Morgunblaðið - 20.07.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.2018, Blaðsíða 24
✝ Jón TraustiSteingrímsson fæddist 25. apríl 1942 á Dalvík. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 10. júlí 2018. Jón Trausti var elstur barna hjónanna Stein- gríms Þorsteins- sonar kennara, f. 22.10. 1913, d. 19.11. 2008, og konu hans, Stein- unnar Sveinbjörnsdóttur, f. 12.5. 1917, d. 17.1. 2005. Systkini Jóns Trausta eru a) Sveinbjörn Tryggvi Stein- grímsson tæknifræðingur, f. 2.11. 1944, kona hans er Valdís Lína Gunnarsdóttir, f. 12.2. 1948. Börn þeirra eru Kristín og Steingrímur. b) María Stein- grímsdóttir, dósent, f. 7.11. 1950, synir hennar eru Vilhelm Jón Trausti hóf félags- búskap ásamt Jóni Friðriks- syni, vini sínum og skólabróður frá Hólum, og leigðu þeir jörð- ina Ásgeirsbrekku í Viðvík- ursveit í Skagafirði og ráku þar hefðbundinn búskap sem Jón Friðriksson annaðist ásamt Árdísi Björnsdóttir konu sinni. Síðar keyptu þeir jörðina Vatnsleysu í sömu sveit og stunduðu búskap þar, einkum hrossarækt. Jón Trausti dvaldi í öllum sínum frítíma í Vatns- leysu og leit á það sem sitt ann- að heimili. Þegar Jón fór á eft- irlaun flutti hann heimili sitt til Sauðárkróks en var löngum stundum á Vatnsleysu og reyndust ungir ábúendur þar, Björn sonur Jóns og Árdísar og Arndís kona hans, Jóni mjög vel og studdu hann í veikindum hans. Jón hafði alltaf mikil tengsl við Dalvík og fylgdist vel með öllu sem gerðist þar í gegnum ættingja og vini. Útför Jóns Trausta fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 20. júlí 2018, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Anton Jónsson og Kári Jónsson. Jón Trausti ólst upp á Dalvík. Að loknu námi frá Dal- víkurskóla hóf hann búnaðarnám í Bændaskólanum á Hólum og í fram- haldi af því fór hann í Bændaskól- ann á Hvanneyri þaðan sem hann út- skrifaðist sem búfræðikandídat 1963. Að námi loknu hóf hann störf sem ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar og kenndi síðar við Bændaskólann á Hól- um. Lengst af starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rann- sóknastofnun Landbúnaðarins á Keldnaholti. Hann ferðaðist víða um land á þeirra vegum, mest í tengslum við sauðfjárrækt. Trygglyndi, léttlyndi og frændrækni eru þau hugtök sem fyrst koma í hugann ef lýsa á Jóni Trausta en fjölskylda okkar var svo lánsöm að fá að njóta þessara mannkosta hans. Við leiðarlok reikar hugurinn til margra samverustunda með honum. Um árabil var það fast- ur liður í jólaundirbúningi fjöl- skyldunnar að Jón Trausti kom á Þorláksmessukvöld og bað húsmóðurina að klippa hár sitt. Hann var kominn til Dalvíkur að halda jólin hátíðleg með foreldr- um sínum og hirti ekki um að leita til hárskera í Reykjavík áð- ur en haldið var af stað norður. Þetta voru ánægjulegar heim- sóknir, mat var lagt á hangiket- ið, laufabrauðið, drykkjarföngin misgörótt og ýmist annað góð- gæti sem haft var til fyrir jólin. Hann færði okkur kveðjur og sögur af burtfluttum Dalvíking- um og þá kunni hann ýmsar sögur að segja af pólitíkinni í höfuðstaðnum, sumar skemmti- legar aðrar hneykslanlegar. Þetta gat verið hressilegt tal áð- ur en helgin gekk í garð. Á að- fangadagsmorgun var Jón Trausti svo mættur í Dalvíkur- skóla ásamt föður sínum til að farða jólasveina sem dreifðu jólapósti til bæjarbúa með við- eigandi sköllum og skrækjum. Jón Trausti naut þessarar hefð- ar, þetta tengdi hann æsku- stöðvunum og þá gafst honum tækifæri til að rekja garnir úr börnunum og átta sig á hverra manna þau væru. Jón Trausti var hár maður vexti og herðabreiður og gat eins og margt ættmenna hans látið skoðanir sínar einarðlega í ljósi. Hann fylgdist af áhuga með ýmsum samfélagsmálum, hafði skoðanir á þeim og fylgdi sínum stjórnmálaflokki. Hann hafði listrænt auga, var drátt- hagur og nam af föður sínum þá list að stoppa upp dýr og fugla. Þótt hann væri vaxinn upp í sjávarplássi þá hneigðist hugur hans til bústarfa. Hann starfaði um langan tíma á RALA, m.a. að búfjárrannsóknum undir for- ystu dr. Stefáns Aðalsteinsson- ar. Þar naut hann sín vel og eignaðist marga góða vini. Með- fram starfi tók Jón Trausti þátt í kaupum á jörð í Skagafirði og ól með sér draum um að hefja þar í félagsbúi sauðfjár- og hrossarækt. Við starfslok fluttist hann á Sauðárkrók. Heimsóttum við hann þangað í haust og feng- um hlýjar móttökur. Jón Trausti var lítillátur og gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfan sig. Hann stríddi á tíðum við heilsufarsvanda sem sjálf- sagt hefur leitt til ótímabærs fráfalls hans. Hann tókst á við erfiðleikana af æðruleysi og allt- af var stutt í glens og grín af hans hálfu. Hann fór ungur að heiman en batt tryggð við heimasveit sína og þar kaus hann að hvíla. Við kveðjum nú þennan góða frænda og vin. Ég sá þegar sumarið kvaddi, það sveipaði þokuhjúp um háreista borg og hlíðar og hvarf – út í hafsins djúp. Ég innti þess árla morguns hvort ei myndi von um frest; ég mætti’ ekki missa blómin sem mér væru í hjarta fest. Þá andaði svalt frá sænum – á svari varð enginn bið: sú rót sem á reit þér í hjarta ei raskast þótt skiljum við. Svo hvelfdist hinn ljósi hjúpur um hverfið mitt döggum vætt. Ég fann að ég missti mikið en meira’ er þó stöðugt grætt. (Jakobína Johnson) Blessuð sé minning Jóns Trausta Steingrímssonar. Anna Bára og Trausti. Væntumþykja, smá stríðni og góðlátlegt grín eru orð sem koma upp í hugann þegar ég minnist Jóns Trausta frænda míns. Þrátt fyrir töluverðan aldurs- mun ólumst við upp saman á Dalvík. Frændsemi og mikill vinskapur var alla tíð á milli heimila okkar, enda Rannveig elsta systir mín og Jón Trausti jafnaldrar og nánir vinir. Því eru mínar fyrstu æskuminning- ar nátengdar Jóni Trausta og Vegamótafjölskyldunni. Eftir að ég eignaðist mína fjölskyldu í Kópavogi var Jón Trausti aufúsugestur á heimilinu og tók þátt í öllum viðburðum fjölskyldunnar, jafnt stórum sem smáum. Það var alltaf gam- an að spjalla við Jón Trausta, hann var áhugasamur um menn og málefni og deildum við áhuga á ræktun sem leiddi til þess að við ræktuðum saman kartöflur í mörg ár okkur til ánægju og bú- drýginda. Í því samstarfi var hann hinn vandvirki verkstjóri og ég sæmilega námsfús lær- lingur. Hápunktur ársins var svo laufabrauðsgerð fjölskyldunnar á Sæbólsbraut. Þá mætti minn maður, skar út nokkrar kökur af listfengi en hans hlutverk í laufabrauðinu var steikingin og um langt árabil steikti hann hverja einustu köku sem barst frá borðum úrskurðarmeistar- anna. Þar var vanur maður á ferð sem kunni vel til verka. Eins og allir vita sem þekktu Jón Trausta þá var hann mikill hestamaður og nutum við fjöl- skyldan svo sannarlega góðs af því. Guðrún Anna elsta dóttir Jón Trausti Steingrímsson okkar hafði mikinn áhuga á hest- um og þá var nú gott að eiga fagmanninn að. Jón Trausti studdi hana fyrstu skrefin í hestamennskunni. Hann sá til þess að hún eignaðist sinn fyrsta hest sem gerði það að verkum að hún gat stundað hestamennsku sem unglingur í Kópavogi. Eftir að starfsævinni lauk og Jón Trausti flutt norður á Sauð- árkrók fækkaði heimsóknum hans til okkar en því fleiri urðu símtölin. Hann lét sér ávallt annt um mig og mína fjölskyldu og fylgdist vel með því sem dætur mínar tóku sér fyrir hendur. Aldrei brást það að ég fékk sím- tal frá honum á afmælisdaginn minn sem ég reyndi svo að gjalda í sömu mynt á hans af- mælisdegi og þegar það brást „skammaði“ hann mig ógurlega. Ég mun sakna þessara sím- tala. Það er komið að leiðarlokum. Ég kveð Jón Trausta frænda minn og góðvin og þakka fyrir mig. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Sæbólsbraut votta ég systkinum hans, þeim Maríu og Sveinbirni, sem og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Kristrún Hjaltadóttir. Jón Trausti Steingrímsson er nú horfinn yfir móðuna miklu en leiðir okkar lágu saman þegar ég ungur maður fékk ákafan áhuga á hrossarækt og fór svo síðar í nám og störf á þeim vettvangi. Allt var þá með öðru sniði en nú er. Nokkrir menn yrktu þó af eljusemi það litla horn af vín- garði Drottins sem íslensk hrossarækt er og lögðu með því grunn að þeim árangri sem náðst hefur, einn þeirra var Jón Trausti Steingrímsson. Jón Trausti starfaði megnið af sinni starfsævi sem aðstoðarsér- fræðingur hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins, lengst af í þjónustu dr. Stefáns Aðalsteins- sonar. Ólíkari menn er þó vart hægt að hugsa sér: Annar tröll að vexti en ljúfmennskan og góð- mennskan holdi gædd en hinn, Stefán, smár en knár, vígreifur og snarpur. Það sem fær mig til að stinga niður penna er, auk þess hlý- hugar sem ég ber í brjósti til Jóns, mikilvæg störf hans að málefnum hrossaræktarinnar. Jón tók þannig þátt í, með vini sínum og nafna Jóni Friðriks- syni, rétt upp úr 1970 að kaupa Vatnsleysu í Skagafirði og stofna það merka ræktunarbú sem enn starfar, en lengi framan af ráku þeir búið í félagi. Þótt starfssvið Jóns innan landbúnaðarfræð- anna væri að mestu á hinum ýmsu rannsóknasviðum Stefáns, vann hann mikið að málefnum hrossaræktarinnar. Hann á stór- an þátt í að Ættbók íslenskra hrossa, stóðhestar nr. 750-966, kom út hjá Búnaðarfélagi Ís- lands 1982, hann hafði og for- göngu um að tekin var saman nafna- og númeraskrá fyrir ætt- bókarfærð kynbótahross árin 1961 til 1985 og birt var í 1. árg. Hrossaræktarinnar sem út kom 1986. Þessi skrá reyndist mér betri en engin í árdaga skýrslu- halds í hrossarækt. Hann rit- stýrði fjölda mótsskráa fyrir lands- og fjórðungsmót en á þessum tíma fólst samantekt mótsskráa ekki í að kalla fram upplýsingar úr gagnavörslukerf- um, heldur var þetta þrotlaust eljustarf og jafnvel skráning frumheimilda. Loks starfaði Jón töluvert að dómstörfum kynbóta- hrossa á héraðssýningum og fjórðungsmótum og var lands- dómnefndum til aðstoðar. Hvort sem laut að ritstjórn mótsskráa eða við dómstörf var Jón mér ungum sami góði samverkamað- urinn. Mikilfenglegur á velli og reyndi stundum að ýfa sig með svipbrigðum og jafnvel bölvi en ljúfmennskan sem undir bjó gerði það nánast allt að sálma- söng. Eitt er enn ótalið og það er hið listræna auga Jóns Trausta. Þessir hæfileikar nýttust honum vel við ljósmyndun en hann tók mikinn fjölda hestaljósmynda sem birtust víða, s.s. með skrif- um hans um hestamennsku og hrossarækt í Hestinum okkar og víðar. Lunginn úr ljósmynda- safni Jóns Trausta er nú í vörslu Söguseturs íslenska hestsins og birtust t.d. tvær afar góðar myndir eftir Jón á sagnarefli þeim er SÍH tók saman um sögu hestamennsku og hrossaræktar á fullveldisöld í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands og var m.a. uppi á nýafstöðnu landsmóti hesta- manna í Víðidal í Reykjavík. Ég votta aðstandendum Jóns Trausta Steingrímssonar samúð mína og bið minningu hans Guðs blessunar. Kristinn Hugason. Sólin blessuð sígur rauð til viðar, glóa á lofti gullin ský, grátklökk áin niðar (Stefán frá Hvítadal) Þessar ljóðhendingar ramma inn hugrenningarnar sem spretta fram þegar fregnin berst um andlát skólabróður og vinar til áratuga, Jóns Stein- grímssonar. Fyrir tæpum sextíu árum innritaðist lítill hópur bú- fræðinga í Framhaldsdeildina á Hvanneyri og í upphafi átti fátt annað sameiginlegt en áhuga á búfræði. Hvanneyrarárin voru okkar mótunartími og við lögð- um okkur í líma um að skapa í senn andrúmsloft sjálfstæði og samheldni og vináttu sem aldrei rofnaði en óx og dafnaði með ár- unum. Í þessum hópi vorum við öll búfræðingar frá Hvanneyri nema Jón. Hann hafði sína bú- fræðimenntun frá Hólum. Í und- irbúningsnámi sem fram fór við Menntaskólann á Akureyri hitt- um við hann fyrst. Það var einn þessara lognværu haustdaga á Akureyri. Við stóðum á tröppum gamla skólahúss Menntaskólans og þá kemur Jón gangandi norð- an götuna og okkur sýndist sem hann fyllti alveg sviðið. Þegar nær dró heilsaði hann: „Sælir, piltar“ og var orðinn einn af hópum. Við gengum svo inn í skólahúsið og nú alveg óttalausir um að ekkert yrði af fyrirhug- uðum busavígslum eða „toller- ingum“ búfræðinemanna. Jón var yfirmátahógvær og flíkaði ekki sinni getu og hæfi- leikum, þannig gerði hann lítið úr listrænni færni sem átti eftir að verða honum vettvangur margvíslegra verkefna. Hann var félagslyndur og glæddi sam- verustundirnar gáska og gleði með sinni notalegu nærveru og hlýju. Hann var mikill unnandi náttúrunnar og bar djúpa virð- ingu og samstöðu með hinu smáa og veika. Þegar samveru okkar á Hvanneyri lauk fórum við öll til verka fyrir íslenskan landbúnað og eins og svo mörg okkar gerð- ist Jón ráðunautur á sínu heima- svæði um nokkurra ára skeið en síðan tóku við breytileg störf þar til hann fann sinn framtíðar- vettvang sem aðstoðarsérfræð- ingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Þar átti hann farsælan starfsvettvang um ára- tuga skeið. Þó verkefni og starfsvettvangur væri breytileg- ur héldum við ávallt við fé- lagskapnum sem myndast hafði á Hvanneyri og alla tíð síðan höfum við hist og gengið í endurnýjun gömlu skólaáranna. Þó Jón byggi lengstum í Reykjavík var heimavettvangur hans sveitirnar fyrir norðan, enda var hann að upplagi sann- ur sveitamaður í þess orðs bestu merkingu. Í Skagafirði átti hann ítök og athvarf og þar kaus hann að lifa og starfa síðustu æviárin. Nú er Jón Trausti allur, lífs- sólin hnigin til viðar og handan móðunnar miklu, víddir hins ei- lífa lífs. Við kveðjum hann með söknuði. Góður drengur og vinur er genginn og minningin merlar og fyllir hugann á þessari kveðjustundu. Megi algóður Guð vera fjölskyldu hans og ástvin- um stoð á sorgarstundu. Blessuð sé minning Jóns Trausta Stein- grímssonar. F. h. skólasystkina úr Fram- haldsdeild á Hvanneyri og fjöl- skyldum þeirra, Magnús B. Jónsson. Elsku Jónsinn minn, það er sárt að þurfa að kveðja þig og hugsa til þess að þú komir ekki og leggir bílnum á hesthúshlaðið heima á Vatnsleysu. Við Jón kynntumst fljótlega eftir að leið- ir okkar Bjössa þíns lágu saman. Þá bjóst þú í Reykjavík. Svona líður tíminn, það eru komin 20 ár síðan. Efst í huga mér á þess- ari stundu er þakklæti fyrir að fá að kynnast þér svona vel, þú varst víðsýnn, hjartahlýr, traustur og tryggur þínum. Allt- af varstu til staðar fyrir okkur í gleði og í sorg. Það verður erfitt til þess að hugsa að geta ekki sest niður með þér og talað við þig um það sem mér lá á hjarta. Þú varst alltaf til í að hlusta, gleðjast með manni eða stappa í mann stálinu ef þess þurfti. Við áttum margt sameiginlegt, áhuga á sauðfé og öllu sem að því snéri þó einkum ræktun og að eiga fallegt fé í fjölbreyttum litum. Hrossaræktin hér á Vatnsleysu var þér hugleikin enda varst þú búinn að vera hluti af því ævintýri frá byrjun, það var gaman að heyra þig stundum minnast genginna gæð- inga sem eiga afkomendur sem koma á hágengu tölti heim heimskeyrsluna og þú sást eitt- hvað sem var líkt með þeim enda búinn að fylgjast lengi með umferð hrossa á heimkeyrslunni á Vatnsleysu. Þó var það um- hyggja þín fyrir honum Bjössa þínum, eins og þú kallaðir hann alltaf, sem var okkur báðum hugleikin. Hann var alltaf efstur í þínum huga og þú leist á hann sem son þinn og leiddir hann í gegnum lífið frá barnsaldri. Hef ég alltaf hugsað þig sem órjúf- anlegan part af okkar litlu fjöl- skyldu. Ég er stolt af því að geta sagt að þú varst einn af mínum bestu vinum og við gát- um talað um allt. Hjá þér var líka stutt í brosið og að hafa gaman af lífinu, sérstaklega hér í sveitinni í kringum fé og hesta. Það verður skrýtið að fara að velja líflömbin í haust og hafa þig ekki með að lesa númerin og segja hver er undan hverju en ég skal reyna að vanda valið. Við eigum þér mikið að þakka, þú hvattir okkur til dáða í einu og öllu. Þú gerðir okkur kleift að gera drauma okkar að veru- leika, fyrir það verðum við þér ævinlega þakklát. Elsku Jón, takk fyrir allt og líði þér sem best á nýja staðnum. Ég veit að þú átt eftir að líta til með okkur áfram og vertu velkominn. Hvíl þú lúin bein í guðs friði. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir, hlýja hönd og handleiðslu, okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. Arndís og Björn, Vatnsleysu. HINSTA KVEÐJA Takk fyrir góðar stundir gegnum lífið og uppeldisár- in. Kæri Jón, ég kveð þig nú. Það er kveðjustund. Virði þig í von og trú, vilja þinn og lund. Þú mikilvægur í minningu hér frá minni fyrstu hendi. Traustur klettur úr tilveru fer til engla, er umvefji og verndi. Anna Þóra Jónsdóttir. 24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 Það er skrýtið að hugsa til þess að geta ekki farið í heimsókn til afa í Kópavoginn lengur. Það var allt- af eins og tíminn stæði í stað þeg- ar maður kom í heimsókn, sjón- varpið í gangi án hljóðs og kaffi á könnunni. Það var alltaf gott að setjast niður hjá afa, þó það væri ekki nema í hálftíma, gleyma amstri dagsins og fá sér kaffi og með því. Oft var afi þungur í skapinu þegar við komum í heim- sókn en það tók aldrei langan tíma að koma honum í gott skap og alltaf stutt í húmorinn. Það sást vel hvað afa þótti vænt um að fá heimsóknir frá okkur mömmu og Einari bróður, það birti yfir honum þegar hann sá okkur. Afi var líka alltaf með á nótunum varðandi okkar líf, vissi upp á hár hvað væri að gerast hjá okkur. Afi fór oft að kveða vísur og Kolbeinn Jakobsson ✝ Kolbeinn Jak-obsson fæddist 9. ágúst 1926. Hann lést í Reykjavík 2. júlí 2018. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. fara með ljóð upp úr þurru og enduðu heimsóknir okkar mömmu til hans oft- ar en ekki í hláturs- kasti. Það var eitt- hvað svo fallega skemmtilegt við það að hlusta á hann fara með þessi ljóð, hann mundi alltaf hvert einasta orð og fannst gaman að segja okkur hvaðan vísurnar voru og hverjir höfðu ort þær. Það voru ekki bara við mamma sem vorum skellihlæjandi, afi sjálfur hló alltaf manna mest, sérstaklega að sér sjálfum held ég. Þó það sé missir að geta ekki hitt afa lengur þá er ég samt líka glöð fyrir hans hönd, hann fékk að lifa löngu og góðu lífi, var alla tíð hraustur og bjó heima alveg fram á það síðasta. Hann fékk svo að sofna svefninum langa á fal- legasta hátt mögulegan. Ég segi bara eins og afi sagði alltaf við mig þegar ég kvaddi hann: „Vertu sæll, ég bið að heilsa og gangi þér sem allra best, elsku afi minn.“ Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.