Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 205. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Nafn konunnar sem lést á...
2. Stöðugleikinn „með ólíkindum“
3. Sakaðir um hópnauðgun á Ibiza
4. Flugfargjöld hækka um 23%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
hlaut í fyrradag verðlaun fyrir bestu
leikstjórn í flokki alþjóðlegra kvik-
mynda á kvikmyndahátíðinni Skip
City International D-Cinema Festival í
Tókýó í Japan. Verðlaunin hlaut hann
fyrir leikstjórn Undir trénu sem sýnd
var á hátíðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlaut leikstjórnar-
verðlaun í Tókýó
Tónlistarmað-
urinn Ásgeir
Trausti Einarsson
kemur fram í
Seyðisfjarðar-
kirkju í kvöld kl.
21 en hann er
þessa dagana á
tónleikaferð um
landið og heldur
alls 14 tónleika fram til 1. ágúst. Á
tónleikunum frumflytur hann m.a. ný
lög sem verða á hans þriðju plötu
sem er væntanleg.
Ásgeir kemur fram í
Seyðisfjarðarkirkju
Bandaríski saxófónleikarinn Mike
Tracy kemur fram með ASA tríói á
djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl.
20.30. Tríóið skipa Andrés Þór Gunn-
laugsson á gítar, Agnar Már Magn-
ússon á orgel og Scott McLemore á
trommur. Tracy er yfirmaður djass-
deildar tónlistarháskólans í Louisville
og mun með ASA
flytja þekkta
djassstandarda.
Tracy með ASA tríói
Á miðvikudag Suðaustlæg átt, 3-8 m/s og rigning með köflum
eða skúrir. Hiti 8 til 15 stig, svalast á annesjum austan til.
Á fimmtudag Vaxandi austan- og norðaustanátt.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-10 m/s norðvestan til, en
annars hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða skúrir eða lítilsháttar
rigning. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnan heiða.
VEÐUR
„Það er mjög mikilvægt fyrir
mig persónulega að hafa náð
þessu undirbúningstímabili
með liðinu. Þegar ég kom
fyrst út var ég búinn að vera
að æfa með FH í desember
og janúar og það var bara
allt annað dæmi. Mér
fannst ég vera í góðu
standi þegar ég fór út en ég
er í miklu betra standi
núna,“ segir Böðvar Böðv-
arsson, knattspyrnumaður
hjá Jagiellonia í Póllandi. »4
Í miklu betra
standi núna
„Ég hef þurft smátíma til að melta
hversu vel Haraldur stóð sig á fyrsta
keppnisdegi þegar hann skilaði inn
skori upp á 72 högg á Carnoustie-
vellinum sem iðulega er talinn sá erf-
iðasti þeirra sem fengið hafa að
halda The Open frá því mótið hóf
göngu sína árið 1860,“ skrifar
Kristján Jónsson í pistli um
Opna breska meist-
aramótið í golfi. »1
Hversu vel stóð Har-
aldur sig á fyrsta degi?
Grindavík tók á móti Keflavík í 13. um-
ferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í
gær en leiknum lauk með þægilegum
3:0-sigri heimamanna. William Dani-
els, Jose Sito og Alexander Veigar Þór-
arinsson skoruðu mörk Grindvíkinga
sem eru komnir í fimmta sæti deild-
arinnar með 20 stig. Keflvíkingar eru
áfram á botni deildarinnar, án sigurs,
með 3 stig. »3
Grindvíkingar unnu
Suðurnesjaslaginn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Katrín Kristín Briem Gísladóttir, ung
kona frá Eskifirði, tók fyrir skemmstu
meirapróf, aukin ökuréttindi sem leyfa
prófhafa að keyra rútu, vörubíl, eftir-
vagn og leigubíl, og vinnur hún við að
keyra flutningabíl þetta sumarið. Það
er ekki í frásögur færandi nema vegna
þess að þar með fetar hún í fótspor
ömmu sinnar og alnöfnu sem var
fyrsta konan til að taka meirapróf á
Austurlandi.
„Við erum báðar með bíladellu og ég
hef alltaf keyrt mikið og þá sér-
staklega stóra bíla. Það getur alveg
verið að bíladellan hennar hafi komið
frá ömmu,“ segir Katrín Kristín Briem
Gísladóttir eldri um barnabarn sitt og
alnöfnu.
Katrín yngri hefur gaman af því að
aka stórum bílum eins og amma henn-
ar. „Ég hef alltaf haft gaman af því að
keyra, það skiptir í raun ekki máli
hvaða tæki það er. Svo tók ég vinnu-
vélaréttindi þegar ég var að vinna í ál-
verinu á Reyðarfirði og stuttu seinna
sá ég auglýsingu fyrir meirapróf og ég
ákvað bara að skella mér,“ segir Katr-
ín yngri.
Katrín eldri nýtti sér meiraprófið
lítið en hafði áður ekið stórum farar-
tækjum.
„Ég keyrði bæði vörubíl og litla rútu
áður en ég tók meirapróf. Eftir það fór
ég að eiga börn og búa þannig að það
varð mjög lítið úr því. Ég hef samt allt-
af átt stóra bíla, keyrt mikið
og haft gaman af,“ segir
hún. Um það hvort hún
ætli ekki að nýta sér
meiraprófið meira í
seinni tíð segir Katrín
eldri: „Nei, ég held þeir
væru nú meira hissa að
sjá mig undir stýri núna
heldur en þegar ég var
átján eða nítján ára,“
segir hún og hlær.
Katrín yngri starfar
hjá Eimskip þetta sumarið og keyrir á
milli fjarðanna fyrir austan, á flutn-
ingabíl að sjálfsögðu. „Við sem sagt
sjáum aðallega um flutninga frá Nes-
kaupstað yfir á Breiðdalsvík.“ Á vinnu-
staðnum er Katrín yngri eina konan
sem keyrir flutningabíl og önnur af
tveimur konum sem starfa á vinnu-
staðnum.
Spurð hvort ekki sé erfitt að aka
stórum farartækjum eins og vörubíl-
um og rútum segir Katrín eldri: „Þú
þarft að keyra allt öðruvísi þegar þú
keyrir stóran bíl. Þú mátt ekki gleyma
því að taka mjóa beygju því þá fer aft-
urendinn upp og svo er ýmislegt sem
þarf að hafa í huga. Þetta er samt svo-
lítið gaman, þú situr hátt og sérð vel
yfir.“
Bíladellan komin frá ömmu
Alnöfnur og
náðu sér báðar í
meirapróf
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Alnöfnur Katrínarnar tvær hafa báðar unun af því að keyra stóra bíla. Sú eldri er afar ánægð með að sú yngri hafi
ákveðið að ná sér í meirapróf eins og amma hennar. Sú yngri segist hafa gaman af því að keyra hvaða farartæki sem er.
Katrín eldri segist ekki hafa
fundið fyrir fordómum þegar
hún tók meiraprófið ásamt
átta karlmönnum árið 1964.
„Það eina sem ég fann fyrir
þegar ég var ung var að ef
löggan stoppaði mig þá var
hún alltaf svolítið hissa að
það væri ung kona með
meirapróf, svo þetta vakti al-
veg tvímælalaust einhverja
athygli.“
Katrín yngri kannast þó við
einhverja fordóma. „Ég tek alveg
eftir því að það sé horft á mig
þegar ég er að keyra og stundum
er fólk mjög hissa á því að ung
kona sé að keyra svo stóran bíl.
Svo já, það er alveg eitthvað röfl-
að en ég held að það sé bara í
nösunum á fólki. Ég finn alla
vega ekki fyrir því á vinnustaðn-
um. Þar eru allir ofboðslega fínir
og hjálpsamir,“ segir Katrín yngri.
Fordómar til staðar árið 2018
MISJÖFN UPPLIFUN