Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Sérfræðingar í
erfiðum blettum!
Atkvæðagreiðsla félagsmanna í
Ljósmæðrafélagi Íslands um miðl-
unartillögu ríkissáttasemjara hófst á
hádegi í gær. Atkvæðagreiðslunni
sem er rafræn lýkur um hádegi á
morgun og er búist við að niðurstaða
liggi fyrir um miðjan dag.
Miðlunartillagan hefur lækkað
spennustigið á vinnustöðum ljós-
mæðra, að sögn Katrínar Sifjar Sig-
urgeirsdóttur, formanns kjaranefnd-
ar Ljósmæðrafélagsins, en frestun
yfirvinnubanns leysi þó ekki vand-
ann nema að hluta.
Katrín Sif telur að það sé ekki far-
ið að skýrast hversu margar ljós-
mæður sem sagt hafa upp störfum
og jafnvel hætt hætti við uppsagnir
og komi aftur til starfa. Hún telur að
flestar muni bíða eftir niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar og enn fleiri vilji
sjá niðurstöðu gerðardómsins sem á
að skila af sér fyrir 1. september.
Atkvæðagreiðsla
ljósmæðra hafin
Margar vilja
bíða niðurstöðu
gerðardómsins
Morgunblaðið/Eggert
Barátta Langri og erfiðri kjara-
deilu ljósmæðra gæti verið lokið.
„Það er stöðug aukning milli ára á lendingum
annarra flugvéla en frakt- og áætlanavéla.
Það sem af er þessu ári er aukningin 16% og
ef fram heldur sem horfir þá náum við trú-
lega sama fjölda véla í ár og lenti hér fyrir
hrunið 2008,“ segir Davíð Jóhannsson, eig-
andi og framkvæmdastjóri Suðurflugs sem
þjónustað hefur einka-, ferju-, sjúkra- og her-
flug í 20 ár á Keflarvíkurflugvelli.
Davíð segir að Ísland hafi staðsetningar
sinnar vegna náð sér vel upp eftir hrunið og
það sama megi segja um Evrópu. Bandaríkja-
mönnum gangi hins vegar ver að ná sér á
strik og sumir viðskiptavinir frá Bandaríkj-
unum hafi enn ekki tekið einkaþotur sínar í
notkun frá því fyrir 10 árum.
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air-
IcelandConnect, segir að tölur um lendingar
einkavéla á Akureyri og Egilsstöðum liggi
ekki fyrir en svo virðist sem svipaður fjöldi
lendinga sé á milli ára. Birk flugþjónusta á
Reykjavíkurflugvelli segist engar upplýs-
ingar geta gefið um fjölda flugvéla sem hún
þjónusti vegna trúnaðar við viðskiptavini.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umfang alþjóðlegs einkaflugs nálgast tölur fyrir hrun
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Erlendir fjárfestingasjóðir og alþjóð-
legar hótelkeðjur hafa lagt fram fyrir-
spurnir vegna sölunnar á Icelandair-
-hótelunum. Pétur Þ. Óskarsson,
framkvæmdastjóri samskiptasviðs
Icelandair Group, staðfestir þetta.
Icelandair Group ákvað í maí að
hefja söluferli á Icelandair Hotels og
tilheyrandi fasteignum. Félagið rekur
nú 13 hótel undir merkjum Icelanda-
ir-hótela og tíu hótel undir merkjum
Hótel Eddu. Haft var eftir Björgólfi
Jóhannssyni, forstjóra Icelandair
Group, að söluferlið væri liður í end-
urskipulagningu félagsins.
Það hefur einkennt íslenska hótel-
markaðinn að innlendar keðjur með
innlendum vörumerkjum hafa verið
ráðandi. Það gæti breyst.
Icelandair-hótelin eru ein stærsta
hótelkeðja landsins. Íslandshótel eru
með 17 hótel í rekstri, Keahótelin 11
og Center-hótel 6 hótel. Keðjurnar
eru með fleiri hótel í pípunum. Þar af
minnst þrjú í miðborginni.
Landslagið gæti breyst
Íslandshótel og Center-hótel eru í
eigu íslenskra aðila. Bandarískir fjár-
festar keyptu hins vegar 75% hlut í
Keahótelum í fyrrasumar. Með er-
lendu eignarhaldi á Icelandair Hotels
yrði þorri stærri hótela í miðborginni í
erlendri eigu. Við það bætist m.a. fyr-
irhugað Marriott Edition-hótel við
Hörpu. Þá skoðar First Hotel-keðjan
að opna allt að þrjú hótel til viðbótar
við hótel félagsins í Kópavogi.
Erlendir fjárfestar sýna
Icelandair-hótelum áhuga
Fjárfestingasjóðir og hótelkeðjur leggja fram fyrirspurnir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Hafnarstræti Reykjavík Konsúlat-
hótel er eitt Icelandair-hótela.
Óvíst er hvort haldið verður áfram að
grafa eftir fornleifum við Mosfells-
kirkju þar sem framkvæmdaraðilar
vilja halda áfram framkvæmdum á
svæðinu. Minjastofnun segist vilja
halda uppgreftri áfram á svæðinu til
að fá nánari upplýsingar um mann-
virki á Mosfelli á miðöldum. Formað-
ur sóknarnefndar segir óvissu ríkja
um næstu skref en framkvæmdir á
nýju bílaplani á Mosfelli voru stöðv-
aðar þegar vísbendingar um forn-
minjar komu í ljós.
„Við bíðum ákvörðunar fram-
kvæmdaraðila,“ segir Sigurður Berg-
steinsson, verkefnastjóri fornleifa-
rannsókna hjá Minjastofnun. Þegar
fornleifar finnast en framkvæmdar-
aðilar vilja halda áfram framkvæmd-
um á svæðinu er þeim skylt að kosta
rannsóknir á fornleifunum. Minja-
stofnun mun setja fram ákveðin skil-
yrði um hvernig gengið verður frá
svæðinu. „Við munum þurfa að klára
rannsóknir á fornleifunum á svæðinu
áður en framkvæmdir halda áfram,“
bætir Sigurður við.
„Minjastofnun stöðvaði fram-
kvæmdirnar í apríl og við höfum ekk-
ert heyrt í þeim varðandi næstu
skref,“ segir Rafn Jónsson, formaður
sóknarnefndar kirkjunnar. Rafn seg-
ir að sóknarnefndin þurfi að eiga
samtal við Minjastofnun um næstu
skref en fullur vilji er hjá nefndinni
að leysa þetta mál sem fyrst svo að
báðir aðilar gangi sáttir frá borði.
ms@mbl.is
Óvissa með næstu skref
Minjastofnun vill halda áfram uppgreftri við Mosfellskirkju
Ljósmynd/Ragnheiður Traustadóttir
Mosfell Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á hinum forna kirkjustað.