Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 ✝ Finnbjörn Þor-valdsson fædd- ist í Hnífsdal 25. maí 1924. Hann lést á heimili sínu 9. júlí 2018. Foreldrar hans voru Halldóra Finn- björnsdóttir húsfrú og Þorvaldur Magn- ússon sjómaður. Finnbjörn flutti ungur til Ísafjarðar og svo með foreldrum sínum til Reykjavíkur þar sem hann fór í Samvinnuskólann. Að námi loknu fór Finnbjörn að vinna fyrir Ísafoldarprent- smiðju. Á sjötta áratugnum fór hann svo að vinna hjá Loftleið- um, þar sem hann sá um bók- haldið og varð svo skrifstofu- stjóri og síðar tók hann við fjármálum fyrirtækisins. Það og Úlfar, 1964, kvæntur Sigrúnu Hafsteinsdóttur. Barnabörnin eru 22 og barnabarnabörnin eru 22. Á árunum 1945-1952 var Finn- björn einn besti frjáls- íþróttamaður á Norðurlöndum. Hann setti tugi Íslandsmeta í spretthlaupum og langstökki. Hann varð einnig Íslandsmeistari með félagi sínu, ÍR, í handbolta. Finnbjörn tók þátt í Norður- landamótum þar sem hann vann sigra og Evrópumótum þar sem hann komst í úrslit, svo keppti hann á Ólympíuleikunum í Lond- on 1948, þar sem hann var einnig fánaberi Íslands. Hann spilaði badminton með góðum árangri í áratugi hjá TBR. Laxveiði var líka áratuga áhugmál. Hann var félagsmaður númer 12 hjá SVFR. Hugur hans var svo með golfíþróttinni, sem hann stundaði þar til ökklar hans gáfu sig þeg- ar hann var 92 ára. Hann var í Keili í Hafnarfirði og var einn af stofnendum þar. Finnbjörn verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í dag, 20. júlí 2018, klukkan 15. starf hafði Finn- björn þar til Loft- leiðir sameinuðust Flugfélagi Íslands að hann var fluttur á skrifstofu hótels Esju, sem Flugleiðir áttu. 1947 giftist Finn- björn eftirlifandi konu sinni, Theo- dóru Steffensen, f. 17.9. 1928, dóttur Sigríðar Árnadóttur húsfrúar og Björns Steffensen endurskoð- enda. Þau eignuðust sjö börn: Björn, f. 1947, kvæntur Sigríði Aradóttur, Finnbjörn, f. 1950, kvæntur Kathia Rovelli, Þorvald, f. 1952, kvæntur Önnu Árnadótt- ur, Sigríði, f. 1954, gift Halldóri Hilmarssyni, Gunnar Þór, f. 1958, kvæntur Eyrúnu Magn- úsdóttur, Halldóru Svölu, f. 1962, Pabbi minn, Finnbjörn Þor- valdsson, er fallinn frá á 95. ald- ursári. Pabbi átti ákaflega far- sæla og gæfuríka ævi. Hann fæddist í Hnífsdal en flutti ungur til Ísafjarðar þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum til 18 ára aldurs, þegar hann flutti til Reykjavíkur. Ungur fékk hann mikinn áhuga á íþróttum og stundaði fótbolta, kastaði grjóti í fjörunni lengra en flestir auk þess sem hann tók þátt í glímu- keppni og skíðastökki þar sem hann bar sigur úr býtum. Þá gekk hann á höndunum á eldhús- borðinu heima fyrir þegar færi gafst. Þetta var vísirinn að því sem koma skyldi. Þegar pabbi flutti suður stund- aði hann frjálsar íþróttir hjá ÍR. Hann átti frábæran feril þar sem hann setti fjölda Íslandsmeta. Hann varð margfaldur Norður- landameistari í spretthlaupum og setti á einu ári tíu Íslandsmet í hlaupum og langstökki. Pabbi komst í úrslit í 100 metra hlaupi á Evrópumótinu í Ósló 1946 og var fánaberi Íslands á Ólympíuleik- unum í London árið 1948. Á Evrópumótinu misfórst að til- kynna pabba að hann hefði kom- ist í úrslit. Hann sat uppi í stúku alklæddur þegar hann heyrði nafn sitt nefnt. Stökk hann af stað og rétt náði í blokkirnar áður en skotið reið af. Pabbi stundaði einnig aðrar íþróttir og varð m.a. Íslandsmeistari með ÍR í hand- bolta og körfubolta sem reyndar var óopinbert mót. Þá var hann valinn í úrvalslið sem sýndi fim- leika. Seinna varð hann mjög frambærilegur í badminton, golfi og borðtennis. Albert Guðmunds- son, fótboltakappi með meiru, reyndi að fá pabba í fótboltann, sagði hraðann nýtast vel þar. Sjaldan minntist pabbi á íþrótta- feril sinn nema aðspurður. Pabbi var ákaflega háttvís, prúður og lagði mikið upp úr séntilmennsku. Einkunnarorð hans, „Kurteisi kostar ekkert“, heyrðust gjarnan á heimili okkar. „Prúðmennska og drengskapur í keppni voru einkennandi í fari Finnbjarnar. Hann var fyrstur til að óska sigurvegara til ham- ingju,“ segir í grein Arnar Eiðs- sonar, fyrrverandi formanns FRÍ, í tilefni af sjötugsafmæli pabba. Þessi orð einkenndu einn- ig starfsævi pabba. Hann var far- sæll í atvinnulífinu með dugnað og ósérhlífni að leiðarljósi. Hann var lengi yfirmaður fjármálasviðs hjá Loftleiðum, en þar starfaði hann í áratugi og var einn þeirra sem lögðu grunn að velgengni fé- lagsins. Ýmsir nutu greiðvikni hans varðandi farmiða til út- landa, ekki síst þeir sem áttu erf- itt um vik eða íþróttafólk á leið utan í keppnisferðir. Foreldrar mínir giftust árið 1947 og voru gift í nærri 72 ár. Við systkinin ól- umst upp á góðu heimili. Mamma var aðaldriffjöðrin þótt hún hafi rekið erilsamt fyrirtæki um ára- bil. Ég átti ánægjulega æsku og hlaut gott atlæti alla tíð. Við pabbi spiluðum oft golf saman þegar ég var yngri og hann spil- aði golf allt fram á seinustu ár. Við ræddum gjarnan íslenska tungu, sem var mikið áhugamál hans. Hann hafði einnig ákaflega snotra rithönd. Ævi pabba skilur í mínum huga eftir sig góðar minningar. Eftir Finnbjörn Þor- valdsson liggja spor sem seint fennir yfir. Gunnar Þór Finnbjörnsson. Elsku pabbi minn, það er ótrú- lega sárt að kveðja þig. Þú hefur verið svo mikil fyrirmynd fyrir okkur öll og ekki síst fyrir barna- börnin og barnabarnabörnin. Alltaf svo háttvís, prúður og góð- ur. Lagðir mikið upp úr því við okkur systkinin að kunna manna- siði. Sagðir að kurteisi kostaði ekki pening. Synir mínir nutu mikils af góðmennsku þinni og alltaf fylgdist þú með öllu sem þeir gerðu og þá sérstaklega í íþróttum, enda ekki langt að sækja íþróttaáhugann. Það er margs að minnast og mér dettur í hug þegar ég var búin að vera 4 mánuði í USA hjá Kellogg, kom heim og það vissi enginn að ég væri væntanleg. Þú varst í veiði og hringdir heim og ég svaraði. Þá spurðir þú hver væri í síman- um og ég sagði: „Pabbi minn, þetta er ég, dóttir þín.“ „Ég vissi ekki að þú værir komin,“ sagði hann. „Málið er að mamma þín er á Spáni með yngri systkini þín og ég er að koma heim um miðjan dag og ætla að fljúga út til Spán- ar seint í kvöld. Vertu bara fljót að pakka upp úr töskunum þínum og pakkaðu svo aftur því ég ætla að bjóða þér með.“ Svo flugum við saman þarna um kvöldið og hittum mömmu og krakkana. Það voru miklir fagnaðarfundir þegar við hittum þau. Nú er komið að kveðjustund, elsku pabbi minn, og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Minning þín mun lifa að eilífu. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þín dóttir, Sigríður Finnbjörnsdóttir. Elsku Finnbjörn. Vildi bara segja nokkur orð um þig og okkar samferð síðustu 19 ár. Þegar ég kem inn í fjöl- skylduna fyrir 19 árum var það fyrsta sem ég tók eftir að þú varst einhver sem skipti Kristján miklu máli, þú varst einhver sem hann leit upp til, einhver sem hann talaði mjög mikið um, ekki bara við mig heldur öll okkar börn. Þau hafa alist upp við sögur um það hversu mikilvægur þú varst í hans lífi og það leið ekki á löngu þar til þú varðst mikil- vægur í mínu lífi og hjá okkar börnum. Fyrir utan að vera húm- oristi af bestu gerð, sem ég held að Kristján hafi fengið í vöggu- gjöf frá þér og er eitt af því sem ég elska hann fyrir, þá var það hvernig þú varst sem persóna sem heillaði mig þennan tíma sem við áttum saman. Ekki mikið fyrir orðin sem ég held að þú haf- ir gefið Kristjáni Gabríel í vöggu- gjöf sem er einstök gjöf því allt sem kom út var annaðhvort skemmtilegt eða fræðandi, íþróttahæfileikana þína sem þú gafst svo mörgum í þessari fjöl- skyldu, hvort sem það var hegð- un eða hæfileikar sem ég veit að nokkrir mínir fengu frá þér. Ég get endalaust talað um hversu magnaður maður þú varst og hversu mikið mér þótti vænt um þig og okkar tíma saman en allt verður að taka enda. Okkar per- sónulegu tímar voru mest síðustu tvö ár, fannst gaman þegar þú hringdir í mig til að redda sjón- varpinu, fannst ég smá sérstök og alltaf gafstu mér súkkulaði fyrir krakkana í staðinn. Ég mun alltaf muna eftir þér og þú átt sérstakan stað í mínu hjarta. Ég, Kristján og börnin munum sakna þín ávallt. Ásbjörg. Elsku afi. Við kveðjum þig með miklum söknuði en á sama tíma þakklæti fyrir alla góðu tímana og minn- ingarnar. Fyrstu minningarnar í Blikó þar sem þú kenndir okkur að synda, gafst þér endalausan tíma í að leika og segja sögur og hvergi betra að koma í heimsókn en til þín og ömmu. Þú gafst okkur fyrsta Stjörnu- búninginn, keyrðir okkur á æf- ingar og horfðir á fyrsta mótið. Fylgdir okkur svo alla tíð þegar við vorum að keppa og varst allt- af fyrsti maðurinn sem við hringdum í eftir leiki. Allar heim- sóknirnar á unglingsárunum þar sem þú pantaðir pizzu fyrir okkur og við horfðum á video, spjölluð- um við þig og ömmu og skemmt- um okkur frábærlega. Þú varst alltaf jafnfyndinn. Það var alltaf svo frábært að horfa á íþróttir með þér, nánast fram á síðasta dag vorum við að spjalla um íþróttir og í raun alls- konar hluti og alltaf var jafn gam- an að tala við þig. Ógleymanleg ferð um Verslun- armannahelgina þar sem þú og amma keyrðuð með okkur á Ísa- fjörð þar sem við þræddum alla firðina og þið sögðuð okkur frá- bærar sögur alla leiðina. Þegar afi fór með okkur að veiða þá byrjuðum við bræðurnir að met- ast hvor næði fleirum og þá sagði afi: „Við vorum allir að veiða sam- an og árangurinn eftir því.“ Afi kunni alltaf að koma okkur niður á jörðina og gleðjast saman. Minningar í seinni tíð eru einn- ig margar, eins og golfhringir þegar þú varst farinn að nálgast nírætt en spilaðir samt betur en við og svo bauðst þú okkur í há- degismat í skálanum á eftir þar sem þú varst algjörlega á heima- velli. Það var alltaf að gerast að við heyrðum frábærar sögur um afa sem gerðu okkur stolta. Við feng- um sendan þennan texta frá vini okkar eftir að þú kvaddir sem lýsir þér svo vel og var ritaður í einhverjum miðlinum: „Prúð- mennska og drengskapur í keppni voru einkennandi í fari Finnbjörns. Hann var fyrstur til að óska sigurvegara til hamingju og aldrei urðu keppinautar hans varir við hroka.“ Þetta var afi í hnotskurn, ekki til prúðari eða meiri herramenn en hann. Við heyrðum hann aldrei kvarta und- an dómara eða öðru óréttlæti og það er klárlega eitthvað sem við bræðurnir mættum taka hann til fyrirmyndar með. Afi var klárlega einhver besti sögumaður og húmoristi sem við höfum kynnst og munum við rifja upp og halda áfram að segja sög- urnar hans um ókomna tíð. Þetta er aðeins brot af því sem er hægt að segja um afa en þyrft- um heila bók til að koma öllum minningunum og sögunum að. Við gætum ekki verið stoltari að eiga þig sem afa, fánaberi á Ólympíuleikum, frábær íþrótta- maður, mikill húmoristi, góður vinur en fyrst og fremst fyrir okkur frábær afi og langafi. Elsku afi, takk fyrir allt og sjáumst síðar. Björn og Kristján. Fallinn er frá einn mesti íþróttagarpur gullaldar frjáls- íþróttanna, Finnbjörn Þorvalds- son. Með framgöngu sinni á íþróttavellinum í árdaga íslenska lýðveldisins blésu hann og fé- lagar hans þjóðinni eldmóð í brjóst og sannfærðu Íslendinga um að þeir væru verðug þjóð meðal þjóða. Finnbjörn hóf keppnisferil sinn sem unglingur árið 1943 en árið 1946 bætti hann svo Íslandsmetin í 100 og 200 metra hlaupi í karlaflokki. Sama ár var Finnbjörn einn af tíu kepp- endum Íslands sem fóru mikla frægðarför á Evrópumeistara- mótið í Osló þar sem hann náði sjötta sæti í 100 m hlaupi sem enginn Íslendingur hefur leikið eftir á Evrópumeistaramóti síð- an. Þá lá leiðin til London á Ól- ympíuleikana árið 1948 en há- tindi ferilsins náði Finnbjörn árið 1949 þegar hann varð Norður- landameistari í 100 og 200 metra hlaupi og stigahæsti keppandi mótsins. Finnbjörn var ekki bara framúrskarandi spretthlaupari heldur fjölhæfasti íþróttamaður Íslands um árabil. Átti um skeið Íslandsmet í langstökki, var góð- ur spjótkastari, átti Íslandsmet í fimmtarþraut og varð Íslands- meistari í handknattleik með liði ÍR. Finnbjörn hætti keppni árið 1952 og við tók fjölskyldulíf og at- vinnuþátttaka. Finnbjörn fylgd- ist grannt með íþróttastarfinu og studdi það með ráðum og dáð. Hann átti sæti í stjórn Frjáls- íþróttasambands Íslands um ára- bil og var útnefndur heiðursfélagi ÍR árið 1995. Á 110 ára afmæl- ishófi ÍR á síðasta ári mætti Finnbjörn keikur og hress og átti góða stund með gömlum félögum. Það var því miður hans síðasta heimsókn í ÍR-heimilið. ÍR-ingar sjá á eftir mikilli kempu og góð- um félaga sem ruddi brautina fyrir afreksmenn og -konur sem á eftir honum komu. Blessuð sé minning Finnbjörns Þorvalds- sonar. Fjölskyldu og afkomendum Finnbjörns sendum við samúðar- kveðjur vegna fráfalls hans. Fyrir hönd Íþróttafélags Reykjavíkur, Þráinn Hafsteinsson, íþróttastjóri. Kveðja frá Félagi íþróttavina Í dag kveðjum við góðan félaga og vin, Finnbjörn Þorvaldsson, sem verið hefur félagi okkar allt frá stofnun, í rúm 30 ár, en allir höfum við verið í forystusveit Frjálsíþróttasambandsins, sumir samstarfsmenn þar saman í lang- an tíma. Í þessum félagsskap naut Finnbjörn sín vel enda ávann hann sér ætíð vináttu og traust með sinni ljúfu og hæversku framkomu. Féll hann því vel inn í okkar góða vinahóp, sem hefur hist reglulega allan þennan tíma. Finnbjörn var á yngri árum einn alfræknasti frjálsíþrótta- maður landsins og má með sanni segja að hann hafi verið fremsti afreksmaður í hópi frábærra frjálsíþróttamanna Íslendinga um miðja síðustu öld. Finnbjörn vann það afrek 1946 að setja tíu Íslandsmet. Er hann eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem unnið hefur slíkt afrek og hlaut hann að launum afrekspening ÍSÍ. Ári síðar varð hann Norðurlanda- meistari bæði í 100 og 200 metra hlaupum. Finnbjörn tók þátt í tveimur Evrópumeistaramótum, í Ósló 1946 þar sem hann varð sjötti í 100 metra hlaupi og í Brussel 1950 þar sem hann var m.a. í boð- hlaupssveit sem hafnaði í 4. sæti og setti Íslandsmet sem stóð í tæpa hálfa öld. Á Ólympíuleikun- um í London 1948 var Finnbjörn fánaberi íslenska liðsins og keppti þar með góðum árangri. Eftir að keppnisferli Finn- björns lauk starfaði hann að mál- efnum frjálsíþróttafólks, sat lengi í stjórn Frjálsíþróttasam- bandsins, sem ritari lengst af og var gerður að heiðursfélaga þess 2012. Hvarvetna sem Finnbjörn kom að málum bæði í leik og starfi ávann hann sér virðingu allra samstarfsmanna sinna og félaga. Við félagarnir minnumst Finn- björns með þökk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman gegn um tíðina, þær minningar ylja þegar við minnumst góðs fé- laga og vinar. Eftirlifandi eiginkonu Theo- dóru, börnum hans og allri fjöl- skyldu færum við hugheilar samúðarkveðjur. Þeirra söknuð- ur er sár en hjá þeim eins og öðr- um er minningin um góðan dreng, sem lokið hefur farsælu ævistarfi, huggun í sorginni. Hafðu þökk, Finnbjörn, fyrir allar samverustundirnar. Hvíl þú í friði. Magnús Jakobsson. Finnbjörn Þorvaldsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG GUÐNADÓTTIR, Faxabraut 71, Keflavík, lést miðvikudaginn 13. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Sverrir Jóhannsson Arinbjörn og Guðni Þórhallssynir tengdadóttir og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra föður, HANNESAR SNÆBJARNAR SIGURJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun og umhyggju. Trausti Hannesson Sigurjón Davíð Hannesson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG EINARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. júlí klukkan 15. Ásmundur Hilmarsson Ragnheiður Hulda Bjarnad. Guðmundur Hilmarsson Gróa Guðbjörg Ágústsdóttir Pétur Ingi Hilmarsson Jóhanna Sigmundsdóttir Gunnar Hilmarsson Rósa Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn HELGA SVANA ÓLAFSDÓTTIR, kennari í Bolungarvík, lést á hjúkrunarheimilinu Bergi miðvikudaginn 11. júlí. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 21. júlí klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Sjálfsbjörg og slysavarnardeildirnar í Bolungarvík. Svanhildur, Steinunn, Egill, María, Ólafur Helgi, Guðrún, Rögnvaldur og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.