traust og góð þjónusta í 15 ár
Efstidalur 10, Bláskógabyggð
O
pið
hús
laugardaginn
21. júlí
m
illi kl: 14:00
- 16:00
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Mér fannst allt ganga eins og upp-
haflega var lagt upp með. Veðurguð-
irnir voru með okkur. Ég hef fengið
skilaboð frá fólki um að því hafi fund-
ist hátíðin falleg og eftirminnileg og
að sjónvarpsútsendingin hafi verið vel
heppnuð. Það var lagt í hana til að
reyna að færa þjóðinni fundinn óháð
því hvar fólk væri á landinu,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, um hátíðarfund Alþingis sem
haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn
þriðjudag.
Steingrímur segir að almennt hafi
fólk verið ánægt með fundinn þó að
fáir hafi mætt.
„Það varpar auðvitað dálitlum
skugga á hátíðarhöldin að menn kusu
að beina sjónum að fyrri störfum eða
stjórnmálaskoðunum forseta danska
þingsins. Það kom mér í opna skjöldu
og ég frétti fyrst af því í rútunni á leið-
inni austur á Þingvöll,“ segir Stein-
grímur, sem segist ekki hafa haft
neina ástæðu til þess að ætla annað en
að samkomulag væri um forseta
danska þingsins sem og allan undir-
búning hátíðarinnar, sem unninn var
og undirbúinn í fullu samkomulagi.
„Í ágúst í fyrra voru forsætisnefnd
sýnd fyrstu drög þar sem fram kom
að forseti danska þingsins myndi
verða í sérstöku hlutverki eðli málsins
samkvæmt. Því hér var jú verið að
halda upp á eitt hundrað ára gamlan
samning þar sem þjóðþingin léku
stórt hlutverk og þar af leiðandi kom
forseti danska þingsins hér fram fyrir
hönd gagnaðila að fullveldissamning-
um og var hér í krafti þess embættis,“
segir Steingrímur og bætir við að
honum finnist það full langt gengið að
sá forseti sem danska þingið hafi kos-
ið sér og sé hluti af norrænu fjölskyld-
unni sé ekki nógu góður fyrir okkur
þegar hann kemur til Íslands.
„Hvað önnur mótmæli varða þá
geri ég engar athugasemdir við frið-
samleg og kyrrlát mótmæli og mér
fannst bara notalegt að sjá á mót-
mælaspjaldi: „Steingrímur þú ættir
að skammast þín.“ Ég vil búa í þannig
landi að fólk geti komið sínum sjónar-
miðum á framfæri svo lengi sem það
gerir það á friðsamlegan hátt og veld-
ur ekki öðrum ónæði og truflunum en
mér er ekki alveg ljóst hvaða skila-
boðum var verið að koma á framfæri
með hvítu fánunum,“ segir Stein-
grímur, sem telur að hávær mótmæli
sem voru til þess ætlaðar að trufla
starfsfrið Alþingis hafi varpað skugga
á hátíðina.
Steingrímur segir ólíklegt að þjóð-
in fái nýja stjórnarskrá í afmælisgjöf
1. desember.
„Formenn flokkanna hafa rætt sín
á milli nýja áætlun um að ljúka verk-
inu á næstu tveimur kjörtímabilum,“
segir Steingrímur, sem líst vel á þá
hugmynd að gera 1. desember að frí-
degi.
Vel heppnuð hátíð á Þing-
völlum sem skugga bar á
Full langt gengið að þingforseti Dana sé ekki nógu góður
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Steingrímur J. Sigfússon
stýrir þingfundi á Þingvöllum.
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Skatttekjur ríkisins hafa hækkað
gríðarlega frá 2009, en upplýsingar
um skatttekjur ríkissjóðs frá 2009 til
2017 birtust nýlega á vef Alþingis í
svari frá fjármála- og efnahagsráð-
herra við fyrirspurn Óla Björns
Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðis-
flokksins og formanns efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis.
Hafa skatttekjur með trygginga-
gjöldum frá 2009 til 2017 hækkað úr
rúmum 383 milljörðum í rétt rúma
716 milljarða á síðasta ári. Frá árinu
2009 hefur tekjuskattur einstaklinga
til ríkisins hækkað úr 5,5% af vergri
landsframleiðslu í 6,5%.
Afar ólíkir tímar í efnahagnum
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, segir í samtali við
Morgunblaðið það vera erfitt að
bera saman tölur síðasta árs við árið
2009 vegna þess hve gífurlegur mun-
ur sé á efnahagsástandi landsins
milli þessara tilteknu ára. „Við erum
að horfa á tímabilið frá 2009 þegar
hér var kreppa. Kauphöllin var að
liðast í sundur og bankarnir voru
með í kringum 30% af útlánasafni
sínu í vanskilum. Það er ekkert sam-
anburðarhæft við hagkerfið eins og
það er í dag og innheimtar skatt-
tekjur árið 2009 eða 2010,“ segir
Bjarni og bætir við að ef horft sé yfir
lengra tímabil sé hlutfall af vergri
landsframleiðslu í skatttekjum á
svipuðum slóðum og það hafi verið
lengi.
Skattstofnar tekið mikið við sér
„Það er alveg rétt að skattstofnar
ríkisins hafa tekið mjög verulega við
sér á undanförnum árum og ef við
tökum tekjuskattinn einn og sér hef-
ur hann skilað mjög auknum tekjum,
sömuleiðis virðisaukaskatturinn,“
segir Bjarni.
„Hin hlið peningsins er sú að við
höfum verið með talsverðan út-
gjaldavöxt, laun hafa hækkað mjög
verulega en sömuleiðis bætur al-
mannatrygginga og framlög til stóru
málaflokkanna. Það sem skiptir hins
vegar máli á endanum er að við höf-
um ekki verið að íþyngja ríkissjóði
hlutfallslega mjög verulega þrátt
fyrir að hafa gert meira.“
Helsti styrkleikinn í opinberum
fjármálum í dag er að mögulegt hef-
ur verið að auka fjárfestingar og
hækka laun, styrkja mennta- og
heilbrigðismál. „Auk þess að gera
betur í almannatryggingum án þess
að það sé að hlutfallslega íþyngja
ríkinu um of,“ segir Bjarni og bendir
á jafnvægi ríkisfjármála síðustu ára.
Spurður hvort hann telji núver-
andi hlutfall skatttekna með trygg-
ingagjaldi og hlutfall tekjuskatts
sem prósentu af VLF vera ásætt-
anlegt eða hvort hann sjái fram á
lækkun þess segir Bjarni að hann
telji hlutfallið vera í eðlilegu jafn-
vægi, þ.e. bilinu 25% til 28-29%. „Það
fer eftir aðstæðum og stöðu í hag-
kerfinu hverju sinni en spegilmynd-
in af þessari tekjuhlið er útgjalda-
hliðin. Sumir halda því fram að ef
farið sé undir 25% á útgjaldahliðinni
séu menn komnir inn á einhverjar
nýjar lendur, en við höfum verið þar
rétt fyrir ofan á undanförnum árum
og leggjum upp með það í langtíma-
áætlun okkar að vera ekki að hækka
hlutfallið á útgjaldahliðinni af VLF á
næstu árum þó að við séum í raun-
tölum að bæta við,“ segir Bjarni.
Aðeins ein af mörgum leiðum
Bjarni bendir skýrt á að hlutfall
skatttekna ríkissjóðs sem hlutfall af
VLF sé einungis ein af mörgum leið-
um til þess að horfa á hvað er að ger-
ast í hagkerfinu. „Þetta er ekki
endanlegur mælikvarði á það hvort
skattar eru of háir eða lágir. Mér
finnst betra að skoða þróun yfir
lengri tíma og spyrja um samkeppn-
ishæfni atvinnulífsins, t.d. út frá ein-
staklingum er þetta flókið samspil af
sköttum, bótakerfi og atvinnustigi,
sem þarf að velta fyrir sér,“ segir
fjármála- og efnahagsráðherra.
Skatttekjur ríkisins hækkað mjög
Fjármála- og efnahagsráðherra segir lítt samanburðarhæft með hagkerfi dagsins í dag og skatt-
tekjur á kreppuárunum 2009 og 2010 Stefnt er að lækkunum á tryggingagjaldi og tekjuskatti
Umbætur á skattkerfi
» Boðuð lækkun á trygginga-
gjaldi, sem kemur sér vel fyrir
launþega og atvinnulíf.
» Endurskoðun á tekjuskatts-
kerfi einstaklinga, með lækkun
tekjuskatts í neðra skattþrepi,
með það m.a. að markmiði að
draga úr skattbyrði.
» Heildstæðar breytingar á
virðisaukaskattskerfinu.
Hlutfall heildarskatttekna ríkissjóðs af vergri landsframleiðslu
Tekjur (% af VLF) 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017*
Skatttekjur og
tryggingagjöld 24,0 25,6 25,8 26,5 26,8 29,8 27,8 27,2 28,0
Skatttekjur 21,1 21,7 21,9 22,8 23,2 26,2 24,3 23,7 24,5
Tekjuskattur
einstaklinga 5,5 5,8 5,7 5,8 6,1 5,9 5,9 6,3 6,5
Tekjuskattur lögaðila 1,9 1,1 2,0 2,1 2,4 3,6 2,6 2,8 3,1
Eignarskattar 0,3 0,6 0,6 0,9 0,8 0,9 0,4 0,4 0,2
Tryggingagjald 2,9 3,9 3,9 3,6 3,7 3,6 3,6 3,5 3,5
Veiðigjald 0,1 0,1 0,2 0,6 0,5 0,4 0,1 0,3 0,2
Tekjur (milljónir kr.) 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017*
Skatttekjur og
tryggingagjöld 383.364 415.928 441.397 472.845 509.944 601.814 622.438 667.568 716.128
Skatttekjur 337.452 352.329 374.577 407.963 440.045 528.382 542.731 582.198 627.003
Tekjuskattur
einstaklinga 88.612 93.782 97.389 102.954 115.603 119.377 132.713 154.648 167.100
Tekjuskattur lögaðila 31.112 18.413 33.449 38.172 45.280 72.646 58.584 69.046 79.300
Eignarskattar 5.321 9.662 11.065 15.345 15.996 17.455 8.786 9.885 4.948
Tryggingagjald 45.912 63.599 66.820 64.882 69.899 73.432 79.707 85.370 89.125
Veiðigjald 1.015 2.265 3.901 9.849 9.737 8.122 3.138 8.551 6.022
Verg landsframleiðsla 1.600.390 1.627.108 1.708.315 1.787.684 1.899.680 2.020.546 2.234.999 2.452.970 2.554.565
Heimild: Ríkisreikningur (2009–2016), fjáraukalög (2017) og Hagstofa Íslands (2009–2017). Allar tegundir eignarskatta eru meðtaldar hér. *Áætlun.
30,0%
27,5%
25,0%
22,5%
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017* 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017*
Skatttekjur og tryggingagjöld, % af VLF Verg landsframleiðsla, þús. milljarða
Bjarni
Benediktsson
Óli Björn
Kárason
Öll málningarvinna Þakmálunar
ehf. við Nethyl 2b var bönnuð eftir
eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu á
heimasíðu stofnunarinnar, en þar
segir meðal annars að unnið hafi
verið við málningu á þaki hússins,
sem er tvílyft með risi, og því hátt
fall niður á malbik þar fyrir neðan.
Engar fallvarnir voru notaðar
við vinnuna og var því lífi og heil-
brigði starfsmanna talin hætta
búin. Þá segir einnig í skoðunar-
skýrslunni að engar sérstakar var-
úðarráðstafanir hafi verið gerðar
til að hindra að starfsmenn féllu
fram af þakinu.
Fyrirtækið hefur nú gert úrbæt-
ur í samræmi við fyrirmæli Vinnu-
eftirlitsins.
Engar fallvarnir orsökuðu vinnustöðvun