Morgunblaðið - 20.07.2018, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það verður sí-fellt algeng-ara að fólki
á vinstri kanti
stjórnmála þyki
eðlilegt að bola
fólki á brott sé það grunað um
skoðanir sem falli ekki að
skapalóni þess.
Félagslegi þáttur íslenska
háskólasamfélagsins á melun-
um er undirlagður í þessu, og
þar þykir einboðið að þeir ör-
fáu fræðimenn sem ekki
beygja sig ekki fullkomlega
undir skoðanakúgun heima-
ríks meirihluta skuli lagðir í
einelti og látnir sæta ritskoðun
umfram aðra. Fyrr eða síðar
munu slíkar stofnanir missa
tiltrú. Í þessum smáveröldum
lúta mannaráðningar gjarnan
svokallaðri ánamaðkaaðferð.
Maðkur, sem fyrir er, skal
höggvinn í tvennt vanti nýjan
og fæst þá annar í eins mynd.
Þetta er talin faglegasta að-
ferð sem völ er á og ekkert ut-
an frá truflar gangverkið.
Fylgikvillinn er að eins-
leitnin verður æpandi, en eftir
því taka ekki síamsmargbur-
arnir. En fyrr eða síðar mun
myndast akademískur spírall.
Í fyrradag sást þegar þing-
maður, vel verseraður á
vinstrikanti, þóttist skoðana-
lega yfir aðra hafin og struns-
aði af einstæðum þingfundi.
Þingmaðurinn sýndi samkom-
unni, gestum hennar og þeim
örfáu sem slysast höfðu óvilj-
andi á staðinn kunnáttu sína í
kurteisi.
Þingmaðurinn rigsaði af
palli þar sem erlendur heiðurs-
gestur hafði ekki fengið sam-
þykki fyrir sínum skoðunum.
Sami þingmaður og skokk-
aði hnarreistur út á lyng-
breiður Þingvalla, eins helsta
helgistaðar skoðanafrelsis á
hnettinum, vakti nýlega at-
hygli fyrir fullkomið fleipur í
Ríkisútvarpi um alvöru mál,
sem hún þóttist sérfræðingur
í. Fréttastofa „RÚV,“ í krafti
yfirgripsmikls þekkingarleysis
síns, gleypti fáránleikann hrá-
an og útvarpaði honum eins og
heilögum sannleika í þeirri við-
leitni sinni að gera þjóðina að
sömu kjánum og innanbúðar-
menn.
Af miklu minna tilefni hefur
þingmaðurinn sem í hlut átti
gert kröfur um að aðrir segðu
af sér þegar í stað. Hefði
Helga Vala sjálf sýnt þann
manndóm hefði hún getað
sparað sér rútuferð til Þing-
valla og þjóðinni skömm.
Píratar hafa nýlega krafist
þess að þingforseti „geri skrá
yfir þær óskráðu reglur“ sem
þeir hafa heyrt að gildi á þingi.
Þá var ekki rætt um kurteisis-
reglur. Sjálfsagt þykir píröt-
um nauðsynlegt að skrá þær.
Það er t.d. hvergi skráð að
þingmenn skuli
hvorki hrækja á
gólfið né snýta sér
í gardínur. Hvergi
er skrifað að þeir
skuli ekki leysa
vind í ræðustólnum, jafnvel
þótt það gæti farið vel við þá
ræðu sem verið er að flytja.
Hvergi er skráð að aðrir þing-
menn skuli ekki spyrja þing-
menn Pírata að því hvort þeir
séu fullkomin fífl í hvert sinn
sem þeir telja sig hafa tilefni
til. Þetta eru aðeins dæmi af
handahófi sem slík skýrslu-
gerð um óskráðar reglur gæti
tekið til. Ætla mætti að skýrsl-
an fyllti fljótlega þúsund síður.
En það mundi þó engu breyta,
af tveimur ástæðum. 1) Slíkur
doðrantur yrði aldrei tæm-
andi. 2) Engin von er til þess
að Píratar læsu skýrsluna.
Þeir segjast fyrst hafa heyrt
um hinn hættulega heiðurs-
gest daginn fyrir Þingvalla-
fund og þá sest á neyðarfund í
snatri og rétt náð að taka
ákvörðun um að skrópa hálf-
tíma áður en að rútan fór. Það
er raunar frumskylda þing-
manna að lögum að mæta til
þingfundar nema lögmæt for-
föll hamli. Almenn heimska,
fýla eða fáfræði falla ekki und-
ir „lögmæt forföll“. En nú hef-
ur verið upplýst að öllum þing-
mönnum var tilkynnt 20. apríl
sl. að danski þingforsetinn
væri boðinn. Viðbrögð Pírata
voru að benda á að þær upplýs-
ingar hafi verið frekar neð-
arlega á síðu! Gott væri ef Pír-
atar gæfu út leiðarvísi um
hversu langt niður eftir síðu
þeir lesa. Lesa þeir fyrstu
þrjár línur á hverri síðu, fimm
línur eða jafnvel eitthvað
lengra niður?
Talsmaður Pírata lét sig
hafa það að draga Adolf Hitler
inn í málið mættur í beina út-
sendingu í fréttum. Hann gæti
því í sinni vörn bent á að ekki
aðeins hefði danski gesturinn
verið nefndur „frekar neð-
arlega á síðu“ heldur voru upp-
lýsingarnar að auki birtar á
sjálfum afmælisdegi Adolfs
Hitlers, þegar öll píratahjörð-
in var í eðlilegu uppnámi, þótt
vissulega sé nokkuð liðið frá
fæðingu ómennisins.
Hitt er merkilegt að Píratar
fengu þó fréttir af því að til
stæði að halda fund þingsins á
Þingvöllum. Það hefur þá
væntanlega verið nefnt ofar-
lega á síðu, því ella hefði flokk-
urinn misst tækifærið til að
skrópa.
Það tókst miklu betur að
tryggja að íslenska þjóðin
frétti ekki af fíneríinu fyrr en
það var afstaðið. Öðruvísi var
haldið á árin 1930, 1944, 1974,
1994 og 2000. En kannski telja
fyrirmenni að þjóðinni hafi
verið nóg boðið.
Tókst að gera sig að
fíflum þrátt fyrir
nauman tíma}
Skundað um Þingvöll
B
ókin Being There eftir rithöfund-
inn Jerzy Kosinski kom út árið
1970. Í henni segir frá manni
sem ólst upp í lokuðum húsa-
garði, hafði aldrei haft samband
við umheiminn og kunni hvorki að lesa né
skrifa. Þegar eigandi garðsins dó varð
garðyrkjumaðurinn að fara út á meðal fólks.
Hann kunni ekkert nema garðrækt og svar-
aði flóknum spurningum á þá leið að eftir hret
kæmi betri tíð og það yrði að hlúa að gróðr-
inum til þess að hann dafnaði. Kvikmyndin
eftir sögunni endar á því að í bakherbergjum
er stungið upp á garðyrkjumanninum orð-
heppna sem forseta. Þá var sagan grín.
Nú er grínið alvara. Fákunnandi Banda-
ríkjaforseti varpar stöðugt sprengjum inn í
stjórnmálin, bæði heima fyrir og á alþjóða-
vettvangi. Áratuga uppbygging friðsamlegra samskipta
og frjálsrar verslunar er rifin niður eins og hún skipti
engu. Bandamenn eru fordæmdir og hættulegir einræðis-
seggir lofsamaðir. Bandaríkin segja sig frá alþjóða-
samningum og ganga úr bandalögum þjóða. Sannar frá-
sagnir verða falsfréttir.
Þá reynir á heiðarlegt fólk. Þögn er uppgjöf. Stuðningur
er svik við frið og frelsi.
Árið 1935 birti Morgunblaðið frásögn af viðtali við ný-
lega kjörinn forseta Þýskalands, „friðarvininn“ Adolf Hit-
ler. Þjóðverjar gengu úr Þjóðabandalaginu skömmu eftir
að Hitler varð kanslari eftir kosningasigur nazista.
„Hitler [sagði], að Þjóðverjum kæmi aldrei til hugar, að
setja nein skilyrði fyrir því [að ganga aftur í
Þjóðabandalagið]. En hitt væri auðskilið mál, að
Þýskaland gæti ekki átt sæti í bandalaginu nema
það hefði jafnan rétt og hinar þjóðirnar í því.
Jafnréttið væri ekki skilyrði af hálfu Þjóðverja,
heldur sjálfsögð krafa frá almennu sjónarmiði.“
„Blaðamaðurinn kvaðst nýlega hafa átt tal við
franskan stjórnmálamann og spurt hann hvers
vegna Frakkar vildu ekki viðurkenna jafnréttis-
kröfu Þýskalands. Hefði hann svarað því til, að
hann áliti að Þjóðverjar vildu aðeins frið og sátt
þangað til þeir væru orðnir nógu sterkir til þess
að fara í stríð.“
„Hitler kvaðst hafa barist fyrir friði í 15 ár.
„Ég vil einungis farsæld þjóðar minnar“, sagði,
hann, „og stríð flytur engum farsæld. Það flytur
aldrei annað en þjáningar. Ég get fullvissað yður
um það, að Þýskaland mun aldrei rjúfa friðinn að
fyrra bragði. En hitt getur hver verið viss um, sem grípur
til okkar, að hann mun grípa um þyrna og brodda“.
Hitler lauk máli sínu þannig: „Við viljum lifa í fullri sátt
við nábúa okkar með því að bjóða öllum nágrannaþjóð-
unum að gera hlutleysissamninga við þær. En aðra samn-
inga, svo sem hernaðarsamninga, ætlum við ekki að gera
við neinar þjóðir; við ætlum ekki að eiga það á hættu, að
komast í stríð vegna málefna sem okkur sjálfum koma
ekkert við“.
Á fjórða áratugnum þagði margt gott fólk og svo fór
sem fór.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Einfeldningur í sviðsljósinu
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Umhverfisvitund hefur vax-ið meðal Íslendingaundanfarin ár, t.a.m.hvað varðar orkunotkun,
endurvinnslu og matarsóun. Í því
samhengi má einnig nefna pappírs-
notkun, þar sem rafrænar lausnir
eru skjótt að taka yfir. Gott verk hef-
ur verið unnið á síðustu árum í að
draga úr notkun pappírs en enn er þó
einhver tími þangað til pappírinn
„hverfur“. Morgunblaðið sendi fyr-
irspurnir til stóru viðskiptabankanna
þriggja: Arion banka, Landsbankans
og Íslandsbanka, um stefnu þeirra í
að minnka pappírsnotkun.
Í samfélagsskýrslu Landsbank-
ans fyrir árið 2017 kemur fram að
bankinn heldur áfram vinnu sinni að
settu markmiði um að verða pappírs-
laus banki. Heildarpappírsnotkun
bankans á síðasta ári var 10,4 tonn
auk umslaga, sem voru 1.080 kg. Er
það um 10,4 kg á stöðugildi, eða um
84 grömm á hvern viðskiptavin, að
því er kemur í samfélagsskýrslu
Landsbankans. Til samanburðar var
pappírsnotkun 37,1 tonn árið 2012.
Pappírsnotkun vegna útgefins
efnis Landsbankans fellur undir ann-
an lið og var hún 14,5 tonn árið 2017,
sem er minnkun um 1 tonn á milli
ára, segir í skýrslunni. 11,2 tonn voru
prentuð á umhverfisvottaðan pappír
eða 77% af útgefnu efni.
Tæplega alveg pappírslausir
Snerist ein fyrirspurn Morgun-
blaðsins um hvort bankar gætu verið
alfarið pappírslausir á einhverjum
tímapunkti í nánustu framtíð. Í svari
Landsbankans segir að bankinn
„getur tæplega orðið alveg pappírs-
laus“ en þó er séð fram á að pappírs-
notkun muni áfram minnka um
ókomin ár.
Hvað varðar Íslandsbanka hefur
prentmagn bankans farið sílækkandi
og helst í hendur við pappírslausa
stefnu bankans, segir í svari frá Ís-
landsbanka við fyrirspurn. Hafa auk-
in bankaviðskipti á netinu mikið að
segja um lækkandi prentmagn auk
breytinga í fyrirkomulagi í starfsum-
hverfi bankans með innleiðingu á
verkefnamiðaðri vinnuaðstöðu. Sú
innleiðing hefur haft gríðarleg áhrif,
sem bankinn kveðst vera afar stoltur
af.
Minnkandi pappírsnotkun sést
hvað best á feikilegri fækkun á út-
sendum greiðsluseðlum og ýmsum
yfirlitum til viðskiptavina og í
greiðsluþjónustu. Þá hefur verið lögð
áhersla á að gera samskipti milli
deilda Íslandsbanka rafræn á undan-
förnum misserum og er sú vegferð í
góðum farvegi, segir í svari bankans.
Þegar litið er á þróun milli áranna
2016 og 2017 hefur prentun hjá Ís-
landsbanka minnkað um 29%, eða
um 1,5 milljón eintaka og prent-
kostnaður hefur lækkað um 27%.
Hjá Arion banka, segir í svari
bankans til blaðsins, er lögð rík
áhersla á að nýta umhverfisvænar
lausnir við prentun og auka hlutdeild
pappírslausra viðskipta. Á vefsíðu
bankans kemur fram að dregið hafi
úr prentun á starfsstöðvum hans um
12% frá árinu 2015.
Arion banki hefur jafnframt ein-
sett sér að verða fremsti stafræni
banki landsins. Bendir
bankinn á að með auknu
aðgengi að stafrænum
vörum og þjónustu sé hægt
að veita viðskiptavinum
þægilegri bankaþjónustu.
Stefnan skipar stóran sess í
að draga úr kolefnisspori
bankans og viðskiptavina
hans með minni pappírs-
notkun og færri ferðum við-
skiptavina til og frá banka-
útibúum
Allverulega dregið úr
pappírsnotkun banka
Við fyrirspurn Morgunblaðsins
um hvort minni pappírsnotkun
lækki rekstrarkostnað og hvort
hagur viðskiptavina bætist á
einhvern hátt segja bankarnir
að minni pappírsnotkun kalli á
aukna fjárfestingu í upplýs-
ingatækni. Fjárfestingunum
fylgir talsverður þróunarkostn-
aður við „rafvæðingu“ ýmissa
þjónustuferla, t.d. er greiðslu-
mat víða orðið alfarið rafrænt.
Yfir lengri tíma litið munu þær
fjárfestingar þó stuðla að lækk-
uðum rekstrarkostnaði,
segir í svörum
bankanna. Ýmsar
aðrar hagræðingar
fylgja líka minni
pappírsnotkun, t.d.
er villuhætta
minni, s.s. við inn-
slátt, og afgreiðsla
fljótari. Þannig
stuðlar rafvæðing
að betri þjónustu til
viðskiptavina.
Horfa til
framtíðar
ÝMSAR HAGRÆÐINGAR
Samsett mynd/Elín Arnórsdóttir
Framþróun Vel hefur tekist að færa alls konar bankaþjónustu á rafrænt
form. Áfram mun draga úr pappírsnotkun hjá bönkum á komandi árum.