Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk
Ný se
nding
komin
í hús
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Alvarleg vélarbilun varð í ms. Detti-
fossi, skipi Eimskips, um miðjan síð-
asta mánuð þegar skipið var á leið-
inni til Hollands. Hollenskur
dráttarbátur var fenginn til að draga
Dettifoss til Rotterdam, um 100 sjó-
mílna leið.
Í ljós kom að lokar í aðalvél höfðu
brotnað og tók viðgerðin fjórar vik-
ur. Að henni lokinni fór skipið í áætl-
unarsiglingar á nýjan leik og var það
væntanlegt til Reykjavíkur klukkan
fimm í morgun.
Veður var mjög gott þegar Detti-
foss bilaði og gékk vel að draga skip-
ið til hafnar. Enginn skipverja var í
hættu og það er það mikilvægasta
þegar svona atvik koma upp, segir
Ólafur W. Hand, upplýsingafulltrúi
Eimskips. Mönnum bregði illa þegar
skip verður vélarvana úti á rúmsjó
og það hafi verið lán í óláni að bilunin
í Dettifossi kom upp en hásumar en
ekki um hávetur.
Eimskip brást við með því að setja
önnur skip félagsins inn á áætlun
Dettifoss og því varð engin röskun á
fraktflutningum. Dettifoss og Goða-
foss eru stærstu skip Eimskips,
14.664 brúttótonn.
Til sömu ráða var gripið þegar
Blikur, leiguskip félagsins, varð
skyndilega vélarvana í Sundahöfn,
rétt áður en það lagðist að bryggjuh-
inn 25. júní sl. Önnur skip á vegum
Eimskip fóru þá inn í áætlun Blikurs.
Sprenging var í vélarrúmi Blikurs og
myndaðist mikill reykur í vélarrrúm-
inu. Hins vegar varð ekki eldur laus
um borð. Viðgerðin á Blikur tók
þrjár vikur og að því búnu fór skipið í
reglubundnar áætlunarsiglingar á
ný. Blikur er 4.448 brúttótonn.
Afar óvenjulegt er að sögn Ólafs
að svona alvarlegar bilanir verði í
tveimur skipum samtímis. Það komi
sér vel við þessar aðstæður að Eim-
skip búi yfir viðbragðsáætlun sem
komi í veg fyrir að áætlunarsiglingar
fari ekki úr skorðum.
Vélarbilun í tveimur
skipum Eimskips
Dettifoss dreginn til hafnar í Hollandi Var frá í mánuð
Morgunblaðið/Guðmundur Árnason
Sprenging Mikill viðbúnaður var þegar sprenging varð í vélarrúmi Blikurs.
Tveir dráttarbátar voru kallaðir til enda varð skipið vélarvana í Sundahöfn.
Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða í tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa með alvarlegum hætti ógnað lífi,
heilsu og velferð eiginkonu sinnar. Ákærði mun hafa gripið í hár eiginkonu
sinnar, dregið hana þannig fram úr rúmi sínu, slegið hana í andlitið og
gripið í handleggi hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut stóra mar-
bletti á olnboga, upphandlegg og úlnlið. Samkvæmt gögnum málsins mun
ákærði hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun í garð brotaþola um lengri tíma
áður en atvikið átti sér stað. 24. maí sauð upp úr, ákærði beitti eiginkonu
sína ofbeldi og hún flúði heimilið. Í ljósi skýlausrar játningar hins ákærða
og þess að hann hefur ekki gerst sekur um ofbeldisbrot áður, þótti refsing
ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði, en fullnustu refsingar er
frestað og skal hún falla niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð.
Viðurkenndi að hafa ógnað lífi konu sinnar
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hópur fjárfesta undirbýr byggingu
hótels og smáhýsabyggðar við Hey-
klif við Stöðvarfjörð. Jörðin er skráð
í eigu félagsins CityLab ehf.
Alexander Efanov, eigandi City-
Lab ehf., er framkvæmdastjóri verk-
efnisins. Hann segir það á undirbún-
ingsstigi. Umræddir aðilar muni
leggja fram fjármagnið sjálfir. Þeir
séu með aðsetur í Mónakó.
Alexander er arkitekt og hefur
meðal annars starfað fyrir íslensku
arkitektastofuna Arkís.
Hann segir hugmyndina þá að
byggja gistiskála sem falla vel inn í
stórbrotið landslag svæðisins. Húsin
verði hönnuð þannig að gestir upplifi
sig eina í náttúrunni. Þannig verði
upplifunin af náttúrunni sem best.
Fram kom á vef Fjarðabyggðar í
desember að gert væri ráð fyrir tíu
húsum, 30 smáhýsum og 20-30 her-
bergja hóteli. Getið var um félagið
Heyklif ehf. í þessu samhengi.
Alexander segir aðspurður að
áformin hafi breyst. Nú sé horft til
þess að byggja færri smáhýsi við
Heyklif, ef til vill 10-15. Þá sé nú
miðað við 40 herbergja hótel.
Reksturinn geti hafist 2020
Hann telur aðspurður raunhæft
að 1. hluti hótelsins verið tekinn í
notkun árið 2020. Hótelið verði opn-
að í áföngum. Áformað sé að reisa
húsin úr einingum á staðnum. Fram-
kvæmdirnar séu unnar í samstarfi
við íslenska fyrirtækið Beka, sem
veitir ráðgjöf og stjórnar verkefnum
á sviði byggingarframkvæmda. Það
hefur meðal annars komið að bygg-
ingu Fosshótela við Jökulsárlón og
Mývatn og að undirbúningi Iceland
Parliament Hótel við Austurvöll.
Spurður um markhópinn segir Al-
exander að gistiskálarnir verði fyrir
vandláta og hótelið fjórar stjörnur.
Þá muni smáhýsi höfða til margra.
Þegar Alexander er spurður um
staðarvalið segir hann það svara
spurningunni að koma á Heyklif. Þar
sé stórbrotin náttúra. Svæðið sé eins
og demantur sem hlúa þarf að.
Félögin Heyklif ehf. og CityLab
hafa sama heimilisfang í Kópavogi.
Sextán hluthafar eru skráðir endan-
legir eigendur í Heyklifi ehf. Í hópn-
um eru stjórnendur hjá endur-
skoðunarfyrirtækinu PwC á Íslandi.
Horfa líka til framtíðar
Líkindi eru með þessu verkefni og
áformum Áslaugar Magnúsdóttur,
fjárfestis og athafnakonu í New
York, og meðfjárfesta, um byggingu
hótelþorps í Össurárdal, norðan við
Höfn. Líkt og við Heyklif verður þar
horft til framtíðar við hönnun.
Áslaug hefur í þessu skyni keypt
jarðirnar Svínhóla og Svínhóla 2 við
Össurárdal. Er jafnframt getið um
félagið Álfaland Hotel ehf. í fast-
eignaskrá. Skráðir eigendur þess fé-
lags eru eigendur lögmannsstofunn-
ar BBA Legal. Fram kom í
Morgunblaðinu í júní að áætlað er að
fyrsti áfangi ferðaþjónustuverkefn-
isins í Össurarárdal, svonefnds Álfa-
lands, muni kosta um 5 milljarða.
Heyklif á Kambanesi
við Stöðvarfjörð
Breiðdalsvík
Heyklif
BREIÐDALUR
Breiðdalsvík
Stöðvar-
fjörður
Djúpivogur
Fáskrúðs-
fjörður
Lúxusgisting nærri Stöðvarfirði
Fjárfestar frá Mónakó láta hanna gistihús fyrir vandláta Hugmyndir eru um 40 herbergja hótel
Þá er í skoðun að byggja 10-15 smáhýsi Framkvæmdastjóri verkefnisins segir svæðið stórbrotið
Teikningar/Salab.org/Birt með leyfi
Hönnun Þessi drög benda til framúrstefnulegrar hönnunar mannvirkja. Náttúruskoðun Gestir eiga að geta notið náttúrunnar og einverunnar.
Ljósmynd/Alexander Efanov
Aðdráttarafl Alexander Efanov segir náttúru svæðisins stórbrotna.
Eyðijörðin Gunnarsstaðir var
sýnd á röngum stað á korti í
Morgunblaðinu sl. laugardag.
Fjallað var um jörðina í frétt
um jarðakaup erlendra aðila.
Meðal annars birtist þar lítið
kort sem sýndi Gunnarsstaði við
Þistilfjörð. Þar eru bújarðir með
sama nafni. Hið rétta er að eyði-
jörðin Gunnarsstaðir er á Langa-
nesströnd við botn Bakkaflóa.
Beðist er velvirðingar á óná-
kvæmninni.
Bakkaflói
BakkafjörðurMið-
fjarðar-
nessel
Veðramót
Gunnarsstaðir
Gunnarsstaðir á
Langanesströnd
Vopnafjörður
Þórshöfn