Morgunblaðið - 20.07.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
Karítas Etna Elmarsdóttir er tvítug í dag. Hún heldur ekki uppá það í íslenskum hversdagsgráma, heldur er hún á Balí meðkærasta sínum Agli. Þau eru í stuttri reisu um Suðaustur-Asíu
um þessar mundir. Þau voru í Taílandi, þar af tvo daga í Khao Yai-
þjóðgarðinum. Svo flugu þau til Súmötru, indónesískrar eyju, til að
fara í ævintýri í skóginum í Bukit Lawang.
Sá leiðangur snerist þó upp í hálfgerða martröð. Eftir eins dags
dvöl í skóginum veiktust þau bæði. „Þetta var einhver eitrun. Matar-
eitrun, er ég nokkuð viss um. Okkur var sagt að þetta gæti stafað af
malaríulyfjunum sem við tókum daginn fyrir, en ég veit það ekki al-
veg.“ Til stóð að vera í skóginum í fjóra daga en vegna þessa neyddust
þau til þess að brjóta sér leið út úr skóginum, bæði með kveisuna.
„Þetta var býsna svekkjandi. Þetta var óheppilegur staður til að lenda
í þessu. Það eru engin salerni í skóginum,“ segir Karítas, sem sér ekki
ástæðu til að útlista það nánar.
Þau hafa náð sér á strik og eru nú í góðu yfirlæti á Balí. Þar ætla
þau að hafa það náðugt í tilefni dagsins og hyggja ekki á svaðilför í
skóginum. „Ég held að við höfum fengið okkar skammt af dýralífi í
bili. Nú viljum við kannski bara leigja okkur vespur eða bát og vera
hérna róleg við strendurnar,“ segir Karítas.
Karítas Etna útskrifaðist úr Verslunarskólanum í vor og hyggst
taka sér árspásu frá námi. Að ári liðnu hyggur hún á háskólanám.
Hún er sem stendur þjónustufulltrúi í verslun Vodafone. Kærastinn
hennar er Egill Gauti Þorsteinsson, búðarmaður hjá Kormáki og
Skildi. Snorrim@mbl.is
Unglingarnir í skóginum Skötuhjúin í þjóðgarði í Taílandi.
Skógarferð snerist
upp í martröð
Karítas Etna Elmarsdóttir er tvítug í dag
E
dda Sif Pálsdóttir fædd-
ist 20. júlí 1988 í
Reykjavík en ólst upp í
Garðabæ. „Foreldrar
mínir unnu mikið þegar
ég var lítil og því vorum við móður-
amma mín og nafna, Edda Snorra-
dóttir, mikið saman. Annars greip ég
hvert tækifæri sem gafst til að fara
með mömmu og pabba í vinnuna, en
þau unnu í mörg ár bæði hjá Stöð 2. Þá
sat ég undir borðinu meðan pabbi las
fréttir og fylgdist með fréttum og
þáttum verða til.“
Edda gekk í Ísaksskóla, Flataskóla,
Garðaskóla og Fjölbrautaskólann í
Garðabæ. Hún varð dúx 2007 og sló
einkunnametið í skólanum með 9,69 í
meðaleinkunn. Eftir stúdentsprófið
fór hún í þriggja mánaða spænskunám
í Valencia á Spáni. Hún gekk í Háskóla
Íslands 2009 og útskrifaðist úr BA-
námi í almennum málvísindum með ís-
lensku sem aukagrein 2012 og MA-
Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona – 30 ára
Fjölskyldan Edda ásamt kærastanum Vilhjálmi, Hildi móður sinni, Páli föður sínum og Páli Magnúsi bróður sínum.
Landinn og íþróttirnar
eru fullkomin blanda
Íþróttafréttamaðurinn Edda spjallar við Heimi Hallgrímsson, fráfarandi
þjálfara íslenska landsliðsins, í Bandaríkjunum í undirbúningnum fyrir HM.
Í dag, 20. júlí, eiga hjónin Dagný Elíasdóttir og Ólafur Beinteinn Ólafsson 50 ára
brúðkaupsafmæli. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni 20. júlí 1968 af séra
Óskari J. Þorlákssyni sóknarpresti.
Hjónin dvöldust nýverið á Tenerife af þessu tilefni og munu halda upp á daginn í
sumarhúsi ásamt börnum sínum og fjölskyldum þeirra.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
--- ALLT A EINUM STAD �
HÓT E L R E K S T U R
Komdu og skoðaðu úrvalið í
glæsilegri verslun að Hátúni 6a
Hágæða rúmföt,
handklæði
og fallegar
hönnunarvörur
fyrir heimilið
Eigum úrval
af
sængurvera
settum
Percale ofin –
Micro bómul
l,
egypskri og
indverskri bó
mull
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is
Hjónin Sigurveig Jóna Einarsdóttir, f. 1943, og Óskar Finnbogi Sverrisson, f.
1945, fagna 50 ára brúðkaupsafmæli í dag, 20.7. 2018. Þau giftu sig í Dómkirkj-
unni í Reykjavík.
Þau fögnuðu þessum glæsilega áfanga í vor þegar þau fóru með börn, tengda-
börn og barnabörn til Gran Canaria.
Gullbrúðkaup