Morgunblaðið - 20.07.2018, Side 14

Morgunblaðið - 20.07.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is auðmenn borga. Þótt þeir sem kaupa núna séu vinveittir sveitunum og þeim sem þar búa verðum við að hugsa þetta lengra. Það kemur önn- ur kynslóð. Það er ekki víst að hún hafi sömu sjónarmið. Ég er alveg op- inn fyrir því að einhverjar kvaðir verði settar, til dæmis um hvað hver og einn má eiga margar jarðir og Guðni Einarsson gudni@mbl.is Til greina kemur að setja rekstrar- skyldu á bújarðir þannig að jarðeig- andanum sé skylt að tryggja þar ein- hverja starfsemi og nýtingu, að mati Einars Ófeigs Björnssonar, bónda á Lóni II í Kelduhverfi. Hann er stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands og fulltrúi í starfshópi land- búnaðarráðherra um endurskoðun reglna um eignarhald á bújörðum. Hann sagði þá hugmynd hafa verið rædda óformlega á milli manna að leggja mætti hærri fasteignagjöld eða annan skatt á jarðeignir sem ekki væru nýttar. Þær tekjur myndu þá koma sveitarfélaginu til góða. „Stóra málið er að það verða að gilda sömu reglur fyrir Íslendinga og alla á EES-svæðinu um eignar- hald á bújörðum á Íslandi,“ sagði Einar. Hann sagði að Bændasam- tökin hefðu ekkert á móti því að sett yrði einhvers konar rekstrarskylda á bújarðir á Íslandi en ekki ábúðar- skylda. Óttast alvarlegar afleiðingar „Búsetu- eða ábúðarskylda er kannski fulllangt gengið. Víða eru menn að nýta nágrannajarðir og þá fer maður að velta því fyrir sér hvað sé ábúð,“ sagði Einar. Hann kvaðst vita til þess að í Noregi fylgdu því ýmsar kvaðir að eiga bújarðir um- fram það sem hér gildir og svipað mætti segja um Danmörku. Einar kvaðst skilja fólk sem væri alla vega sett fjárhagslega og vildi selja jörðina sína á góðu verði þegar þannig tækifæri byðist. Hann óttast að stórfelld jarðakaup auðmanna, ís- lenskra og erlendra, geti haft alvar- legar afleiðingar fyrir sveitirnar. „Hefðbundinn landbúnaður stendur ekki undir því jarðaverði sem þessir hugsanlega marga ferkílómetra að hámarki. Stóra myndin er sú að það þarf þá að gilda fyrir Íslendinga líka,“ sagði Einar. Honum finnst að í þessum efnum eigi að gilda sömu reglur fyrir fólk hvaðan sem það er úr heiminum. „Bændum er nokk sama hvort það er ríkur Íslend- ingur, Breti eða Kínverji sem kaupir jörð og kemur og veiðir lax tvisvar á ári. Það skiptir samfélagið engu máli hvaðan þessi ríki aðkomumað- ur er.“ Ástandið er víða brothætt Ýmis vandamál geta fylgt því þeg- ar utanaðkomandi kaupa upp marg- ar jarðir í sömu sveit, ekki síst ef hætt er að halda landinu í rækt og viðhalda girðingum. Íbúum fækkar og nemendum í skólanum. „Það er voðalega dautt samfélag þegar skólinn er farinn. Þetta er raunveruleiki hér og þar um landið og hefur breyst á örfáum árum eða áratugum. Ástandið er víða orðið mjög brothætt og fylgir einkum erfiðleikum í sauðfjárræktinni. Fjárhagurinn er svo ofboðslega erf- iður hjá mörgum sauðfjárbændum. Þeir hafa haldið uppi þessum dreifð- ustu byggðum,“ sagði Einar. „Það er mjög erfitt að endurreisa sam- félög þar sem staðan er orðin svona. Það þurfa að koma svo margir í einu til baka til að það skapist einhver grundvöllur aftur. Ef þetta fer einu sinni er hætt við að það sé til fram- búðar.“ Eitt verður yfir alla að ganga varðandi bújarðir  Rekstrarskyldu fremur en ábúðarskyldu  Skattur á ónýttar bújarðir Ljósmynd/Úr einkasafni Bóndi Einar Ófeigur Björnsson fjárbóndi óttast afleiðingar stórfelldra jarðakaupa auðmanna, innlendra og erlendra, á framtíð sveitanna. Tuttugu umsækjendur eru um stöðu bæjarstjóra Grindavíkur, en umsóknarfrestur rann út 11. júlí og nú verður unnið úr umsóknum í samvinnu við Hagvang. Nokkrir fyrrverandi bæjarstjórar sækja um stöðuna, meðal þeirra er Fannar Jónsson, sem ráðinn var tímabundið sem bæjarstjóri í Grindavík frá ársbyrjun 2017 til loka síðasta kjörtímabils. Umsækjendur eru í stafrófsröð: Anna Greta Ólafsdóttir, stofnandi og sérfræðingur stjórnendalausna, Ármann Jóhannesson ráðgjafi, Áróra Jóhannsdóttir, eigandi og sölumaður, Baldur Þ. Guðmunds- son útibússtjóri, Bjarni Óskar Halldórsson framkvæmdastjóri, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri, Fannar Jónasson bæjarstjóri, Guðrún Pálsdóttir verkefnastjóri, Gunnar Björnsson, forseti og verkefnastjóri, Hjördís Dröfn Vil- hjálmsdóttir nefndarmaður, Matt- hías Magnússon framkvæmda- stjóri, Ólafur Örn Ólafsson, fv. bæjarstjóri, Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, Rebekka Hilmarsdóttir lög- fræðingur, Regína Fanný Guð- mundsdóttir, deildarstjóri reikn- ingshalds, Sveinbjörn Freyr Arnaldsson framkvæmdastjóri, Valdimar Leó Friðriksson fram- kvæmdastjóri, Þórður Valdimars- son verkefnastjóri, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Þór- unn Inga Ingjaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri íþróttasviðs. Tuttugu vilja stjórna Grindavík  Fyrrverandi bæj- arstjóri sækir um „Við erum afar þakklát fyrir vænt- anlegan samning sem kemur sér vel fyrir félagsmenn okkar. Margir hafa fjárhags síns vegna þurft að draga við sig að leita til tannlæknis og því er til staðar mikill uppsafnaður vandi,“ segir Þórunn Sveinbjörns- dóttir, formaður Landssamtaka eldri borgara. Sjúkratryggingar Íslands vinna nú að gerð rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Samningurinn tekur til almennra tannlækninga en í honum felst meðal annars skoðun, röntgenmyndatökur, reglulegt eftirlit, tannviðgerðir, rót- fyllingar, úrdráttur tanna og fleira. Fyrirhugað er að samningurinn taki gildi 1. september næstkomandi og verði til þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Áætlað virði samningsins er 15,6 milljarðar króna að teknu tilliti til tveggja ára framlengingar. Tann- læknar geta óskað eftir að gerast að- ilar að samningnum til og með 24. ágúst næstkomandi. Ekki samningur frá 2004 „Við fáum oft upphringingar frá fólki sem spyr hvort breytingar séu komnar í gegn, það er aukin greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga. Frá árinu 2004 hefur ekki verið í gildi neinn samningur milli trygg- inganna og tannlækna um verðskrá. Nú er hins vegar búið að ganga frá málum og fjármunir fylgja,“ segir Þórunn. sbs@mbl.is Tannlæknaþjónusta við eldri borgara verður endurgreidd  Ríkið vinnur að rammasamningi  Uppsafnaður vandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tannlæknir Þjónustan verður nú í ríkari mæli niðurgreidd af ríkinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.