Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
STUÐNINGSHJÁLPARTÆKI
ÖRYGGI Í STURTUNNI
Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum.
Í verslun okkar að Síðumúla 16 er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum og þar leggur sérhæft
fagfólk metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða þig við val á vörum.
Komdu við hjá okkur – við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
KEBE
Hvíldarstólar
Tegundir: Rest og Fox
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
„Við vorum nánast verkefnalaus í
byrjun sumars og ákváðum að bíða
ekki eftir að verkefnin kæmu til
okkar heldur láta til skarar
skríða,“ segir Dominique Gyða
Sigrúnardóttir, leikstjóri og hand-
ritshöfundur stuttmyndarinnar
Blóðmeri, sem tökur hefjast á í
dag.
Leiðin liggur til Skagafjarðar
þar sem vinur hennar og gamall
bekkjarbróðir af listabraut Lista-
háskóla Íslands, Baltasar Breki
Samper, þreytir frumraun sína
sem kvikmyndatökumaður. Með í
för er Sigríður Rut Marrow, fram-
leiðslustjóri hjá DRIF Colletive,
fyrirtæki sem þremenningarnir
settu á laggirnar til að halda utan
um verkefnið. Og vitaskuld leik-
ararnir: Steinunn Arinbjarnar-
dóttir, Marinella Arnórsdóttir,
Marta Hlín Þorsteinsdóttir og Al-
bert Halldórsson.
„Blóðmeri er listræn stuttmynd
með samfélagslegum undirtón og
vonandi eitt af mörgum verkefnum
sem við munum halda utan um í
framtíðinni undir merkjum DRIF.
Við sem að gerð Blóðmerar kom-
um, leikendur og aðrir, erum öll
vinir og kunningjar með mikinn
áhuga á leiklist, leikstjórn og öllu
sem viðkemur kvikmyndagerð. Það
er okkur mikill heiður að Sóley,
vinkona mín, sem er löngu orðin
fræg tónlistarkona á heimsvísu,
ætlar að semja sérstakt tónverk
fyrir myndina,“ segir Dominique
Gyða.
Andlegt ferðalag
Hún býst við að upptökur standi
yfir í fjóra daga og myndin verði
fimm mínútna löng eða þar um bil.
„Í verkinu fylgjast áhorfendur með
þremur ungum vinkonum, sem
fara í ferðalag um landið eftir að
hafa flúið erfiðar aðstæður. Þótt
birtingarmynd ferðalagsins sé bók-
stafleg, speglast andleg líðan
kvennanna ekki síður í verkinu,
enda eiga konurnar það sameig-
inlegt að hafa orðið fyrir kyn-
ferðisofbeldi, en það er málefni
sem kemur öllum við á einn eða
annan hátt.“
Að þessu sögðu kemur ekki á
óvart að #metoo-byltingin hafi
orðið Dominique Gyðu innblástur.
Sérstaklega sátu í henni samræður
sem hún og um tíu konur áttu á
dögunum og alls konar minningar,
sem þær höfðu bælt niður, komu
upp á yfirborðið. Ekki bara hjá
einni kona heldur öllum.
Heimur kvenna og dýra
„Blóðmeri sýnir þó ekki það sem
raunverulega gerðist hjá þessum
tilteknu konum. Þess í stað er
sjónum beint að því sem gerist
þegar þrjár konur reyna að brjót-
ast út úr erfiðum aðstæðum sínum
og leita hver til annarrar, enda
eiga þær svipaða lífsreynslu að
baki. Í kjölfar #metoo-bylting-
arinnar er umræðan um kynferð-
islegt ofbeldi ekki lengur tabú.
Sem slíkt féll það enda um sjálft
sig þegar konur stigu fram og í
ljós kom að flestar höfðu upplifað
kynferðislegt ofbeldi eða áreitni
með einum eða öðrum hætti.“
–Bætir stuttmyndin einhverju
við orðræðuna í kjölfar #metoo,
eða er tekið öðruvísi á viðfangsefn-
inu en áður hefur verið gert?
„Við vörpum ljósi á annan og
ekki svo fallegan heim þar sem
dýr verða fyrir ofbeldi og þá yfir-
leitt kvendýr. Á ferðalagi sínu
mæta söguhetjurnar hópi af mer-
um, sem reynast blóðmerar eins
og þær merar eru kallaðar sem
einungis eru notaðar í þeim til-
gangi að taka blóð úr þeim þegar
þær eru fylfullar. Þegar svo folald-
ið fæðist er það sent í sláturhús.
Blóðið úr merunum er notað til
þess að búa til frjósemislyf fyrir
önnur dýr, svo sem svín og sauðfé.
Milli kvennanna og meranna
myndast einhvers konar tengsl,
báðir hóparnir hafa þurft að þola
ofbeldi fyrir hagsmuni annarra, ef
svo má að orði komst,“ segir Dom-
inique Gyða.
Tvenns konar tabú
–Er viðfangsefnið þá tvenns
konar tabú, annars vegar ofbeldi
gagnvart konum og hins vegar
dýrum?
„Í rauninni erum við að opna og
fjalla um ennþá meira tabú, sem er
ill meðferð okkar á dýrum og þá
sérstaklega kvendýrum í þessu til-
viki. Samfélagið réttlætir gjarnan
ofbeldi gagnvart dýrum með því að
það sé nauðsynlegt, mennirnir séu
dýrunum æðri og svona hafi þetta
alltaf verið,“ segir Dominique
Gyða og viðurkennir að meðferð
dýra sé henni mikið hjartans mál.
Blóðmeri er, að hennar sögn, óð-
ur til allra þeirra sem hafa orðið
fyrir kynferðislegu ofbeldi, nokk-
urs konar listrænt uppgjör. „Um
leið vekjum við athygli á annars
konar ofbeldi, sem ennþá er mikið
tabú; ill meðferð á dýrum í mann-
anna þágu.“
Þríeykið í DRIF er með söfn-
unarsíðu á Karolinafund.
Samfélagslegur undirtónn
#metoo-byltingin og blóðmerar inn-
blástur stuttmyndarinnar Blóðmeri
Samstarfsmenn Baltasar kvikmyndatökumaður, Dominique Gyða leikstjóri og Sigríður Rut framleiðslustjóri.
Listasalinn David Killen í New
York sem keypti innhald geymslu-
gáms fyrir 1,6 milljónir IKR fann
sex málverk sem hann er viss um
að séu eftir meistara Willem de
Kooning, og eitt verk eftir módern-
istann Paul Klee. Þar datt hann
aldeilis í lukkupottinn því t.d. seld-
ist verk eftir de Koonings frá árinu
1955 á 500 milljónir dollara, eða um
53 milljarða IKR árið 1915.
Killen sagðist hafa keypt gáminn
úr dánarbúi listaverkasafnara og
ekki hafa búist við miklu þegar
hann rakst á stóran kassa með
nafni de Kooning. Skiptastjórinn
hafði talið málverkin vera eftir-
prentanir, en þau eru ekki merkt
af málaranum, svo Killen fékk sér-
fræðing sem vann fyrir de Kooning
og eiginkonu hans, til að greina
verkin. Hann er sannfærður um að
verkin séu eftir de Kooning, og að
hann hafi málað þau á áttunda ára-
tugnum, en verkin þóttu ekki
merkileg á sínum tíma. Árið 2016
seldist hins vegar verk hans frá
1977 á sjö milljarða IKR.
Killen mun sýna verkin í dag og
setja þau í sölu með haustinu.
Fann sex málverk
eftir de Kooning
Meistari Willem de Kooning á vinnustofu sinni árið 1961.